Bush vs. Kerry > 7 dagar
Viku fyrir bandarísku forsetakosningarnar hafa keppinautarnir um valdamesta embætti heims, George W. Bush og John Kerry dregið fram stórskotavopnin til að ráðast að hvor öðrum á lokasprettinum. Öllu er nú tjaldað til að heilla kjósendurna í lykilfylkjum baráttunnar, sem munu að lokum ráða úrslitum um það hvor frambjóðandinn hlýtur kjör til forsetaembættisins í næstu viku. Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, sneri á ný í sviðsljós fjölmiðlanna í gær, á kosningafundi með Kerry í Philadelphiu í Pennsylvaníu. Það var magur og fölur Clinton sem birtist á sviðinu í miðborginni þar og heilsaði fólki og flutti síðan ræðu til stuðnings framboðs Kerrys. Greinilegt er að veikindin hafa dregið úr mætti Clintons, en ræða hans varði aðeins í nokkrar mínútur en greinilegt var að hann naut sviðsljóssins og hann brosti sínu breiðasta og hóf ræðuna með þessum orðum: "If this isn't good for my heart, I don't know what is". Þurfti hann að hvíla sig smástund eftir ræðuna áður en hann fór í mannþvöguna og heilsaði stuðningsmönnum flokksins sem þar voru komnir saman. Er með ólíkindum reyndar hversu Clinton hefur náð krafti eftir þá umfangsmiklu aðgerð sem hann þurfti að fara í, en hann er staðráðinn í að veita Kerry lið, nú þegar úrslitastundin nálgast. Í ræðu sinni talaði Clinton aðallega um arfleifð stjórnar sinnar og mikilvægi þess að standa vörð um verk sín. Það var ekki fyrr en undir lokin sem hann beindi talinu að kosningunum í næstu viku og hvatti hann almenning til að koma landinu aftur á valdaheimskortið með valdaskiptum. Demókratar binda miklar vonir við að með því að Bill Clinton verði sýnilegur á lokasprettinum og ljái framboði Kerrys stuðnings, muni það skila sér í meira fylgi og kjörsókn meðal flokksmanna í lykilfylkjunum þar sem mjótt er á mununum og baráttan er mun harðari en annarsstaðar. Augljóst var reyndar á viðtölum við fólk í mannþvögunni í Philadelphiu að flestir voru í raun að koma til að sjá forsetann fyrrverandi og ræða við hann. Demókratar virðast reyndar sameinast um hið eina mikilvæga að þeirra mati, að koma Bush frá völdum. Það er ekki aðdáun eða virðing fyrir Kerry sem frambjóðanda eða stefnumálum hans sem þjappar þeim saman, heldur eitthvað annað eins og sífellt verður augljósara. Það sést sífellt betur að Kerry er gallaður frambjóðandi en aðrir þættir en kostir hans ráða úrslitum um að demókratar slá um hann skjaldborg.
Seinnipartinn í gær var Bush forseti, á kosningafundi í Davenport í Iowa með Rudolph Giuliani fyrrum borgarstjóra í New York. Var þeim ákaft fagnað er þeir birtust á sviðinu og ávörpuðu flokksmenn. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í fylkinu eru sífellt meiri líkur á að Bush vinni þar sigur og hljóti sjö kjörmenn þess. Bush tapaði naumlega í Iowa í forsetakosningunum 2000 fyrir Al Gore, munaði aðeins um 300.000 atkvæðum. Bush leggur mikla áherslu á að vinna þar og leggur jafnframt lykiláherslu á Pennsylvaníu, Ohio, Wisconsin, Missouri, Colorado og síðast en ekki síst Flórída. Þessi fylki telur hann mikilvægast að vinna og með sigri í þeim er annað fjögurra ára kjörtímabil tryggt. Nýjustu skoðanakannanir á landsvísu eru mjög misvísandi, en sýna flestar forskot forsetans á landsvísu. Í könnun Gallups fyrir CNN hefur forsetinn fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn, hefur 51% á móti 46% Kerrys. Í könnun ABC og Washington Post er John Kerry með prósentuforskot, hefur 49% gegn 48% forsetans. Reuter og Zogby mæla forsetann með 48% en Kerry með 45%. Í nýjustu könnuninni í Flórída er forsetinn kominn með marktækt forskot