Heitast í umræðunni
Mikið hefur verið rætt seinasta sólarhringinn á Akureyri um sölu Eimskips á Útgerðarfélagi Akureyringa. Fram hefur komið að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, hafa tjáð að þau óttist ekki að rekstur fyrirtækisins breytist við eigendaskiptin. Þingmenn kjördæmisins hafa ennfremur tjáð sig um söluna. Hafa nýir eigendur tjáð að þeir hyggji ekki á breytingar á fyrirtækinu og muni efla það. Sagði ráðherrann að hún hefði helst viljað að heimamenn keyptu fyrirtækið en segist hafa orð forsvarsmanna Tjalds fyrir því að ÚA verði áfram rekið á Akureyri. Kaupverðið vekur mikla athygli, enda almennt vitað að fyrirtækið er metið á mun minni pening en 9 milljarða. Þegar núverandi eigendur keyptu bankann sagði stjórnarformaður fyrirtækisins á fundi hér á Akureyri að þeir vildu taka þátt í uppbyggingu í bænum. Ef marka má vinnubrögð við söluna á ÚA hafa orð Björgólfs Guðmundssonar reynst innistæðulaus. Fyrirtækið er selt hærra verði en það er metið á, og kaupin fjármögnuð að miklu leyti með lánsfé í Landsbankanum. Það blasir því auðvitað við að ganga verði á eignir fyrirtækisins til að borga nýjum eigendum. Þetta er því allt frekar undarlegt allt saman og vekur mikla athygli þeirra sem fylgst hafa með ÚA til fjölda ára. Mér fannst bæjarstjóri lýsa vel stjórnarformanni Landsbankans er hann segir svo: "Hann kom þar af leiðandi fram hér í hálfgerðu hlutverki Hróa hattar. Hvaða skilaboð er verið að senda núna? Hvernig ætlar hann að vinna með heimamönnum að eflingu atvinnulífs á svæðinu? Núna skynja ég þetta miklu fremur þannig að fógetinn frá Nottingham sé sestur í stól Hróa hattar fremur en nokkurn tímann Björgólfur Guðmundsson."
Frjálslyndi einsmálsflokkurinn hefur verið svolítið í umræðunni seinustu vikurnar, varð að athlægi reyndar í kjölfar eftirlaunafrumvarpsumræðunnar þar sem vel kom í ljós hversu illa stöðugur flokkurinn er. Fyrir seinustu kosningar átti aldeilis að slá um sig. Sverrir hætti og Guðjón tók við stýrinu. Auglýst var eftir frambjóðendum í dagblöðum, svo manna mætti listana. Um tíma benti til þess að flokknum tækist að koma 6-8 manns inn á þing. Þegar talið var upp úr kössunum kom hinsvegar í ljós að þeir urðu fjórir og enginn þingmaðurinn skilaði sér úr borginni. Þegar kom að umræðu um eftirlaunamálið á þingi í desember var formaðurinn flatmagandi á sólarströnd og varaformaðurinn lá heima á meltunni eftir hæstaréttardóm. Flokkurinn var sem fljótandi rekald á útsjónum og ákvað einn þingmaður flokksins að gerast einn flutningsmanna frumvarpsins. Ekki leið löng stund þar til hann sem lagði frumvarpið fram hljóp frá því. Er slíkt nokkuð einsdæmi og hæfir við því best orð Atla Rúnars Halldórssonar: "Mér finnst niðurstaðan í þessu máli fyrir stjórnarandstöðuflokkana alla með tölu, það er bara útreið. Mér finnst þeir hafa misst niður um sig, allir með tölu, alveg ótrúlega. Það er, þeir eru ekki trúverðugir lengur, það er víst alveg klárt mál, ekki í þessu máli." Vonandi verður jafn hlægilega gaman að fylgjast með flokknum á næstunni. Hann er algjör brandaraflokkur.
