Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

09 júlí 2004

AlþingiHeitast í umræðunni
Alltaf verður merkilegra að fylgjast með stjórnarandstöðunni. Eins og flestum ætti að vera kunnugt snerist kjarninn í gagnrýni hennar og fleiri aðila á stjórnarflokkana í vor um þá málsmeðferð sem viðhöfð var vegna fjölmiðlamálsins. Meðal röksemda þeirra var t.d. að umsagnarfrestur hefði ekki verið nægilegur. Í meðförum allsherjarnefndar nú kemur á óvart að stjórnarandstaðan leggur mikla áherslu á hraða málsmeðferð og að sem flestir sérfræðingar fái að koma fyrir nefndina til að segja álit sitt á því hvort framlagning frumvarps ríkisstjórnarinnar væri í samræmi við ákvæði stjórnarskrár. Á þá tillögu stjórnarandstöðunnar var fallist. Athyglisvert er hinsvegar að stjórnarandstaðan leggi til stuttan umsagnarfrest, fram á mánudag eða þriðjudag. Fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni lögðu til lengri frest, en það studdi stjórnarandstaðan ekki. Nefndur var t.d. vikufrestur, það fannst stjórnarandstöðunni of langur tími. Í ljósi umræðunnar nú getur stjórnarandstaðan því ekki haldið því fram að stjórnarflokkarnir vilji keyra málið áfram með miklum hraða. Stjórnarandstaðan er reyndar á flótta að mörgu leyti, hún fæst enn engan veginn til að ræða efnisatriði málsins. Þeir eru í vondri stöðu hvað það varðar, enda hafa bæði formenn vinstri grænna og frjálslyndra lýst sig samþykka efnisatriðum þess í fyrri umræðum á þingi. Þeir vilja nú bara ræða um þjóðaratkvæðagreiðsluna. Óhætt er að segja að þessir forystumenn stjórnarandstöðu séu komnir á hálan ís.

Sólarlag við Kaldbak í EyjafirðiÞað er heitt víðar en í pólitíkinni hér heima þessa dagana. Hitabylgja er að ganga yfir hér á Norðurlandi og allir gleðjast. Veðrið er eiginlega of gott þessa dagana til að vera að pæla mikið í stjórnmálum. Ég fór í gærkvöldi til Dalvíkur og hitti þar góðan hóp fólks á kaffihúsinu Sogni, þar var setið úti og fengið sér veitingar, ennfremur horft út fjörðinn á kvöldsólina, það er eiginlega varla hægt að lýsa svo fagurri sjón með orðum. Bendi hér á þessa fallegu mynd sem er mjög lík þessari sjón, en hún var tekin við sumarsólstöður í Eyjafirði að kvöldi 21. júní í fögru veðri. Í dag fékk ég gesti í heimsókn, ætlunin er að fara á morgun til Mývatns og sýna þeim fegurð þess glæsilega staðar, ennfremur verður haldið austur að Ásbyrgi og fleirum fallegum stöðum. Ég hef lofað þessum góða hópi fólks að helstu umræðuefnin: t.d. fjölmiðlafrumvarp, ríkisstjórn og pólitík, verði tekið af dagskrá og þess í stað talað um önnur málefni. Enda veðrið of gott til að pæla í svona hlutum eiginlega, en ég get þó lofað gestum vefsins að sunnudagspistill birtist á sunnudag venju samkvæmt, þrátt fyrir sumar og sól.

Áhugavert á Netinu
Ekki allt sem sýnist með þjóðarmótmæli - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Neitunarvald og vantraust á forsetann - pistill Benedikts Jóhannessonar
Frelsi til að fá að vera einsog maður vill vera - viðtal við Illuga Gunnarsson
Tveir lagaprófessorar ósammála um fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar
Hitabylgja á Norðurlandi í dag - hitastig fór vel yfir 20°C í dag á Akureyri
John Kerry of upptekinn við að skemmta sér til að finna tíma fyrir verkin
Eru Kerry-Edwards draumateymi? - John Edwards lítt vinsæll heima fyrir
Kerry neitar að afhenda upptöku af skemmtun þar sem ráðist var að Bush
Kosningateymi Bush forseta vill fá upptöku af skemmtikvöldi John Kerrys
Tom Daschle neitar fréttum þess efnis að hann hafi faðmað Michael Moore
Mikill gleðidagur í Fjarðabyggð í gær - umfjöllun um fyrstu skóflustunguna
Stjórnarandstaðan forðast efnislega umræðu - nóg af hlátrasköllum í staðinn
Reynt að hræða enska kjósendur frá því að hafna fyrirhugaðri stjórnarskrá ESB
Dagsetning ákveðin á forsetakosningar í Afganistan - verða haldnar 9. október
Ariel Sharon missir þingmeirihlutann - þarf að leita samstarfs við fleiri flokka
100 ára gömlum manni forðað frá fangelsisvist - hann myrti eiginkonu sína
Danska konungsfjölskyldan gefur listasafninu málverk eftir Jón Stefánsson
Jennifer Lopez kann ekki að leika, skv. fréttum - engin stórtíðindi þar á ferð
Porsche sem Ástþór Magnússon auglýsti sem tombóluvinning er ekki til
Grafarþögn í 11. sæti á bókalista í Svíþjóð - skyldulesning fyrir spennufíkla

Dagurinn í dag
1850 Zachary Taylor 12. forseti Bandaríkjanna, deyr - við embætti tók Millard Fillmore
1982 Óboðinn gestur, Michael Fagan, kemst inn í svefnherbergi drottningar. Henni tókst að gera viðvart um óboðna gestinn, atvikið leiddi til uppstokkunar á öryggisreglum í höllinni
1992 Bill Clinton ríkisstjóri í Arkansas og forsetaframbjóðandi demókrata, tilkynnir að Al Gore öldungadeildarþingmaður, verði varaforsetaefni hans. Saman mynduðu þeir sterkt framboðsteymi og unnu kosningarnar, samstarf þeirra þó brokkgengt væri entist í átta ár
1994 Síldarminjasafnið opnað á Siglufirði - minningarsafn um gullna tíma þar
2002 Óskarsverðlaunaleikarinn Rod Steiger deyr í Los Angeles, 77 ára að aldri

Morgundagurinn
1970 Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, eiginkona hans Sigríður Björnsdóttir og dóttursonur Benedikt Vilmundarson, fórust í eldsvoða á Þingvöllum. Bjarni fæddist 30. apríl 1908, á löngum stjórnmálaferli sínum var hann borgarstjóri í Reykjavík, utanríkisráðherra, dómsmálaráðherra, menntamálaráðherra, heilbrigðisráðherra, iðnaðarráðherra og loks forsætisráðherra. Hann var formaður Sjálfstæðisflokksins í 9 ár
1970 Ríkisstjórn Jóhanns Hafstein tók við völdum við andlát Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra - stjórnin sat í rúmt ár, til valdatöku vinstristjórnarinnar, 14. júlí 1971
1980 Viðskipti með kort frá Eurocard hófust á Íslandi - fyrstu Visa kortin komu árið eftir
1985 Rainbow Warrior, skip Greenpeace, sprengt upp í Auckland-höfn í Nýja Sjálandi
2004 Thomas Klestil fyrrv. forseti Austurríkis, jarðsunginn í Vín - var forseti 1992-2004

Snjallyrði dagsins
I don't know the key to success, but the key to failure is trying to please everybody.
Bill Cosby