Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

02 júlí 2004

StjórnarráðiðHeitast í umræðunni
Í dag er mánuður liðinn frá því að Ólafur Ragnar Grímsson synjaði fjölmiðlalögunum, fyrstur forseta sem hafnaði lögum frá þinginu um samþykki sitt. Hefur þessi sögulegi atburður leitt af sér röð pólitískra atvika og sviptinga í þjóðfélaginu og náði sú atburðarás hámarki um seinustu helgi er rúmur fimmtungur kjósenda skilaði auðu í forsetakosningunum og 40% kjósenda sátu heima. Alþingi kemur saman á mánudag til að setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslur, hefur slíkt ekki verið gert í 60 ár þó fram komi í stjórnarskrá að forseti hafi synjunarrétt á lögum frá þinginu. Er stórundarlegt að ekkert hafi verið gert í þessum málum í allan þennan tíma. Helgast það eflaust að mestu af því að enginn átti von á að þessu valdi yrði beitt eða forseti gengi gegn þinginu. Hefur þetta leitt til breytinga á stöðu forsetaembættisins og kreppu á vettvangi stjórnmálanna. Engin samstaða virðist vera milli flokkanna um reglur og skilyrði sem setja eigi samhliða þessu og meira að segja deilt um hvort setja eigi almennar reglur eða hvort lögin eigi einungis að gilda um þessa einu kosningu. Virðast vera átök innan ríkisstjórnarinnar um þetta mál og deilt um hvaða skilyrði eigi að setja, bendir þó flest til þess að samstaða náist um lagafrumvarp um helgina, fyrir þingfundinn. Fjarvera leiðtoga stjórnarflokkanna hefur leitt til þess að vinnan við lagasmíðina fór seint af stað. Mitt mat á þessu hefur legið fyrir, ég tel að setja verði mörk og lögin eigi að vera almenns eðlis um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það gengur engan veginn að setja aðeins reglur um þessa einu kosningu, líta þarf á málið í heild.

EM 2004Óhætt er að fullyrða að mikið af óvæntum úrslitum hafi verið á Evrópumeistaramótinu í fótbolta. Þau lið sem helst voru talin sigurstrangleg eru dottin út og mikil uppstokkun framundan á þeim flestum, samhliða þjálfaraskiptum en margir þjálfarar eru á útleið eftir mótið. Nægir þar að nefna Rudi Völler, Iñaki Sáez og Giovanni Trapattoni. Grikkir hafa komið öllum á óvart og slegið út Tékka og Frakka. Leikur gærkvöldsins þar sem Tékkar urðu að lúta í gras eftir silfurmark Grikkjanna markaði þáttaskil í sögu mótsins. Úrslitaleikurinn, verður endurtekning á upphafsleik mótsins, þar sem Grikkir mættu Portúgölum. Þar unnu Grikkir óvæntan sigur, þann fyrsta á mótinu og langt í frá þann seinasta. Mikil þáttaskil verða í sögu fótboltans ef Grikkir vinna mótið, en Portúgalar hljóta fyrirfram að teljast sterkari aðilinn sögunnar vegna. En það er eins og sannast hefur á mótinu, óhætt að hætta að horfa í sögubækurnar, enda öll söguviðmið í úrslitunum fallin um sjálf sig. Vonandi verður úrslitaleikurinn spennandi, þó svo að ég og fleiri sjáum mjög eftir uppáhaldsliðunum okkar og vonum að þau komi sterkari til leiks á heimsmeistaramótinu eftir tvö ár.

Marlon BrandoMarlon Brando látinn
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando lést í gær, áttræður að aldri. Hann átti að baki einn litríkasta leikferil kvikmyndasögunnar og var ímynd töffarans í kvikmyndum um miðja 20. öldina, goðsögn í lifanda lífi, ein af skærustu stjörnum Hollywood á gullaldarárunum. Brando fæddist í Nebraska, 3. apríl 1924, og kom frá vandræðaheimili, móðir hans var drykkfelld, en faðir hans kvensamur úr hófi fram. Brando var rekinn úr nokkrum skólum, þ.á.m. herskóla, áður en hann hélt til New York, til að leggja stund á leiklistarnám. Hann sló í gegn á leiksviði 1947, 23 ára, í hlutverki Stanley Kowalski í Sporvagninum Girnd eftir Tennessee Williams. Hann hlaut heimsfrægð fyrir leik sinn í kvikmyndaútgáfu Elia Kazan af A Streetcar Named Desire árið 1951. Í kjölfarið fylgdu stórmyndir á borð við Viva Zapata! og The Wild One. Brando hlaut óskarinn fyrir stórleik sinn í hlutverki Terry Malloy í On the Waterfront árið 1955. Meðal helstu mynda hans að auki eru Guys and Dolls, Sayonara, Mutiny on the Bounty, Bedtime Story og The Chase. Hann hlaut óskarsverðlaunin árið 1972 fyrir magnþrunginn leik á ættarhöfðingjanum Vito Corleone í The Godfather. Í stað þess að mæta á óskarshátíðina, og taka við verðlaununum, sendi hann stúlku í indíánabúningi, sem afþakkaði verðlaunin fyrir hönd Brandos, og húðskammaði forystusveit Hollywood fyrir að rægja bandaríska indíána í kvikmyndum sínum. Hann fékk metupphæð fyrir að leika vitfirrtan hershöfðingja í blálok Apocalypse Now árið 1979. Meðal annarra mynda hans hin seinni ár voru Superman, A Dry White Season og Don Juan De Marco. Seinasta kvikmyndahlutverk hans var í The Score árið 2001. Sama ár varð Brando annar í kosningu um eftirminnilegustu leikara 20. aldarinnar. Nú, þegar tjaldið fellur klappa allir áhorfendur. Snillingur hefur kvatt leiksviðið hinsta sinni.

