Davíð vill skattalækkanir - mikið ánægjuefni
Í dag flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra, athyglisverða ræðu á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands. Þar boðaði skattalækkun - loksins, hefði einhver sagt. Hann sagði að staða ríkissjóðs væri sterk og að það væri ástæðulaust að láta hann fitna um of. Davíð sagði í ræðu sinni að hagvöxtur á þessi ári yrði um 1,75%, á næsta ári 3% og á næstu árum þar á eftir væri áætlað að hann yrði enn hærri. Það er mikið ánægjuefni að skattalækkanir séu framundan. Það hefur lengi verið mikið baráttumál Sambands ungra sjálfstæðismanna að lækka skatta og yngstu þingframbjóðendur flokksins lögðu mikla áherslu á það í prófkjörsbaráttum sínum í nóvember. Því er ánægjulegt að forysta flokksins tryggi að skattar verði lækkaðir, fyrir kosningar. Þetta er löngu tímabært. Forsætisráðherrann sagði einnig lækkandi „vextir Seðlabanka Íslands og stigvaxandi uppkaup hans á gjaldeyri sem notaður er til að greiða niður skammtímaskuldir sem safnað var þegar aðstæður voru þveröfugar við það sem nú gerist, ættu að stuðla að betra jafnvægi þegar fram í sækir, þannig að útflutningsgreinarnar geti búið við þolanlega stöðu gengisins.“ Þá sagði hann að ríkið hlyti einnig að velta fyrir sér hvort það geti breytt erlendum skuldum sínum í innlendar. Þó þyrfti um leið að geta þess að slíkar aðgerðir leiði ekki til ótímabærrar hækkunar á innlendum vöxtum. „Aðgerðir og ákvarðanir á markaði, ákvarðanir hins opinbera og sérstaklega framangreindur atbeini Seðlabanka Íslands ættu að geta haft úrslitaáhrif á að lífvænlegt jafnvægi gengis náist sem fyrst,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að fólk þyrfti að átta sig á að hækkandi vextir slái hraðar á þenslu en lækkandi vextir veki væntingar. Lækkandi vextir þurfi því lengri tíma til að hafa áhrif inn í þjóðfélagið en hækkandi. Þá sagði Davíð: „Menn horfa til vaxtaákvarðana og verðbólgu í sama vetfangi, en manni virðist þó stundum að vextir séu ekki alltaf ákveðnir til þess að hafa áhrif á verðbólguna, heldur sendir til þess að elta hana. Þannig á ekki að nota vexti. Vaxtaákvarðanir verða að vita að framtíðinni vegna þess hve hægt vaxtabreytingar virka sem efnahagstæki.“
Ingibjörg Sólrún rökstyðji aðdróttanir sínar
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna ályktaði á fundi sínum í gær að fordæma málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarfulltrúa. Ályktunin fer hér á eftir: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fordæmir málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. sunnudag. Þar lét borgarfulltrúinn að því liggja að forsætisráðherra hefði staðið fyrir rannsóknum lögreglu og skattyfirvalda hjá tilteknum fyrirtækjum og einstaklingum. Þessar aðdróttanir eru með öllu órökstuddar og beinast ekki aðeins að forsætisráðherra heldur einnig starfsheiðri lögreglumanna og starfsfólks embættis Skattrannsóknarstjóra. Árlega sæta tugir íslenskra fyrirtækja rannsókn af hálfu yfirvalda, svo skattyfirvalda, lögreglu eða samkeppnisstofnunar og gefur ekki tilefni til ásakana um valdníðslu. Er með miklum ólíkindum að stjórnmálamaður sem vill láta taka sig alvarlega skuli byggja málflutning sinn á tilhæfulausum dylgjum og rætnum kjaftasögum sem eru fyrst og síðast sprottnar úr hennar eigin herbúðum. Ungir sjálfstæðismenn krefjast þess að Ingibjörg rökstyðji aðdróttanir sínar en biðjist ella afsökunar." Fagna mjög þessari ályktun félaga minna í stjórninni og tel mikilvægt að borgarfulltrúinn færi sönnur á mál sitt (aðdróttanir) eða biðji þá afsökunar sem hún réðist að með órökstuddum dylgjum. Það er nú þannig með þessa konu að hún hefur komist upp með það í mörg ár að þvaðra án þess að færa sönnur á mál sitt. Ef hún er svona viss um þetta, hlýtur hún að geta rökstutt það sem hún segir. Ef ekki á hún að skammast til að koma með stefnu sína í næstu kosningum.
