Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

25 ágúst 2003

Skipan hæstaréttardómara - þjónusta Landssímans - málefni SUS
Í sunnudagspistli vikunnar á stebbifr.com fjalla ég um ákvörðun Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson sem hæstaréttardómara og velti fyrir mér málinu og því ferli sem viðhaft er við skipan dómara við réttinn og því hvernig nokkrir fjölmiðlar hafa snúið útúr málinu með athyglisverðum hætti, um Landssímann og þjónustu þess - mikilvægt er að selja fyrirtækið, fjalla ég um undarlega reynslu mína í vikunni og samskipti við þjónustukerfi fyrirtækisins. Að lokum fjalla ég um væntanlegt þing Sambands ungra sjálfstæðismanna í september og velti fyrir mér hvort ungir sjálfstæðismenn hafi áhrif á gang mála innan flokksins og bendi á stuðning minn við Hafstein Þór Hauksson í væntanlegu formannskjöri SUS.

Vonbrigði Gunnars Smára
Í dag ritar ritstjóri Fréttablaðsins, vikulega grein í blaðið. Í dag fjallar hann um skoðanakönnun blaðsins sem birt var í dag og sýnir Sjálfstæðisflokkinn í stórsókn. Gunnar Smári hélt, að Sjálfstæðisflokkurinn stæði svo illa meðal almennings, m.a. vegna umræðna um skipan í hæstarétt, að hann efndi til skoðanakönnunar á vegum blaðsins. Könnunin sýndi eins og fyrr segir hið gagnstæða. Þá tekur Gunnar Smári sig til og skrifar fréttaskýringu í blað sitt, þar sem hann getur ekki leynt vonbrigðum sínum, könnunin átti að fara á annan veg! Hann finnur það hinsvegar út, að Sjálfstæðisflokkurinn fái aukið fylgi, þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, vegna þess að stjórnarandstaðan sé svo léleg. Þarna skýtur Gunnar Smári sig illilega í fótinn - stjórnarandstaðan er mest hjá Fréttablaðinu og fréttastofu hljóðvarps ríkisins. Er könnunin áfellisdómur yfir starfi þessara fjölmiðla?

Góður pistill Björns
Í vikulegum pistli á vefsíðu sinni fjallar Björn Bjarnason um umfjöllun fjölmiðla um skipan hæstaréttardómara í vikunni og ennfremur um vefsíðu vinstrimanna og mál tengd henni og VG. Eins og venjulega hittir dómsmálaráðherra á góða punkta í skrifum sínum og á ekki erfitt með að hrella vinstrimenn, eins og dæmin sanna á spjallvefum Netsins.