Heitast í umræðunni
Samkomulag hefur náðst milli forystu forsetaframboða George W. Bush og John Kerry, um fyrirkomulag kappræðna milli frambjóðendanna, eftir margra mánaða samningaviðræður. Mun verða um að ræða þrjár kappræður líkt og árið 2000 þegar Bush mætti Al Gore. Fyrstu kappræðurnar verða eftir 10 daga, þann 30. september í Háskólanum í Coral Gables í Miami, Flórída. Þær næstu verða í Washington háskólanum í St. Louis þann 8. október og í háskólanum í Tempe í Arizona, 13. október. Varaforsetaefnin Dick Cheney og John Edwards munu eigast við í einni kappræðu, í Case Western háskólanum í Cleveland, 5. október nk. Tók langan tíma að ræða fyrirkomulag kappræðnanna og hefur aldrei legið fyrir svo seint hvernig þær muni fara fram. Nú þegar 43 dagar eru til kosninganna, ganga skotin á milli frambjóðendanna og í dag réðist Kerry að Bush vegna Íraksmálsins. Kallaði hann innrásina söguleg mistök og sagði hana útúrsnúning í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bush svaraði á móti með að Kerry hefði engar nýjar hugmyndir um hvernig vinna mætti stríðið í Írak. Hann sakaði keppinaut sinn um að velja fremur að standa með Saddam Hussein en lýðræði þar. Í dag viðurkenndi svo CBS að hún gæti ekki ábyrgst að minnisblöðin sem áttu að sýna fram á óhlýðni forsetans í þjóðvarðliði Texas á áttunda áratugnum væru ófölsuð. Yfirlýsing stöðvarinnar er reiðarslag fyrir aðalþul stöðvarinnar og fréttastjórnanda, Dan Rather, sem hafði sagst geta staðið við frétt sína, en bað forsetann í dag afsökunar fyrir fréttina. Hvíta húsið brást við með því að alvarlegum spurningum um minnisblöðin væri ósvarað og kafa þyrfti til botns í því hvaðan þessi fölsuðu gögn hefðu komið. Gaf blaðafulltrúi Hvíta hússins í skyn í fyrirspurnartíma fréttamanna í dag að þau mætti rekja til demókrata, slóðin væri augljós í þá átt. Harkan í slagnum heldur því greinilega áfram af fullum krafti, og eykst stöðugt. Slagurinn verður sífellt beittari og óvægnari.
Verkfall grunnskólakennara hófst á miðnætti, eftir að slitnaði formlega uppúr viðræðum kennara og sveitarfélaga. Er ástand viðræðnanna með þeim hætti að ekki þótti tilefni til frekari viðræðna og er næst stefnt að samningafundi á fimmtudag, sem er til marks um hversu mikið er á milli samninganefndanna, hvað varðar kaup og kjör kennaranna. Má segja að himinn og haf sé á milli. Svo rúmt er bilið að samninganefndirnar eru ekki sammála um hvað tilboð kennaranna sem lagt var fram í gær hefði kostað sveitarfélögin. Er þetta fyrsta stóra verkfallið sem skellur á í grunnskólunum frá 1995, en þá var verkfall í tæpar sex vikur í grunn- og framhaldsskólum, en samið var 1997 eftir tæplega sólarhringsverkfall. Samið var árið 2001 án þess til að verkfalls kæmi. Eins og ég sagði á föstudag er óbilgirni og yfirgangur kennara með hreinum ólíkindum. Fram hefur komið að kennarar telji leikjanámskeið fyrirtækja fyrir börn starfsmanna verkfallsbrot. Harkan í þessu verkfalli er mikil og á ekki eftir að minnka verði ekki samið bráðlega. Fyrir liggur að ekki er svigrúm hjá sveitarfélögunum til að mæta ítrustu kröfum kennara, og því spurning hvað tekur við. Á meðan sitja krakkarnir heima og eru enn einu sinni í gíslingu kennara sem beita börnunum óspart fyrir sig sem vopni, enn einu sinni. Er ekki sérlega skemmtilegt að fylgjast með þessu gerast, nú enn eina ferðina. Það er skylda fólks að semja og vonandi gerist það sem fyrst, áður en menntun grunnskólabarna er stefnt verulega í hættu.
