Heitast í umræðunni
Umdeild kvikmynd Mel Gibson "The Passion of the Christ" sem fjallar um síðustu klukkustundirnar í lífi Jesú Krists, var frumsýnd hérlendis fyrir nokkrum vikum. Sá ég myndina skömmu eftir frumsýningu hennar og hafði hún nokkur áhrif á mig rétt eins og aðra sem hana hafa séð um allan heim. Myndin hefur vakið mikil og sterk viðbrögð kirkjunnar manna og trúarsamtaka af ýmsum toga. Það hafa einkum verið þrýstihópar gyðinga sem gagnrýnt hafa myndina og lýst yfir því að þeir óttist að hún ýti undir gyðingahatur vegna þess að í henni sé gefið í skyn að gyðingar hafi borið ábyrgð á dauða Krists. Myndin hefur slegið í gegn hérlendis, jafnt sem annarsstaðar í heiminum. Nú þegar hafa hátt í 20.000 Íslendingar séð hana. Sérstakt er við myndina að allt talað mál í henni er á arameísku, sem er tunga Hebrea, og ennfremur latínu, móðurmál Rómverja. Um er að ræða tungumál sem enginn talar lengur eða eru lítið útbreidd. Öll umgjörð myndarinnar er í hæsta gæðaflokki. Andrúmsloftið er magnað frá upphafi til enda og áhorfandinn kynnist vel þeirri þraut sem Kristur gekk í gegnum. Að mínu mati er nauðsynlegt að fólk sjái þessa mynd og fái raunsanna mynd af atburðum þeim sem leiddu til krossfestingar Krists á Golgata hæð fyrir tæplega 2000 árum. Hvet ég alla sem þetta lesa og ekki hafa séð myndina að fara og sjá hana. Vel viðeigandi er að fara nú á páskum, upprisuhátíð Krists.
Í dag, á páskadegi, sem er einn helgasti dagur kristinna manna, flutti Jóhannes Páll páfi II, páskaávarp sitt. Í ávarpi sínu sagði hann að mikilvægt væri að kærleikurinn myndi sigra hryðjuverk og lögmál dauða og hefnda í Írak og í Landinu helga. Sagði hann að mikilvægt væri að mannkynið myndi finna styrk til þess að takast á við ill öfl, einkum hryðjuverk sem hafni lífinu og beri óvissu og ótta inn í daglegt líf. Rúmlega 10.000 manns voru samankomnir á Péturstorginu er páfi flutti ávarp sitt. Er þetta í 26. skiptið sem páfi ávarpar heimsbyggðina á páskadegi, en Jóhannes Páll II hefur setið á páfastóli frá októbermánuði 1978. Aðeins tveir hafa setið lengur en hann á þeim stóli. Heilsu hans hefur hrakað mjög seinustu ár, til marks um það var að ávarpið var að hluta til lesið af aðstoðarmönnum hans.
Sunnudagspistillinn
Í sunnudagspistli mínum á páskum 2004, fjalla ég ítarlega um úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar hæstaréttardómara í ágúst 2003, viðbrögð við ummælum dómsmálaráðherra um jafnréttislögin og undarleg vinnubrögð Femínistafélagsins til að vekja máls á skoðunum sínum. Sú forræðishyggja í jafnréttismálum sem Femínistafélagið hefur viljað standa vörð um, er vægast sagt óskiljanleg. Það er að mínu mati jafnréttisumræða á algjörum villigötum að ætla að stjórna öðru fólki og ganga að rétti annarra til að taka ákvarðanir fyrir sjálft sig um daglegar athafnir sínar. Það kemur ekki á óvart að Femínistar taki þann pól í hæðina að berjast gegn sjálfsögðum mannréttindum kvenna eða annarra að taka þátt í þeim keppnum sem viðkomandi vill taka þátt í og almennt vinna gegn því að fólk hafi frelsi til að velja fyrir sjálft sig. Ennfremur fjalla ég um málefni RÚV í ljósi þess að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti ályktun þar sem hækkun afnotagjalda er mótmælt. Að lokum skrifa ég um umdeilda kvikmynd Mel Gibson, The Passion of the Christ, í tilefni páskahátíðarinnar, en tæplega 20.000 Íslendingar hafa séð myndina.
Dagurinn í dag
1912 Samið við fiskverkakonur í Hafnarfirði eftir mánaðarverkfall - fyrsta verkfall ísl. kvenna
1946 Fyrstu jazztónleikarnir á Íslandi, voru haldnir í Gamla bíói í Reykjavík
1959 Rannveig Þorsteinsdóttir öðlaðist rétt til að flytja mál fyrir Hæstarétti, fyrst ísl. kvenna
1983 Sir Ben Kingsley hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á frelsishetju Indverja, Mahatma Gandhi
1988 Sir Sean Connery hlaut óskarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Untouchables
Snjallyrði dagsins
Til sannrar þekkingar er gott hjartalag nauðsynlegt.
Sveinbjörn Egilsson
Ég sendi lesendum vefsins bestu óskir mínar um gleðilega páskahátíð!
