Heitast í umræðunni
Það er ekki nýtt undir sólinni eða nýr veruleiki að menn tali í fleiri áttir en eina í Samfylkingunni. Það er erfitt fyrir meðal Jóninn í samfélaginu að fylgjast með hringleikahúsinu þeirra frá öllum hliðum og því nauðsynlegt að hafa bókhald yfir þessa margáttapólitík flokksins. Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina deildi formaður flokksins á sjálfstæðismenn fyrir að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að benda á ný tækifæri og sjónarmið í rekstri grunnskóla, möguleika á einkarekstri. Vart var hægt að skilja formanninn betur en svo að hann væri á móti hugmyndum um einkarekstur í grunnskólakerfinu. Eins og ég benti á í sunnudagspistli mínum um helgina eru ummæli hans fróðleg í ljósi þess sem hann sagði á landsfundi flokksins fyrir tæpu ári um möguleika á einkarekstri í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í fréttir um þennan fund Samfylkingarinnar um helgina vakir athygli að formaður svokallaðrar framtíðarnefndar flokksins kom fram með hugmyndir starfshópa tengda honum. Athyglisvert er að sjá að skólamálahópur flokksins virðist með öllu fordómalaus gagnvart vangaveltum um einkarekstur grunnskóla og ganga jafnvel lengra í vangaveltum á því sviði en almennt hefur verið. Ekki verður betur séð en að hyldjúp Ólafsgjá sé á milli hugmynda skólamálasérfræðinganna og formanns flokksins. Og hver kynnti svo annars tillögurnar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi og varaþingmaður. Og hvað skyldi hún sjálf hafa unnið sér til frægðar í þessum málaflokki spyr sig sjálfsagt einhver sem hefur nef fyrir stjórnmálum. Sem borgarstjóri í Reykjavik í tæpan áratug reyndi hún miskunnarlaust að murka lífið úr einkaskólunum í Reykjavík, t.d. Ísaksskóla. Sem þingmaður Kvennalistans var hún á móti einkarekstri af öllu tagi, sérstaklega í skólamálum. Hvernig fór Samfylkingin í Hafnarfirði með einkarekna skólann þegar hreinum meirihluta var náð í sveitarfélaginu? Þau drápu hann strax með einu pennastriki eftir að flokkurinn náði völdum í bænum. Samfylkingin á Akureyri var á móti einkarekstri á leikskóla við Helgamagrastræti fyrr á árinu. Eitt er að tala um málin og annað að sýna stefnu sína í verki. Samfylkingin hefur sýnt stefnu sína í skólamálum og hvað varðar einkarekstur á því sviði vel með verkum sínum, m.a. undir stjórn formanns svokallaðrar framtíðarnefndar. Hún er í hróplegu ósamræmi við það sem kom fram á þessum fundi. Spyrja má sig hvort svona fólk sé trúverðugt að einhverju leyti? Ég held ekki, það minnir á vellygna Bjarna, ja svona í besta falli.
Aðeins 14 dagar, hálfur mánuður, eru nú til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Forsetaefnin George W. Bush og John Kerry eru á lokaspretti kosningabaráttunnar á ferðalagi um landið, í baráttufylkjunum, til að ná til óákveðinna kjósenda sem munu ráða úrslitum um það hvor þeirra hljóta lyklavöld að Hvíta húsinu og verða valdamesti maður stjórnmálaheimsins á næstu fjórum árum. Bæði forsetaefnin voru í gær staddir í Flórída, lykilfylki, sem réði úrslitum um að Bush hlaut kjör til embættisins síðast. 27 kjörmenn fylkisins eru nú sem þá lykillinn að sigri í kosningunum, mikilvægur áfangi í hörðum kosningaslag. Barist er af hörku til að hljóta þá. Í gær lýsti svo Vladimir Putin forseti Rússlands, yfir óbeinum stuðningi við endurkjör Bush forseta. Sagði hann á blaðamannafundi í Moskvu í gær að markmið hryðjuverkamanna í Írak væri að koma í veg fyrir endurkjör Bush og myndu árásir þeirra líklega aukast til allra muna gegn öðrum vestrænum þjóðum ef Bush myndi tapa 2. nóvember. Innan rússneska stjórnkerfisins hugnast mönnum betur að eiga í samskiptum við Bush en mögulega að fá John Kerry til valda, en kalt er á milli hans og Putins. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Bush forseti, naumt forskot á keppinaut sinn. Í könnun Gallups fyrir CNN og USA Today, fengi forsetinn 49% atkvæða en Kerry 46%. Þegar aðeins er litið til þeirra sem segja líklegt að þeir fari á kjörstað eykst forskot Bush til muna. Hann fengi þá 52% atkvæða en Kerry er þá kominn niður í 44%. Niðurstöður Gallups eru áþekkar því sem birtist í nýjustu könnun Newsweek. Þar mælist forsetinn með 48% en Kerry með 46%. Meðal líklegra kjósenda mælist svo Bush með 50% en Kerry 44%. Keppni forsetaefnanna um atkvæði yngri kjósenda er ekki síður hörð. Samkvæmt nýjum könnunum hefur Bush bætt stórlega við sig fylgi meðal yngri kjósenda á kostnað Kerry, eru þeir þar orðnir hnífjafnir. Fylgissveiflan til forsetans er því greinileg, fylgi hans hefur aukist eftir seinni tvær kappræðurnar, í Missouri og Arizona. Hans staða er betri þegar haldið er af stað seinasta spölinn í lokasprettinum. Hvað gerist svo næstu 14 dagana er stóra spurningin. 14 dagar geta verið langur tími í pólitík.
