Heitast í umræðunni
Íslenska þjóðin gengur að kjörborðinu á morgun í forsetakjöri. Er þetta í sjötta skiptið sem forsetakjör fer fram í 60 ára sögu lýðveldisins. Fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi, 17. júní 1944 og var sjálfkjörinn í embætti uns hann lést í janúar 1952. Í fyrsta almenna forsetakjörinu í júní 1952 sigraði Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður, frambjóðanda stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sr. Bjarna Jónsson, naumlega. Í forsetakjöri í júní 1968, sigraði dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, dr. Gunnar Thoroddsen sendiherra og fyrrum ráðherra, með yfirgnæfandi hætti og hlaut hann 2/3 atkvæða í kosningunni. Í forsetakjöri í júní 1980 sigraði Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, þrjá karlmenn, litlu munaði þó á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara, er yfir lauk. Árið 1988 bauð Sigrún Þorsteinsdóttir sig fram gegn Vigdísi. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti hlaut mótframboð. Hlaut Vigdís yfirburðafylgi og rúm 90% atkvæða. Árið 1996 fór forsetakjör fram fimmta sinni og var Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður, kjörinn til forsetasetu og sigraði mótframbjóðendur sína með nokkrum mun. Sá sigur var almennt að mestu eignaður þáverandi eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem varð mjög ástsæl meðal landsmanna. Hún lést úr hvítblæði 12. október 1998.
Í pistli á heimasíðu minni í dag fjalla ég um frambjóðendur til embættisins og tjái mínar skoðanir á þeim og þessari kosningabaráttu almennt, sem hefur verið frekar litlaus og lítt spennandi. Hvað svo sem fólki finnst um forsetaefnin og málefnin sem þeir hafa lagt áherslu á, er eitt mikilvægara en annað, nú þegar forsetakjör fer fram sjötta sinni í sögu lýðveldisins. Það er að mæta á kjörstað og nýta sinn mikilvægasta rétt sem borgari í landinu. Atkvæðisrétturinn er mikilvægasta verkfæri okkar landsmanna til að tjá okkar skoðanir og hafa áhrif á gang mála. Með honum getum við haft áhrif á gang mála, sent ráðamönnum skýr skilaboð og tjáð okkar innri hug til mikilvægra mála. Á morgun er mikilvægt að allir þeir sem eru óánægðir með verk sitjandi forseta og geðþóttaákvörðun hans 2. júní sl. mæti og kjósi annaðhvort annan mótframbjóðanda hans eða skili auðu. Hið síðarnefnda er að mínu mati réttara í stöðunni. Ég persónulega hef tekið þá afstöðu og tjáð hana margoft hér að undanförnu. Ég hvet kjósendur til að skila auðu á morgun og senda forsetanum afdráttarlaus skilaboð með því. En mikilvægast er að allir noti kosningaréttinn á morgun.
