Heitast í umræðunni
Mikið hefur seinustu daga verið rætt um hvort Pétur Blöndal alþingismaður, sé vanhæfur til formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd, á meðan málefni SPRON verða rædd í nefndinni. Í dag tilkynnti Halldór Blöndal forseti Alþingis, að hann teldi enga ástæðu til athugasemda við setu og formennsku Péturs í nefndinni. Hann sé hæfur og vísar til laga þar um og bendir ennfremur á úrskurð Ólafs G. Einarssonar forseta Alþingis, árið 1995. Á fundi forsætisnefndar í morgun samþykkti meirihluti nefndarmanna álit forseta á máli Péturs. Minnihluti forsætisnefndar, fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna nefndarinnar, voru andsnúnir tillögu forseta, enda voru það fulltrúar þessara flokka sem upphaflega lögðu fram tillögu um vanhæfi Péturs. Í úrskurði stendur: "Hvorki í stjórnarskránni né þingskapalögum er að finna neinar reglur sem útiloka þingmann frá því að taka þátt í meðferð máls sem hann varðar sérstaklega ef undan er skilið ákvæði í 4. mgr. 64. grein þingskapalaga þar sem segir að enginn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. En þar með eru vanhæfisreglur á vettvangi löggjafarvaldsins tæmandi taldar og engum öðrum til að dreifa." Farið hefur verið fram á að Páll Hreinsson skili skýrslu fyrir lok vorþings um þessi mál.
Tilkynnt var í dag að a.m.k. 10 fyrirtæki, bæði innlend og erlend, hefðu sýnt áhuga á að kaupa Símann. Ekki hefur verið upplýst hverjir það eru sem sýnt hafa kaupunum áhuga. Hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að einkavæða eigi Símann og taldi hlutafélagavæðingu fyrirtækisins gott skref í þá átt. Það voru mikil vonbrigði að einkavæðingarferli fyrirtækisins skyldi fara af sporinu með þeim hætti sem var árið 2001. Það var mikil óheppni að það skyldi fara af stað einmitt á þeim tímapunkti, í kringum hryðjuverkin í Bandaríkjunum og slæmt hvernig það fór. Þess meiri ástæða er til að hefja undirbúninginn að einkavæðingu sem fyrst og vanda betur til verksins en gert var áður, enda mikilvægt að ríkið hætti afskiptum sínum af þessum geira. Það er gott að stjórnarflokkarnir taki skýrt fram í stjórnarsáttmálanum að fylgja skuli eftir heimild Alþingis um sölu á hlut ríkisins í fyrirtækinu. Mikilvægt er þó vissulega að gæta þess að sala fyrirtækisins fari fram þegar markaðsaðstæður eru hagstæðar og tryggt að ríkissjóður fái sanngjarnt verð fyrir Landssímann. Gott er að heyra að undirbúningur sölu sé þegar hafinn. Nýlega var kynnt nýtt útlit Símans, líst mér vel á það og vona að ímynd styrkist samhliða því.