Danski herinn upplýsti í gær að engin eiturefni væri að finna í 120 millimetra sprengjuvörpum sem fundust grafnar hjá Basra í Suður Írak um síðustu helgi. Var mikið fjallað um málið í fjölmiðlum um seinustu helgi, út um allan heim. Var enda talið að þarna hefðu fyrstu gjöreyðingavopnin fundist. Fyrsta greining danska hersins benti til að í þessum sprengjum væri að finna sinnepsgas. Enginn vafi leikur á að Írakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum í valdatíð Saddams Husseins, það blasir við öllum að slíkum vopnum var beitt af Saddam. Eina spurningin sem eftir er að svara, er hvað um þau varð. Vonandi munu fyrrverandi valdaaðilar skýra frá því í réttarhöldum yfir Saddam Hussein fyrrum forseta landsins, en þau verða væntanlega haldin á þessu ári. Er svo komið að flestallir valdamenn Baath-flokksins hafa verið handteknir og vonandi munu þeir upplýsa hvað varð um þau gjöreyðingarvopn sem sannarlega voru til í valdatíð Saddams.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu fyrsti pistill Elínar Gränz. Er hún boðin innilega velkomin í hóp okkar sem þar skrifum og tökum þátt í að tjá skoðanir okkar. Í sínum fyrsta pistli fjallar Elín um stjórnmálaástandið í Íran sem er mjög óstöðugt þessa dagana. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að klerkastjórnin tók við völdum í landinu eftir að keisarastjórninni var steypt af stóli og langt síðan staðan þar hefur verið svo óstöðug eins og nú. Orðrétt segir Elín: "Konur og Írönsk ungmenni fyllast langþráðri von um aukið frelsi í kringum forsetakosningar landsins sem nú nálgast óðfluga. Frelsið sem menn sjá venjulega í órafjarlægð færist nær með hverjum deginum sem líður, eingöngu til þess að vonin verði að vonbrigðum eftir kosningarnar þegar raunveruleiki klerkastjórnarinnar tekur við. Aðalpersónurnar í þessu falska lýðræðisleikriti eru annarsvegar, forseti landsins Khatami, umbótasinni sem hefur barist fyrir auknu lýðræði með litlum árangri og hinsvegar, Khomeini sem er æðsti trúarleiðtogi landsins og vinnur markvisst gegn öllum lýðræðistilraunum Khatamis." Þessa grein verða allir að lesa. Í gær birtist svo góður pistill Hauks félaga míns, þar sem hann fjallar um mögulega lagasetningu á eignarhaldi á fjölmiðlum.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld. Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir, söngkonan Ragnheiður Gröndal og Tómas R. Einarsson bassaleikari hlutu öll tvenn verðlaun við afhendinguna. Hljómsveitin Mínus hlaut verðlaun fyrir popphljómplötu ársins, Halldór Laxness, og ennfremur útrásarverðlaun Loftbrúarinnar. Poppstjarna ársins var valin Birgitta Haukdal söngkona Írafárs. Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut Jórunn Viðar tónskáld. Jazzplata ársins var plata Tómasar R. Einarssonar, Havana, jazzflytjandi ársins var valinn Björn Thoroddsen, lag ársins var lagið Ást með Ragnheiði Gröndal, Eivør Pálsdóttir var valin poppsöngkona ársins og flytjandi ársins og Stefán Hilmarsson poppsöngvari ársins. Ragnheiður Gröndal var valinn nýliði ársins. Myndband ársins átti Sigur Rós. Hljómplata ársins í flokknum ýmis tónlist var plata Guðrúnar Gunnarsdóttur, Óður til Ellýar. Sígild hljómplata ársins var valin Brandenborgarkonsertarnir með Kammersveit Reykjavíkur. Kynnar kvöldsins, Eva María Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, fóru alveg á kostum við afhendinguna og áttu mörg góð atriði.
Kvikmyndir
Eftir verðlaunaafhendinguna horfði ég á meistaraverk Sir Alfred Hitchcock, Notorious. Myndin gerist skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ingrid Bergman leikur hér dóttur stríðsglæpamanns og leyniþjónustan, með Cary Grant í fararbroddi, notfærir sér hana til að koma upp um starfsemi nasista í Rio de Janeiro í Brasilíu. Til þess að það megi lánast verður hún að giftast höfuðpaurnum sem leikinn er af Claude Rains, en á meðan kviknar ástin á milli Bergman og Grant. Allt í senn, spennandi, gamansöm, dökk og rómantísk. Ástarsamband stórstjarnanna var eitt það innilegasta sem hafði sést fram að þeim tíma, enda lék leikstjórinn eftirminnilega á lagabókstafinn í afar langri kossasenu. Myndin er gerð af áhrifaríkum einfaldleik meistarans og meistaralega leikin af sannkölluðum leiksnillingum. Ein af gullaldarmeistaraverkum Hollywood á fimmta áratugnum. Þetta er ein af þeim myndum sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá.
Vefur dagsins
Kvikmyndin The Last Samurai verður frumsýnd um helgina í kvikmyndahúsum hérlendis. Því þykir mér rétt að benda á heimasíðu myndarinnar. Hlakka til að sjá myndina um helgina.
Snjallyrði dagsins
Sjálfselskur maður er ekki sá sem lifir lífinu eftir eigin höfði heldur sá sem ætlast til að aðrir geri það.
