Í tilefni þess að forseti Íslands hefur ákveðið að ganga gegn lýðræðislega kjörnum meirihluta Alþingis með því að synja fjölmiðlalögunum um samþykki sitt hef ég skrifað pistil á heimasíðu mína um þetta mál og þá stjórnlagakreppu sem nú skellur á. Tel ég rétt að birta hann orðrétt hérmeð. Á morgun fer ég meira yfir þetta mál hér á bloggvefnum.
Forsetinn í pólitískri orrahríð – stjórnlagakreppa í sumar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi á Bessastöðum seinnipartinn í dag að hann hefði ákveðið að staðfesta ekki fjölmiðlalögin, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og vísa þeim þannig í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram eins fljótt og unnt er. Samhliða ákvörðun sinni vísaði hann til 26. greinar stjórnarskrár Íslands. Þar segir: “Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.”
Ákvörðun forseta er einsdæmi í sögu hins íslenska lýðveldis og mun án nokkurs vafa leiða til mikils uppgjörs milli þings og forseta. Þetta er í fyrsta skipti í 60 ára sögu lýðveldisins sem forseti synjar lögunum sem lýðræðislega kjörinn meirihluti löggjafarþingsins hefur samþykkt. Hvað við tekur nú er næsta umfjöllunarefni. Eflaust mun þingið verða kallað saman og rætt um það á næstu vikum og mánuðum hvort forseti hafi yfir höfuð vald til að synja lögum með þessum hætti um samþykki sitt. Forseti sagði sjálfur árið 1977 að 26. greinin væri dauður bókstafur en gefið í skyn, bæði í kosningabaráttunni 1996 og ennfremur fyrr á þessu ári er hann tilkynnti um framboð til forseta þriðja sinni að þessi grein stjórnarskrárinnar væri virk. Hefur hann í seinni tíð sífellt orðið virkari talsmaður þess að forseti ætti að geta neitað lögum um samþykki og vakti þau viðbrögð hans til virkari umræðu um 26. greinina almennt.
Í 60 ára sögu forsetaembættisins hefur markast sú hefð að forseti staðfestir þau lög sem koma frá lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekur ákvarðanir með lögmætum hætti. Forseti hefur aldrei synjað lögum staðfestingar allan þann tíma. Hefur alltaf verið mitt mat að forseti eigi ekki að ganga gegn þingmeirihluta hverju sinni. Engu skipti hver sé forseti og hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. Meðan embættið er til eigi það að vera óháð og algjörlega hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti. Nú hefur forseti stigið af friðarstalli sínum og verður án nokkurs vafa beinn þátttakandi í pólitískri orrahríð fyrstur forseta landsins. Eðli embættisins og virðingarstimpillinn sem hefur einkennt það er nú á bak og burt og mikilvægt að líta á það nýjum augum og túlka stöðuna sem hefur breyst óhjákvæmilega allmikið.
Forseta Íslands var vissulega vandi á höndum við þessa ákvarðanatöku. Síðast þegar hann tjáði sig um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum, í þingumræðu árið 1995 hvatti hann mjög eindregið þingmenn til að setja lög um eignarhaldið á svipuðum nótum og hefur nú kúvent í afstöðu sinni, 9 árum síðar, eflaust í pólitískum tilgangi. Ekki má heldur gleyma því að forstjóri Norðurljósa er formaður stuðningsmannafélags forsetans, talsmaður framboðsins nú er lögmaður fyrirtækisins og dóttir forseta er einn stjórnenda Baugs sem er stærsti hluthafi í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Er því með ólíkindum að forseti telji sig hæfan að neita lögunum um samþykki, vanhæfi hans til að taka þá afstöðu sem hann hefur tekið er algjört og verður eflaust umfjöllunarefni nú í meira mæli en verið hefur. Hvernig forseti ætlar að vera beinn þátttakandi í orrahríðinni er ekki vitað en ekki situr hann lengur á friðarstóli, það er alveg ljóst.
Forsetaembættið hefur í sex áratugi verið í mótun. Sú stjórnlagakreppa sem nú er skollin á milli forsetaembættisins og þingsins mun hafa gríðarleg áhrif á mótun embættisins til framtíðar. Hver örlög núverandi forseta og virðingarstaða embættisins verður í framtíðinni er alls óviss núna þegar forseti er orðinn beinn þátttakandi í harkalegri pólitískri deilu og orrahríð við forystumenn ríkisstjórnarinnar, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Ég er algjörlega ósammála afstöðu forseta og minni enn og aftur á þá skoðun mína að taka eigi á stjórnarskrárþáttum tengdum embættinu og taka af honum þennan rétt sem hann hefur notað í dag eða úrskurða hvort hann yfir höfuð getur notað hann. Deilur verða um öll þessi atriði í allt sumar og harkalegar deilur framundan.
