Heitast í umræðunni
Í dag var lagt fram á þingi frumvarp um eftirlaun forseta, hæstaréttardómara, ráðherra og ennfremur um laun nefndaformanna og forystumanna flokka. Samkvæmt því mun eftirlaunaréttur forsætisráðherra styrkjast til jafns við embætti forseta Íslands, nefndaformenn Alþingis hækka í launum og það tekur ráðherra styttri tíma að ávinna sér fullan biðlaunarétt. Frumvarpið er lagt fram af þingmönnum úr öllum þingflokkum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Halldór Blöndal forseti Alþingis. Meðflutningsmenn að frumvarpinu eru Jónína Bjartmarz, Guðmundur Árni Stefánsson, Þuríður Backman og Sigurjón Þórðarson. Halldór flutti framsöguræðu vegna frumvarpsins á þingi eftir hádegið. Í máli hans kom fram að mánaðarlaun formanna stjórnarandstöðuflokkanna muni hækka um 220.000 krónur og laun varaforseta Alþingis, formanna nefnda og þingflokka hækka um 22.000 krónur. Þingfararkaup þingmanna, er nú 437.700 krónur á mánuði.
Ráðherralaun eru miðuð við þingfararkaupið og fá þeir 80% af því ofan á sín laun eða tæplega 790.000 krónur á mánuði. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherra fái 50% álag og laun þeirra verði því örlítið minni en laun ráðherra eða 656.000 krónur. Þingmenn fá ýmsar aukagreiðslur samkvæmt þessu. Allir eiga að fá 53.000 krónur á mánuði í þingfararkostnað. Reykjavíkurþingmenn fá svk. þessu um 36.000 í ferðakostnað en allir aðrir 47.000 krónur. Allir þingmenn nema þingmenn í Reykjavík og í Kraganum fá húsnæðis- og dvalarkostnað sem nemur rúmum 72.000 krónum á mánuði. Ef þingmenn reka tvö heimili fá þeir ennfremur 40% álag. Formaður stjórnmálaflokks sem ekki er ráðherra og rekur tvö heimili getur því haft tæplega 860.000 krónur á mánuði. Tel ég ánægjuefni að laun og eftirlaun embættismanna ríkisins séu samræmd, enda það löngu kominn tími til. Tel ég marga þætti þessa frumvarps ekki til bóta, en suma vissulega rétt skref. Ekki er útilokað að frumvarpið taki á sig aðra mynd í meðförum Allsherjarnefndar.
Undanfarnar vikur hefur verið nokkuð um rán á höfuðborgarsvæðinu, einkum í bönkum og söluturnum. Í vikunni var verslun Bónus í Kópavogi rænd, hótuðu ræningjarnir starfsfólki verslunarinnar með skotvopnum. Náðust ræningjarnir skömmu síðar. Kom í ljós að einn starfsmanna búðarinnar var í vitorði með þeim. Nú hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, fengið heimild stjórnarflokkanna og fjármálaráðherra til þess að efla styrk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt fréttum eru tillögur um þetta í smíðum í ráðuneytinu. Er einkum í þessu sambandi litið til sérsveitar lögreglunnar. Þessarar heimildar er leitað í kjölfar fyrrnefnds ráns í Kópavogi. Greindi ráðherra fyrst frá þessu í ræðu, sem hann flutti við brautskráningarathöfn í Lögregluskólanum. Í ræðu hans kom fram að menn væntu breytinga á vettvangi lögreglunnar en samstarf umdæma og sameiginleg fjarskiptamiðstöð hafi sannað í þessu máli, ótvírætt gildi sitt.
Svona er frelsið í dag
Í dag heldur umfjöllun vikunnar um vændismál á frelsinu. Birtist þriðja greinin af fjórum um þetta efni í dag. Í pistli sínum fjallar Ósk um nýlega könnun IMG Gallup um afstöðu almennings til vændis og kynlífsþjónustu. Orðrétt segir Ósk: "Ein af grundvallarréttindum okkar ættu að vera réttindi til þess að haga lífi okkar eins og okkur langar til, svo lengi sem við völdum öðrum einstaklingum ekki skaða. Það er því ekki réttlætanlegt að skerða frelsi minnihlutahópa til athafna í krafti vilja meirihlutans, þegar athafnir þeirra eru ekki til þess fallnar að skaða samborgara þeirra á nokkurn hátt!". Ennfremur: "Réttur einstaklings til umráða yfir eigin líkama er honum svo eðlislægur og óvéfengjanlegur að boð og bönn geta ekki orðið til þess að hann afsali sér þessum réttindum aðgerðalaust. Ef einstaklingur kýs að selja aðgang að líkama sínum sem hann hefur umráð yfir þá kemur dauður lagabókstafur ekki í veg fyrir það. Ekki frekar en hægt er að koma í veg fyrir fóstureyðingar með því að banna þær. Slík bönn hafa undantekningalaust neðanjarðartilfærslu í för með sér." Að lokum segir Ósk: "Ef þessar niðurstöður gefa til kynna hvernig öll þjóðin hugsar um þessi mál, þá er sá mikilvægi grundvallarréttur hvers einstaklings til þess að haga lífi sínu eins og hann langar til, svo lengi sem hann veldur ekki öðrum skaða, að engu hafður. Þó meirihluti fólks vilji eitthvað þá er ekki samasemmerki á milli þess vilja og réttmæti þess sem viljað er. Minnihlutahópar eiga rétt þrátt fyrir að meirihluti fólks vilji brjóta gegn honum."
