Sögulegur kosningasigur Repúblikana
Kosningasigur Repúblikanaflokksins var vissulega sögulegur, enda í fyrsta skipti frá 1934 sem flokkur sitjandi forseta, bætir við sig fylgi og þingmönnum í báðum þingdeildunum. Staða forsetans er sterkari en nokkru sinni fyrr og hefur hann hlotið ótvírætt umboð þjóðarinnar til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Eftir standa demókratar valdalausir og lamaðir forystulega séð. Demókratar hafa í raun engan afgerandi leiðtoga og við blasir að stokkað verði upp í forystusveit flokksins. Þegar hefur Dick Gephardt sem leitt hefur flokkinn í fulltrúadeildinni tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi setu á þeim stól og mikið er rætt um stöðu Tom Daschle sem hefur leitt flokkinn í öldungadeildinni seinustu árin. Ég fjalla um úrslit bandarísku þingkosninganna í ítarlegum pistli mínum á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri. Þar fer ég yfir úrslitin, áhrif þeirra og spái í spilin varðandi forsetakosningarnar 2004.
Ný mið - ráðstefna um sóknarfæri sjávarútvegsins
Ráðstefnan Ný mið, um sóknarfæri sjávarútvegsins verður haldin í stofu L201 á Sólborg, Háskólanum á Akureyri, af Stafnbúa, félagi auðlindadeildarnema við Háskólann á Akureyri og Hinu Íslenska Sjávarútvegsfræðafélagi á morgun. Með ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á ný tækifæri sjávarútvegsins til sóknar, ný mið sjávarútvegsins í framtíðinni. Stafnbúi hefur staðið fyrir ráðstefnum um sjávarútvegsmál að jafnaði annað hvert ár frá því að félagið var stofnað 1990. Hið Íslenska Sjávarútvegsfræðafélag var stofnað sl. vor og þótti forsvarsmönnum beggja félaga tilvalið að efna til ráðstefnu nú þegar stýrihópur sjávarútvegsráðherra um aukið virði sjávarafurða hefur skilað skýrslu sinni. Þetta er athyglisverð ráðstefna og hef ég í hyggju að mæta og hlusta á ítarlegar ræður og kynna mér þessi málefni vel. Hvet áhugasama til að líta á dagskrá ráðstefnunnar.
Björgvin og Arabíu Lawrence klikka aldrei
Sennilega rekur einhverja í rogastans þegar þeir sjá þessa fyrirsögn hér að ofan og spyrja sig hvað eiga þessir tveir heiðursmenn sameiginlegt. Jú, ég fór í búð í dag og keypti nýja diskinn hans Björgvins og klassíkina Lawrence of Arabia frá árinu 1962. Á diskinum hans Björgvins er að finna úrval bestu ballaðanna hans í gegnum tíðina og tvö glæný lög. Björgvin klikkar aldrei, hann hefur sannað getu sína sem úrvals söngvara á okkar litla poppskala og þótt víðar væri leitað. Hann á að baki 400-500 lög á ferlinum og er hiklaust í forystusveit íslenskra tónlistarmanna nútímans. Ég er haldinn ólæknandi áhuga á kvikmyndum, eins og allir þeir sem mig þekkja ættu að vita manna best. Á fjölda góðra kvikmynda (nokkur hundruð stykki reyndar) og bætti í dag klassíkinni um þjóðsagnapersónuna T.E. Lawrence í safnið. Hef lengi viljað eignast þessa mynd, hef náttúrulega margoft séð hana og horfði á hana í kvöld í enn eitt skiptið, batnar við hvert áhorf. Ómissandi fyrir alla sanna áhugamenn um kvikmyndir, á nú allar óskarsverðlaunamyndir gerðar eftir 1956. Ber sennilega gott vitni um kvikmyndafíkn mína. Svosem ekkert meira um þann ólæknandi sjúkdóm að segja!
