Framsóknarmenn sparka í ISG og Samfylkinguna
Um helgina er haldið í Reykjavík, flokksþing Framsóknarflokksins. Hörð gagnrýni kom fram á Samfylkinguna á flokksþinginu í dag. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins, sagði m.a. ef einhverjum dytti það í hug í flokknum að skipa sérstakan talsmann í flokknum sem ætti að tala fyrir sína hönd, þá myndi hann segja af sér. Var hann með þessu að vísa til Samfylkingarinnar og hlutverks Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar. Þá sagði Halldór ljóst að ef flokkurinn fengi ekki nægilegt afl í kosningum til að koma fram sínum málum og stöðugleikanum væri hætt, þá færi flokkurinn ekki í ríkisstjórn. Í lok fyrirspurnartíma á flokksþinginu voru ráðherrar flokksins spurðir með hverjum þeir vildu helst vinna eftir kosningar. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að ef flokkurinn fengi aðeins 8-9 þingmenn eins og kannanir bentu til, yrði flokkurinn ekki í næstu ríkisstjórn. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist þó hafa fulla trú á því að flokkurinn ynni sigur í kosningunum og lagði áherslu á að Ingibjörg Sólrún væri ekki forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, heldur Halldór Ásgrímsson. Þá sagði hann það gróft af hálfu Samfylkingarinnar að halda því fram, að ekki væri hægt að kjósa Halldór eða Davíð vegna þess hve þeir væru búnir að vera formenn flokka sinna lengi. Sagði Guðni að þjóðin myndi kjósa þá báða. Halldór sagðist telja það fráleitt skipulag í stjórnmálaflokki að formaður flokksins sæti á þingi og síðan sé talsmaður flokksins utan þings. Hann sagði að flokkurinn gæti ekki verið í ríkisstjórn nema hafa afl til þess og hvernig hann gæti komið fram þeim málum sem samþykkt yrðu á flokksþinginu. Hann sagði einnig að flokkurinn myndi ekki taka þátt í neinni ævintýramennsku. Gott mál að frammarar sparki í Sollu skattó og hennar lið.
Um helgina er haldið í Reykjavík, flokksþing Framsóknarflokksins. Hörð gagnrýni kom fram á Samfylkinguna á flokksþinginu í dag. Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins, sagði m.a. ef einhverjum dytti það í hug í flokknum að skipa sérstakan talsmann í flokknum sem ætti að tala fyrir sína hönd, þá myndi hann segja af sér. Var hann með þessu að vísa til Samfylkingarinnar og hlutverks Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur þar. Þá sagði Halldór ljóst að ef flokkurinn fengi ekki nægilegt afl í kosningum til að koma fram sínum málum og stöðugleikanum væri hætt, þá færi flokkurinn ekki í ríkisstjórn. Í lok fyrirspurnartíma á flokksþinginu voru ráðherrar flokksins spurðir með hverjum þeir vildu helst vinna eftir kosningar. Ráðherrarnir lögðu áherslu á að ef flokkurinn fengi aðeins 8-9 þingmenn eins og kannanir bentu til, yrði flokkurinn ekki í næstu ríkisstjórn. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sagðist þó hafa fulla trú á því að flokkurinn ynni sigur í kosningunum og lagði áherslu á að Ingibjörg Sólrún væri ekki forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, heldur Halldór Ásgrímsson. Þá sagði hann það gróft af hálfu Samfylkingarinnar að halda því fram, að ekki væri hægt að kjósa Halldór eða Davíð vegna þess hve þeir væru búnir að vera formenn flokka sinna lengi. Sagði Guðni að þjóðin myndi kjósa þá báða. Halldór sagðist telja það fráleitt skipulag í stjórnmálaflokki að formaður flokksins sæti á þingi og síðan sé talsmaður flokksins utan þings. Hann sagði að flokkurinn gæti ekki verið í ríkisstjórn nema hafa afl til þess og hvernig hann gæti komið fram þeim málum sem samþykkt yrðu á flokksþinginu. Hann sagði einnig að flokkurinn myndi ekki taka þátt í neinni ævintýramennsku. Gott mál að frammarar sparki í Sollu skattó og hennar lið.
<< Heim