Áhugavert á Netinu
Kosningaþættir: Ástþór Magnússon - Baldur Ágústsson - Ólafur Ragnar Grímsson
Góðráð til kjósenda á kjördegi í forsetakosningum - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ýkjur og skammsýni forræðishyggjumanna - pistill Kristins Más og Snorra
Engin stemmning fyrir forsetakosningunum - pistill Jóns G. Haukssonar
Samstaða um Árna Þór sem forseta borgarstjórnar - Alfreð áfram formaður
Umfjöllun Morgunblaðsins um sjávarútvegsráðstefnu SUS á Eskifirði, 20. júní 2004
Veður getur bæði haft allnokkur áhrif á úrslit kosninga eða kosningaþátttöku
Meirihluti landsmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu skv. skoðanakönnun
Monica Lewinsky segir að Bill Clinton fari með ósannindi um ástarsamband þeirra
Baugur Group neitar að birta ársreikninga sína - lögum samkvæmt skal það þó gert
Meðalneysla íslenskrar vísitölufjölskyldu nemur 300.000 krónum á mánuði
Bensíndropinn glæpsamlega dýr á landsbyggðinni - tölur staðfesta það
Straumur ferðamanna að Kárahnjúkum til að fylgjast með framkvæmdum þar
Bush forseti fer til Írlands - mikil öryggisgæsla vegna komu forsetans þangað
Al Gore ræðst að Bush forseta vegna Íraks - Cheney varaforseti reiðist
Fantasia Barrino hefur feril sem stórstjarna eftir sigur í American Idol 2004
Miklar deilur um víkingasverð á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í Reykjavík
Umfangsmeiri Idol - stjörnuleit á Stöð 2 í vetur - meira lagt í keppnina nú en í fyrra
Vandaður vefur um leikstjóraferil og ævi óskarsverðlaunaleikstjórans Woody Allen
Portúgalar slá út Englendinga af EM eftir æsispennandi leik og vítaspyrnukeppni
Allar upplýsingar um EM 2004 - Beckham áfram fyrirliði - Inaki Saez segir af sér
Dagurinn í dag
1244 Flóabardagi, eina sjóorrusta Íslendinga var háð á Húnaflóa. Bardaginn var á milli Sturlunga (undir forystu Þórðar kakala) og Ásbirninga (undir forystu Kolbeins unga).
1809 Danski ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen tók sér völd á Íslandi og lét fangelsa Trampe stiftamtmann og fleiri. Hann lýsti sig verndara landsins og hæstráðanda til sjós og lands. Hann sat á valdastóli í tæpa tvo mánuði. Enskur skipstjóri batt enda á valdaferil hans 22. ágúst
1985 Reynir Pétur Ingvarsson vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lauk styrktargöngu sinni hringinn í kringum landið fyrir Sólheima - gangan var 1.411 km. og tók mánuð
1988 Vigdís Finnbogadóttir endurkjörin forseti Íslands - hún sigraði Sigrúnu Þorsteinsdóttur með yfirburðum í kosningu og hlaut tæplega 93% greiddra atkvæða. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti Íslands fékk mótframboð og varð að heyja kosningabaráttu. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands í júní 1980 og sat í embætti til 1. ágúst 1996
1990 Elísabet II Englandsdrottning og Filippus hertogi, komu í opinbera heimsókn til Íslands
Morgundagurinn
1855 Gufuskip kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti, það var danska gufuskipið Thor, nákvæmlega tveim árum síðar kom fyrsta gufuskipið til Akureyrar, þrímastrað dampskip, H.M.S. Snake
1885 Öxar við ána, ljóð Steingríms Thorsteinssonar við lag Helga Helgasonar, var flutt í fyrsta skipti við upphaf Þingvallafundar - er án vafa eitt fremsta ættjarðarljóð Íslendinga
