Átak í uppbyggingu menntunar og menningar
Í gær undirrituðu Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, samkomulag um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni. Skilgreind hafa verið verkefni í samræmi við byggðaáætlun 2002-2005 þar sem lögð er áhersla á tengsl menntunar og menningar við þróun atvinnulífs í dreifðum byggðum. Upplýsingatækni verður markvisst nýtt til að efla símenntun og starfsmenntun á landsbyggðinni og stuðla að auknu námsframboði á öllum skólastigum. Einnig verður unnið að því að auka aðgengi að menningarefni frá ólíkum landssvæðum. Ráðuneytin munu sameiginlega leggja fram að lágmarki 100 milljónir króna á ári í þrjú ár, samtals 300 milljónir króna, í verkefni í ólíkum landshlutum. Í byggðaáætlun er lögð áhersla á að starfsemi símenntunarmiðstöðva verði efld með það að markmiði að styrkja landsbyggðina með bættu aðgengi að menntun á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi. Þetta á einnig við um starfsnám þar sem nemendur geta sinnt bóklegu námi í fjarnámi en verklegu námi í heimabyggð. Þá hefur mikilvægi símenntunar aukist á undanförnum árum og þarf hún að standa almenningi til boða óháð búsetu. Símenntunarmiðstöðvar eru starfræktar í öllum landshlutum. Hlutverk þeirra er að efla símenntun með því að miðla námskeiðum og auka samstarf atvinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni byggðarlaga. Símenntunarmiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í að veita stoðþjónustu við nemendur og aðstöðu fyrir kennslu. Þannig hefur skapast grundvöllur fyrir frekari þjónustu vegna háskólanáms og verður unnið að uppbyggingu háskólanámssetra á Egilsstöðum og Húsavík sem byggja munu á grunni símenntunarmiðstöðva. Einnig verður stutt við þjónustu vegna háskólanáms á Vestfjörðum. Í samræmi við byggðaáætlun verður unnið að uppbyggingu starfsnáms á landsbyggðinni með fjarnámi. Þar verður byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með kjarnaskólum í starfsmenntun. Í samvinnu við starfsgreinaráð hafa kjarnaskólar forgöngu um að þróa námsefni og kennsluaðferðir og aðstoða aðra skóla og fyrirtæki við umbætur í kennslu og starfsþjálfun á viðkomandi sviði. Framhaldsskólar á landsbyggðinni verða styrktir til að halda úti fámennum námshópum í starfsmenntun og hefja samstarf við kjarnaskóla og fyrirtæki í sínu byggðarlagi. Kjarnaskólar munu veita framhaldsskólum á landsbyggðinni þjónustu vegna þjálfunar kennara, kennslu, skiplagsvinnu og námsefnis. Einnig munu framhaldsskólar vinna að því að fyrirtæki taki að sér hluta kennslunnar í samvinnu við kjarnaskóla. Þetta er mjög ánægjulegt skref sem ráðherrarnir stíga með þessari undirritun og þetta hið besta mál.
Lögreglan tekur Ingibjörgu Sólrúnu á teppið
Í dag er greint frá því á Fréttavef Morgunblaðsins að stjórn Landssambands lögreglumanna hafi átt fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa, vegna ummæla hennar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi, þann 9. febrúar sl. Í yfirlýsingu Landssambandsins segir að ræða Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi og tilsvör hennar í fjölmiðlum í framhaldi af því hafi vakið undrun og óánægju innan raða lögreglunnar. Skilja hafi mátt orð hennar svo, að aðrar en faglegar ástæður geti legið að baki opinberra rannsókna sem tengist tilteknum fyrirtækjum á Íslandi. Stjórn Landssambands lögreglumanna segir það vera ábyrgðarhlut að maður í stöðu Ingibjargar Sólrúnar tjái sig um þessi mál á þann hátt sem hún gerði og leggja megi þann skilning í ummæli hennar, að hún hafi í raun verið að vega að starfsheiðri lögreglunnar og eftir atvikum ákveðnum eftirlitsstofnunum ríkisins. Einnig segir í yfirlýsingunni að Ingibjörg Sólrún hafi fullyrt að dregið hafi verulega úr trausti á öllum helstu stofnunum samtímans og nefnt þar ýmsar til sögunnar þar á meðal lögreglu. Lögreglumenn telja að það gangi þvert á niðurstöður allra viðhorfskannana sem gerðar hafi verið síðustu ár, sem sýni að yfir 70% landsmanna beri traust til lögreglunnar. Engin önnur stofnun hafi áunnið sér slíkt traust almennings að undanskildum Háskóla Íslands.