Dægurmálaspjallið
Í Íslandi í dag í gærkvöld voru borgarmál rædd. Gestir Þórhalls Gunnarssonar voru, Þórólfur Árnason borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans. Umræðuefnið holræsaskatturinn margfrægi sem R-listinn kom á skömmu eftir valdatöku sína fyrir tæpum áratug. Þegar hann var settur á var sagt að hann yrði minnkaður eða felldur út þegar verkefni við hreinsun strandlengjunnar við borgina yrði lokið. Endurtók fyrrverandi borgarstjóri það í viðtali 1999. Var því lofað af R-listanum fyrir kosningarnar 2002. Það á hinsvegar ekki að gera nú, eftir því sem borgarstjóri segir. Ekki á því að standa við loforð fyrrum leiðtoga R-listans. Var hart tekist á í þættinum um þetta. Vilhjálmur hjó vel í borgarstjórann sem sat eftir eins og endurtekningarvél, eftir stendur að loforð standa ekki um niðurfellingu skattsins. Framkvæmdum er lokið en skattheimtan heldur engu að síður áfram, þvert á gefin loforð. Niðurstaðan sú að R-listinn svíkur þetta kosningaloforð sitt. Í Kastljósinu tókust Dagný og Ágúst Ólafur á um málefni Háskólans. Dagný buffaði Ágúst, en stóð samt eftir með allt niðrum sig. Einkennilegt svo ekki sé meira sagt. Hvort ætli það segi meira um sannfæringu Dagnýjar fyrir 10. maí 2003 eða slappleika Ágústs. Í Pressukvöldi í gærkvöldi sat Kári Stefánsson forstjóri, fyrir svörum. Kom margt athyglisvert þar fram.
Kvikmyndir - bókalestur
Eftir að hafa horft á dægurmálaþættina ákvað ég að setja góða mynd í tækið. Horfði (sennilega í þúsundasta skiptið) á stórmynd leikstjórans Frank Capra, It Happened One Night. Í aðalhlutverkum í þessari mögnuðu mynd eru Claudette Colbert og Clark Gable. Segir í myndinni frá hinni ofdekruðu Ellie Andrews sem flýr undan ofríki föður síns sem vill ekki leyfa henni að giftast glaumgosa einum. Á leiðinni í rútu til New York kynnist hún útbrenndum blaðamanni Peter Warner. Þegar rútan bilar á leiðinni lenda þau í vandræðum enda hætta á að faðir hennar komist að því hvar hún er, blaðamaðurinn þekkir auðmannsdótturina og vonast til að þarna sé komið efni í stórfrétt sem kemur honum á sporið aftur í bransanum. Vandræðin hefjast þó fyrir alvöru er þau verða ástfangin á leiðinni til New York. Stórfengleg kvikmynd sem varð gríðarlega vinsæl og hlaut 5 óskarsverðlaun 1934, sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Gable og Colbert, fyrir leikstjórn Capra og handritið. Var It Happened One Night fyrsta kvikmyndin sem hlaut óskarinn í 5 stærstu flokkunum; kvikmynd, leikstjórn, bestu aðalleikarar og handrit. Aðeins tvær myndir hafa náð þeim árangri frá 1934, One Flew Over The Cuckoo's Nest 1975 og The Silence of the Lambs 1991. Eftir myndina fór ég að lesa nýjustu bók Einars Kárasonar, Storm. Virðist vera virkilega góð bók, allavega skemmtileg lesning. Átti svo gott spjall við vini mína á MSN í lok dags, en ég vakti fram á nótt við að klára grein og pistla.
Vefur dagsins
Alltaf þegar ég vil fræðast um kvikmyndir eða kynna mér betur ýmislegt um þær (reyndar veit ég talsvert um kvikmyndir) að þá fer á kvikmyndavefinn Internet Movie Database. Magnaður vefur, biblía kvikmyndaáhugamanna um allan heim. Ómissandi vefur!
Snjallyrði dagsins
Ég vitna oft í sjálfan mig. Það gerir mál mitt mergjaðra.
