Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

23 ágúst 2004

Guðni ÁgústssonHeitast í umræðunni
Ólgan og óeiningin innan Framsóknarflokksins vegna þeirrar ákvörðunar þingflokksins að Siv Friðleifsdóttir missi ráðherrastól sinn við hrókeringarnar í september, fer stigvaxandi og virðist vera almenn meðal grasrótarinnar í flokknum, hjá kvennaarminum, ungliðahreyfingunni og í stærsta kjördæminu. Sú óánægja nær líka inn í forystu flokksins. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði í viðtali í dag að þessi ákvörðun hefði valdið mikilli ólgu hjá undirstöðum flokksins og væri ekki sú sem hann persónulega hefði tekið í stöðunni. Það væru mistök að láta Siv víkja við þessar aðstæður. Guðni segir hin hörðu viðbrögð við það að Siv missi ráðherrastólinn hafi ekki komið á óvart vegna jafnréttisáætlunar flokksins. Eins og fram hefur komið bendir flest til þess að þessi ákvörðun eigi rætur að rekja til valdabaráttu innan flokksins, ráðuneyti Sivjar hafi verið samið burt til að koma henni burt til að efla framavonir Árna Magnússonar. Staða Guðna innan flokksins hefur veikst verulega eftir seinustu kosningar, eftir að formaðurinn náði að semja um forsæti í ríkisstjórn og þrátt fyrir vinsældir meðal almennra flokksmanna og landsmanna skv. skoðanakönnunum hefur Guðni veikst í forystuheildinni. Orðrómur er nú kominn upp, þess efnis að Árni stefni fljótlega á varaformannsstól Guðna og leiðtogasæti hans í Suðurkjördæmi og Guðni hætti í stjórnmálum. Í viðtölum í dag hefur Guðni vísað á bug að hann sé á útleið fyrir Árna og efast um að hann vilji leggja í "heilagt stríð við sig" eins og hann orðaði það. Það er greinilegt valdatafl innan flokksins og spurning hvort að ákvörðun um ráðherrakapal flokksins sé aðeins fyrsti anginn af því máli á næstunni.

StjórnarráðiðÁ fundi ríkisstjórnarinnar í dag var rætt um útlínur fjárlagafrumvarps ríkisstjórnarinnar sem lagt verður fyrir Alþingi 1. október nk. Síðdegis í dag hittust svo þingflokkar stjórnarflokkanna og ræddu undirbúning frumvarpsins og helstu tillögur sem gert er ráð fyrir í því. Samkvæmt heimildum sem fram komu í fréttatímum síðdegis í dag er ekki gert ráð fyrir í frumvarpinu að skattar verði lækkaðir strax við valdatöku nýrrar ríkisstjórnar stjórnarflokkanna og því enn frestað því að efna skattalækkunarloforð beggja stjórnarflokka frá alþingiskosningunum í fyrra. Það er kunnara en frá þurfi að segja að Framsóknarflokkurinn barðist gegn því af krafti að kosningaloforð stjórnarflokkanna í skattamálum væru efnd strax í maí. Samþykkt var í stjórnarsáttmálanum í maí 2003 að stefna að því að efna þau loforð, í kjölfar kjarasamninga. Þar kemur fram að lækka eigi tekjuskattsprósentuna á einstaklinga um allt að 4%, eignarskattur skuli felldur niður, erfðafjárskattur samræmdur og lækkaður og virðisaukaskattkerfið tekið til endurskoðunar. Lítill vafi leikur á að forysta Framsóknarflokksins dró lappirnar í málinu í því skyni að taka heiðurinn af málinu sjálf og eigna sér málið í reynd eftir forsætisráðherraskipti í september. Stefnir nú eins og fyrr segir allt til þess að tefja eigi málið enn lengur en lofað var í vor. Þau vinnubrögð eru ekki ásættanleg og verður að mínu mati ekki við þau unað, allavega að hálfu okkar í ungliðahreyfingu Sjálfstæðisflokksins. Ólíklegt er að samstarf flokkanna verði jafn traust framvegis og verið hefur ef framhald verður á svona vinnubrögðum af hálfu framsóknarmanna.

Stefán Einar hættir að blogga
Félagi minn og nafni, Stefán Einar Stefánsson, hefur seinustu tvö ár haldið úti einkar skemmtilegri og góðri bloggsíðu, þar sem hann hefur óhikað tjáð skoðanir sínar á mönnum og málefnum. Í seinustu viku tók hann þá ákvörðun að hætta þessum netskrifum og snúa sér að öðru. Er það mín skoðun og eflaust flestra þeirra sem litu þangað reglulega, að mikil eftirsjá sé af vefnum og þessum skrifum Stefáns Einars. Ávallt var gaman að líta á skrif hans og beinskeyttan stíl og tjáningu. Vefsins verður sárt saknað. Ég sendi nafna mínum góða kveðju og vona að hann hefji netskrif að nýju fljótlega. Það er alltaf þörf á kraftmiklum hægripennum á netinu.

Áhugavert á Netinu
Ævintýraleg vitleysa með Orkuveituna - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Það að hafa skilning á mikilvægi íþrótta - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Aukið jafnrétti á vinnustöðum? - pistill Guðrúnar Ingu Ingólfsdóttur
Guðni Ágústsson vildi ekki að Siv Friðleifsdóttir missti ráðherrastólinn
Orkuveita Reykjavíkur losar sig við Línu.net - þó fyrr hefði verið!
Ráðherraval Framsóknar áratugaskref til fortíðar - framsóknarkonur
Konur í Framsóknarflokknum munu grípa til sinna aðgerða í vikunni
Guðni Ágústsson segir útilokað annað en að Siv verði aftur ráðherra
Listaverkinu Ópið stolið í Osló - norska galleríið ver vinnubrögð sín
Bush forseti fordæmir auglýsingar þar sem ráðist er að herferli Kerrys
Bob Dole gagnrýnir harðlega John Kerry og vill að hann birti herskjöl sín
Viðræður um sameiningu Tækniháskólans og Háskólans í Reykjavík
McGreevey ver ákvörðun sína um að vera ríkisstjóri fram í nóvembermánuð
Viðgerðum á Valhöll lýkur brátt - réttur litur að færast að nýju á húsið
Aldrei hafa fleiri verið samankomnir á menningarnótt í Reykjavíkurborg
Leonid Stadnyk er hæsti maður veraldar - er 2 metrar og 53 cm á hæð
Védís Hervör Árnadóttir sigraði í Ljósalagskeppninni í Reykjanesbæ
Ný mynd, sem á að vera forveri hinnar frægu Exorcist sögu, slær í gegn

Dagurinn í dag
1954 Steinkista Páls biskups Jónssonar, sem lést árið 1211, fannst við uppgröft í Skálholti
1967 Íslendingar töpuðu fyrir Dönum í landsleik í fótbolta í Kaupmannahöfn, úrslit voru 14:2
1990 Saddam Hussein birtist í íröksku sjónvarpi með gíslum - fordæmt um allan heim
1990 Tilkynnt um sameiningu V-Þýskalands og A-Þýskalands - tekur gildi 3. október 1990
2000 Airbus A320 flugvél frá Gulf Air Airbus ferst við Bahrain í Persaflóa - 143 láta lífið í slysinu

Snjallyrði dagsins
There are those who look at things the way they are, and ask why... I dream of things that never were, and ask why not?
Robert F. Kennedy öldungadeildarþingmaður (1925-1968)