Í dag flutti Davíð Oddsson forsætisráðherra, athyglisverða ræðu á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands. Þar boðaði skattalækkun - loksins, hefði einhver sagt. Hann sagði að staða ríkissjóðs væri sterk og að það væri ástæðulaust að láta hann fitna um of. Davíð sagði í ræðu sinni að hagvöxtur á þessi ári yrði um 1,75%, á næsta ári 3% og á næstu árum þar á eftir væri áætlað að hann yrði enn hærri. Það er mikið ánægjuefni að skattalækkanir séu framundan. Það hefur lengi verið mikið baráttumál Sambands ungra sjálfstæðismanna að lækka skatta og yngstu þingframbjóðendur flokksins lögðu mikla áherslu á það í prófkjörsbaráttum sínum í nóvember. Því er ánægjulegt að forysta flokksins tryggi að skattar verði lækkaðir, fyrir kosningar. Þetta er löngu tímabært. Forsætisráðherrann sagði einnig lækkandi „vextir Seðlabanka Íslands og stigvaxandi uppkaup hans á gjaldeyri sem notaður er til að greiða niður skammtímaskuldir sem safnað var þegar aðstæður voru þveröfugar við það sem nú gerist, ættu að stuðla að betra jafnvægi þegar fram í sækir, þannig að útflutningsgreinarnar geti búið við þolanlega stöðu gengisins.“ Þá sagði hann að ríkið hlyti einnig að velta fyrir sér hvort það geti breytt erlendum skuldum sínum í innlendar. Þó þyrfti um leið að geta þess að slíkar aðgerðir leiði ekki til ótímabærrar hækkunar á innlendum vöxtum. „Aðgerðir og ákvarðanir á markaði, ákvarðanir hins opinbera og sérstaklega framangreindur atbeini Seðlabanka Íslands ættu að geta haft úrslitaáhrif á að lífvænlegt jafnvægi gengis náist sem fyrst,“ sagði Davíð. Forsætisráðherra sagði að fólk þyrfti að átta sig á að hækkandi vextir slái hraðar á þenslu en lækkandi vextir veki væntingar. Lækkandi vextir þurfi því lengri tíma til að hafa áhrif inn í þjóðfélagið en hækkandi. Þá sagði Davíð: „Menn horfa til vaxtaákvarðana og verðbólgu í sama vetfangi, en manni virðist þó stundum að vextir séu ekki alltaf ákveðnir til þess að hafa áhrif á verðbólguna, heldur sendir til þess að elta hana. Þannig á ekki að nota vexti. Vaxtaákvarðanir verða að vita að framtíðinni vegna þess hve hægt vaxtabreytingar virka sem efnahagstæki.“
Ingibjörg Sólrún rökstyðji aðdróttanir sínar
Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna ályktaði á fundi sínum í gær að fordæma málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarfulltrúa. Ályktunin fer hér á eftir: "Stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fordæmir málflutning Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar sl. sunnudag. Þar lét borgarfulltrúinn að því liggja að forsætisráðherra hefði staðið fyrir rannsóknum lögreglu og skattyfirvalda hjá tilteknum fyrirtækjum og einstaklingum. Þessar aðdróttanir eru með öllu órökstuddar og beinast ekki aðeins að forsætisráðherra heldur einnig starfsheiðri lögreglumanna og starfsfólks embættis Skattrannsóknarstjóra. Árlega sæta tugir íslenskra fyrirtækja rannsókn af hálfu yfirvalda, svo skattyfirvalda, lögreglu eða samkeppnisstofnunar og gefur ekki tilefni til ásakana um valdníðslu. Er með miklum ólíkindum að stjórnmálamaður sem vill láta taka sig alvarlega skuli byggja málflutning sinn á tilhæfulausum dylgjum og rætnum kjaftasögum sem eru fyrst og síðast sprottnar úr hennar eigin herbúðum. Ungir sjálfstæðismenn krefjast þess að Ingibjörg rökstyðji aðdróttanir sínar en biðjist ella afsökunar." Fagna mjög þessari ályktun félaga minna í stjórninni og tel mikilvægt að borgarfulltrúinn færi sönnur á mál sitt (aðdróttanir) eða biðji þá afsökunar sem hún réðist að með órökstuddum dylgjum. Það er nú þannig með þessa konu að hún hefur komist upp með það í mörg ár að þvaðra án þess að færa sönnur á mál sitt. Ef hún er svona viss um þetta, hlýtur hún að geta rökstutt það sem hún segir. Ef ekki á hún að skammast til að koma með stefnu sína í næstu kosningum.
<< Heim