á keppinaut sinn, er ljóst að lokaslagurinn þar verður gríðarlega harður. Greinilegt er að sjónvarpsstöðvarnar íslensku ætla að vera með góða og vandaða umfjöllun um kosningaslaginn á lokasprettinum, eins og venjulega. Það er í eðli okkar Íslendinga að hafa mikinn áhuga á þessum kosningaslag og gott að fréttastofurnar mæta því með kraftmiklum hætti. Katrín Pálsdóttir hefur seinustu daga verið með góðar fréttaskýringar og viðtöl fyrir RÚV og er úti núna. Í gærkvöldi var Ingó Bjarni með ítarlega fréttaskýringu á Stöð 2 um kjörmannakerfið merkilega og flókna. Það veitir ekki af að fara vel yfir það fyrir þá sem ekki þekkja vel til. Ég man að í fyrstu kosningunum sem ég fylgdist með af áhuga, árið 1992, tók mig dágóðan tíma að ná öllum smáatriðunum tengt þessu gamalgróna kerfi og hafa allt á hreinu. Hvet alla til að kynna sér þetta. Kosningabaráttan heldur áfram í dag af sama krafti og fyrr. Í dag verður Kerry á ferð um Wisconsin, Nevada, Nýju Mexico og Iowa. Forsetinn verður á ferð um Wisconsin stóran hluta dagsins, fer svo til Missouri og endar í Washington, til að sinna embættisverkum í kvöld. Baráttan er geysihörð já á lokasprettinum.
Heitast í umræðunni
Tæp tvö ár eru til þingkosninga í Þýskalandi. Í seinustu þingkosningum, í september 2002, hélt vinstristjórnin í landinu, undir forsæti Gerhard Schröder naumlega völdum. Jafnaðarmannaflokkurinn missti mikið fylgi en stjórnin hélt vegna fylgisaukningar samstarfsflokksins, græningja. Munaði mjög litlu að kosningabandalag hægrimanna, undir forystu Edmund Stoiber forsætisráðherra Bæjaralands og leiðtoga CSU, næði völdum. Hefur stjórn Schröders allt frá því verið veik í sessi og staðið höllum fæti gegn öflugri stjórnarandstöðu í þinginu. Einn er galli hægrimannanna í þýskri pólitík. Þeir geta ekki með góðu sameinast um einn afgerandi leiðtoga fyrir næstu þingkosningar. Stefnir allt í að Stoiber og dr. Angela Merkel leiðtogi CDU (kristilegra demókrata) muni slást um hvort þeirra verði kanslaraefni hægriblokkarinnar (CDU/CSU) í þeim kosningum. Mörgum hefur þótt eðlilegt að Merkel leiddi baráttuna, enda hefur Stoiber fengið sitt tækifæri. dr. Angela Merkel fengi að taka slaginn og skora kanslarann á hólm. Margir sjá þýsku útgáfuna af Margaret Thatcher í henni og að hún verði leiðtogi hægrimanna í Evrópu með sama hætti og Thatcher náði sinni stöðu fyrir tæpum þrem áratugum. Merkel er töffari í þýskri pólitík og þykir í flestu andstæða hins íhaldssama Edmund Stoiber. Angela komst til áhrifa innan CDU á valdatíma Helmut Kohl og þykir almennt vera pólitísk fósturdóttir hans. Hún er fimmtug, tvífráskilin og barnlaus og því langt í frá lík hinum 63 ára forsætisráðherra Bæjaralands sem þykir vera ímynd hins heilbrigða fjölskyldulífs sem hinn harðgifti fjölskyldufaðir. Stoiber hefur hug á að reyna aftur að leggja í kanslarann og Merkel hefur hug á að verða fyrsti kvenkyns kanslari Þýskalands. Aðeins annað þeirra getur þó leitt hægriblokkina til valda. Tel ég persónulega rétt að Angela leiði næstu kosningabaráttu, hún hefur þann kraft og kjark sem þarf til að leggja hina máttlitlu vinstristjórn jafnaðarmanna og græningja að velli. Nauðsynlegt er að þau sameini krafta sína og verði bæði í forystu kosningabaráttunnar en Angela sem leiðtogi CDU leiði slaginn að þessu sinni. Ég hef lengi haft áhuga á þýskri pólitík og fylgist vel með þýskum netfréttum. Ég vil hvetja alla áhugamenn um þýska pólitík til að lesa ítarlega og vandaða fréttaskýringu Ásgeirs Sverrissonar um leiðtogamál hægrimanna í Þýskalandi í Mogganum í gær, þar sem farið er yfir málið og allar hliðar þess með góðum hætti.