Þingkosningar verða í Færeyjum á morgun. Ástæður þess að kosningar voru boðaðar var að slitnaði uppúr stjórnarsamstarfi sjálfstæðisflokkanna í landinu í byrjun desember. Sagði Anfinn Kallsberg lögmaður, af sér embætti í kjölfar þess. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ómögulegt um að spá hvernig kosningarnar fara. Skoðanakannanir eru misvísandi en sýna þó flestar minnkandi fylgi Þjóðveldisflokksins. Vonandi er að Fólkaflokki Kallsbergs lögmanns gangi vel í kosningunum.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um sölu Eimskips á sjávarútvegsfyrirtækjum sínum í nafni Brims í vikunni. Einkum tek ég fyrir söluna á Útgerðarfélagi Akureyringa og fer yfir sölumálið og þá framtíð sem blasir við okkur hér á Akureyri í kjölfar sölunnar. Verksmiðja ÚA á Akureyri er án nokkurs vafa ein sú fullkomnasta í fiskiðnaði hérlendis. Mikill auður er fólginn í starfsfólkinu hér á Akureyri og vinnslukerfinu hér. Það er gott að vita að nýir eigendur stefna að því að reka fyrirtækið með krafti og efla ef marka má yfirlýsingar þeirra. Enginn vafi er á því í mínum huga að nýir eigendur muni nýta vel þá þekkingu og reynslu sem hér eru fyrir hendi á Akureyri. Ennfremur fjalla ég um einn stjórnarandstöðuflokkinn sem hefur vakið athygli seinustu ár fyrir að vera stefnulaust rekald á stjórnmálavettvangi. Að lokum skrifa ég til fjölmargra lesenda vefsins og bendi þeim á að hafa samband ef þeir vilja ræða málin.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu góður pistill Óskar um jafnrétti. Orðrétt segir hún: "Menn leggja misjafna merkingu í hugtakið jafnrétti. Sá merkingarmunur virðist stjórnast af því hvar sá sem skilgreinir stendur í pólitík. Þeir sem eru til vinstri hafa túlkað hugtakið rýmra en ástæða er til og beitt svo jafnréttishugtakinu til að réttlæta forsjárhyggjuhugmyndir sínar. Nauðsynlegt er í þessu sambandi að árétta það að jafnaðarmerki er ekki á milli jafnréttis og hugtaka eins og jöfnuðs (það að e-u er jafnt skipt) og jafnstöðu (það að einhverjir hafi jafna stöðu). Ennfremur: "Hvers vegna þurfum við jafnréttisstofu sem starfar á grundvelli laga um jafna stöðu karla og kvenna og hefur það hlutverk að tryggja eftirfylgd með lögunum? Við þurfum ekki slíka stofnun, því jafnrétti verður ekki náð með íhlutun hins opinbera, til þess eins að jafna einhver hlutföll, heldur með hugarfarsbreytingu einstaklinga í samskiptum þeirra. Markmið og hlutverk jafnréttisstofu eru ekki með þeim hætti að starfsemi hennar geti verið skilvirk eða náð verulegum árangri. "
Helgin
Helgin var virkilega góð og margt spennandi í gangi. Laugardagurinn var rólegur, að mestu eytt heima og í rólegheitum. Seinnipart laugardagsins horfði ég á Silfur Egils þar sem voru gestir Egils: Svanfríður, Siggi Kári og varaformaður Frjálslynda flokksins. Hrein unun var að sjá minn gamla góða kennara Svanfríði, salla varaformanninn niður í duftið og taka hann í kennslustund um sjávarútvegsmál almennt. Gott verk það. Um kvöldið horfði ég á þátt Gísla Marteins þar sem var gott viðtal hans við listamanninn Ólaf Elíasson. Spaugstofan var góð að vanda og tók fyrir mörg hitamál. Um kvöldið skellti ég mér í bíó á hina mögnuðu The Last Sumarai með Tom Cruise. Á laugardagskvöldinu var pólitísk útgáfa Popppunkts þar sem mér skilst að stjórnin hafi tekið andstöðuna í nefið. Sunnudagurinn hófst snemma með ferð upp í Hlíðarfjall, þar sem maður fór á bretti með góðum vinum. Eftir hádegið skrifaði ég sunnudagspistilinn og fór svo á Varðarfund seinnipartinn þar sem mörg hitamál voru rædd. Um kvöldið horfði ég á þátt Jóns Ársæls þar sem fjallað var um þátttakendur úrslitaþáttar Idol-stjörnuleitar, og viðtal Sigmundar Ernis við Hrafn Gunnlaugsson í Maður á mann. Eftir það horfði ég á Prizzi's Honor, magnaða mafíumynd Johns Huston. Að lokum leit ég á bæjarmálaplöggin, en bæjarmálafundur er í Kaupangi í kvöld.
Vefur dagsins
Ein besta mynd ársins 2003 var Mystic River, í leikstjórn gamla brýnisins Clint Eastwood. Hún er tilnefnd til fjölda Golden Globe verðlauna og verður án efa áberandi á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Bendi í dag á heimasíðu myndarinnar.
Snjallyrði dagsins
Auðvaldskipulagið er eina efnahagsskipulagið, sem gert hefur þjóðir ríkar.