George Bernard Shaw skáld
Í dag var lagt fram á þingi frumvarp um eftirlaun forseta, hæstaréttardómara, ráðherra og ennfremur um laun nefndaformanna og forystumanna flokka. Samkvæmt því mun eftirlaunaréttur forsætisráðherra styrkjast til jafns við embætti forseta Íslands, nefndaformenn Alþingis hækka í launum og það tekur ráðherra styttri tíma að ávinna sér fullan biðlaunarétt. Frumvarpið er lagt fram af þingmönnum úr öllum þingflokkum. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins er Halldór Blöndal forseti Alþingis. Meðflutningsmenn að frumvarpinu eru Jónína Bjartmarz, Guðmundur Árni Stefánsson, Þuríður Backman og Sigurjón Þórðarson. Halldór flutti framsöguræðu vegna frumvarpsins á þingi eftir hádegið. Í máli hans kom fram að mánaðarlaun formanna stjórnarandstöðuflokkanna muni hækka um 220.000 krónur og laun varaforseta Alþingis, formanna nefnda og þingflokka hækka um 22.000 krónur. Þingfararkaup þingmanna, er nú 437.700 krónur á mánuði.
Ráðherralaun eru miðuð við þingfararkaupið og fá þeir 80% af því ofan á sín laun eða tæplega 790.000 krónur á mánuði. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að formenn stjórnmálaflokka sem ekki eru ráðherra fái 50% álag og laun þeirra verði því örlítið minni en laun ráðherra eða 656.000 krónur. Þingmenn fá ýmsar aukagreiðslur samkvæmt þessu. Allir eiga að fá 53.000 krónur á mánuði í þingfararkostnað. Reykjavíkurþingmenn fá svk. þessu um 36.000 í ferðakostnað en allir aðrir 47.000 krónur. Allir þingmenn nema þingmenn í Reykjavík og í Kraganum fá húsnæðis- og dvalarkostnað sem nemur rúmum 72.000 krónum á mánuði. Ef þingmenn reka tvö heimili fá þeir ennfremur 40% álag. Formaður stjórnmálaflokks sem ekki er ráðherra og rekur tvö heimili getur því haft tæplega 860.000 krónur á mánuði. Tel ég ánægjuefni að laun og eftirlaun embættismanna ríkisins séu samræmd, enda það löngu kominn tími til. Tel ég marga þætti þessa frumvarps ekki til bóta, en suma vissulega rétt skref. Ekki er útilokað að frumvarpið taki á sig aðra mynd í meðförum Allsherjarnefndar.
Undanfarnar vikur hefur verið nokkuð um rán á höfuðborgarsvæðinu, einkum í bönkum og söluturnum. Í vikunni var verslun Bónus í Kópavogi rænd, hótuðu ræningjarnir starfsfólki verslunarinnar með skotvopnum. Náðust ræningjarnir skömmu síðar. Kom í ljós að einn starfsmanna búðarinnar var í vitorði með þeim. Nú hefur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, fengið heimild stjórnarflokkanna og fjármálaráðherra til þess að efla styrk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt fréttum eru tillögur um þetta í smíðum í ráðuneytinu. Er einkum í þessu sambandi litið til sérsveitar lögreglunnar. Þessarar heimildar er leitað í kjölfar fyrrnefnds ráns í Kópavogi. Greindi ráðherra fyrst frá þessu í ræðu, sem hann flutti við brautskráningarathöfn í Lögregluskólanum. Í ræðu hans kom fram að menn væntu breytinga á vettvangi lögreglunnar en samstarf umdæma og sameiginleg fjarskiptamiðstöð hafi sannað í þessu máli, ótvírætt gildi sitt.
Svona er frelsið í dag
Í dag heldur umfjöllun vikunnar um vændismál á frelsinu. Birtist þriðja greinin af fjórum um þetta efni í dag. Í pistli sínum fjallar Ósk um nýlega könnun IMG Gallup um afstöðu almennings til vændis og kynlífsþjónustu. Orðrétt segir Ósk: "Ein af grundvallarréttindum okkar ættu að vera réttindi til þess að haga lífi okkar eins og okkur langar til, svo lengi sem við völdum öðrum einstaklingum ekki skaða. Það er því ekki réttlætanlegt að skerða frelsi minnihlutahópa til athafna í krafti vilja meirihlutans, þegar athafnir þeirra eru ekki til þess fallnar að skaða samborgara þeirra á nokkurn hátt!". Ennfremur: "Réttur einstaklings til umráða yfir eigin líkama er honum svo eðlislægur og óvéfengjanlegur að boð og bönn geta ekki orðið til þess að hann afsali sér þessum réttindum aðgerðalaust. Ef einstaklingur kýs að selja aðgang að líkama sínum sem hann hefur umráð yfir þá kemur dauður lagabókstafur ekki í veg fyrir það. Ekki frekar en hægt er að koma í veg fyrir fóstureyðingar með því að banna þær. Slík bönn hafa undantekningalaust neðanjarðartilfærslu í för með sér." Að lokum segir Ósk: "Ef þessar niðurstöður gefa til kynna hvernig öll þjóðin hugsar um þessi mál, þá er sá mikilvægi grundvallarréttur hvers einstaklings til þess að haga lífi sínu eins og hann langar til, svo lengi sem hann veldur ekki öðrum skaða, að engu hafður. Þó meirihluti fólks vilji eitthvað þá er ekki samasemmerki á milli þess vilja og réttmæti þess sem viljað er. Minnihlutahópar eiga rétt þrátt fyrir að meirihluti fólks vilji brjóta gegn honum."