Eitt af því sem deilt hefur verið um í kosningabaráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar seinustu daga, er hvarf hátt í fjögur hundruð tonna af mjög öflugu sprengiefni úr vopnageymslu í Írak. Er það meðal annars hægt að nota til að koma af stað kjarnorkusprengju. Hefur John Kerry undanfarna daga gagnrýnt forsetann um að stefna hernámsliðinu í hættu með því að hafa ekki látið hafa gætur á geymslunni. Hefur Bush forseti, ekki enn svarað beint spurningum vegna málsins. Málið tók athyglisverða stefnu í gærkvöldi þegar hópur fréttamanna frá NBC sjónvarpsstöðinni greindi frá því að sprengiefnin sem hurfu hafi þegar verið horfin þegar Bandaríkjaher kom á staðinn í aprílmánuði 2003, eftir fall einræðisstjórnar Saddams Husseins. Einn fréttamannanna lýsti því í viðtali í gærkvöldi hvernig aðkoman hafi verið í apríl 2003 og enginn vafi væri á að vopnin hafi þá ekki verið til staðar og þegar verið horfin fyrir komu Bandaríkjamanna á staðinn. Fréttamenn og myndatökumenn NBC munu hafa fylgt 101. deild flughersins er hún kom að Al Qaqaa geymsluhúsnæðinu sem um er rætt og er staðsett fyrir sunnan höfuðborgina Bagdad. Þá hafi HMX og RDX-sprengiefnin, sem greint hefur verið frá að hafi horfið, þegar verið horfin. Hermennirnir hafi einungis fundið "venjuleg" sprengiefni á vettvangi. Kerry hefur ekki enn tjáð sig um málið, en hann hefur látið stór orð falla og verður eflaust að mæta þeim ef sannast að vopnin hafi ekki verið til staðar við komu hernámsliðsins til landsins. Ekki er víst hvort og þá hvaða áhrif umræða um þetta mál mun hafa á úrslit kosninganna í næstu viku.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, kynnir hugmyndir að lausn kennaradeilunnar
Viðtal við Kristján Þór - rætt við hann um hugmyndir til lausnar kennaradeilunni
José Barroso ætlar ekki að gefa eftir og stokka upp skipan í framkvæmdastjórn ESB
Dagurinn í dag
1927 Gagnfræðaskólanum á Akureyri var veitt formlega leyfi til að útskrifa nemendur sem stúdenta - samhliða þeim breytingum var nafni skólans breytt og hét hann eftir það Menntaskólinn á Akureyri
1951 Winston Churchill komst aftur til valda í breskum stjórnmálum eftir nauman kosningasigur. Churchill sat áður sem forsætisráðherra Bretlands á stríðsárunum, 1940-1945, en leiddi flokk sinn í stjórnarandstöðu í sex ár. Churchill lét af embætti og hætti í pólitík 1955 - hann lést árið 1965
1965 Reykjanesbraut, milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, var formlega opnuð til umferðar - var fyrsti eiginlegi þjóðvegurinn sem var lagður bundnu slitlagi - fyrst í stað var vegatollur þar innheimtur
1986 Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð - hún var reist til minningar um sr. Hallgrím Pétursson
1995 20 manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð klukkan fjögur að nóttu. Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegið. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast þangað vegna veðurs, einungis var fært þangað sjóleiðina. Aftakaveður var um allt land á þessum degi og verst á Vestfjörðum. Snjóflóðið á Flateyri er eitt mannskæðasta snjóflóð í sögu landsins. Þjóðarsorg var í landinu vegna þessara hörmulegu náttúruhamfara, t.d. fóru þáv. forseti og forsætisráðherra vestur til að hughreysta fólk sem átti um sárt að binda þar og voru viðstödd minningarathöfn á Ísafirði
Snjallyrði dagsins
We're learning more and more about potential first lady Teresa Heinz Kerry. She attacked Mrs. Bush and called her un-educated and inexperienced. Mrs. Kerry on the other hand is a very well educated woman. Did you know that? In fact she can say 'shove it' in five different languages. That is a record Mrs. Bush cannot outscore, she said. Yeb, that´s for sure.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
