Heitast í umræðunni
Alþingi kom saman að nýju í dag. Við upphaf þingfundarins voru lögð fram tvö frumvörp. Annarsvegar var um að ræða nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, hitt var frá stjórnarandstöðunni og fjallar um fyrirkomulag á þjóðaratkvæðagreiðslu, sem áætlað var að fram myndi fara í næsta mánuði um fjölmiðlalögin. Var því um að ræða hinn svokallaða útbýtingarfund þar sem mál eru lögð fram og gerð fyrir þeim grein. Fundinum lauk með uppnámi um hálfri klukkustundu eftir upphaf hans er Halldór Blöndal forseti Alþingis, sinnti ekki kröfum þingmanna stjórnarandstöðunnar um að fá að ræða fundarstjórn forseta og sleit fundi. Á fundinum fór fram umræða um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær að fella fjölmiðlalögin úr gildi og koma fram með annað frumvarp. Vændu stjórnarandstæðingar þingmenn stjórnarflokkanna um að hafa réttinn um þjóðaratkvæðagreiðslu af landsmönnum. Málflutningur stjórnarandstöðunnar er nú sem fyrr mjög ótrúverðugur. Þegar þeim býðst að ræða efnisatriði um eignarhald á fjölmiðlum og koma fram með raunhæfa stefnu í þessum málum mætir sama þvermóðskan og vitleysisgangurinn á ný. Erfitt er að skilja öskrin í þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þeir vilja greinilega engin lög um eignarhaldið, stefna þeirra í málinu er á flökti og tækifærismennskan skín úr hverju verklagi þeirra. Hvað vill stjórnarandstaðan í málinu? Afhverju er ekki hægt að fá það fram, fyrst málið er þeim svo mikilvægt og virðist vera. Svar óskast!
Það er greinilegt að stjórnarandstaðan er föst í sama hjólfarinu og var í umræðunni um fyrra fjölmiðlafrumvarpið, er algjörlega ómögulegt fyrir hana að halda sig við efnisatriði og tjá sig um þau. Reynt er að þyrla upp sem mestu moldryki og látum og mögulegt er. Sífellt verður ljósara að stjórnarandstaðan ætlaði að nota þetta mál til að vega að stjórnarmeirihlutanum og vinnubrögðum þingræðisins í umræðu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Pólitískur fóstursonur forseta Íslands, formaður Samfylkingarinnar, var greinilega algjörlega æfur yfir þeim breytingum sem orðið höfðu á málinu er rætt var við hann í fréttum sjónvarps í gærkvöld. Helgast það eflaust af því að hann og flokkur hans vildi slá pólitískar keilur, bæði í umræðu um lögin og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það er greinilegt að hann og flokkur hans ætla að halda áfram að koma fram með sama ótrúverðuga hættinum og eru ennfremur í mikilli fýlu með þessar breytingar. Vissi hann vart í hvorn fótinn skyldi stigið í viðtalinu og var sýnilega mikið niðri fyrir. Það sást svo í dag að formaður vinstri grænna hafði enga stjórn á sér eftir lok þingfundar og gekk bölvandi og ragnandi úr þingsalnum og öskraði að forseta þingsins. Þessi vinnubrögð lýsa öll vanstillingu stjórnarandstöðunnar.
