Athyglisverð skoðanakönnun DV
Athyglisvert er að kynna sér tölur í skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöldi og birtar eru í blaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnarflokkarnir séu samanlagt með 36 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er með 38,8% í könnuninni og Framsóknarflokkur með 17,1%, hækkar sig um tæp 5 prósentustig. Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tæp 6% og er nú 33,7%. Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 9,3% og Frjálslyndi flokkurinn 1,1%. Samkvæmt könnuninni er Framsókn með 11 þingsæti, Sjálfstæðisflokkurinn 25, Samfylkingin 21 og vinstri/grænir með 6. Þetta er vissulega eftirtektarverðar tölur og það sem sérstaklega er vert að taka eftir er að Samfylkingin tapar miklu fylgi að því er virðist til Framsóknarflokksins. Allavega verður fróðlegt að sjá könnun Gallups sem væntanlega kemur um helgina. En svo virðist vera sem fylgið sé að jafnast út og það fylgi sem ISG bætti við Samfylkinguna sé að leita aftur til baka í fyrri staði. Eftir að ISG kom aftur á vettvang landsmálanna eftir níu ára fjarveru, jókst fylgi Samfylkingarinnar nokkuð en nú virðist sú sveifla vera að hjaðna. Fyrsta alvöru ræða hennar sem forystumanneskju innan flokksins var á flokksstjórnarfundi í Borgarnesi 9. febrúar síðastliðinn og bjuggust margir við að þar færi hún yfir helstu málefni flokksins og sín sem leiðtoga í komandi kosningabaráttu. Hætt er við að þeim sem áttu von á ítarlegri ræðu um stefnu flokksins og framtíðarsýn hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hvergi er hægt að sjá í ræðunni að leiðtogaefni Samfylkingarinnar hafi málefnalega víðsýni eða ætli að vera boðberi einhverra sérstaka málefna í baráttunni. Ræða hennar einkenndist í senn af rakalausum dylgjum og gróusögum sem settar voru fram til að koma því inn hjá þjóðinni að stjórnvöld væru gerspillt og þau færu illa með vald sitt. Var einkennilegt að forystumanneskja í pólitík mætti í landsmálin stefnulaus og greinilega full af persónulegu hatri í garð forsætisráðherrans. Það er greinilegt að prímus mótor hennar í baráttunni mun vera andstyggð hennar á Sjálfstæðisflokknum og leiðtoga hans. Það er ljóst að kjósendum gremst málefnafátækt leiðtogaefnisins og að þeir vilja fá málefnalega umræðu og greinargóða stefnu fram í dagsljósið. ISG mun vonandi ekki komast upp með að gleyma málefnunum og verður að kynna skoðanir sínar og viðhorf, nema hún ætli að halda áfram að vera eins og Gróa á Leiti. Það verður athyglisvert að fylgjast með þessu næstu 73 dagana.
Góðar myndir í bíó
Seinustu vikurnar hefur verið nóg af góðum myndum í bíó og því hef ég oft skellt mér og kíkt á nýjustu myndirnar. Nú styttist í Óskarsverðlaunaafhendinguna og því eru allar þær myndir sem hafa hlotið tilnefningu óðum að koma í bíó. Nóg er af góðum myndum og ekki hægt að segja annað en að bíóárið 2002 sé vel heppnað, allavega er baráttan um verðlaunin jafnari nú en oft áður og margar frábærar leikframmistöður úrvalsleikara tilnefndar. Hef skrifað kvikmyndagagnrýni seinustu fimm árin á kvikmyndir.is, frábærum kvikmyndavef Helga Páls Helgasonar og Gunnars Þórissonar. Hef haft gríðarlegan áhuga á bíómyndum í mörg ár og á mikinn fjölda góðra bíómynda. Skrifaði nú síðast gagnrýni um Chicago, About Schmidt, Catch Me If You Can og Iris. Fleiri umfjallanir eru væntanlegar og framundan margar bíóferðir á næstu vikum.
Gísli Marteinn 31 árs í dag
Í dag er félagi minn, Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður, 31 árs gamall. Ég sendi honum mínar bestu hamingjuóskir með daginn.