Oscar Wilde
Mikið hefur verið rætt seinasta sólarhringinn á Akureyri um sölu Eimskips á Útgerðarfélagi Akureyringa. Fram hefur komið að Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri á Akureyri, og Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra, hafa tjáð að þau óttist ekki að rekstur fyrirtækisins breytist við eigendaskiptin. Þingmenn kjördæmisins hafa ennfremur tjáð sig um söluna. Hafa nýir eigendur tjáð að þeir hyggji ekki á breytingar á fyrirtækinu og muni efla það. Sagði ráðherrann að hún hefði helst viljað að heimamenn keyptu fyrirtækið en segist hafa orð forsvarsmanna Tjalds fyrir því að ÚA verði áfram rekið á Akureyri. Kaupverðið vekur mikla athygli, enda almennt vitað að fyrirtækið er metið á mun minni pening en 9 milljarða. Þegar núverandi eigendur keyptu bankann sagði stjórnarformaður fyrirtækisins á fundi hér á Akureyri að þeir vildu taka þátt í uppbyggingu í bænum. Ef marka má vinnubrögð við söluna á ÚA hafa orð Björgólfs Guðmundssonar reynst innistæðulaus. Fyrirtækið er selt hærra verði en það er metið á, og kaupin fjármögnuð að miklu leyti með lánsfé í Landsbankanum. Það blasir því auðvitað við að ganga verði á eignir fyrirtækisins til að borga nýjum eigendum. Þetta er því allt frekar undarlegt allt saman og vekur mikla athygli þeirra sem fylgst hafa með ÚA til fjölda ára. Mér fannst bæjarstjóri lýsa vel stjórnarformanni Landsbankans er hann segir svo: "Hann kom þar af leiðandi fram hér í hálfgerðu hlutverki Hróa hattar. Hvaða skilaboð er verið að senda núna? Hvernig ætlar hann að vinna með heimamönnum að eflingu atvinnulífs á svæðinu? Núna skynja ég þetta miklu fremur þannig að fógetinn frá Nottingham sé sestur í stól Hróa hattar fremur en nokkurn tímann Björgólfur Guðmundsson."
Frjálslyndi einsmálsflokkurinn hefur verið svolítið í umræðunni seinustu vikurnar, varð að athlægi reyndar í kjölfar eftirlaunafrumvarpsumræðunnar þar sem vel kom í ljós hversu illa stöðugur flokkurinn er. Fyrir seinustu kosningar átti aldeilis að slá um sig. Sverrir hætti og Guðjón tók við stýrinu. Auglýst var eftir frambjóðendum í dagblöðum, svo manna mætti listana. Um tíma benti til þess að flokknum tækist að koma 6-8 manns inn á þing. Þegar talið var upp úr kössunum kom hinsvegar í ljós að þeir urðu fjórir og enginn þingmaðurinn skilaði sér úr borginni. Þegar kom að umræðu um eftirlaunamálið á þingi í desember var formaðurinn flatmagandi á sólarströnd og varaformaðurinn lá heima á meltunni eftir hæstaréttardóm. Flokkurinn var sem fljótandi rekald á útsjónum og ákvað einn þingmaður flokksins að gerast einn flutningsmanna frumvarpsins. Ekki leið löng stund þar til hann sem lagði frumvarpið fram hljóp frá því. Er slíkt nokkuð einsdæmi og hæfir við því best orð Atla Rúnars Halldórssonar: "Mér finnst niðurstaðan í þessu máli fyrir stjórnarandstöðuflokkana alla með tölu, það er bara útreið. Mér finnst þeir hafa misst niður um sig, allir með tölu, alveg ótrúlega. Það er, þeir eru ekki trúverðugir lengur, það er víst alveg klárt mál, ekki í þessu máli." Vonandi verður jafn hlægilega gaman að fylgjast með flokknum á næstunni. Hann er algjör brandaraflokkur.
Danski herinn upplýsti í gær að engin eiturefni væri að finna í 120 millimetra sprengjuvörpum sem fundust grafnar hjá Basra í Suður Írak um síðustu helgi. Var mikið fjallað um málið í fjölmiðlum um seinustu helgi, út um allan heim. Var enda talið að þarna hefðu fyrstu gjöreyðingavopnin fundist. Fyrsta greining danska hersins benti til að í þessum sprengjum væri að finna sinnepsgas. Enginn vafi leikur á að Írakar réðu yfir gjöreyðingarvopnum í valdatíð Saddams Husseins, það blasir við öllum að slíkum vopnum var beitt af Saddam. Eina spurningin sem eftir er að svara, er hvað um þau varð. Vonandi munu fyrrverandi valdaaðilar skýra frá því í réttarhöldum yfir Saddam Hussein fyrrum forseta landsins, en þau verða væntanlega haldin á þessu ári. Er svo komið að flestallir valdamenn Baath-flokksins hafa verið handteknir og vonandi munu þeir upplýsa hvað varð um þau gjöreyðingarvopn sem sannarlega voru til í valdatíð Saddams.
