Heitast í umræðunni
Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi, var gestur á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi og ræddi stefnumál sín og áherslur. Rauði þráðurinn í öllum yfirlýsingum og stefnu Baldurs er að endurheimta glataðan virðuleika forsetaembættisins og stöðu þess sem sameiningartákns. Að mörgu leyti er Baldur á sömu slóðum í stefnu og forsetaframboð Péturs Kr. Hafsteins árið 1996, mikill samhljómur er með stefnumálum þeirra við fyrstu sýn. Báðir vildu hafa forsetaembættið sem ígildi friðarhöfðingja og virðulegs sameiningartákns án inngripa í stjórnmálabaráttu, sem er allt annað en núverandi forseti hefur gert, einkum nú á seinustu vikum. Þegar nánar er skoðað er þó ljóst að Baldur leggur áherslu á að forseti beiti sér í málefnum aldraðra og fleiri samfélagshópa og þrýsti á hitt og þetta. Það atriði á ekkert sameiginlegt við það hlutverk sem Pétur lagði áherslu á, árið 1996, og er ekki partur af hlutverki forsetaembættisins. Baldur gengur því fram með þær yfirlýsingar að embættið eigi að vera virðingartákn en hann ætli samt sem áður að þrýsta á deilumál og vera talsmaður hópa í samfélaginu með virkum hætti. Þetta fer ekki saman, nema með áherslubreytingum á embættinu af svipuðu tagi og núverandi forseti hefur gert. Ennfremur eru undarlegar yfirlýsingar frambjóðandans að hann ætli að stöðva af ákvarðanir sitjandi forseta, við embættistöku ef hann næði kjöri. Hversu sem okkur er illa við ákvörðun Ólafs verður henni ekki breytt og þó svo Baldur ynni kosningarnar, yrði málið ekki stöðvað úr því ferli sem það er í, í ágúst. Það er því örvæntingarfullt að beita því í kosningabaráttunni. En Baldur hefur margt gott við sig og stendur sig ágætlega í kosningabaráttunni. En ég mun ekki greiða honum atkvæði mitt, þrátt fyrir það.
Um fátt er meira rætt í samfélaginu þessa dagana en forsetakosningarnar á laugardag, málefni tengd væntanlegri lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur og fótboltann. Óneitanlega er seinastnefnda umræðuefnið skemmtilegast og sameinar flesta í líflegum umræðum. Það hefur verið alveg gríðarlega skemmtilegt að horfa á kraftmikla og góða leiki seinustu kvöld. Leikirnir hafa sameinað stóran hóp fólks og verið gott umræðuefni daginn eftir þar sem hópar fólks safnast saman. Allir virðast fylgjast með, meira að segja það fólk sem hafði áður sagt að það fylgdist ekkert með boltanum, ótrúlegt en satt! Leikur Englendinga og Króata á mánudag var virkilega góður og gaman að sjá Rooney blómstra með glæsilegum hætti í þeim leik. Öllu verra var þó að sjá Þjóðverja senda heim í gær, enda hef ég almennt haldið með þeim á stórmótum. En Tékkarnir eru að spila magnaðan bolta og eiga skilið sitt góða gengi. Leikur kvöldsins, viðureign Englendinga og Portúgala verður svo spennandi. Lengi lifi boltinn!
Meistaraverk - It Happened One Night
It Happened One Night er ein af hinum gullnu meistaraverkum kvikmyndasögunnar og telst ein besta kvikmynd fjórða áratugarins. Segir í myndinni frá hinni ofdekruðu Ellie Andrews sem flýr undan ofríki föður síns sem vill ekki leyfa henni að giftast glaumgosa einum. Á leiðinni í rútu til New York kynnist hún útbrenndum blaðamanni Peter Warne. Þegar rútan bilar á leiðinni lenda þau í vandræðum enda hætta á að faðir hennar komist að því hvar hún er, blaðamaðurinn þekkir auðmannsdótturina og vonast til að þarna sé komið efni í stórfrétt sem kemur honum á sporið aftur í bransanum. Vandræðin hefjast þó fyrir alvöru er þau verða ástfangin á leiðinni til New York. Stórfengleg kvikmynd sem hlaut 5 óskarsverðlaun 1934, sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Clark Gable og Claudette Colbert, fyrir leikstjórn Frank Capra og handritið. Var It Happened One Night fyrsta kvikmyndin sem hlaut óskarinn í 5 stærstu flokkunum; kvikmynd, leikstjórn, bestu aðalleikarar og handrit. Aðeins tvær myndir hafa náð þeim árangri frá 1934, One Flew Over The Cuckoo´s Nest 1975 og The Silence of the Lambs 1991. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá.