Viku fyrir bandarísku forsetakosningarnar hafa keppinautarnir um valdamesta embætti heims, George W. Bush og John Kerry dregið fram stórskotavopnin til að ráðast að hvor öðrum á lokasprettinum. Öllu er nú tjaldað til að heilla kjósendurna í lykilfylkjum baráttunnar, sem munu að lokum ráða úrslitum um það hvor frambjóðandinn hlýtur kjör til forsetaembættisins í næstu viku. Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, sneri á ný í sviðsljós fjölmiðlanna í gær, á kosningafundi með Kerry í Philadelphiu í Pennsylvaníu. Það var magur og fölur Clinton sem birtist á sviðinu í miðborginni þar og heilsaði fólki og flutti síðan ræðu til stuðnings framboðs Kerrys. Greinilegt er að veikindin hafa dregið úr mætti Clintons, en ræða hans varði aðeins í nokkrar mínútur en greinilegt var að hann naut sviðsljóssins og hann brosti sínu breiðasta og hóf ræðuna með þessum orðum: "If this isn't good for my heart, I don't know what is". Þurfti hann að hvíla sig smástund eftir ræðuna áður en hann fór í mannþvöguna og heilsaði stuðningsmönnum flokksins sem þar voru komnir saman. Er með ólíkindum reyndar hversu Clinton hefur náð krafti eftir þá umfangsmiklu aðgerð sem hann þurfti að fara í, en hann er staðráðinn í að veita Kerry lið, nú þegar úrslitastundin nálgast. Í ræðu sinni talaði Clinton aðallega um arfleifð stjórnar sinnar og mikilvægi þess að standa vörð um verk sín. Það var ekki fyrr en undir lokin sem hann beindi talinu að kosningunum í næstu viku og hvatti hann almenning til að koma landinu aftur á valdaheimskortið með valdaskiptum. Demókratar binda miklar vonir við að með því að Bill Clinton verði sýnilegur á lokasprettinum og ljái framboði Kerrys stuðnings, muni það skila sér í meira fylgi og kjörsókn meðal flokksmanna í lykilfylkjunum þar sem mjótt er á mununum og baráttan er mun harðari en annarsstaðar. Augljóst var reyndar á viðtölum við fólk í mannþvögunni í Philadelphiu að flestir voru í raun að koma til að sjá forsetann fyrrverandi og ræða við hann. Demókratar virðast reyndar sameinast um hið eina mikilvæga að þeirra mati, að koma Bush frá völdum. Það er ekki aðdáun eða virðing fyrir Kerry sem frambjóðanda eða stefnumálum hans sem þjappar þeim saman, heldur eitthvað annað eins og sífellt verður augljósara. Það sést sífellt betur að Kerry er gallaður frambjóðandi en aðrir þættir en kostir hans ráða úrslitum um að demókratar slá um hann skjaldborg.
Seinnipartinn í gær var Bush forseti, á kosningafundi í Davenport í Iowa með Rudolph Giuliani fyrrum borgarstjóra í New York. Var þeim ákaft fagnað er þeir birtust á sviðinu og ávörpuðu flokksmenn. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í fylkinu eru sífellt meiri líkur á að Bush vinni þar sigur og hljóti sjö kjörmenn þess. Bush tapaði naumlega í Iowa í forsetakosningunum 2000 fyrir Al Gore, munaði aðeins um 300.000 atkvæðum. Bush leggur mikla áherslu á að vinna þar og leggur jafnframt lykiláherslu á Pennsylvaníu, Ohio, Wisconsin, Missouri, Colorado og síðast en ekki síst Flórída. Þessi fylki telur hann mikilvægast að vinna og með sigri í þeim er annað fjögurra ára kjörtímabil tryggt. Nýjustu skoðanakannanir á landsvísu eru mjög misvísandi, en sýna flestar forskot forsetans á landsvísu. Í könnun Gallups fyrir CNN hefur forsetinn fimm prósentustiga forskot á keppinaut sinn, hefur 51% á móti 46% Kerrys. Í könnun ABC og Washington Post er John Kerry með prósentuforskot, hefur 49% gegn 48% forsetans. Reuter og Zogby mæla forsetann með 48% en Kerry með 45%. Í nýjustu könnuninni í Flórída