Ástþór tekur til sinna ráða - nettur húmor þarna á ferðinni
Emmy-verðlaunin 2004
Emmy sjónvarpsverðlaunin voru afhend í Los Angeles í nótt. Með þeim er verðlaunað helsta sjónvarpsefni í Bandaríkjunum sl. ár. Sjónvarpsþættirnir um Soprano fjölskylduna hlutu nú loks verðlaunin sem besta dramaþáttaröðin. Er þetta í fyrsta skipti sem þættirnir hljóta verðlaunin, en þeir höfðu verið tilnefndir fjórum sinnum áður en aldrei hlotið hið eftirsótta hnoss. Lengi vel þótti það skaða möguleika þáttanna að vera sýndir á kapalstöð, en þáttur sem eingöngu er sýndur þar hafði aldrei fyrr hlotið verðlaunin. En nú var loks komið að sigurstund Sopranos. Þættirnir Angels in America, sem sama kapalstöð, HBO, framleiðir og sýnir, hlaut 11 verðlaun, sem er nýtt met í langri sögu verðlaunanna. Þátturinn er byggður á verðlaunaleikriti Tony Kushner um alnæmisfaraldurinn á níunda áratugnum. Fékk þátturinn sjö verðlaun í gærkvöldi, en hafði áður hlotið fern fyrir tæknivinnu. Eldra met í fjölda verðlauna áttu þættirnir Roots, sem vann 9 verðlaun árið 1977. Al Pacino, Meryl Streep, Mary-Louise Parker og Jeffrey Wright fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í Englunum, Kushner vann fyrir besta handritið og Mike Nichols var verðlaunaður fyrir leikstjórn. Michael Imperioli og Drea de Matteo fengu verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverkum í dramaþáttum fyrir leik sinn í Sopranos. Allison Janney hlaut í fjórða skiptið verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki í dramaþáttaröðinni The West Wing og James Spader fyrir karlhlutverk í dramaþáttaröðinni The Practice. Besta gamanþáttaröðin var valin Arrested Development. Kelsey Grammer var valinn í fjórða sinnið sem besti karlleikari fyrir leik sinn í Frasier og Sarah Jessica Parker var valin besta gamanleikkonan fyrir Sex and the City. Fyrir besta gamanleik í aukahlutverki fengu verðlaunin þau David Hyde Pierce fyrir Frasier, og Cynthia Nixon fyrir Sex and City. Báðir þættir luku göngu sinni á árinu. The Amazing Race var svo valinn besti raunveruleikasjónvarpsþátturinn, annað árið í röð. Talandi um Sopranos, í kvöld byrjar ný sería af þáttunum í sjónvarpinu. Mikið verður nú indælt að fá þættina aftur. Skotheldir þættir!
Dagurinn í dag
1519 Landkönnuðurinn Ferdinand Magellan leggur af stað í langa sjóferð sína um heiminn
1900 Ofsaveður gekk yfir landið - meira en 30 manns fórust í veðrinu, þar af drukknuðu 18 manns á Arnarfirði. Kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal fuku af grunnum sínum og brotnuðu í spón
1946 Fyrsta kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin - kvikmyndahátíðir eru haldnar þar á hverju ári
1979 Flóttamenn frá Víetnam, alls 34, komu til landsins - stærsti hópur útlendinga sem hingað kom
1995 Ný brú, yfir Jökulsá á Dal, var formlega tekin í notkun. Hún er 125 metra löng og 40 metra há
Snjallyrði dagsins
Stjórnmálin eru enginn hægindastóll.