1963 John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, flytur eftirminnilega ræðu við Berlínarmúrinn og lætur hin fleygu orð, Ich bin ein Berliner, falla. Kennedy forseti, var myrtur síðar sama ár
1990 Popptónlistarmaðurinn Bob Dylan hélt ógleymanlega tónleika í Laugardalshöll
2003 Strom Thurmond fyrrum öldungadeildarþingmaður, deyr, 100 ára að aldri - hann sat í öldungadeild Bandaríkjaþings lengur en nokkur annar þingmaður, í rúma hálfa öld
Snjallyrði dagsins
Nýja umræðuflóran er ótrúlega fjölbreytt og hún þrífst ekki nema vegna þess, að eigendur síðnanna finna, að þær gefa bæði þeim og öðrum nokkuð. Það er mun skemmtilegra að kynna sér það, sem er að gerast og gerjast á blog-síðunum en að fylgjast með nauðhyggjumönnunum neikvæðu og nafnlausu, sem setja mestan svip á málverja og aðra spjallþræði um stjórnmál.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Íslenska þjóðin gengur að kjörborðinu á morgun í forsetakjöri. Er þetta í sjötta skiptið sem forsetakjör fer fram í 60 ára sögu lýðveldisins. Fyrsti forseti Íslands, Sveinn Björnsson, var kjörinn af Alþingi, 17. júní 1944 og var sjálfkjörinn í embætti uns hann lést í janúar 1952. Í fyrsta almenna forsetakjörinu í júní 1952 sigraði Ásgeir Ásgeirsson alþingismaður, frambjóðanda stjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sr. Bjarna Jónsson, naumlega. Í forsetakjöri í júní 1968, sigraði dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, dr. Gunnar Thoroddsen sendiherra og fyrrum ráðherra, með yfirgnæfandi hætti og hlaut hann 2/3 atkvæða í kosningunni. Í forsetakjöri í júní 1980 sigraði Vigdís Finnbogadóttir leikhússtjóri, þrjá karlmenn, litlu munaði þó á henni og Guðlaugi Þorvaldssyni sáttasemjara, er yfir lauk. Árið 1988 bauð Sigrún Þorsteinsdóttir sig fram gegn Vigdísi. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti hlaut mótframboð. Hlaut Vigdís yfirburðafylgi og rúm 90% atkvæða. Árið 1996 fór forsetakjör fram fimmta sinni og var Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður, kjörinn til forsetasetu og sigraði mótframbjóðendur sína með nokkrum mun. Sá sigur var almennt að mestu eignaður þáverandi eiginkonu hans, Guðrúnu Katrínu Þorbergsdóttur, sem varð mjög ástsæl meðal landsmanna. Hún lést úr hvítblæði 12. október 1998.
Í pistli á heimasíðu minni í dag fjalla ég um frambjóðendur til embættisins og tjái mínar skoðanir á þeim og þessari kosningabaráttu almennt, sem hefur verið frekar litlaus og lítt spennandi. Hvað svo sem fólki finnst um forsetaefnin og málefnin sem þeir hafa lagt áherslu á, er eitt mikilvægara en annað, nú þegar forsetakjör fer fram sjötta sinni í sögu lýðveldisins. Það er að mæta á kjörstað og nýta sinn mikilvægasta rétt sem borgari í landinu. Atkvæðisrétturinn er mikilvægasta verkfæri okkar landsmanna til að tjá okkar skoðanir og hafa áhrif á gang mála. Með honum getum við haft áhrif á gang mála, sent ráðamönnum skýr skilaboð og tjáð okkar innri hug til mikilvægra mála. Á morgun er mikilvægt að allir þeir sem eru óánægðir með verk sitjandi forseta og geðþóttaákvörðun hans 2. júní sl. mæti og kjósi annaðhvort annan mótframbjóðanda hans eða skili auðu. Hið síðarnefnda er að mínu mati réttara í stöðunni. Ég persónulega hef tekið þá afstöðu og tjáð hana margoft hér að undanförnu. Ég hvet kjósendur til að skila auðu á morgun og senda forsetanum afdráttarlaus skilaboð með því. En mikilvægast er að allir noti kosningaréttinn á morgun.