Benjamín H.J. Eiríksson
Mikið hefur seinustu daga verið rætt um hvort Pétur Blöndal alþingismaður, sé vanhæfur til formennsku í efnahags- og viðskiptanefnd, á meðan málefni SPRON verða rædd í nefndinni. Í dag tilkynnti Halldór Blöndal forseti Alþingis, að hann teldi enga ástæðu til athugasemda við setu og formennsku Péturs í nefndinni. Hann sé hæfur og vísar til laga þar um og bendir ennfremur á úrskurð Ólafs G. Einarssonar forseta Alþingis, árið 1995. Á fundi forsætisnefndar í morgun samþykkti meirihluti nefndarmanna álit forseta á máli Péturs. Minnihluti forsætisnefndar, fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna nefndarinnar, voru andsnúnir tillögu forseta, enda voru það fulltrúar þessara flokka sem upphaflega lögðu fram tillögu um vanhæfi Péturs. Í úrskurði stendur: "Hvorki í stjórnarskránni né þingskapalögum er að finna neinar reglur sem útiloka þingmann frá því að taka þátt í meðferð máls sem hann varðar sérstaklega ef undan er skilið ákvæði í 4. mgr. 64. grein þingskapalaga þar sem segir að enginn þingmaður megi greiða atkvæði með fjárveitingu til sjálfs sín. En þar með eru vanhæfisreglur á vettvangi löggjafarvaldsins tæmandi taldar og engum öðrum til að dreifa." Farið hefur verið fram á að Páll Hreinsson skili skýrslu fyrir lok vorþings um þessi mál.
Tilkynnt var í dag að a.m.k. 10 fyrirtæki, bæði innlend og erlend, hefðu sýnt áhuga á að kaupa Símann. Ekki hefur verið upplýst hverjir það eru sem sýnt hafa kaupunum áhuga. Hef ég lengi verið þeirrar skoðunar að einkavæða eigi Símann og taldi hlutafélagavæðingu fyrirtækisins gott skref í þá átt. Það voru mikil vonbrigði að einkavæðingarferli fyrirtækisins skyldi fara af sporinu með þeim hætti sem var árið 2001. Það var mikil óheppni að það skyldi fara af stað einmitt á þeim tímapunkti, í kringum hryðjuverkin í Bandaríkjunum og slæmt hvernig það fór. Þess meiri ástæða er til að hefja undirbúninginn að einkavæðingu sem fyrst og vanda betur til verksins en gert var áður, enda mikilvægt að ríkið hætti afskiptum sínum af þessum geira. Það er gott að stjórnarflokkarnir taki skýrt fram í stjórnarsáttmálanum að fylgja skuli eftir heimild Alþingis um sölu á hlut ríkisins í fyrirtækinu. Mikilvægt er þó vissulega að gæta þess að sala fyrirtækisins fari fram þegar markaðsaðstæður eru hagstæðar og tryggt að ríkissjóður fái sanngjarnt verð fyrir Landssímann. Gott er að heyra að undirbúningur sölu sé þegar hafinn. Nýlega var kynnt nýtt útlit Símans, líst mér vel á það og vona að ímynd styrkist samhliða því.
Þingkosningar verða í Færeyjum á morgun. Ástæður þess að kosningar voru boðaðar var að slitnaði uppúr stjórnarsamstarfi sjálfstæðisflokkanna í landinu í byrjun desember. Sagði Anfinn Kallsberg lögmaður, af sér embætti í kjölfar þess. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ómögulegt um að spá hvernig kosningarnar fara. Skoðanakannanir eru misvísandi en sýna þó flestar minnkandi fylgi Þjóðveldisflokksins. Vonandi er að Fólkaflokki Kallsbergs lögmanns gangi vel í kosningunum.