Sumarferð
Á laugardag fóru sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi í árlega sumarferð sína. Að þessu sinni var haldið í Flatey á Skjálfanda. Var komið til Flateyjar seinnipartinn eftir tæplega tveggja tíma siglingu. Þar tóku á móti okkur gestgjafar okkar: Sigríður Ingvarsdóttir fyrrum alþingismaður, systir hennar Jóhanna Ingvarsdóttir og faðir þeirra Ingvar Hólmgeirsson. Foreldrar Siggu bjuggu í Flatey allt þar til eyjan fór í eyði árið 1968 og fara þau oft á sumrin til dvalar á heimili sínu þar, Grund. Fórum við í göngutúr um eyjuna. Í kirkjunni áttum við saman góða stund, þar ávörpuðu Sigga og Ingvar hópinn og fóru yfir sögu eyjunnar. Var sérstaklega áhugavert að heyra Ingvar lýsa byggðinni þar, meðan hún var sem blómlegust í kringum 1940. Eftir göngutúrinn buðu Sigga og ættingjar hennar til grillveislu að Grund, og var glaðasólskin meðan við gæddum okkur á grilluðu lambakjöti með öllu tilheyrandi og drukkum rauðvín með. Eftir gott spjall yfir matnum tókum við lagið saman. Ingvar tók sér nikkuna í hönd og spilaði ásamt Alfreð Almarssyni á gítar fjölda góðra laga og allir tóku undir. Halldór kom í lokin með góða vísu um húsráðendur að Grund, gestrisni þeirra og landslagið sem skartaði sínu fegursta. Það er eiginlega varla hægt að lýsa þeirri upplifun að koma í Flatey, sjálfur hafði ég ekki farið þangað áður en lengi viljað fara, enda kynnt mér flestalla staði á Norðurlandi. Ég vil sérstaklega þakka Siggu og fjölskyldu hennar fyrir einstaklega höfðinglegar móttökur. Þessi dagur verður lengi í minnum hafður. Ég segi nánar frá ferðinni í sunnudagspistli mínum í gær.
Áhugavert á Netinu
Þingvellir á heimsminjaskrá - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Hvar er fjölmiðlafrumvarp stjórnarandstöðunnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Er líf handan 26. greinar stjórnarskrárinnar? - pistill Ragnars Árna Sigurðarsonar
Fjölmiðlalögin afturkölluð og nýtt frumvarp lagt fyrir sumarþing - engin kosning
Hlutur markaðsráðandi fyrirtækja verði 10% í nýju frumvarpi í stað 5% áður
Forseti Íslands ætti að geta skrifað undir ný fjölmiðlalög - Halldór Ásgrímsson
Geir H. Haarde og Steingrímur J. ræða fjölmiðlafrumvarpið og atburði seinustu daga
Stjórnarandstaðan sakar stjórnarflokkana um svik og pretti í umræðu á Alþingi
Læti á þingi er komið er saman til að ræða nýtt fjölmiðlafrumvarp og framgang þess
Kemur ekki til greina að fresta til hausts - Davíð Oddsson forsætisráðherra
John Kerry tilkynnir varaforsetaefni sitt formlega á blaðamannafundi á morgun
Skrifað undir svokallaðan vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð, á Akureyri í dag
José Manuel Durão Barroso forsætisráðherra Portúgals, segir af sér embætti
Umdeildur hershöfðingi vann fyrri umferð forsetakosninganna í Indónesíu
Réttarhöldum yfir Milosevic frestað vegna veikinda forsetans fyrrverandi
Klestil forseti Austurríkis, alvarlega veikur - átti að láta af embætti 8. júlí
Umfjöllun um tónleika Metallicu - mikil upplifun en loftleysið nokkuð áberandi
Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Sean Connery vinnur að ritun sjálfsævisögu sinnar
Idol-poppstjarnan Fantasia kemst beint á toppinn með smáskífu sinni, I Believe
Grikkir komast á spjöld knattspyrnusögunnar - verða Evrópumeistarar í fótbolta
Allt um EM í knattspyrnu 2004 - einkar glæsilegu knattspyrnumóti lokið í Portúgal
Dagurinn í dag
1080 Ísleifur Gissurarson, fyrsti biskupinn yfir Íslandi, lést - hafði verið biskup í 24 ár
1851 Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík - fundurinn stóð í mánuð
1954 BBC býður í fyrsta skipti upp á kvöldfréttatíma í bresku sjónvarpi
1983 George Bush þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Bush var forseti Bandaríkjanna 1989-1993, elsti sonur hans George, varð forseti árið 2001
1993 Jóhanna Sigurðardóttir segir af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum - varð upphaf að harðvítugum valdaátökum sem enda með klofningi flokksins, árið eftir
Snjallyrði dagsins
Happiness is not achieved by the conscious pursuit of happiness; it is generally the by-product of other activities.