Ánægjulegt var að sjá Geir H. Haarde fjármálaráðherra, taka Samfylkinguna til bæna á þingi í gær og ráðast að henni og hennar auma málflutningi á flestum sviðum þessa dagana. Ekki veitir af og ekki verra að sjá fjármálaráðherrann í þessum ham. Engum þarf þó að undra að hann taki sig til og ráðist harkalega að flokknum og málstað hans í málunum. Verið var að ræða þá athugasemd Katrínar Júlíusdóttur þar sem hún gagnrýndi harðlega að ekki hefði verið farið eftir jafnréttisáætlun þegar engin kona var skipuð í fjögurra manna framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Eru þessar kvartanir undarlegar þegar haft er í huga sérstaklega að fjármálaráðuneytið hefur staðið sig vel í að uppfylla jafnréttisáætlun. Er þessi málflutningur í takt við annað hjá stjórnarandstöðunni. Um þetta sagði ég um helgina í sunnudagspistlinum áðurnefnda: "Augljóst er t.d. að Samfylkingin er í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að gagnrýna ríkisstjórn, og flokkana sem mynda hana, sem hefur tekist mjög vel upp í verkum sínum. Þegar litið er á allar rannsóknir og lista yfir hagtölur og kaupmáttaraukningu vestrænna ríkja og stöðu almennt meðal þjóðanna, er Ísland ofarlega á blaði. Staða mála er mjög góð. Ísland er í mjög góðri stöðu, svo vægt sé til orða tekið. Það eru því frekar fá sóknarfæri fyrir eyðimerkurflokkanna til vinstri, sem hamra sífellt á einhverjum undarlegum hliðum til að vekja á sér athygli. Það blasir því við að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem er eins og flestir Samfylkingin, þarf því að koma sér upp einhverri sérstöðu og finna mál til að nota gegn stjórnarflokkunum. Það er frekar erfitt enda er staða mála í góðu lagi. Ekkert er af því tagi að illa standi fyrir þjóðina á þessu augnabliki. Það er afar fátt af skotfærum til á vinstribæjunum til að sækja að ríkisstjórninni og forystumönnum hennar. Það er óttalegt ströggl greinilega hjá Samfylkingunni að reyna að leita eftir einhverju að tala um." Geir fær hrós fyrir að svara þessum froðukennda málflutningi Samfylkingarinnar af hörku.