Í gær undirrituðu Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, og Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra, samkomulag um átak í uppbyggingu menntunar og menningar á landsbyggðinni. Skilgreind hafa verið verkefni í samræmi við byggðaáætlun 2002-2005 þar sem lögð er áhersla á tengsl menntunar og menningar við þróun atvinnulífs í dreifðum byggðum. Upplýsingatækni verður markvisst nýtt til að efla símenntun og starfsmenntun á landsbyggðinni og stuðla að auknu námsframboði á öllum skólastigum. Einnig verður unnið að því að auka aðgengi að menningarefni frá ólíkum landssvæðum. Ráðuneytin munu sameiginlega leggja fram að lágmarki 100 milljónir króna á ári í þrjú ár, samtals 300 milljónir króna, í verkefni í ólíkum landshlutum. Í byggðaáætlun er lögð áhersla á að starfsemi símenntunarmiðstöðva verði efld með það að markmiði að styrkja landsbyggðina með bættu aðgengi að menntun á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi. Þetta á einnig við um starfsnám þar sem nemendur geta sinnt bóklegu námi í fjarnámi en verklegu námi í heimabyggð. Þá hefur mikilvægi símenntunar aukist á undanförnum árum og þarf hún að standa almenningi til boða óháð búsetu. Símenntunarmiðstöðvar eru starfræktar í öllum landshlutum. Hlutverk þeirra er að efla símenntun með því að miðla námskeiðum og auka samstarf atvinnulífs og skóla til að tryggja samkeppnishæfni byggðarlaga. Símenntunarmiðstöðvar gegna mikilvægu hlutverki í að veita stoðþjónustu við nemendur og aðstöðu fyrir kennslu. Þannig hefur skapast grundvöllur fyrir frekari þjónustu vegna háskólanáms og verður unnið að uppbyggingu háskólanámssetra á Egilsstöðum og Húsavík sem byggja munu á grunni símenntunarmiðstöðva. Einnig verður stutt við þjónustu vegna háskólanáms á Vestfjörðum. Í samræmi við byggðaáætlun verður unnið að uppbyggingu starfsnáms á landsbyggðinni með fjarnámi. Þar verður byggt á þeim grunni sem lagður hefur verið með kjarnaskólum í starfsmenntun. Í samvinnu við starfsgreinaráð hafa kjarnaskólar forgöngu um að þróa námsefni og kennsluaðferðir og aðstoða aðra skóla og fyrirtæki við umbætur í kennslu og starfsþjálfun á viðkomandi sviði. Framhaldsskólar á landsbyggðinni verða styrktir til að halda úti fámennum námshópum í starfsmenntun og hefja samstarf við kjarnaskóla og fyrirtæki í sínu byggðarlagi. Kjarnaskólar munu veita framhaldsskólum á landsbyggðinni þjónustu vegna þjálfunar kennara, kennslu, skiplagsvinnu og námsefnis. Einnig munu framhaldsskólar vinna að því að fyrirtæki taki að sér hluta kennslunnar í samvinnu við kjarnaskóla. Þetta er mjög ánægjulegt skref sem ráðherrarnir stíga með þessari undirritun og þetta hið besta mál.
Lögreglan tekur Ingibjörgu Sólrúnu á teppið
Í dag er greint frá því á Fréttavef Morgunblaðsins að stjórn Landssambands lögreglumanna hafi átt fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarfulltrúa, vegna ummæla hennar á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar í Borgarnesi, þann 9. febrúar sl. Í yfirlýsingu Landssambandsins segir að ræða Ingibjargar Sólrúnar í Borgarnesi og tilsvör hennar í fjölmiðlum í framhaldi af því hafi vakið undrun og óánægju innan raða lögreglunnar. Skilja hafi mátt orð hennar svo, að aðrar en faglegar ástæður geti legið að baki opinberra rannsókna sem tengist tilteknum fyrirtækjum á Íslandi. Stjórn Landssambands lögreglumanna segir það vera ábyrgðarhlut að maður í stöðu Ingibjargar Sólrúnar tjái sig um þessi mál á þann hátt sem hún gerði og leggja megi þann skilning í ummæli hennar, að hún hafi í raun verið að vega að starfsheiðri lögreglunnar og eftir atvikum ákveðnum eftirlitsstofnunum ríkisins. Einnig segir í yfirlýsingunni að Ingibjörg Sólrún hafi fullyrt að dregið hafi verulega úr trausti á öllum helstu stofnunum samtímans og nefnt þar ýmsar til sögunnar þar á meðal lögreglu. Lögreglumenn telja að það gangi þvert á niðurstöður allra viðhorfskannana sem gerðar hafi verið síðustu ár, sem sýni að yfir 70% landsmanna beri traust til lögreglunnar. Engin önnur stofnun hafi áunnið sér slíkt traust almennings að undanskildum Háskóla Íslands.
<< Heim