Aldous Huxley (1894-1963)
Alþingi kom saman að nýju í dag. Við upphaf þingfundarins voru lögð fram tvö frumvörp. Annarsvegar var um að ræða nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, hitt var frá stjórnarandstöðunni og fjallar um fyrirkomulag á þjóðaratkvæðagreiðslu, sem áætlað var að fram myndi fara í næsta mánuði um fjölmiðlalögin. Var því um að ræða hinn svokallaða útbýtingarfund þar sem mál eru lögð fram og gerð fyrir þeim grein. Fundinum lauk með uppnámi um hálfri klukkustundu eftir upphaf hans er Halldór Blöndal forseti Alþingis, sinnti ekki kröfum þingmanna stjórnarandstöðunnar um að fá að ræða fundarstjórn forseta og sleit fundi. Á fundinum fór fram umræða um þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar í gær að fella fjölmiðlalögin úr gildi og koma fram með annað frumvarp. Vændu stjórnarandstæðingar þingmenn stjórnarflokkanna um að hafa réttinn um þjóðaratkvæðagreiðslu af landsmönnum. Málflutningur stjórnarandstöðunnar er nú sem fyrr mjög ótrúverðugur. Þegar þeim býðst að ræða efnisatriði um eignarhald á fjölmiðlum og koma fram með raunhæfa stefnu í þessum málum mætir sama þvermóðskan og vitleysisgangurinn á ný. Erfitt er að skilja öskrin í þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Þeir vilja greinilega engin lög um eignarhaldið, stefna þeirra í málinu er á flökti og tækifærismennskan skín úr hverju verklagi þeirra. Hvað vill stjórnarandstaðan í málinu? Afhverju er ekki hægt að fá það fram, fyrst málið er þeim svo mikilvægt og virðist vera. Svar óskast!
Það er greinilegt að stjórnarandstaðan er föst í sama hjólfarinu og var í umræðunni um fyrra fjölmiðlafrumvarpið, er algjörlega ómögulegt fyrir hana að halda sig við efnisatriði og tjá sig um þau. Reynt er að þyrla upp sem mestu moldryki og látum og mögulegt er. Sífellt verður ljósara að stjórnarandstaðan ætlaði að nota þetta mál til að vega að stjórnarmeirihlutanum og vinnubrögðum þingræðisins í umræðu um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Pólitískur fóstursonur forseta Íslands, formaður Samfylkingarinnar, var greinilega algjörlega æfur yfir þeim breytingum sem orðið höfðu á málinu er rætt var við hann í fréttum sjónvarps í gærkvöld. Helgast það eflaust af því að hann og flokkur hans vildi slá pólitískar keilur, bæði í umræðu um lögin og þjóðaratkvæðagreiðsluna. Það er greinilegt að hann og flokkur hans ætla að halda áfram að koma fram með sama ótrúverðuga hættinum og eru ennfremur í mikilli fýlu með þessar breytingar. Vissi hann vart í hvorn fótinn skyldi stigið í viðtalinu og var sýnilega mikið niðri fyrir. Það sást svo í dag að formaður vinstri grænna hafði enga stjórn á sér eftir lok þingfundar og gekk bölvandi og ragnandi úr þingsalnum og öskraði að forseta þingsins. Þessi vinnubrögð lýsa öll vanstillingu stjórnarandstöðunnar.