Athyglisvert er að kynna sér tölur í skoðanakönnun DV sem gerð var í gærkvöldi og birtar eru í blaðinu í dag. Þar kemur fram að stjórnarflokkarnir séu samanlagt með 36 þingmenn. Sjálfstæðisflokkurinn er með 38,8% í könnuninni og Framsóknarflokkur með 17,1%, hækkar sig um tæp 5 prósentustig. Fylgi Samfylkingarinnar minnkar um tæp 6% og er nú 33,7%. Vinstrihreyfingin-grænt framboð fær 9,3% og Frjálslyndi flokkurinn 1,1%. Samkvæmt könnuninni er Framsókn með 11 þingsæti, Sjálfstæðisflokkurinn 25, Samfylkingin 21 og vinstri/grænir með 6. Þetta er vissulega eftirtektarverðar tölur og það sem sérstaklega er vert að taka eftir er að Samfylkingin tapar miklu fylgi að því er virðist til Framsóknarflokksins. Allavega verður fróðlegt að sjá könnun Gallups sem væntanlega kemur um helgina. En svo virðist vera sem fylgið sé að jafnast út og það fylgi sem ISG bætti við Samfylkinguna sé að leita aftur til baka í fyrri staði. Eftir að ISG kom aftur á vettvang landsmálanna eftir níu ára fjarveru, jókst fylgi Samfylkingarinnar nokkuð en nú virðist sú sveifla vera að hjaðna. Fyrsta alvöru ræða hennar sem forystumanneskju innan flokksins var á flokksstjórnarfundi í Borgarnesi 9. febrúar síðastliðinn og bjuggust margir við að þar færi hún yfir helstu málefni flokksins og sín sem leiðtoga í komandi kosningabaráttu. Hætt er við að þeim sem áttu von á ítarlegri ræðu um stefnu flokksins og framtíðarsýn hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum. Hvergi er hægt að sjá í ræðunni að leiðtogaefni Samfylkingarinnar hafi málefnalega víðsýni eða ætli að vera boðberi einhverra sérstaka málefna í baráttunni. Ræða hennar einkenndist í senn af rakalausum dylgjum og gróusögum sem settar voru fram til að koma því inn hjá þjóðinni að stjórnvöld væru gerspillt og þau færu illa með vald sitt. Var einkennilegt að forystumanneskja í pólitík mætti í landsmálin stefnulaus og greinilega full af persónulegu hatri í garð forsætisráðherrans. Það er greinilegt að prímus mótor hennar í baráttunni mun vera andstyggð hennar á Sjálfstæðisflokknum og leiðtoga hans. Það er ljóst að kjósendum gremst málefnafátækt leiðtogaefnisins og að þeir vilja fá málefnalega umræðu og greinargóða stefnu fram í dagsljósið. ISG mun vonandi ekki komast upp með að gleyma málefnunum og verður að kynna skoðanir sínar og viðhorf, nema hún ætli að halda áfram að vera eins og Gróa á Leiti. Það verður athyglisvert að fylgjast með þessu næstu 73 dagana.
Góðar myndir í bíó
Seinustu vikurnar hefur verið nóg af góðum myndum í bíó og því hef ég oft skellt mér og kíkt á nýjustu myndirnar. Nú styttist í Óskarsverðlaunaafhendinguna og því eru allar þær myndir sem hafa hlotið tilnefningu óðum að koma í bíó. Nóg er af góðum myndum og ekki hægt að segja annað en að bíóárið 2002 sé vel heppnað, allavega er baráttan um verðlaunin jafnari nú en oft áður og margar frábærar leikframmistöður úrvalsleikara tilnefndar. Hef skrifað kvikmyndagagnrýni seinustu fimm árin á kvikmyndir.is, frábærum kvikmyndavef Helga Páls Helgasonar og Gunnars Þórissonar. Hef haft gríðarlegan áhuga á bíómyndum í mörg ár og á mikinn fjölda góðra bíómynda. Skrifaði nú síðast gagnrýni um Chicago, About Schmidt, Catch Me If You Can og Iris. Fleiri umfjallanir eru væntanlegar og framundan margar bíóferðir á næstu vikum.
Gísli Marteinn 31 árs í dag
Í dag er félagi minn, Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður, 31 árs gamall. Ég sendi honum mínar bestu hamingjuóskir með daginn.
<< Heim