Forsetinn í pólitískri orrahríð – stjórnlagakreppa í sumar
Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, tilkynnti á blaðamannafundi á Bessastöðum seinnipartinn í dag að hann hefði ákveðið að staðfesta ekki fjölmiðlalögin, sem Alþingi samþykkti í síðustu viku og vísa þeim þannig í dóm þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fari fram eins fljótt og unnt er. Samhliða ákvörðun sinni vísaði hann til 26. greinar stjórnarskrár Íslands. Þar segir: “Ef Alþingi hefur samþykkt lagafrumvarp, skal það lagt fyrir forseta lýðveldisins til staðfestingar eigi síðar en tveim vikum eftir að það var samþykkt, og veitir staðfestingin því lagagildi. Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en leggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin falla úr gildi, ef samþykkis er synjað, en ella halda þau gildi sínu.”
Ákvörðun forseta er einsdæmi í sögu hins íslenska lýðveldis og mun án nokkurs vafa leiða til mikils uppgjörs milli þings og forseta. Þetta er í fyrsta skipti í 60 ára sögu lýðveldisins sem forseti synjar lögunum sem lýðræðislega kjörinn meirihluti löggjafarþingsins hefur samþykkt. Hvað við tekur nú er næsta umfjöllunarefni. Eflaust mun þingið verða kallað saman og rætt um það á næstu vikum og mánuðum hvort forseti hafi yfir höfuð vald til að synja lögum með þessum hætti um samþykki sitt. Forseti sagði sjálfur árið 1977 að 26. greinin væri dauður bókstafur en gefið í skyn, bæði í kosningabaráttunni 1996 og ennfremur fyrr á þessu ári er hann tilkynnti um framboð til forseta þriðja sinni að þessi grein stjórnarskrárinnar væri virk. Hefur hann í seinni tíð sífellt orðið virkari talsmaður þess að forseti ætti að geta neitað lögum um samþykki og vakti þau viðbrögð hans til virkari umræðu um 26. greinina almennt.
Í 60 ára sögu forsetaembættisins hefur markast sú hefð að forseti staðfestir þau lög sem koma frá lýðræðislega kjörnu Alþingi sem tekur ákvarðanir með lögmætum hætti. Forseti hefur aldrei synjað lögum staðfestingar allan þann tíma. Hefur alltaf verið mitt mat að forseti eigi ekki að ganga gegn þingmeirihluta hverju sinni. Engu skipti hver sé forseti og hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn. Meðan embættið er til eigi það að vera óháð og algjörlega hafið yfir flokkapólitík og flokkadrætti. Nú hefur forseti stigið af friðarstalli sínum og verður án nokkurs vafa beinn þátttakandi í pólitískri orrahríð fyrstur forseta landsins. Eðli embættisins og virðingarstimpillinn sem hefur einkennt það er nú á bak og burt og mikilvægt að líta á það nýjum augum og túlka stöðuna sem hefur breyst óhjákvæmilega allmikið.
Forseta Íslands var vissulega vandi á höndum við þessa ákvarðanatöku. Síðast þegar hann tjáði sig um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum, í þingumræðu árið 1995 hvatti hann mjög eindregið þingmenn til að setja lög um eignarhaldið á svipuðum nótum og hefur nú kúvent í afstöðu sinni, 9 árum síðar, eflaust í pólitískum tilgangi. Ekki má heldur gleyma því að forstjóri Norðurljósa er formaður stuðningsmannafélags forsetans, talsmaður framboðsins nú er lögmaður fyrirtækisins og dóttir forseta er einn stjórnenda Baugs sem er stærsti hluthafi í stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins. Er því með ólíkindum að forseti telji sig hæfan að neita lögunum um samþykki, vanhæfi hans til að taka þá afstöðu sem hann hefur tekið er algjört og verður eflaust umfjöllunarefni nú í meira mæli en verið hefur. Hvernig forseti ætlar að vera beinn þátttakandi í orrahríðinni er ekki vitað en ekki situr hann lengur á friðarstóli, það er alveg ljóst.
Forsetaembættið hefur í sex áratugi verið í mótun. Sú stjórnlagakreppa sem nú er skollin á milli forsetaembættisins og þingsins mun hafa gríðarleg áhrif á mótun embættisins til framtíðar. Hver örlög núverandi forseta og virðingarstaða embættisins verður í framtíðinni er alls óviss núna þegar forseti er orðinn beinn þátttakandi í harkalegri pólitískri deilu og orrahríð við forystumenn ríkisstjórnarinnar, í fyrsta skipti í lýðveldissögunni. Ég er algjörlega ósammála afstöðu forseta og minni enn og aftur á þá skoðun mína að taka eigi á stjórnarskrárþáttum tengdum embættinu og taka af honum þennan rétt sem hann hefur notað í dag eða úrskurða hvort hann yfir höfuð getur notað hann. Deilur verða um öll þessi atriði í allt sumar og harkalegar deilur framundan.
<< Heim