Sumarferð
Á laugardag fóru sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi í árlega sumarferð sína. Að þessu sinni var haldið í Flatey á Skjálfanda. Var komið til Flateyjar seinnipartinn eftir tæplega tveggja tíma siglingu. Þar tóku á móti okkur gestgjafar okkar: Sigríður Ingvarsdóttir fyrrum alþingismaður, systir hennar Jóhanna Ingvarsdóttir og faðir þeirra Ingvar Hólmgeirsson. Foreldrar Siggu bjuggu í Flatey allt þar til eyjan fór í eyði árið 1968 og fara þau oft á sumrin til dvalar á heimili sínu þar, Grund. Fórum við í göngutúr um eyjuna. Í kirkjunni áttum við saman góða stund, þar ávörpuðu Sigga og Ingvar hópinn og fóru yfir sögu eyjunnar. Var sérstaklega áhugavert að heyra Ingvar lýsa byggðinni þar, meðan hún var sem blómlegust í kringum 1940. Eftir göngutúrinn buðu Sigga og ættingjar hennar til grillveislu að Grund, og var glaðasólskin meðan við gæddum okkur á grilluðu lambakjöti með öllu tilheyrandi og drukkum rauðvín með. Eftir gott spjall yfir matnum tókum við lagið saman. Ingvar tók sér nikkuna í hönd og spilaði ásamt Alfreð Almarssyni á gítar fjölda góðra laga og allir tóku undir. Halldór kom í lokin með góða vísu um húsráðendur að Grund, gestrisni þeirra og landslagið sem skartaði sínu fegursta. Það er eiginlega varla hægt að lýsa þeirri upplifun að koma í Flatey, sjálfur hafði ég ekki farið þangað áður en lengi viljað fara, enda kynnt mér flestalla staði á Norðurlandi. Ég vil sérstaklega þakka Siggu og fjölskyldu hennar fyrir einstaklega höfðinglegar móttökur. Þessi dagur verður lengi í minnum hafður. Ég segi nánar frá ferðinni í sunnudagspistli mínum í gær.
Áhugavert á Netinu
Þingvellir á heimsminjaskrá - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Hvar er fjölmiðlafrumvarp stjórnarandstöðunnar? - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Er líf handan 26. greinar stjórnarskrárinnar? - pistill Ragnars Árna Sigurðarsonar
Fjölmiðlalögin afturkölluð og nýtt frumvarp lagt fyrir sumarþing - engin kosning
Hlutur markaðsráðandi fyrirtækja verði 10% í nýju frumvarpi í stað 5% áður
Forseti Íslands ætti að geta skrifað undir ný fjölmiðlalög - Halldór Ásgrímsson
Geir H. Haarde og Steingrímur J. ræða fjölmiðlafrumvarpið og atburði seinustu daga
Stjórnarandstaðan sakar stjórnarflokkana um svik og pretti í umræðu á Alþingi
Læti á þingi er komið er saman til að ræða nýtt fjölmiðlafrumvarp og framgang þess
Kemur ekki til greina að fresta til hausts - Davíð Oddsson forsætisráðherra
John Kerry tilkynnir varaforsetaefni sitt formlega á blaðamannafundi á morgun
Skrifað undir svokallaðan vaxtarsamning fyrir Eyjafjörð, á Akureyri í dag
José Manuel Durão Barroso forsætisráðherra Portúgals, segir af sér embætti
Umdeildur hershöfðingi vann fyrri umferð forsetakosninganna í Indónesíu
Réttarhöldum yfir Milosevic frestað vegna veikinda forsetans fyrrverandi
Klestil forseti Austurríkis, alvarlega veikur - átti að láta af embætti 8. júlí
Umfjöllun um tónleika Metallicu - mikil upplifun en loftleysið nokkuð áberandi
Óskarsverðlaunaleikarinn Sir Sean Connery vinnur að ritun sjálfsævisögu sinnar
Idol-poppstjarnan Fantasia kemst beint á toppinn með smáskífu sinni, I Believe
Grikkir komast á spjöld knattspyrnusögunnar - verða Evrópumeistarar í fótbolta
Allt um EM í knattspyrnu 2004 - einkar glæsilegu knattspyrnumóti lokið í Portúgal
Dagurinn í dag
1080 Ísleifur Gissurarson, fyrsti biskupinn yfir Íslandi, lést - hafði verið biskup í 24 ár
1851 Þjóðfundurinn var settur í Lærða skólanum í Reykjavík - fundurinn stóð í mánuð
1954 BBC býður í fyrsta skipti upp á kvöldfréttatíma í bresku sjónvarpi
1983 George Bush þáverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur í opinbera heimsókn til Íslands. Bush var forseti Bandaríkjanna 1989-1993, elsti sonur hans George, varð forseti árið 2001
1993 Jóhanna Sigurðardóttir segir af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum - varð upphaf að harðvítugum valdaátökum sem enda með klofningi flokksins, árið eftir
Snjallyrði dagsins
Happiness is not achieved by the conscious pursuit of happiness; it is generally the by-product of other activities.
Aldous Huxley (1894-1963)
<< Heim