Áhugavert á Netinu
Synjun forseta - pistill Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors
Vangaveltur um úrskurð Samkeppnisstofnunar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
R-ifrildislistinn í Reykjavík - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Framboð til embættis forseta Íslands - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Fimmtungur landsmanna ætlar að skila auðu í forsetakosningunum um helgina
Dómur fellur í Landssímamálinu - skaðabótakröfu Símans vísað frá dómi
Baldur segir embættið ekki bara skraut - studdur í Betlehem! - Ólafur í kyrrþey
Menntamálaráðherra leggur fram aukafjárveitingu til reksturs framhaldsskólanna
Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi í skoðanakönnun - Samfylking dalar
Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, Molanum
Metaðsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri á næstu haustönn skólans
Hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, lækkar - mælist nú 2111 metrar
Manmohan Singh heitir efnahagsumbótum fyrir almenning á Indlandi
Ralph Nader hvetur John Kerry til að velja John Edwards sem varaforsetaefni sitt
Bill Clinton viðurkennir í viðtali við NBC að honum hafi orðið verulega á í einkalífinu
Staða Bush og Kerry í kosningaslagnum er víða jöfn, einkum í Pennsylvaníu
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi eða þá á leið úr landi
Pentagon neitar að Saddam Hussein fyrrum forseti Íraks, hafi verið pyntaður
Poppgoðið Bob Dylan gerður að heiðursdoktor við háskóla í Skotlandi
Þjóðverjar tapa fyrir Tékkum og falla úr leik á EM - Hollendingar sigra Letta
Rudi Völler segir af sér sem þjálfari þýska fótboltalandsliðsins eftir slakt gengi á EM
Allar upplýsingar um EM 2004 - enska landsliðið reiðubúið að mæta hinu portúgalska
Dagurinn í dag
1000 Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum - átök höfðu verið milli kristinna og heiðingja um þessar breytingar en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði, úrskurðaði að allir menn skyldu verða kristnir og friður yrði að ríkja milli hreyfinga, sátt varð um þá niðurstöðu
1865 Keisaraskurði beitt í fyrsta skipti á Íslandi - barnið lifði aðgerðina en móðirin ekki
1886 Góðtemplarar stofnuðu Stórstúku Íslands til að berjast fyrir bindindi á áfenga drykki
1934 Gunnar Thoroddsen var kjörinn til þingsetu - hann var þá 23 ára gamall og er enn í dag yngstur þeirra sem hafa hlotið kjör til Alþingis - Gunnar varð einn virtasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar. Hann varð borgarstjóri, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var forsætisráðherra 1980-1983. Hann lést 1983
1994 Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér embætti félagsmálaráðherra, vegna pólitísks ágreinings við Jón Baldvin Hannibalsson en hún hafði tapað formannskjöri innan Alþýðuflokksins við Jón skömmu áður. Afsögn Jóhönnu leiddi til klofnings flokksins, myndunar nýs flokks Jóhönnu, Þjóðvaka, og endaloka stjórnarsetu Alþýðuflokksins í apríl 1995
Snjallyrði dagsins
We must learn to be still in the midst of activity and to be vibrantly alive in repose.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)