Sunnudagspistillinn
Að þessu sinni fjalla ég um sölu Eimskips á sjávarútvegsfyrirtækjum sínum í nafni Brims í vikunni. Einkum tek ég fyrir söluna á Útgerðarfélagi Akureyringa og fer yfir sölumálið og þá framtíð sem blasir við okkur hér á Akureyri í kjölfar sölunnar. Verksmiðja ÚA á Akureyri er án nokkurs vafa ein sú fullkomnasta í fiskiðnaði hérlendis. Mikill auður er fólginn í starfsfólkinu hér á Akureyri og vinnslukerfinu hér. Það er gott að vita að nýir eigendur stefna að því að reka fyrirtækið með krafti og efla ef marka má yfirlýsingar þeirra. Enginn vafi er á því í mínum huga að nýir eigendur muni nýta vel þá þekkingu og reynslu sem hér eru fyrir hendi á Akureyri. Ennfremur fjalla ég um einn stjórnarandstöðuflokkinn sem hefur vakið athygli seinustu ár fyrir að vera stefnulaust rekald á stjórnmálavettvangi. Að lokum skrifa ég til fjölmargra lesenda vefsins og bendi þeim á að hafa samband ef þeir vilja ræða málin.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu góður pistill Óskar um jafnrétti. Orðrétt segir hún: "Menn leggja misjafna merkingu í hugtakið jafnrétti. Sá merkingarmunur virðist stjórnast af því hvar sá sem skilgreinir stendur í pólitík. Þeir sem eru til vinstri hafa túlkað hugtakið rýmra en ástæða er til og beitt svo jafnréttishugtakinu til að réttlæta forsjárhyggjuhugmyndir sínar. Nauðsynlegt er í þessu sambandi að árétta það að jafnaðarmerki er ekki á milli jafnréttis og hugtaka eins og jöfnuðs (það að e-u er jafnt skipt) og jafnstöðu (það að einhverjir hafi jafna stöðu). Ennfremur: "Hvers vegna þurfum við jafnréttisstofu sem starfar á grundvelli laga um jafna stöðu karla og kvenna og hefur það hlutverk að tryggja eftirfylgd með lögunum? Við þurfum ekki slíka stofnun, því jafnrétti verður ekki náð með íhlutun hins opinbera, til þess eins að jafna einhver hlutföll, heldur með hugarfarsbreytingu einstaklinga í samskiptum þeirra. Markmið og hlutverk jafnréttisstofu eru ekki með þeim hætti að starfsemi hennar geti verið skilvirk eða náð verulegum árangri. "
Helgin
Helgin var virkilega góð og margt spennandi í gangi. Laugardagurinn var rólegur, að mestu eytt heima og í rólegheitum. Seinnipart laugardagsins horfði ég á Silfur Egils þar sem voru gestir Egils: Svanfríður, Siggi Kári og varaformaður Frjálslynda flokksins. Hrein unun var að sjá minn gamla góða kennara Svanfríði, salla varaformanninn niður í duftið og taka hann í kennslustund um sjávarútvegsmál almennt. Gott verk það. Um kvöldið horfði ég á þátt Gísla Marteins þar sem var gott viðtal hans við listamanninn Ólaf Elíasson. Spaugstofan var góð að vanda og tók fyrir mörg hitamál. Um kvöldið skellti ég mér í bíó á hina mögnuðu The Last Sumarai með Tom Cruise. Á laugardagskvöldinu var pólitísk útgáfa Popppunkts þar sem mér skilst að stjórnin hafi tekið andstöðuna í nefið. Sunnudagurinn hófst snemma með ferð upp í Hlíðarfjall, þar sem maður fór á bretti með góðum vinum. Eftir hádegið skrifaði ég sunnudagspistilinn og fór svo á Varðarfund seinnipartinn þar sem mörg hitamál voru rædd. Um kvöldið horfði ég á þátt Jóns Ársæls þar sem fjallað var um þátttakendur úrslitaþáttar Idol-stjörnuleitar, og viðtal Sigmundar Ernis við Hrafn Gunnlaugsson í Maður á mann. Eftir það horfði ég á Prizzi's Honor, magnaða mafíumynd Johns Huston. Að lokum leit ég á bæjarmálaplöggin, en bæjarmálafundur er í Kaupangi í kvöld.
Vefur dagsins
Ein besta mynd ársins 2003 var Mystic River, í leikstjórn gamla brýnisins Clint Eastwood. Hún er tilnefnd til fjölda Golden Globe verðlauna og verður án efa áberandi á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Bendi í dag á heimasíðu myndarinnar.
Snjallyrði dagsins
Auðvaldskipulagið er eina efnahagsskipulagið, sem gert hefur þjóðir ríkar.
Benjamín H.J. Eiríksson
<< Heim