Vangaveltur um fjárlög 2005
Í pistli mínum á vef SUS fjalla ég um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram fyrr í mánuðinum. Þar segir: "Athyglisvert er að renna yfir frumvarpið, helstu tölur þess og tengda þætti á hinum ítarlega og vel uppsetta fjárlagavef, sem ég hvet alla til að skoða. Við fyrstu sýn er um gott frumvarp að ræða og góður tekjuafgangur fyrirsjáanlegur. Gagnrýna má hinsvegar ýmsa þætti. Fyrst skal þar telja að ekki er gert ráð fyrir sölu Símans þar. Ef marka má orð forystumanna stjórnarsamstarfsins, einkum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni mun söluferli fara í gang í vetur. Ég ítreka það að sala Símans verður að hefjast á þessum þingvetri. Ekki má tefja það mál. Skattalækkanir byrja loks að koma til framkvæmda. Þó er farið varlega af stað. Gagnrýna má harkalega hversu stutt skref eru stigin í upphafi eins og fyrr er vikið að. Eins og ég hef oft bent á er mikilvægt að hefja skattalækkanir af krafti, upphaf þeirra má finna þarna. Mikilvægt er að kominn er upp rammi að ferli málsins. Ljóst er á fjárlagafrumvarpi Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, og ríkisstjórnarinnar, að vel hefur tekist til að hálfu stjórnarflokkanna við að stjórna landinu og sótt er fram af krafti til eflingar efnahagslífi landsins. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun nú sem ávallt áður stýra af ábyrgð og festu í fjármálum landsmanna. Eins og ég hef vikið er mikilvægt að Síminn verði seldur sem fyrst, það er forgangsmál næsta vetrar að mínu mati. Áfram þarf að halda af krafti í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Mikill árangur hefur náðst í þeim efnum með sölu t.d. ríkisbankanna og Sementsverksmiðjunnar svo dæmi sé tekið. Það er fyrir löngu tímabært að þætti ríkisins í fyrirtækjarekstri eða samkeppni við einkaaðila ljúki. Með einkavæðingu er stuðlað að virkari samkeppni og aukinni framleiðni í efnahagslífinu, sem bætir svo auðvitað lífskjörin að sjálfsögðu."
Dagurinn í dag
1918 Spænska veikin barst til landsins með tveimur skipum, öðru frá Kaupmannahöfn en hinu frá New York. Í þessari skæðu inflúensu létust á nokkrum vikum vel á fimmta hundrað manns í Reykjavík
1965 Fyrsta plata hljómsveitar Ingimars Eydal kom út. Meðal laga á plötunni voru klassísk lög á borð við Vor í Vaglaskógi og Á sjó. Hljómsveitin starfaði með breytingum allt til andláts Ingimars 1993
1973 Richard Nixon forseti Bandaríkjanna, neitar að afhenda dómstólum hljóðritanir á trúnaðarsamtölum úr forsetaskrifstofunni vegna Watergate-málsins. Þessi ákvörðun leiddi til málaferla sem lauk fyrir hæstarétti þar sem forsetanum var skipað að afhenda hljóðritanirnar. Sú ákvörðun leiddi í ljós að forsetinn hafði fulla vitneskju, allt frá júní 1972 á innbrotinu í Watergate bygginguna og tók þátt í yfirhylmingu málsins. Leiddi málið til afsagnar forsetans, 9. ágúst 1974
1989 Guildford fjórmenningunum sleppt úr fangelsi, eftir að sannað var að þau voru saklaus um að hafa staðið á bakvið sprengjutilræði í Guildford 1975. Þau sátu inni saklaus í 15 ár, er talið eitt mesta hneykslið í réttarsögu Bretlands - saga málsins er sögð í kvikmyndinni In the Name of the Father
2003 Móðir Teresa gerð að dýrlingi af Jóhannesi Páli páfa II við hátíðlega athöfn - hún lést 1997
Snjallyrði dagsins
Þú velur mig svo aftur sem forsætisráðherraefni?
- Já, þegar ég er búinn að flytja ræðuna um beint lýðræði.
Fæ ég ekki að vera borgarstjóraefni aftur? Og án prófkjörs aftur?
- Jú, en ekki trufla mig, ég er undirbúa ræðuna mína um beint lýðræði.
Og ég vil fá að tilnefna nokkra vini mína á listann með mér. Og þeir mega ekki þurfa að fara í prófkjör.
- Nei, nei, róleg. Leyfðu mér að klára ræðuna mína, svo göngum við frá þessu.
Já og þinglistarnir, þú ætlar að passa uppstillinguna þar? Hún má ekki klúðrast í prófkjöri.
- Jájá, hvað er þetta, fær maður engan frið til að undirbúa ræðurnar sínar um lýðræði. Við göngum frá þessu á eftir sagði ég.