Áhugavert á Netinu
Óskarsverðlaunaleikarinn Marlon Brando, látinn í Los Angeles, áttræður að aldri
Litríkum kvikmynda- og æviferli leikarans Marlon Brando lýst í nokkrum myndum
Kvikmyndastjörnur minnast Marlon Brando við fráfall hans - viðbrögð almennings
Stjórnarflokkarnir hafa ekki enn náð samkomulagi um þjóðaratkvæðagreiðsluna
Magur Saddam Hussein kemur fyrir dómara og segist enn vera forseti Íraks
Líkamstjáning Saddams Husseins í réttarsal vakti mikla athygli fréttamanna
Saddam Hussein neitar að virða lögsögu dómstólsins sem mun rétta yfir honum
Mikið rætt um framkomu Saddams í réttarsal - orðaskipti í réttarsalnum
Þingfundur verður á mánudag - ekki bein útsending frá þingi vegna viðgerða á húsinu
George W. Bush forseti, heldur upp á 40 ára afmæli réttindalöggjafarinnar
40 ára afmæli réttindalöggjafar Lyndons B. Johnson fagnað í Hvíta húsinu
Geimfarið Cassini nær loks að komast um sporbaug til Satúrnus eftir 7 ár
Gert klárt fyrir Metallicu - rokkgoðin í hljómsveitinni halda bráðlega tónleika hér
50 ára afmæli rokksins - hálf öld liðin frá útgáfu fyrsta rokklags Elvis Presley
Rúmlega 2/3 landsmanna horfa á boltann á Evrópumeistaramótinu í fótbolta
Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra vígir nýjan innritunarsal í Leifsstöð í Keflavík
Marlon Brando látinn - umfjöllun um leikferil og ævi hans - Marlon Brando minnst
Verk miðaldra tónlistarmanna virðast seljast best á afþreyingarvefnum tónlist.is
Grikkir vinna mjög óvæntan sigur á Tékkum í framlengingu á EM - komast í úrslit
Allt um EM í fótbolta 2004 - vangaveltur um úrslitaleikinn á EM á sunnudaginn

Dagurinn í dag
1874 Þjóðhátíð haldin í Eyjafirði til að minnast þúsund ára afmælis Íslandsbyggðar
1907 Tveir þýskir menn drukkna á Öskjuvatni - enn í dag er málið hin mesta ráðgáta
1961 Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sviptir sig lífi í Idaho, hann var 61 árs að aldri
1964 Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna, undirritar réttindalöggjöfina
1997 Óskarsverðlaunaleikarinn James Stewart deyr í Los Angeles, 89 ára að aldri

Morgundagurinn
1921 Hin íslenska fálkaorða var stofnuð - veitt af forseta Íslands frá árinu 1944
1928 Farið í fyrsta skipti á bíl yfir Öxnadalsheiðina, þá tók ferðin frá Akureyri til Blönduóss rúma 15 tíma. Öllu greiðlegra er nú að aka leiðina, eða 2 tíma og vegurinn er mun skárri
1971 Jim Morrison aðalsöngvari Doors, deyr úr hjartabilun í París, 27 ára að aldri
1986 Sjálfvirkt farsímakerfi Landssímans formlega tekið í notkun - mikil þáttaskil
1987 Fjöldamorðinginn Klaus Barbie dæmdur í lífstíðarfangelsi - hann lést árið 1991

Snjallyrði dagsins
We should be taught not to wait for inspiration to start a thing. Action always generates inspiration. Inspiration seldom generates action.
Frank Tibolt