Baldur Ágústsson forsetaframbjóðandi, var gestur á báðum sjónvarpsstöðvum í gærkvöldi og ræddi stefnumál sín og áherslur. Rauði þráðurinn í öllum yfirlýsingum og stefnu Baldurs er að endurheimta glataðan virðuleika forsetaembættisins og stöðu þess sem sameiningartákns. Að mörgu leyti er Baldur á sömu slóðum í stefnu og forsetaframboð Péturs Kr. Hafsteins árið 1996, mikill samhljómur er með stefnumálum þeirra við fyrstu sýn. Báðir vildu hafa forsetaembættið sem ígildi friðarhöfðingja og virðulegs sameiningartákns án inngripa í stjórnmálabaráttu, sem er allt annað en núverandi forseti hefur gert, einkum nú á seinustu vikum. Þegar nánar er skoðað er þó ljóst að Baldur leggur áherslu á að forseti beiti sér í málefnum aldraðra og fleiri samfélagshópa og þrýsti á hitt og þetta. Það atriði á ekkert sameiginlegt við það hlutverk sem Pétur lagði áherslu á, árið 1996, og er ekki partur af hlutverki forsetaembættisins. Baldur gengur því fram með þær yfirlýsingar að embættið eigi að vera virðingartákn en hann ætli samt sem áður að þrýsta á deilumál og vera talsmaður hópa í samfélaginu með virkum hætti. Þetta fer ekki saman, nema með áherslubreytingum á embættinu af svipuðu tagi og núverandi forseti hefur gert. Ennfremur eru undarlegar yfirlýsingar frambjóðandans að hann ætli að stöðva af ákvarðanir sitjandi forseta, við embættistöku ef hann næði kjöri. Hversu sem okkur er illa við ákvörðun Ólafs verður henni ekki breytt og þó svo Baldur ynni kosningarnar, yrði málið ekki stöðvað úr því ferli sem það er í, í ágúst. Það er því örvæntingarfullt að beita því í kosningabaráttunni. En Baldur hefur margt gott við sig og stendur sig ágætlega í kosningabaráttunni. En ég mun ekki greiða honum atkvæði mitt, þrátt fyrir það.
Um fátt er meira rætt í samfélaginu þessa dagana en forsetakosningarnar á laugardag, málefni tengd væntanlegri lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslur og fótboltann. Óneitanlega er seinastnefnda umræðuefnið skemmtilegast og sameinar flesta í líflegum umræðum. Það hefur verið alveg gríðarlega skemmtilegt að horfa á kraftmikla og góða leiki seinustu kvöld. Leikirnir hafa sameinað stóran hóp fólks og verið gott umræðuefni daginn eftir þar sem hópar fólks safnast saman. Allir virðast fylgjast með, meira að segja það fólk sem hafði áður sagt að það fylgdist ekkert með boltanum, ótrúlegt en satt! Leikur Englendinga og Króata á mánudag var virkilega góður og gaman að sjá Rooney blómstra með glæsilegum hætti í þeim leik. Öllu verra var þó að sjá Þjóðverja senda heim í gær, enda hef ég almennt haldið með þeim á stórmótum. En Tékkarnir eru að spila magnaðan bolta og eiga skilið sitt góða gengi. Leikur kvöldsins, viðureign Englendinga og Portúgala verður svo spennandi. Lengi lifi boltinn!
Meistaraverk - It Happened One Night
It Happened One Night er ein af hinum gullnu meistaraverkum kvikmyndasögunnar og telst ein besta kvikmynd fjórða áratugarins. Segir í myndinni frá hinni ofdekruðu Ellie Andrews sem flýr undan ofríki föður síns sem vill ekki leyfa henni að giftast glaumgosa einum. Á leiðinni í rútu til New York kynnist hún útbrenndum blaðamanni Peter Warne. Þegar rútan bilar á leiðinni lenda þau í vandræðum enda hætta á að faðir hennar komist að því hvar hún er, blaðamaðurinn þekkir auðmannsdótturina og vonast til að þarna sé komið efni í stórfrétt sem kemur honum á sporið aftur í bransanum. Vandræðin hefjast þó fyrir alvöru er þau verða ástfangin á leiðinni til New York. Stórfengleg kvikmynd sem hlaut 5 óskarsverðlaun 1934, sem besta kvikmynd ársins, fyrir leik Clark Gable og Claudette Colbert, fyrir leikstjórn Frank Capra og handritið. Var It Happened One Night fyrsta kvikmyndin sem hlaut óskarinn í 5 stærstu flokkunum; kvikmynd, leikstjórn, bestu aðalleikarar og handrit. Aðeins tvær myndir hafa náð þeim árangri frá 1934, One Flew Over The Cuckoo´s Nest 1975 og The Silence of the Lambs 1991. Ég hvet alla kvikmyndaunnendur til að sjá þetta magnaða meistaraverk ef þeir eiga tök á því, betri mynd er vart hægt að sjá.