Ingibjörg og Össur ræða 'lýðræðið' í Samfylkingunni (pistill á Vef-Þjóðviljanum)
Það er ekki nýtt undir sólinni eða nýr veruleiki að menn tali í fleiri áttir en eina í Samfylkingunni. Það er erfitt fyrir meðal Jóninn í samfélaginu að fylgjast með hringleikahúsinu þeirra frá öllum hliðum og því nauðsynlegt að hafa bókhald yfir þessa margáttapólitík flokksins. Í ræðu á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar um helgina deildi formaður flokksins á sjálfstæðismenn fyrir að notfæra sér verkfall grunnskólakennara til að benda á ný tækifæri og sjónarmið í rekstri grunnskóla, möguleika á einkarekstri. Vart var hægt að skilja formanninn betur en svo að hann væri á móti hugmyndum um einkarekstur í grunnskólakerfinu. Eins og ég benti á í sunnudagspistli mínum um helgina eru ummæli hans fróðleg í ljósi þess sem hann sagði á landsfundi flokksins fyrir tæpu ári um möguleika á einkarekstri í heilbrigðismálum. Þegar rýnt er í fréttir um þennan fund Samfylkingarinnar um helgina vakir athygli að formaður svokallaðrar framtíðarnefndar flokksins kom fram með hugmyndir starfshópa tengda honum. Athyglisvert er að sjá að skólamálahópur flokksins virðist með öllu fordómalaus gagnvart vangaveltum um einkarekstur grunnskóla og ganga jafnvel lengra í vangaveltum á því sviði en almennt hefur verið. Ekki verður betur séð en að hyldjúp Ólafsgjá sé á milli hugmynda skólamálasérfræðinganna og formanns flokksins. Og hver kynnti svo annars tillögurnar? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarfulltrúi og varaþingmaður. Og hvað skyldi hún sjálf hafa unnið sér til frægðar í þessum málaflokki spyr sig sjálfsagt einhver sem hefur nef fyrir stjórnmálum. Sem borgarstjóri í Reykjavik í tæpan áratug reyndi hún miskunnarlaust að murka lífið úr einkaskólunum í Reykjavík, t.d. Ísaksskóla. Sem þingmaður Kvennalistans var hún á móti einkarekstri af öllu tagi, sérstaklega í skólamálum. Hvernig fór Samfylkingin í Hafnarfirði með einkarekna skólann þegar hreinum meirihluta var náð í sveitarfélaginu? Þau drápu hann strax með einu pennastriki eftir að flokkurinn náði völdum í bænum. Samfylkingin á Akureyri var á móti einkarekstri á leikskóla við Helgamagrastræti fyrr á árinu. Eitt er að tala um málin og annað að sýna stefnu sína í verki. Samfylkingin hefur sýnt stefnu sína í skólamálum og hvað varðar einkarekstur á því sviði vel með verkum sínum, m.a. undir stjórn formanns svokallaðrar framtíðarnefndar. Hún er í hróplegu ósamræmi við það sem kom fram á þessum fundi. Spyrja má sig hvort svona fólk sé trúverðugt að einhverju leyti? Ég held ekki, það minnir á vellygna Bjarna, ja svona í besta falli.
Aðeins 14 dagar, hálfur mánuður, eru nú til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Forsetaefnin George W. Bush og John Kerry eru á lokaspretti kosningabaráttunnar á ferðalagi um landið, í baráttufylkjunum, til að ná til óákveðinna kjósenda sem munu ráða úrslitum um það hvor þeirra hljóta lyklavöld að Hvíta húsinu og verða valdamesti maður stjórnmálaheimsins á næstu fjórum árum. Bæði forsetaefnin voru í gær staddir í Flórída, lykilfylki, sem réði úrslitum um að Bush hlaut kjör til embættisins síðast. 27 kjörmenn fylkisins eru nú sem þá lykillinn að sigri í kosningunum, mikilvægur áfangi í hörðum kosningaslag. Barist er af hörku til að hljóta þá. Í gær lýsti svo Vladimir Putin forseti Rússlands, yfir óbeinum stuðningi við endurkjör Bush forseta. Sagði hann á blaðamannafundi í Moskvu í gær að markmið hryðjuverkamanna í Írak væri að koma í veg fyrir endurkjör Bush og myndu árásir þeirra líklega aukast til allra muna gegn öðrum vestrænum þjóðum ef Bush myndi tapa 2. nóvember. Innan rússneska stjórnkerfisins hugnast mönnum betur að eiga í samskiptum við Bush en mögulega að fá John Kerry til valda, en kalt er á milli hans og Putins. Samkvæmt nýjustu könnunum hefur Bush forseti, naumt forskot á keppinaut sinn. Í könnun Gallups fyrir CNN og USA Today, fengi forsetinn 49% atkvæða en Kerry 46%. Þegar aðeins er litið til þeirra sem segja líklegt að þeir fari á kjörstað eykst forskot Bush til muna. Hann fengi þá 52% atkvæða en Kerry er þá kominn niður í 44%. Niðurstöður Gallups eru áþekkar því sem birtist í nýjustu könnun Newsweek. Þar mælist forsetinn með 48% en Kerry með 46%. Meðal líklegra kjósenda mælist svo Bush með 50% en Kerry 44%. Keppni forsetaefnanna um atkvæði yngri kjósenda er ekki síður hörð. Samkvæmt nýjum könnunum hefur Bush bætt stórlega við sig fylgi meðal yngri kjósenda á kostnað Kerry, eru þeir þar orðnir hnífjafnir. Fylgissveiflan til forsetans er því greinileg, fylgi hans hefur aukist eftir seinni tvær kappræðurnar, í Missouri og Arizona. Hans staða er betri þegar haldið er af stað seinasta spölinn í lokasprettinum. Hvað gerist svo næstu 14 dagana er stóra spurningin. 14 dagar geta verið langur tími í pólitík.