Áhugavert á Netinu
Kosningaþættir: Ástþór Magnússon - Baldur Ágústsson - Ólafur Ragnar Grímsson
Góðráð til kjósenda á kjördegi í forsetakosningum - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ýkjur og skammsýni forræðishyggjumanna - pistill Kristins Más og Snorra
Engin stemmning fyrir forsetakosningunum - pistill Jóns G. Haukssonar
Samstaða um Árna Þór sem forseta borgarstjórnar - Alfreð áfram formaður
Umfjöllun Morgunblaðsins um sjávarútvegsráðstefnu SUS á Eskifirði, 20. júní 2004
Veður getur bæði haft allnokkur áhrif á úrslit kosninga eða kosningaþátttöku
Meirihluti landsmanna er andvígur aðild að Evrópusambandinu skv. skoðanakönnun
Monica Lewinsky segir að Bill Clinton fari með ósannindi um ástarsamband þeirra
Baugur Group neitar að birta ársreikninga sína - lögum samkvæmt skal það þó gert
Meðalneysla íslenskrar vísitölufjölskyldu nemur 300.000 krónum á mánuði
Bensíndropinn glæpsamlega dýr á landsbyggðinni - tölur staðfesta það
Straumur ferðamanna að Kárahnjúkum til að fylgjast með framkvæmdum þar
Bush forseti fer til Írlands - mikil öryggisgæsla vegna komu forsetans þangað
Al Gore ræðst að Bush forseta vegna Íraks - Cheney varaforseti reiðist
Fantasia Barrino hefur feril sem stórstjarna eftir sigur í American Idol 2004
Miklar deilur um víkingasverð á hringtorginu við Þjóðminjasafnið í Reykjavík
Umfangsmeiri Idol - stjörnuleit á Stöð 2 í vetur - meira lagt í keppnina nú en í fyrra
Vandaður vefur um leikstjóraferil og ævi óskarsverðlaunaleikstjórans Woody Allen
Portúgalar slá út Englendinga af EM eftir æsispennandi leik og vítaspyrnukeppni
Allar upplýsingar um EM 2004 - Beckham áfram fyrirliði - Inaki Saez segir af sér
Dagurinn í dag
1244 Flóabardagi, eina sjóorrusta Íslendinga var háð á Húnaflóa. Bardaginn var á milli Sturlunga (undir forystu Þórðar kakala) og Ásbirninga (undir forystu Kolbeins unga).
1809 Danski ævintýramaðurinn Jörgen Jörgensen tók sér völd á Íslandi og lét fangelsa Trampe stiftamtmann og fleiri. Hann lýsti sig verndara landsins og hæstráðanda til sjós og lands. Hann sat á valdastóli í tæpa tvo mánuði. Enskur skipstjóri batt enda á valdaferil hans 22. ágúst
1985 Reynir Pétur Ingvarsson vistmaður á Sólheimum í Grímsnesi, lauk styrktargöngu sinni hringinn í kringum landið fyrir Sólheima - gangan var 1.411 km. og tók mánuð
1988 Vigdís Finnbogadóttir endurkjörin forseti Íslands - hún sigraði Sigrúnu Þorsteinsdóttur með yfirburðum í kosningu og hlaut tæplega 93% greiddra atkvæða. Var það í fyrsta skipti sem sitjandi forseti Íslands fékk mótframboð og varð að heyja kosningabaráttu. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti Íslands í júní 1980 og sat í embætti til 1. ágúst 1996
1990 Elísabet II Englandsdrottning og Filippus hertogi, komu í opinbera heimsókn til Íslands
Morgundagurinn
1855 Gufuskip kom til Reykjavíkur í fyrsta skipti, það var danska gufuskipið Thor, nákvæmlega tveim árum síðar kom fyrsta gufuskipið til Akureyrar, þrímastrað dampskip, H.M.S. Snake
1885 Öxar við ána, ljóð Steingríms Thorsteinssonar við lag Helga Helgasonar, var flutt í fyrsta skipti við upphaf Þingvallafundar - er án vafa eitt fremsta ættjarðarljóð Íslendinga
1963 John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna, flytur eftirminnilega ræðu við Berlínarmúrinn og lætur hin fleygu orð, Ich bin ein Berliner, falla. Kennedy forseti, var myrtur síðar sama ár
1990 Popptónlistarmaðurinn Bob Dylan hélt ógleymanlega tónleika í Laugardalshöll
2003 Strom Thurmond fyrrum öldungadeildarþingmaður, deyr, 100 ára að aldri - hann sat í öldungadeild Bandaríkjaþings lengur en nokkur annar þingmaður, í rúma hálfa öld
Snjallyrði dagsins
Nýja umræðuflóran er ótrúlega fjölbreytt og hún þrífst ekki nema vegna þess, að eigendur síðnanna finna, að þær gefa bæði þeim og öðrum nokkuð. Það er mun skemmtilegra að kynna sér það, sem er að gerast og gerjast á blog-síðunum en að fylgjast með nauðhyggjumönnunum neikvæðu og nafnlausu, sem setja mestan svip á málverja og aðra spjallþræði um stjórnmál.
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
<< Heim