Umdeild kvikmynd Mel Gibson "The Passion of the Christ" sem fjallar um síðustu klukkustundirnar í lífi Jesú Krists, var frumsýnd hérlendis fyrir nokkrum vikum. Sá ég myndina skömmu eftir frumsýningu hennar og hafði hún nokkur áhrif á mig rétt eins og aðra sem hana hafa séð um allan heim. Myndin hefur vakið mikil og sterk viðbrögð kirkjunnar manna og trúarsamtaka af ýmsum toga. Það hafa einkum verið þrýstihópar gyðinga sem gagnrýnt hafa myndina og lýst yfir því að þeir óttist að hún ýti undir gyðingahatur vegna þess að í henni sé gefið í skyn að gyðingar hafi borið ábyrgð á dauða Krists. Myndin hefur slegið í gegn hérlendis, jafnt sem annarsstaðar í heiminum. Nú þegar hafa hátt í 20.000 Íslendingar séð hana. Sérstakt er við myndina að allt talað mál í henni er á arameísku, sem er tunga Hebrea, og ennfremur latínu, móðurmál Rómverja. Um er að ræða tungumál sem enginn talar lengur eða eru lítið útbreidd. Öll umgjörð myndarinnar er í hæsta gæðaflokki. Andrúmsloftið er magnað frá upphafi til enda og áhorfandinn kynnist vel þeirri þraut sem Kristur gekk í gegnum. Að mínu mati er nauðsynlegt að fólk sjái þessa mynd og fái raunsanna mynd af atburðum þeim sem leiddu til krossfestingar Krists á Golgata hæð fyrir tæplega 2000 árum. Hvet ég alla sem þetta lesa og ekki hafa séð myndina að fara og sjá hana. Vel viðeigandi er að fara nú á páskum, upprisuhátíð Krists.
Í dag, á páskadegi, sem er einn helgasti dagur kristinna manna, flutti Jóhannes Páll páfi II, páskaávarp sitt. Í ávarpi sínu sagði hann að mikilvægt væri að kærleikurinn myndi sigra hryðjuverk og lögmál dauða og hefnda í Írak og í Landinu helga. Sagði hann að mikilvægt væri að mannkynið myndi finna styrk til þess að takast á við ill öfl, einkum hryðjuverk sem hafni lífinu og beri óvissu og ótta inn í daglegt líf. Rúmlega 10.000 manns voru samankomnir á Péturstorginu er páfi flutti ávarp sitt. Er þetta í 26. skiptið sem páfi ávarpar heimsbyggðina á páskadegi, en Jóhannes Páll II hefur setið á páfastóli frá októbermánuði 1978. Aðeins tveir hafa setið lengur en hann á þeim stóli. Heilsu hans hefur hrakað mjög seinustu ár, til marks um það var að ávarpið var að hluta til lesið af aðstoðarmönnum hans.
Sunnudagspistillinn
Í sunnudagspistli mínum á páskum 2004, fjalla ég ítarlega um úrskurð kærunefndar jafnréttismála vegna ráðningar hæstaréttardómara í ágúst 2003, viðbrögð við ummælum dómsmálaráðherra um jafnréttislögin og undarleg vinnubrögð Femínistafélagsins til að vekja máls á skoðunum sínum. Sú forræðishyggja í jafnréttismálum sem Femínistafélagið hefur viljað standa vörð um, er vægast sagt óskiljanleg. Það er að mínu mati jafnréttisumræða á algjörum villigötum að ætla að stjórna öðru fólki og ganga að rétti annarra til að taka ákvarðanir fyrir sjálft sig um daglegar athafnir sínar. Það kemur ekki á óvart að Femínistar taki þann pól í hæðina að berjast gegn sjálfsögðum mannréttindum kvenna eða annarra að taka þátt í þeim keppnum sem viðkomandi vill taka þátt í og almennt vinna gegn því að fólk hafi frelsi til að velja fyrir sjálft sig. Ennfremur fjalla ég um málefni RÚV í ljósi þess að stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna samþykkti ályktun þar sem hækkun afnotagjalda er mótmælt. Að lokum skrifa ég um umdeilda kvikmynd Mel Gibson, The Passion of the Christ, í tilefni páskahátíðarinnar, en tæplega 20.000 Íslendingar hafa séð myndina.
Dagurinn í dag
1912 Samið við fiskverkakonur í Hafnarfirði eftir mánaðarverkfall - fyrsta verkfall ísl. kvenna
1946 Fyrstu jazztónleikarnir á Íslandi, voru haldnir í Gamla bíói í Reykjavík
1959 Rannveig Þorsteinsdóttir öðlaðist rétt til að flytja mál fyrir Hæstarétti, fyrst ísl. kvenna
1983 Sir Ben Kingsley hlaut óskarinn fyrir túlkun sína á frelsishetju Indverja, Mahatma Gandhi
1988 Sir Sean Connery hlaut óskarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni The Untouchables
Snjallyrði dagsins
Til sannrar þekkingar er gott hjartalag nauðsynlegt.
Sveinbjörn Egilsson
Ég sendi lesendum vefsins bestu óskir mínar um gleðilega páskahátíð!
<< Heim