Ársafmæli heimasíðunnar minnar
Í dag, 19. febrúar 2003, er ár liðið frá því að ég opnaði heimasíðu á Netinu. Ég ákvað eftir mikla umhugsun að réttast væri að ég setti pistlana mína saman á einn stað, það væri athyglisvert að geyma þá alla á sama staðnum. Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og pólitískri umræðu og fannst þá tilvalið að ég kæmi fram með mínar skoðanir og gerði það á minn hátt. Ég hef frá upphafi engan leynt að ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og er málsvari hugsjóna þeirra sem flokkurinn hefur kennt sig við og er dyggur stuðningsmaður flokksins og forystumanna hans. Þegar ég tók þá ákvörðun að setja upp mína eigin síðu renndi ég eiginlega blint í sjóinn með það, ég vissi ekki hvaða viðtökur ég myndi fá og hvort fólk myndi yfir höfuð hafa áhuga á síðunni sem slíkri. Fyrst í stað var því ekki hægt að sjá hversu margir litu á hana. Með því að setja upp teljara hef ég fylgst með fjölda gesta hér og 24. ágúst 2002 náði sá fjöldi yfir 10.000 heimsóknir, í nóvember fór talan í 20.000 og í janúar í 30.000. Í dag, á ársafmæli síðunnar, er fjöldi heimsókna komin í 35.000. Í kjölfar þess að ég opnaði bloggsíðuna fyrir fimm mánuðum, hefur fjöldinn aukist mjög og ljóst að margir hafa áhuga á að lesa þær pælingar mínar og greinar eftir mig. Þeir sem líta á síðurnar mínar eru alls ekki allt einstaklingar sem eru sammála mér í stjórnmálum. Ég er mjög ánægður með að pistlarnir vekja áhuga fólks úr ýmsum flokkum og eru lesnir af fólki með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir. Ég hef fengið marga tölvupósta þar sem fólk tjáir sig um síðuna og um sínar skoðanir, ég er ánægður með þessi viðbrögð, og þakka kærlega fyrir þau.
Hannes Hólmsteinn fimmtugur
Í dag er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, fimmtugur. Það er held ég á engan hallað þó að ég fullyrði að Hannes sé einn ötulasti og atorkusamasti talsmaður frelsisins á Íslandi. Máttur hans er slíkur að allir hlusta á það sem hann segir og um hann eru mjög deildar meiningar, en allir hlusta á hann og taka mark á orðum hans, þó andstæðingar hans fullyrði annað. Annars myndu þeir ekki tjá sig um stefnu hans og tjáningu hans á henni með þeim hætti sem gert er. Í tæpa þrjá áratugi hefur dr. Hannes verið duglegri en flestir aðrir að boða frjálsræði í hverri þeirri mynd sem fólk kannast við. Hann hefur verið talsmaður frjálsra fjölmiðla, frjálsri gjaldeyrisnotkun, lækkun skatta, einkavæðingu, afnámi hafta og svona mætti lengi telja. Með baráttu sinni hefur hann orðið óvinur vinstrimanna nr. 1 á Íslandi og hiklaust táknmynd frjálshyggjunnar hérlendis, hvorki meira né minna. Það eru fáir menn í nútímanum hér á landi sem orðið hafa umdeildari í lifanda lífi. Eitt má dr. Hannes eiga, skoðanir hans eru þær sömu og voru fyrir þrem áratugum, hann hefur ekki lent í gjaldþroti með hugsjónir sínar eins og vinstrimenn sem fylgt hafa mörgum boðskapnum gegnum tíðina og strandað með honum. Hann getur óhræddur horfst í augu við hugsjón sína eftir öll þessi ár - og það sem meira er, verið stoltur af henni á sama tíma. Dr. Hannes hefur verið maður til að standa og falla með skoðunum sínum og getur staðið hnarreistur á þessum tímamótum er litið er yfir farinn veg, hann má vera stoltur af sinni framgöngu og skoðunum. Í hann er vitnað jafnt af samherjum sem og andstæðingum og tekið er mark á því sem hann segir, það er besti vitnisburður þess að hann hefur boðað rétta stefnu. Ég óska frænda mínum; hugsjónamanninum og fræðimanninum Hannesi Hólmsteini til hamingju með daginn. Það er greinilegt að við sem erum af Guðlaugsstaðaættinni þorum að tjá okkar skoðanir og standa og falla með því. Hvet alla til að lesa frábæra afmælisgrein um Hannes á VefÞjóðviljanum.
Jón Hákon byrjaður að blogga aftur
Það er gott að vita til þess að vinur minn og félagi, Jón Hákon ritstjóri frelsi.is, sé farinn að blogga á ný eftir nokkurt hlé. Hlakka til að lesa vangaveltur hans um pólitíkina á næstu mánuðum. Svo má ég til með að þakka bæði honum og vini mínum og félaga á frelsinu, Hauki kanzlara, fyrir að bæta mér á tenglalistana sína. Við félagarnir verðum svo duglegir við að tjá skoðanir okkar á frelsinu í aðdraganda kosninganna. Það er verk að vinna og við munum hamra á andstæðingunum í kosningabaráttunni.