Svona er frelsið í dag
Í dag birtist á frelsinu fyrsti pistill Elínar Gränz. Er hún boðin innilega velkomin í hóp okkar sem þar skrifum og tökum þátt í að tjá skoðanir okkar. Í sínum fyrsta pistli fjallar Elín um stjórnmálaástandið í Íran sem er mjög óstöðugt þessa dagana. Um þessar mundir eru 25 ár frá því að klerkastjórnin tók við völdum í landinu eftir að keisarastjórninni var steypt af stóli og langt síðan staðan þar hefur verið svo óstöðug eins og nú. Orðrétt segir Elín: "Konur og Írönsk ungmenni fyllast langþráðri von um aukið frelsi í kringum forsetakosningar landsins sem nú nálgast óðfluga. Frelsið sem menn sjá venjulega í órafjarlægð færist nær með hverjum deginum sem líður, eingöngu til þess að vonin verði að vonbrigðum eftir kosningarnar þegar raunveruleiki klerkastjórnarinnar tekur við. Aðalpersónurnar í þessu falska lýðræðisleikriti eru annarsvegar, forseti landsins Khatami, umbótasinni sem hefur barist fyrir auknu lýðræði með litlum árangri og hinsvegar, Khomeini sem er æðsti trúarleiðtogi landsins og vinnur markvisst gegn öllum lýðræðistilraunum Khatamis." Þessa grein verða allir að lesa. Í gær birtist svo góður pistill Hauks félaga míns, þar sem hann fjallar um mögulega lagasetningu á eignarhaldi á fjölmiðlum.
Íslensku tónlistarverðlaunin
Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Þjóðleikhúsinu í gærkvöld. Færeyska söngkonan Eivør Pálsdóttir, söngkonan Ragnheiður Gröndal og Tómas R. Einarsson bassaleikari hlutu öll tvenn verðlaun við afhendinguna. Hljómsveitin Mínus hlaut verðlaun fyrir popphljómplötu ársins, Halldór Laxness, og ennfremur útrásarverðlaun Loftbrúarinnar. Poppstjarna ársins var valin Birgitta Haukdal söngkona Írafárs. Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna hlaut Jórunn Viðar tónskáld. Jazzplata ársins var plata Tómasar R. Einarssonar, Havana, jazzflytjandi ársins var valinn Björn Thoroddsen, lag ársins var lagið Ást með Ragnheiði Gröndal, Eivør Pálsdóttir var valin poppsöngkona ársins og flytjandi ársins og Stefán Hilmarsson poppsöngvari ársins. Ragnheiður Gröndal var valinn nýliði ársins. Myndband ársins átti Sigur Rós. Hljómplata ársins í flokknum ýmis tónlist var plata Guðrúnar Gunnarsdóttur, Óður til Ellýar. Sígild hljómplata ársins var valin Brandenborgarkonsertarnir með Kammersveit Reykjavíkur. Kynnar kvöldsins, Eva María Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson, fóru alveg á kostum við afhendinguna og áttu mörg góð atriði.
Kvikmyndir
Eftir verðlaunaafhendinguna horfði ég á meistaraverk Sir Alfred Hitchcock, Notorious. Myndin gerist skömmu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Ingrid Bergman leikur hér dóttur stríðsglæpamanns og leyniþjónustan, með Cary Grant í fararbroddi, notfærir sér hana til að koma upp um starfsemi nasista í Rio de Janeiro í Brasilíu. Til þess að það megi lánast verður hún að giftast höfuðpaurnum sem leikinn er af Claude Rains, en á meðan kviknar ástin á milli Bergman og Grant. Allt í senn, spennandi, gamansöm, dökk og rómantísk. Ástarsamband stórstjarnanna var eitt það innilegasta sem hafði sést fram að þeim tíma, enda lék leikstjórinn eftirminnilega á lagabókstafinn í afar langri kossasenu. Myndin er gerð af áhrifaríkum einfaldleik meistarans og meistaralega leikin af sannkölluðum leiksnillingum. Ein af gullaldarmeistaraverkum Hollywood á fimmta áratugnum. Þetta er ein af þeim myndum sem allir sannir kvikmyndaáhugamenn verða að sjá.
Vefur dagsins
Kvikmyndin The Last Samurai verður frumsýnd um helgina í kvikmyndahúsum hérlendis. Því þykir mér rétt að benda á heimasíðu myndarinnar. Hlakka til að sjá myndina um helgina.
Snjallyrði dagsins
Sjálfselskur maður er ekki sá sem lifir lífinu eftir eigin höfði heldur sá sem ætlast til að aðrir geri það.
Oscar Wilde
<< Heim