Áhugavert á Netinu
Synjun forseta - pistill Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar prófessors
Vangaveltur um úrskurð Samkeppnisstofnunar - pistill á Vef-Þjóðviljanum
R-ifrildislistinn í Reykjavík - pistill Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur
Framboð til embættis forseta Íslands - pistill Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur
Fimmtungur landsmanna ætlar að skila auðu í forsetakosningunum um helgina
Dómur fellur í Landssímamálinu - skaðabótakröfu Símans vísað frá dómi
Baldur segir embættið ekki bara skraut - studdur í Betlehem! - Ólafur í kyrrþey
Menntamálaráðherra leggur fram aukafjárveitingu til reksturs framhaldsskólanna
Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi í skoðanakönnun - Samfylking dalar
Fyrsta skóflustungan tekin að nýrri verslunarmiðstöð á Reyðarfirði, Molanum
Metaðsókn í Verkmenntaskólann á Akureyri á næstu haustönn skólans
Hæsti tindur landsins, Hvannadalshnjúkur, lækkar - mælist nú 2111 metrar
Manmohan Singh heitir efnahagsumbótum fyrir almenning á Indlandi
Ralph Nader hvetur John Kerry til að velja John Edwards sem varaforsetaefni sitt
Bill Clinton viðurkennir í viðtali við NBC að honum hafi orðið verulega á í einkalífinu
Staða Bush og Kerry í kosningaslagnum er víða jöfn, einkum í Pennsylvaníu
Flestir ráðherrar ríkisstjórnarinnar eru fjarverandi eða þá á leið úr landi
Pentagon neitar að Saddam Hussein fyrrum forseti Íraks, hafi verið pyntaður
Poppgoðið Bob Dylan gerður að heiðursdoktor við háskóla í Skotlandi
Þjóðverjar tapa fyrir Tékkum og falla úr leik á EM - Hollendingar sigra Letta
Rudi Völler segir af sér sem þjálfari þýska fótboltalandsliðsins eftir slakt gengi á EM
Allar upplýsingar um EM 2004 - enska landsliðið reiðubúið að mæta hinu portúgalska
Dagurinn í dag
1000 Kristin trú var lögtekin á Alþingi á Þingvöllum - átök höfðu verið milli kristinna og heiðingja um þessar breytingar en Þorgeir Þorkelsson Ljósvetningagoði, úrskurðaði að allir menn skyldu verða kristnir og friður yrði að ríkja milli hreyfinga, sátt varð um þá niðurstöðu
1865 Keisaraskurði beitt í fyrsta skipti á Íslandi - barnið lifði aðgerðina en móðirin ekki
1886 Góðtemplarar stofnuðu Stórstúku Íslands til að berjast fyrir bindindi á áfenga drykki
1934 Gunnar Thoroddsen var kjörinn til þingsetu - hann var þá 23 ára gamall og er enn í dag yngstur þeirra sem hafa hlotið kjör til Alþingis - Gunnar varð einn virtasti stjórnmálamaður 20. aldarinnar. Hann varð borgarstjóri, fjármálaráðherra, félagsmálaráðherra, iðnaðarráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hann var forsætisráðherra 1980-1983. Hann lést 1983
1994 Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér embætti félagsmálaráðherra, vegna pólitísks ágreinings við Jón Baldvin Hannibalsson en hún hafði tapað formannskjöri innan Alþýðuflokksins við Jón skömmu áður. Afsögn Jóhönnu leiddi til klofnings flokksins, myndunar nýs flokks Jóhönnu, Þjóðvaka, og endaloka stjórnarsetu Alþýðuflokksins í apríl 1995
Snjallyrði dagsins
We must learn to be still in the midst of activity and to be vibrantly alive in repose.
Indira Gandhi forsætisráðherra Indlands (1917-1984)
<< Heim