Í dag, 19. febrúar 2003, er ár liðið frá því að ég opnaði heimasíðu á Netinu. Ég ákvað eftir mikla umhugsun að réttast væri að ég setti pistlana mína saman á einn stað, það væri athyglisvert að geyma þá alla á sama staðnum. Ég hef alla tíð haft mjög mikinn áhuga á stjórnmálum og pólitískri umræðu og fannst þá tilvalið að ég kæmi fram með mínar skoðanir og gerði það á minn hátt. Ég hef frá upphafi engan leynt að ég er flokksbundinn Sjálfstæðismaður og er málsvari hugsjóna þeirra sem flokkurinn hefur kennt sig við og er dyggur stuðningsmaður flokksins og forystumanna hans. Þegar ég tók þá ákvörðun að setja upp mína eigin síðu renndi ég eiginlega blint í sjóinn með það, ég vissi ekki hvaða viðtökur ég myndi fá og hvort fólk myndi yfir höfuð hafa áhuga á síðunni sem slíkri. Fyrst í stað var því ekki hægt að sjá hversu margir litu á hana. Með því að setja upp teljara hef ég fylgst með fjölda gesta hér og 24. ágúst 2002 náði sá fjöldi yfir 10.000 heimsóknir, í nóvember fór talan í 20.000 og í janúar í 30.000. Í dag, á ársafmæli síðunnar, er fjöldi heimsókna komin í 35.000. Í kjölfar þess að ég opnaði bloggsíðuna fyrir fimm mánuðum, hefur fjöldinn aukist mjög og ljóst að margir hafa áhuga á að lesa þær pælingar mínar og greinar eftir mig. Þeir sem líta á síðurnar mínar eru alls ekki allt einstaklingar sem eru sammála mér í stjórnmálum. Ég er mjög ánægður með að pistlarnir vekja áhuga fólks úr ýmsum flokkum og eru lesnir af fólki með mjög ólíkar stjórnmálaskoðanir. Ég hef fengið marga tölvupósta þar sem fólk tjáir sig um síðuna og um sínar skoðanir, ég er ánægður með þessi viðbrögð, og þakka kærlega fyrir þau.
Hannes Hólmsteinn fimmtugur
Í dag er dr. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor, fimmtugur. Það er held ég á engan hallað þó að ég fullyrði að Hannes sé einn ötulasti og atorkusamasti talsmaður frelsisins á Íslandi. Máttur hans er slíkur að allir hlusta á það sem hann segir og um hann eru mjög deildar meiningar, en allir hlusta á hann og taka mark á orðum hans, þó andstæðingar hans fullyrði annað. Annars myndu þeir ekki tjá sig um stefnu hans og tjáningu hans á henni með þeim hætti sem gert er. Í tæpa þrjá áratugi hefur dr. Hannes verið duglegri en flestir aðrir að boða frjálsræði í hverri þeirri mynd sem fólk kannast við. Hann hefur verið talsmaður frjálsra fjölmiðla, frjálsri gjaldeyrisnotkun, lækkun skatta, einkavæðingu, afnámi hafta og svona mætti lengi telja. Með baráttu sinni hefur hann orðið óvinur vinstrimanna nr. 1 á Íslandi og hiklaust táknmynd frjálshyggjunnar hérlendis, hvorki meira né minna. Það eru fáir menn í nútímanum hér á landi sem orðið hafa umdeildari í lifanda lífi. Eitt má dr. Hannes eiga, skoðanir hans eru þær sömu og voru fyrir þrem áratugum, hann hefur ekki lent í gjaldþroti með hugsjónir sínar eins og vinstrimenn sem fylgt hafa mörgum boðskapnum gegnum tíðina og strandað með honum. Hann getur óhræddur horfst í augu við hugsjón sína eftir öll þessi ár - og það sem meira er, verið stoltur af henni á sama tíma. Dr. Hannes hefur verið maður til að standa og falla með skoðunum sínum og getur staðið hnarreistur á þessum tímamótum er litið er yfir farinn veg, hann má vera stoltur af sinni framgöngu og skoðunum. Í hann er vitnað jafnt af samherjum sem og andstæðingum og tekið er mark á því sem hann segir, það er besti vitnisburður þess að hann hefur boðað rétta stefnu. Ég óska frænda mínum; hugsjónamanninum og fræðimanninum Hannesi Hólmsteini til hamingju með daginn. Það er greinilegt að við sem erum af Guðlaugsstaðaættinni þorum að tjá okkar skoðanir og standa og falla með því. Hvet alla til að lesa frábæra afmælisgrein um Hannes á VefÞjóðviljanum.
Jón Hákon byrjaður að blogga aftur
Það er gott að vita til þess að vinur minn og félagi, Jón Hákon ritstjóri frelsi.is, sé farinn að blogga á ný eftir nokkurt hlé. Hlakka til að lesa vangaveltur hans um pólitíkina á næstu mánuðum. Svo má ég til með að þakka bæði honum og vini mínum og félaga á frelsinu, Hauki kanzlara, fyrir að bæta mér á tenglalistana sína. Við félagarnir verðum svo duglegir við að tjá skoðanir okkar á frelsinu í aðdraganda kosninganna. Það er verk að vinna og við munum hamra á andstæðingunum í kosningabaráttunni.
<< Heim