Ánægjulegt var að sjá Geir H. Haarde fjármálaráðherra, taka Samfylkinguna til bæna á þingi í gær og ráðast að henni og hennar auma málflutningi á flestum sviðum þessa dagana. Ekki veitir af og ekki verra að sjá fjármálaráðherrann í þessum ham. Engum þarf þó að undra að hann taki sig til og ráðist harkalega að flokknum og málstað hans í málunum. Verið var að ræða þá athugasemd Katrínar Júlíusdóttur þar sem hún gagnrýndi harðlega að ekki hefði verið farið eftir jafnréttisáætlun þegar engin kona var skipuð í fjögurra manna framkvæmdanefnd um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins. Eru þessar kvartanir undarlegar þegar haft er í huga sérstaklega að fjármálaráðuneytið hefur staðið sig vel í að uppfylla jafnréttisáætlun. Er þessi málflutningur í takt við annað hjá stjórnarandstöðunni. Um þetta sagði ég um helgina í sunnudagspistlinum áðurnefnda: "Augljóst er t.d. að Samfylkingin er í þeirri erfiðu stöðu að þurfa að gagnrýna ríkisstjórn, og flokkana sem mynda hana, sem hefur tekist mjög vel upp í verkum sínum. Þegar litið er á allar rannsóknir og lista yfir hagtölur og kaupmáttaraukningu vestrænna ríkja og stöðu almennt meðal þjóðanna, er Ísland ofarlega á blaði. Staða mála er mjög góð. Ísland er í mjög góðri stöðu, svo vægt sé til orða tekið. Það eru því frekar fá sóknarfæri fyrir eyðimerkurflokkanna til vinstri, sem hamra sífellt á einhverjum undarlegum hliðum til að vekja á sér athygli. Það blasir því við að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, sem er eins og flestir Samfylkingin, þarf því að koma sér upp einhverri sérstöðu og finna mál til að nota gegn stjórnarflokkunum. Það er frekar erfitt enda er staða mála í góðu lagi. Ekkert er af því tagi að illa standi fyrir þjóðina á þessu augnabliki. Það er afar fátt af skotfærum til á vinstribæjunum til að sækja að ríkisstjórninni og forystumönnum hennar. Það er óttalegt ströggl greinilega hjá Samfylkingunni að reyna að leita eftir einhverju að tala um." Geir fær hrós fyrir að svara þessum froðukennda málflutningi Samfylkingarinnar af hörku.