Kosningasigur Repúblikanaflokksins var vissulega sögulegur, enda í fyrsta skipti frá 1934 sem flokkur sitjandi forseta, bætir við sig fylgi og þingmönnum í báðum þingdeildunum. Staða forsetans er sterkari en nokkru sinni fyrr og hefur hann hlotið ótvírætt umboð þjóðarinnar til að koma stefnu sinni í framkvæmd. Eftir standa demókratar valdalausir og lamaðir forystulega séð. Demókratar hafa í raun engan afgerandi leiðtoga og við blasir að stokkað verði upp í forystusveit flokksins. Þegar hefur Dick Gephardt sem leitt hefur flokkinn í fulltrúadeildinni tilkynnt að hann muni ekki sækjast eftir áframhaldandi setu á þeim stól og mikið er rætt um stöðu Tom Daschle sem hefur leitt flokkinn í öldungadeildinni seinustu árin. Ég fjalla um úrslit bandarísku þingkosninganna í ítarlegum pistli mínum á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins hér á Akureyri. Þar fer ég yfir úrslitin, áhrif þeirra og spái í spilin varðandi forsetakosningarnar 2004.
Ný mið - ráðstefna um sóknarfæri sjávarútvegsins
Ráðstefnan Ný mið, um sóknarfæri sjávarútvegsins verður haldin í stofu L201 á Sólborg, Háskólanum á Akureyri, af Stafnbúa, félagi auðlindadeildarnema við Háskólann á Akureyri og Hinu Íslenska Sjávarútvegsfræðafélagi á morgun. Með ráðstefnunni er ætlað að varpa ljósi á ný tækifæri sjávarútvegsins til sóknar, ný mið sjávarútvegsins í framtíðinni. Stafnbúi hefur staðið fyrir ráðstefnum um sjávarútvegsmál að jafnaði annað hvert ár frá því að félagið var stofnað 1990. Hið Íslenska Sjávarútvegsfræðafélag var stofnað sl. vor og þótti forsvarsmönnum beggja félaga tilvalið að efna til ráðstefnu nú þegar stýrihópur sjávarútvegsráðherra um aukið virði sjávarafurða hefur skilað skýrslu sinni. Þetta er athyglisverð ráðstefna og hef ég í hyggju að mæta og hlusta á ítarlegar ræður og kynna mér þessi málefni vel. Hvet áhugasama til að líta á dagskrá ráðstefnunnar.
Björgvin og Arabíu Lawrence klikka aldrei
Sennilega rekur einhverja í rogastans þegar þeir sjá þessa fyrirsögn hér að ofan og spyrja sig hvað eiga þessir tveir heiðursmenn sameiginlegt. Jú, ég fór í búð í dag og keypti nýja diskinn hans Björgvins og klassíkina Lawrence of Arabia frá árinu 1962. Á diskinum hans Björgvins er að finna úrval bestu ballaðanna hans í gegnum tíðina og tvö glæný lög. Björgvin klikkar aldrei, hann hefur sannað getu sína sem úrvals söngvara á okkar litla poppskala og þótt víðar væri leitað. Hann á að baki 400-500 lög á ferlinum og er hiklaust í forystusveit íslenskra tónlistarmanna nútímans. Ég er haldinn ólæknandi áhuga á kvikmyndum, eins og allir þeir sem mig þekkja ættu að vita manna best. Á fjölda góðra kvikmynda (nokkur hundruð stykki reyndar) og bætti í dag klassíkinni um þjóðsagnapersónuna T.E. Lawrence í safnið. Hef lengi viljað eignast þessa mynd, hef náttúrulega margoft séð hana og horfði á hana í kvöld í enn eitt skiptið, batnar við hvert áhorf. Ómissandi fyrir alla sanna áhugamenn um kvikmyndir, á nú allar óskarsverðlaunamyndir gerðar eftir 1956. Ber sennilega gott vitni um kvikmyndafíkn mína. Svosem ekkert meira um þann ólæknandi sjúkdóm að segja!
<< Heim