Dægurmálaspjallið
Í Íslandi í dag í gærkvöld voru borgarmál rædd. Gestir Þórhalls Gunnarssonar voru, Þórólfur Árnason borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, og Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi F-listans. Umræðuefnið holræsaskatturinn margfrægi sem R-listinn kom á skömmu eftir valdatöku sína fyrir tæpum áratug. Þegar hann var settur á var sagt að hann yrði minnkaður eða felldur út þegar verkefni við hreinsun strandlengjunnar við borgina yrði lokið. Endurtók fyrrverandi borgarstjóri það í viðtali 1999. Var því lofað af R-listanum fyrir kosningarnar 2002. Það á hinsvegar ekki að gera nú, eftir því sem borgarstjóri segir. Ekki á því að standa við loforð fyrrum leiðtoga R-listans. Var hart tekist á í þættinum um þetta. Vilhjálmur hjó vel í borgarstjórann sem sat eftir eins og endurtekningarvél, eftir stendur að loforð standa ekki um niðurfellingu skattsins. Framkvæmdum er lokið en skattheimtan heldur engu að síður áfram, þvert á gefin loforð. Niðurstaðan sú að R-listinn svíkur þetta kosningaloforð sitt. Í Kastljósinu tókust Dagný og Ágúst Ólafur á um málefni Háskólans. Dagný buffaði Ágúst, en stóð samt eftir með allt niðrum sig. Einkennilegt svo ekki sé meira sagt. Hvort ætli það segi meira um sannfæringu Dagnýjar fyrir 10. maí 2003 eða slappleika Ágústs. Í Pressukvöldi í gærkvöldi sat Kári Stefánsson forstjóri, fyrir svörum. Kom margt athyglisvert þar fram.
Kvikmyndir - bókalestur
Eftir að hafa horft á dægurmálaþættina ákvað ég að setja góða mynd í tækið. Horfði (sennilega í þúsundasta skiptið) á stórmynd leikstjórans Frank Capra, It Happened One Night. Í aðalhlutverkum í þessari mögnuðu mynd eru Claudette Colbert og Clark Gable. Segir í myndinni frá hinni ofdekruðu Ellie Andrews sem flýr undan ofríki föður síns sem vill ekki leyfa henni að giftast glaumgosa einum. Á leiðinni í rútu til New York kynnist hún útbrenndum blaðamanni Peter Warner. Þegar rútan bilar á leiðinni lenda þau í vandræðum enda hætta á að faðir hennar komist að því hvar hún er, blaðamaðurinn þekkir auðmannsdótturina og vonast til að þarna sé komið efni í stórfrétt sem kemur honum á sporið aftur í bransanum. Vandræðin hefjast þó fyrir alvöru er þau verða ástfangin á leiðinni til New York. Stórfengleg kvikmynd sem varð gríðarlega vinsæl og hlaut 5 óskarsverðlaun 1934, sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Gable og Colbert, fyrir leikstjórn Capra og handritið. Var It Happened One Night fyrsta kvikmyndin sem hlaut óskarinn í 5 stærstu flokkunum; kvikmynd, leikstjórn, bestu aðalleikarar og handrit. Aðeins tvær myndir hafa náð þeim árangri frá 1934, One Flew Over The Cuckoo's Nest 1975 og The Silence of the Lambs 1991. Eftir myndina fór ég að lesa nýjustu bók Einars Kárasonar, Storm. Virðist vera virkilega góð bók, allavega skemmtileg lesning. Átti svo gott spjall við vini mína á MSN í lok dags, en ég vakti fram á nótt við að klára grein og pistla.
Vefur dagsins
Alltaf þegar ég vil fræðast um kvikmyndir eða kynna mér betur ýmislegt um þær (reyndar veit ég talsvert um kvikmyndir) að þá fer á kvikmyndavefinn Internet Movie Database. Magnaður vefur, biblía kvikmyndaáhugamanna um allan heim. Ómissandi vefur!
Snjallyrði dagsins
Ég vitna oft í sjálfan mig. Það gerir mál mitt mergjaðra.
George Bernard Shaw skáld
<< Heim