Vangaveltur um fjárlög 2005
Í pistli mínum á vef SUS fjalla ég um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem lagt var fram fyrr í mánuðinum. Þar segir: "Athyglisvert er að renna yfir frumvarpið, helstu tölur þess og tengda þætti á hinum ítarlega og vel uppsetta fjárlagavef, sem ég hvet alla til að skoða. Við fyrstu sýn er um gott frumvarp að ræða og góður tekjuafgangur fyrirsjáanlegur. Gagnrýna má hinsvegar ýmsa þætti. Fyrst skal þar telja að ekki er gert ráð fyrir sölu Símans þar. Ef marka má orð forystumanna stjórnarsamstarfsins, einkum Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra, í stefnuræðu sinni mun söluferli fara í gang í vetur. Ég ítreka það að sala Símans verður að hefjast á þessum þingvetri. Ekki má tefja það mál. Skattalækkanir byrja loks að koma til framkvæmda. Þó er farið varlega af stað. Gagnrýna má harkalega hversu stutt skref eru stigin í upphafi eins og fyrr er vikið að. Eins og ég hef oft bent á er mikilvægt að hefja skattalækkanir af krafti, upphaf þeirra má finna þarna. Mikilvægt er að kominn er upp rammi að ferli málsins. Ljóst er á fjárlagafrumvarpi Geirs H. Haarde fjármálaráðherra, og ríkisstjórnarinnar, að vel hefur tekist til að hálfu stjórnarflokkanna við að stjórna landinu og sótt er fram af krafti til eflingar efnahagslífi landsins. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks mun nú sem ávallt áður stýra af ábyrgð og festu í fjármálum landsmanna. Eins og ég hef vikið er mikilvægt að Síminn verði seldur sem fyrst, það er forgangsmál næsta vetrar að mínu mati. Áfram þarf að halda af krafti í einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Mikill árangur hefur náðst í þeim efnum með sölu t.d. ríkisbankanna og Sementsverksmiðjunnar svo dæmi sé tekið. Það er fyrir löngu tímabært að þætti ríkisins í fyrirtækjarekstri eða samkeppni við einkaaðila ljúki. Með einkavæðingu er stuðlað að virkari samkeppni og aukinni framleiðni í efnahagslífinu, sem bætir svo auðvitað lífskjörin að sjálfsögðu."
Dagurinn í dag
1918 Spænska veikin barst til landsins með tveimur skipum, öðru frá Kaupmannahöfn en hinu frá New York. Í þessari skæðu inflúensu létust á nokkrum vikum vel á fimmta hundrað manns í Reykjavík
1965 Fyrsta plata hljómsveitar Ingimars Eydal kom út. Meðal laga á plötunni voru klassísk lög á borð við Vor í Vaglaskógi og Á sjó. Hljómsveitin starfaði með breytingum allt til andláts Ingimars 1993
1973 Richard Nixon forseti Bandaríkjanna, neitar að afhenda dómstólum hljóðritanir á trúnaðarsamtölum úr forsetaskrifstofunni vegna Watergate-málsins. Þessi ákvörðun leiddi til málaferla sem lauk fyrir hæstarétti þar sem forsetanum var skipað að afhenda hljóðritanirnar. Sú ákvörðun leiddi í ljós að forsetinn hafði fulla vitneskju, allt frá júní 1972 á innbrotinu í Watergate bygginguna og tók þátt í yfirhylmingu málsins. Leiddi málið til afsagnar forsetans, 9. ágúst 1974
1989 Guildford fjórmenningunum sleppt úr fangelsi, eftir að sannað var að þau voru saklaus um að hafa staðið á bakvið sprengjutilræði í Guildford 1975. Þau sátu inni saklaus í 15 ár, er talið eitt mesta hneykslið í réttarsögu Bretlands - saga málsins er sögð í kvikmyndinni In the Name of the Father
2003 Móðir Teresa gerð að dýrlingi af Jóhannesi Páli páfa II við hátíðlega athöfn - hún lést 1997
Snjallyrði dagsins
Þú velur mig svo aftur sem forsætisráðherraefni?
- Já, þegar ég er búinn að flytja ræðuna um beint lýðræði.
Fæ ég ekki að vera borgarstjóraefni aftur? Og án prófkjörs aftur?
- Jú, en ekki trufla mig, ég er undirbúa ræðuna mína um beint lýðræði.
Og ég vil fá að tilnefna nokkra vini mína á listann með mér. Og þeir mega ekki þurfa að fara í prófkjör.
- Nei, nei, róleg. Leyfðu mér að klára ræðuna mína, svo göngum við frá þessu.
Já og þinglistarnir, þú ætlar að passa uppstillinguna þar? Hún má ekki klúðrast í prófkjöri.
- Jájá, hvað er þetta, fær maður engan frið til að undirbúa ræðurnar sínar um lýðræði. Við göngum frá þessu á eftir sagði ég.
Ingibjörg og Össur ræða 'lýðræðið' í Samfylkingunni (pistill á Vef-Þjóðviljanum)
<< Heim