er forsetinn kominn með marktækt forskot á keppinaut sinn, er ljóst að lokaslagurinn þar verður gríðarlega harður. Greinilegt er að sjónvarpsstöðvarnar íslensku ætla að vera með góða og vandaða umfjöllun um kosningaslaginn á lokasprettinum, eins og venjulega. Það er í eðli okkar Íslendinga að hafa mikinn áhuga á þessum kosningaslag og gott að fréttastofurnar mæta því með kraftmiklum hætti. Katrín Pálsdóttir hefur seinustu daga verið með góðar fréttaskýringar og viðtöl fyrir RÚV og er úti núna. Í gærkvöldi var Ingó Bjarni með ítarlega fréttaskýringu á Stöð 2 um kjörmannakerfið merkilega og flókna. Það veitir ekki af að fara vel yfir það fyrir þá sem ekki þekkja vel til. Ég man að í fyrstu kosningunum sem ég fylgdist með af áhuga, árið 1992, tók mig dágóðan tíma að ná öllum smáatriðunum tengt þessu gamalgróna kerfi og hafa allt á hreinu. Hvet alla til að kynna sér þetta. Kosningabaráttan heldur áfram í dag af sama krafti og fyrr. Í dag verður Kerry á ferð um Wisconsin, Nevada, Nýju Mexico og Iowa. Forsetinn verður á ferð um Wisconsin stóran hluta dagsins, fer svo til Missouri og endar í Washington, til að sinna embættisverkum í kvöld. Baráttan er geysihörð já á lokasprettinum.
Heitast í umræðunni
Tæp tvö ár eru til þingkosninga í Þýskalandi. Í seinustu þingkosningum, í september 2002, hélt vinstristjórnin í landinu, undir forsæti Gerhard Schröder naumlega völdum. Jafnaðarmannaflokkurinn missti mikið fylgi en stjórnin hélt vegna fylgisaukningar samstarfsflokksins, græningja. Munaði mjög litlu að kosningabandalag hægrimanna, undir forystu Edmund Stoiber forsætisráðherra Bæjaralands og leiðtoga CSU, næði völdum. Hefur stjórn Schröders allt frá því verið veik í sessi og staðið höllum fæti gegn öflugri stjórnarandstöðu í þinginu. Einn er galli hægrimannanna í þýskri pólitík. Þeir geta ekki með góðu sameinast um einn afgerandi leiðtoga fyrir næstu þingkosningar. Stefnir allt í að Stoiber og dr. Angela Merkel leiðtogi CDU (kristilegra demókrata) muni slást um hvort þeirra verði kanslaraefni hægriblokkarinnar (CDU/CSU) í þeim kosningum. Mörgum hefur þótt eðlilegt að Merkel leiddi baráttuna, enda hefur Stoiber fengið sitt tækifæri. dr. Angela Merkel fengi að taka slaginn og skora kanslarann á hólm. Margir sjá þýsku útgáfuna af Margaret Thatcher í henni og að hún verði leiðtogi hægrimanna í Evrópu með sama hætti og Thatcher náði sinni stöðu fyrir tæpum þrem áratugum. Merkel er töffari í þýskri pólitík og þykir í flestu andstæða hins íhaldssama Edmund Stoiber. Angela komst til áhrifa innan CDU á valdatíma Helmut Kohl og þykir almennt vera pólitísk fósturdóttir hans. Hún er fimmtug, tvífráskilin og barnlaus og því langt í frá lík hinum 63 ára forsætisráðherra Bæjaralands sem þykir vera ímynd hins heilbrigða fjölskyldulífs sem hinn harðgifti fjölskyldufaðir. Stoiber hefur hug á að reyna aftur að leggja í kanslarann og Merkel hefur hug á að verða fyrsti kvenkyns kanslari Þýskalands. Aðeins annað þeirra getur þó leitt hægriblokkina til valda. Tel ég persónulega rétt að Angela leiði næstu kosningabaráttu, hún hefur þann kraft og kjark sem þarf til að leggja hina máttlitlu vinstristjórn jafnaðarmanna og græningja að velli. Nauðsynlegt er að þau sameini krafta sína og verði bæði í forystu kosningabaráttunnar en Angela sem leiðtogi CDU leiði slaginn að þessu sinni. Ég hef lengi haft áhuga á þýskri pólitík og fylgist vel með þýskum netfréttum. Ég vil hvetja alla áhugamenn um þýska pólitík til að lesa ítarlega og vandaða fréttaskýringu Ásgeirs Sverrissonar um leiðtogamál hægrimanna í Þýskalandi í Mogganum í gær, þar sem farið er yfir málið og allar hliðar þess með góðum hætti.