Lárus Jónsson fyrrum alþingismaður og bankastjóri (í viðtali við MBL - 19. september 2004)
Samkomulag hefur náðst milli forystu forsetaframboða George W. Bush og John Kerry, um fyrirkomulag kappræðna milli frambjóðendanna, eftir margra mánaða samningaviðræður. Mun verða um að ræða þrjár kappræður líkt og árið 2000 þegar Bush mætti Al Gore. Fyrstu kappræðurnar verða eftir 10 daga, þann 30. september í Háskólanum í Coral Gables í Miami, Flórída. Þær næstu verða í Washington háskólanum í St. Louis þann 8. október og í háskólanum í Tempe í Arizona, 13. október. Varaforsetaefnin Dick Cheney og John Edwards munu eigast við í einni kappræðu, í Case Western háskólanum í Cleveland, 5. október nk. Tók langan tíma að ræða fyrirkomulag kappræðnanna og hefur aldrei legið fyrir svo seint hvernig þær muni fara fram. Nú þegar 43 dagar eru til kosninganna, ganga skotin á milli frambjóðendanna og í dag réðist Kerry að Bush vegna Íraksmálsins. Kallaði hann innrásina söguleg mistök og sagði hana útúrsnúning í stríðinu gegn hryðjuverkum. Bush svaraði á móti með að Kerry hefði engar nýjar hugmyndir um hvernig vinna mætti stríðið í Írak. Hann sakaði keppinaut sinn um að velja fremur að standa með Saddam Hussein en lýðræði þar. Í dag viðurkenndi svo CBS að hún gæti ekki ábyrgst að minnisblöðin sem áttu að sýna fram á óhlýðni forsetans í þjóðvarðliði Texas á áttunda áratugnum væru ófölsuð. Yfirlýsing stöðvarinnar er reiðarslag fyrir aðalþul stöðvarinnar og fréttastjórnanda, Dan Rather, sem hafði sagst geta staðið við frétt sína, en bað forsetann í dag afsökunar fyrir fréttina. Hvíta húsið brást við með því að alvarlegum spurningum um minnisblöðin væri ósvarað og kafa þyrfti til botns í því hvaðan þessi fölsuðu gögn hefðu komið. Gaf blaðafulltrúi Hvíta hússins í skyn í fyrirspurnartíma fréttamanna í dag að þau mætti rekja til demókrata, slóðin væri augljós í þá átt. Harkan í slagnum heldur því greinilega áfram af fullum krafti, og eykst stöðugt. Slagurinn verður sífellt beittari og óvægnari.
Verkfall grunnskólakennara hófst á miðnætti, eftir að slitnaði formlega uppúr viðræðum kennara og sveitarfélaga. Er ástand viðræðnanna með þeim hætti að ekki þótti tilefni til frekari viðræðna og er næst stefnt að samningafundi á fimmtudag, sem er til marks um hversu mikið er á milli samninganefndanna, hvað varðar kaup og kjör kennaranna. Má segja að himinn og haf sé á milli. Svo rúmt er bilið að samninganefndirnar eru ekki sammála um hvað tilboð kennaranna sem lagt var fram í gær hefði kostað sveitarfélögin. Er þetta fyrsta stóra verkfallið sem skellur á í grunnskólunum frá 1995, en þá var verkfall í tæpar sex vikur í grunn- og framhaldsskólum, en samið var 1997 eftir tæplega sólarhringsverkfall. Samið var árið 2001 án þess til að verkfalls kæmi. Eins og ég sagði á föstudag er óbilgirni og yfirgangur kennara með hreinum ólíkindum. Fram hefur komið að kennarar telji leikjanámskeið fyrirtækja fyrir börn starfsmanna verkfallsbrot. Harkan í þessu verkfalli er mikil og á ekki eftir að minnka verði ekki samið bráðlega. Fyrir liggur að ekki er svigrúm hjá sveitarfélögunum til að mæta ítrustu kröfum kennara, og því spurning hvað tekur við. Á meðan sitja krakkarnir heima og eru enn einu sinni í gíslingu kennara sem beita börnunum óspart fyrir sig sem vopni, enn einu sinni. Er ekki sérlega skemmtilegt að fylgjast með þessu gerast, nú enn eina ferðina. Það er skylda fólks að semja og vonandi gerist það sem fyrst, áður en menntun grunnskólabarna er stefnt verulega í hættu.
