Prófkjörsúrslitin í Norðvestrinu
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja Norðvesturkjördæmi, lágu fyrir um tvöleytið í nótt. Úrslitin eru á þá leið að Sturla Böðvarsson vann sigur og mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Í næstu sætum koma Einar Kristinn Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Vilhjálmur Egilsson, Jóhanna Pálmadóttir og Birna Lárusdóttir. Í þessu prófkjöri kepptu fimm þingmenn um færri örugg þingsæti, því var ljóst fyrirfram að einhver þeirra þyrfti að bíta í það súra epli að ná ekki í efstu sætin. Það virðist vera hlutskipti Vilhjálms og liggur fyrir að hann muni ekki taka fimmta sætið og færist þá Jóhanna væntanlega upp um sæti. Eftir stendur að Sturla vann þetta prófkjör og hvað sem mönnum finnst um ráðherrastörf hans, vilja kjósendur flokksins í þessu kjördæmi hafa hann í forystusveitinni og hann stendur sterkt í kjördæminu, það virðist liggja alveg ljóst fyrir og þýðir ekki að ætla að breyta þeim úrslitum. Frægt varð þegar að flokksforystu Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi eystra líkaði ekki prófkjörsúrslitin 1999 og steyptu sigurvegaranum af stóli til að koma öðrum frambjóðanda að. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að feta sömu óheillaslóð. Þetta er sá listi og það fólk sem flokksmenn völdu til forystu og ekkert meira um það að segja. Í komandi kosningum á flokkurinn að stefna að fjórum þingsætum í þessu kjördæmi af alls 10 sem kosnir verða 10. maí nk. Það er alveg ljóst og markið ekki sett á annað.
Glæsileg Edduverðlaunahátíð
Óhætt er að segja að Edduverðlaunahátíðin 2002 hafi verið mjög glæsileg og gaman að fylgjast með henni. Sigurvegari kvöldsins með átta verðlaun er án nokkurs vafa Hafið, kvikmynd Baltasar Kormáks. Hlaut myndin t.d. verðlaun sem besta mynd ársins, fyrir leikstjórn, leik í öllum flokkum og fagverðlaun. Það kom alls ekki á óvart, enda sú mynd hiklaust langbesta mynd ársins og ber af öllu því sem gert hefur verið á sviði kvikmyndanna seinustu árin hérlendis. Gunnar Eyjólfsson og Elva Ósk Ólafsdóttir hlutu aðalleikaraverðlaunin fyrir magnaðan leik sinn, en óumdeilt er að Gunnar var hjartað í Hafinu og stendur upp úr því glæsilega liði leikara sem þar fór á kostum. Frænka mín, Herdís Þorvaldsdóttir, hlaut verðlaunin sem leikkona ársins í aukahlutverki, fyrir magnaða túlkun sína á Kötu gömlu og var það fyllilega verðskuldað, enda fór hún á kostum í frábærri rullu. Hápunktur kvöldsins var hiklaust þegar Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, afhenti Magnúsi Magnússyni heiðursverðlaun akademíunnar fyrir ævistarf sitt. Ræða Tómasar áður en hann afhenti verðlaunin var gríðarlega góð og skemmtilegt að heyra hana. Það er alveg ljóst að Magnús verðskuldaði þennan heiður. Í heildina var þetta skemmtilegt kvöld og gaman að fylgjast með afhendingu Eddunnar. Þetta er bæði hátíðleg stund og nauðsynlegt að slík fagverðlaun séu veitt fyrir það sem vel er gert á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar.
Úrslit í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja Norðvesturkjördæmi, lágu fyrir um tvöleytið í nótt. Úrslitin eru á þá leið að Sturla Böðvarsson vann sigur og mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Í næstu sætum koma Einar Kristinn Guðfinnsson, Einar Oddur Kristjánsson, Guðjón Guðmundsson, Vilhjálmur Egilsson, Jóhanna Pálmadóttir og Birna Lárusdóttir. Í þessu prófkjöri kepptu fimm þingmenn um færri örugg þingsæti, því var ljóst fyrirfram að einhver þeirra þyrfti að bíta í það súra epli að ná ekki í efstu sætin. Það virðist vera hlutskipti Vilhjálms og liggur fyrir að hann muni ekki taka fimmta sætið og færist þá Jóhanna væntanlega upp um sæti. Eftir stendur að Sturla vann þetta prófkjör og hvað sem mönnum finnst um ráðherrastörf hans, vilja kjósendur flokksins í þessu kjördæmi hafa hann í forystusveitinni og hann stendur sterkt í kjördæminu, það virðist liggja alveg ljóst fyrir og þýðir ekki að ætla að breyta þeim úrslitum. Frægt varð þegar að flokksforystu Samfylkingarinnar í Norðurlandskjördæmi eystra líkaði ekki prófkjörsúrslitin 1999 og steyptu sigurvegaranum af stóli til að koma öðrum frambjóðanda að. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að feta sömu óheillaslóð. Þetta er sá listi og það fólk sem flokksmenn völdu til forystu og ekkert meira um það að segja. Í komandi kosningum á flokkurinn að stefna að fjórum þingsætum í þessu kjördæmi af alls 10 sem kosnir verða 10. maí nk. Það er alveg ljóst og markið ekki sett á annað.
Glæsileg Edduverðlaunahátíð
Óhætt er að segja að Edduverðlaunahátíðin 2002 hafi verið mjög glæsileg og gaman að fylgjast með henni. Sigurvegari kvöldsins með átta verðlaun er án nokkurs vafa Hafið, kvikmynd Baltasar Kormáks. Hlaut myndin t.d. verðlaun sem besta mynd ársins, fyrir leikstjórn, leik í öllum flokkum og fagverðlaun. Það kom alls ekki á óvart, enda sú mynd hiklaust langbesta mynd ársins og ber af öllu því sem gert hefur verið á sviði kvikmyndanna seinustu árin hérlendis. Gunnar Eyjólfsson og Elva Ósk Ólafsdóttir hlutu aðalleikaraverðlaunin fyrir magnaðan leik sinn, en óumdeilt er að Gunnar var hjartað í Hafinu og stendur upp úr því glæsilega liði leikara sem þar fór á kostum. Frænka mín, Herdís Þorvaldsdóttir, hlaut verðlaunin sem leikkona ársins í aukahlutverki, fyrir magnaða túlkun sína á Kötu gömlu og var það fyllilega verðskuldað, enda fór hún á kostum í frábærri rullu. Hápunktur kvöldsins var hiklaust þegar Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, afhenti Magnúsi Magnússyni heiðursverðlaun akademíunnar fyrir ævistarf sitt. Ræða Tómasar áður en hann afhenti verðlaunin var gríðarlega góð og skemmtilegt að heyra hana. Það er alveg ljóst að Magnús verðskuldaði þennan heiður. Í heildina var þetta skemmtilegt kvöld og gaman að fylgjast með afhendingu Eddunnar. Þetta er bæði hátíðleg stund og nauðsynlegt að slík fagverðlaun séu veitt fyrir það sem vel er gert á sviði kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðar.
<< Heim