Eitt af því sem deilt hefur verið um í kosningabaráttunni fyrir bandarísku forsetakosningarnar seinustu daga, er hvarf hátt í fjögur hundruð tonna af mjög öflugu sprengiefni úr vopnageymslu í Írak. Er það meðal annars hægt að nota til að koma af stað kjarnorkusprengju. Hefur John Kerry undanfarna daga gagnrýnt forsetann um að stefna hernámsliðinu í hættu með því að hafa ekki látið hafa gætur á geymslunni. Hefur Bush forseti, ekki enn svarað beint spurningum vegna málsins. Málið tók athyglisverða stefnu í gærkvöldi þegar hópur fréttamanna frá NBC sjónvarpsstöðinni greindi frá því að sprengiefnin sem hurfu hafi þegar verið horfin þegar Bandaríkjaher kom á staðinn í aprílmánuði 2003, eftir fall einræðisstjórnar Saddams Husseins. Einn fréttamannanna lýsti því í viðtali í gærkvöldi hvernig aðkoman hafi verið í apríl 2003 og enginn vafi væri á að vopnin hafi þá ekki verið til staðar og þegar verið horfin fyrir komu Bandaríkjamanna á staðinn. Fréttamenn og myndatökumenn NBC munu hafa fylgt 101. deild flughersins er hún kom að Al Qaqaa geymsluhúsnæðinu sem um er rætt og er staðsett fyrir sunnan höfuðborgina Bagdad. Þá hafi HMX og RDX-sprengiefnin, sem greint hefur verið frá að hafi horfið, þegar verið horfin. Hermennirnir hafi einungis fundið "venjuleg" sprengiefni á vettvangi. Kerry hefur ekki enn tjáð sig um málið, en hann hefur látið stór orð falla og verður eflaust að mæta þeim ef sannast að vopnin hafi ekki verið til staðar við komu hernámsliðsins til landsins. Ekki er víst hvort og þá hvaða áhrif umræða um þetta mál mun hafa á úrslit kosninganna í næstu viku.
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, kynnir hugmyndir að lausn kennaradeilunnar
Viðtal við Kristján Þór - rætt við hann um hugmyndir til lausnar kennaradeilunni
José Barroso ætlar ekki að gefa eftir og stokka upp skipan í framkvæmdastjórn ESB
Dagurinn í dag
1927 Gagnfræðaskólanum á Akureyri var veitt formlega leyfi til að útskrifa nemendur sem stúdenta - samhliða þeim breytingum var nafni skólans breytt og hét hann eftir það Menntaskólinn á Akureyri
1951 Winston Churchill komst aftur til valda í breskum stjórnmálum eftir nauman kosningasigur. Churchill sat áður sem forsætisráðherra Bretlands á stríðsárunum, 1940-1945, en leiddi flokk sinn í stjórnarandstöðu í sex ár. Churchill lét af embætti og hætti í pólitík 1955 - hann lést árið 1965
1965 Reykjanesbraut, milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, var formlega opnuð til umferðar - var fyrsti eiginlegi þjóðvegurinn sem var lagður bundnu slitlagi - fyrst í stað var vegatollur þar innheimtur
1986 Hallgrímskirkja í Reykjavík var vígð - hún var reist til minningar um sr. Hallgrím Pétursson
1995 20 manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð klukkan fjögur að nóttu. Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegið. Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast þangað vegna veðurs, einungis var fært þangað sjóleiðina. Aftakaveður var um allt land á þessum degi og verst á Vestfjörðum. Snjóflóðið á Flateyri er eitt mannskæðasta snjóflóð í sögu landsins. Þjóðarsorg var í landinu vegna þessara hörmulegu náttúruhamfara, t.d. fóru þáv. forseti og forsætisráðherra vestur til að hughreysta fólk sem átti um sárt að binda þar og voru viðstödd minningarathöfn á Ísafirði
Snjallyrði dagsins
We're learning more and more about potential first lady Teresa Heinz Kerry. She attacked Mrs. Bush and called her un-educated and inexperienced. Mrs. Kerry on the other hand is a very well educated woman. Did you know that? In fact she can say 'shove it' in five different languages. That is a record Mrs. Bush cannot outscore, she said. Yeb, that´s for sure.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
<< Heim