Ástþór tekur til sinna ráða - nettur húmor þarna á ferðinni
Emmy-verðlaunin 2004
Emmy sjónvarpsverðlaunin voru afhend í Los Angeles í nótt. Með þeim er verðlaunað helsta sjónvarpsefni í Bandaríkjunum sl. ár. Sjónvarpsþættirnir um Soprano fjölskylduna hlutu nú loks verðlaunin sem besta dramaþáttaröðin. Er þetta í fyrsta skipti sem þættirnir hljóta verðlaunin, en þeir höfðu verið tilnefndir fjórum sinnum áður en aldrei hlotið hið eftirsótta hnoss. Lengi vel þótti það skaða möguleika þáttanna að vera sýndir á kapalstöð, en þáttur sem eingöngu er sýndur þar hafði aldrei fyrr hlotið verðlaunin. En nú var loks komið að sigurstund Sopranos. Þættirnir Angels in America, sem sama kapalstöð, HBO, framleiðir og sýnir, hlaut 11 verðlaun, sem er nýtt met í langri sögu verðlaunanna. Þátturinn er byggður á verðlaunaleikriti Tony Kushner um alnæmisfaraldurinn á níunda áratugnum. Fékk þátturinn sjö verðlaun í gærkvöldi, en hafði áður hlotið fern fyrir tæknivinnu. Eldra met í fjölda verðlauna áttu þættirnir Roots, sem vann 9 verðlaun árið 1977. Al Pacino, Meryl Streep, Mary-Louise Parker og Jeffrey Wright fengu öll verðlaun fyrir leik sinn í Englunum, Kushner vann fyrir besta handritið og Mike Nichols var verðlaunaður fyrir leikstjórn. Michael Imperioli og Drea de Matteo fengu verðlaun fyrir bestan leik í aukahlutverkum í dramaþáttum fyrir leik sinn í Sopranos. Allison Janney hlaut í fjórða skiptið verðlaun fyrir besta leik í kvenhlutverki í dramaþáttaröðinni The West Wing og James Spader fyrir karlhlutverk í dramaþáttaröðinni The Practice. Besta gamanþáttaröðin var valin Arrested Development. Kelsey Grammer var valinn í fjórða sinnið sem besti karlleikari fyrir leik sinn í Frasier og Sarah Jessica Parker var valin besta gamanleikkonan fyrir Sex and the City. Fyrir besta gamanleik í aukahlutverki fengu verðlaunin þau David Hyde Pierce fyrir Frasier, og Cynthia Nixon fyrir Sex and City. Báðir þættir luku göngu sinni á árinu. The Amazing Race var svo valinn besti raunveruleikasjónvarpsþátturinn, annað árið í röð. Talandi um Sopranos, í kvöld byrjar ný sería af þáttunum í sjónvarpinu. Mikið verður nú indælt að fá þættina aftur. Skotheldir þættir!
Dagurinn í dag
1519 Landkönnuðurinn Ferdinand Magellan leggur af stað í langa sjóferð sína um heiminn
1900 Ofsaveður gekk yfir landið - meira en 30 manns fórust í veðrinu, þar af drukknuðu 18 manns á Arnarfirði. Kirkjurnar á Urðum og Upsum í Svarfaðardal fuku af grunnum sínum og brotnuðu í spón
1946 Fyrsta kvikmyndahátíðin í Cannes er haldin - kvikmyndahátíðir eru haldnar þar á hverju ári
1979 Flóttamenn frá Víetnam, alls 34, komu til landsins - stærsti hópur útlendinga sem hingað kom
1995 Ný brú, yfir Jökulsá á Dal, var formlega tekin í notkun. Hún er 125 metra löng og 40 metra há
Snjallyrði dagsins
Stjórnmálin eru enginn hægindastóll.
Lárus Jónsson fyrrum alþingismaður og bankastjóri (í viðtali við MBL - 19. september 2004)
<< Heim