Heitast í umræðunni
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, var í gær viðstödd opnun rannsóknar- og nýsköpunarhúss Háskólans á Akureyri. Við komuna að húsinu höfðu grunnskólakennarar í verkfalli tekið sér stöðu með mótmælaspjöld til að minna á málstað sinn og vildu ræða við ráðherrann. Ræddi Þorgerður við kennarana nokkra stund og nefndi það þar að ef til vill mætti skoða hvort flytja ætti grunnskólana aftur yfir til ríkisins. Lýsti menntamálaráðherra þeirri skoðun sinni að kennarar væru ekki á háum launum. Þorgerður Katrín sýndi styrk sinn og kraft sem stjórnmálamanns með því að standa fyrir utan rannsóknarhúsið hér á Akureyri í kuldanum í gær og ræða málin við kennarana. Þetta er eitthvað sem ekki hefur mikið sést af hér, einhverjir hefðu kannski bara strunsað inn og ekki eytt tíma eða orku í að tala um samningaviðræður milli tveggja aðila sem tengjast ekki viðkomandi beint. Hún fær mörg prik fyrir það. Sjálfsagt er að ráðherra tjái sig með þeim hætti sem hún telur best. Ég er langt í frá sammála þeirri afstöðu hennar eða pælingu um að flytja skólana aftur til ríkisins. Þetta var sennilega meira sett fram sem pæling en eitthvað annað, um að flytja grunnskólana aftur til ríkisins. Það má vissulega hugleiða, en ég er alfarið á móti því að flytja þetta yfir. Er ekki undarlegt að þessi orð ráðherra hafi nú leitt til þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hafi hafi óskað eftir skýringum á orðum ráðherrans eftir helgi. Rétt er að hún útskýri þetta nánar og fari betur yfir í hvaða samhengi hún setti þetta fram. Jafnframt finnst mér undarlegt að ráðherra tjái sig beint um laun kennara, það er réttast að ráðherra og ríkið sitji hjá í þessu máli. Ekki kemur til greina að mínu mati að ríkið komið að málinu, nema þá kannski með því að miðla málum með þeim hætti sem forsætisráðherra hefur vikið að seinustu daga. Annars sá ég þessi orðaskipti tilsýndar í gær og dáist að ráðherranum að taka sinn tíma í ræða við fólkið. Það hefðu ekki allir gert. Hinsvegar eru skoðanir okkar á málinu greinilega eitthvað ólíkar.
Nú þegar 10 dagar eru eftir af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum eru forsetaframbjóðendurnir George W. Bush og John Kerry á fleygiferð um landið til að hitta kjósendur. Kosningabaráttan hefur náð hámarki og öllu er beitt nú á lokasprettinum til að ná til kjósenda og frambjóðendur beita öllum kröftum sínum og hæfileikum til að reyna að heilla kjósendur í mikilvægustu fylkjum kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Bush forseti, forskot á keppinaut sinn. Er það allt frá 1% upp í 6%. Mest mælist forskotið í könnun Washington Post en minnst er það í könnunum Reuters/Zogby. Munurinn á frambjóðendunum er oftast innan skekkjumarka, en forskot forsetans er það naumt að ekki er hægt að slá því föstu að hann hafi yfirhöndina hvað varðar kjörmannasamkunduna sem allt snýst um. Ef marka má mælingar sem birtast á vefum eftir könnunum um allt land eru þeir svo til hnífjafnir og langt í frá öruggt um úrslit, þó staða forsetans sé ívið sterkari. Í gær var Kerry að reyna að höfða til kvenna með ræðum sínum í Wisconsin og Nevada. Á fjölmennum fundi í Wisconsin kynnti Caroline Kennedy Schlossberg einkadóttir John F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna, Kerry og talaði mjög vel um verk hans og um hann sem persónu. Caroline er mikill stuðningsmaður Kerrys og hefur Kennedy-fjölskyldan lagt honum mikið lið í kosningabaráttunni. Á sama tíma var forsetinn staddur í Ohio og flutti þar kraftmikla ræðu og minnti á fimm atriði sem skilja hann að skoðanalega frá Kerry. Í dag var forsetinn staddur í Flórída og Kerry í Colorado og Nýju Mexíkó. Í ræðum sínum þar varð þeim tíðrætt um öryggismál og réðust þeir að hvorum öðrum af krafti. Frambjóðendurnir hafa mjög stranga dagskrá og lítið um frístundir, enda aðeins rúm vika í kjördag. Baráttan harðnar sífellt á lokasprettinum.
Rannsóknarhús HA tekið í notkun
Eins og fyrr segir var rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri tekið formlega í notkun í gær. Viðstaddir vígsluna voru fimm ráðherrar, forseti Alþingis, bæjarstjóri og bæjarfulltrúar, auk þingmanna kjördæmisins. Tilkoma hússins og aðstöðunnar þar markar sannkallaða byltingu í húsnæðismálum skólans og markar mikil þáttaskil í sögu háskólans hér í bænum, sem hefur sífellt vaxið og dafnað, þá tæpa tvo áratugi sem hann hefur verið til. Lög um Háskólann á Akureyri voru sett af Alþingi 27. apríl 1988. Á þeim tíma voru tvær brautir starfandi við Háskólann; hjúkrunarfræðibraut og iðnrekstrarfræðibraut. Þá hafði verið ákveðið að taka upp kennslu í sjávarútvegsfræðum og matvælafræðum. Þegar skólinn opnaði árið 1987, eða fyrir 16 árum, voru 50 nemendur við skólann en þeir eru nú vel yfir 1000. Frá seinasta ári hafa 6 deildir verið þar að störfum og starfsmenn skólans eru rúmlega 130. Að mínu mati er uppbygging Háskólans á Akureyri einhver mikilvægasta og þarfasta byggðaaðgerð, sem gripið hefur verið til hérlendis á síðari árum. Alla tíð hefur ríkt mikil samstaða á gervöllu Norðurlandi um mikilvægi háskólanáms á Akureyri, skólinn er hornsteinn uppbyggingar hér á þessu svæði.
Dagurinn í dag
1956 Þúsundir ungverja mótmæla kommúnistastjórn landsins og krefjast almennra mannréttinda - stjórn landsins barði niður mótmælin með harðri hendi með beitingu valds nokkrum dögum síðar
1973 Richard Nixon samþykkir að afhenda dómstólum hljóðritanir á trúnaðarsamtölum úr forsetaskrifstofunni vegna Watergate-málsins. Hæstiréttur landsins hafði áður skipað honum að afhenda segulböndin. Aðeins var birtur hluti spólanna á þessum tímapunkti, höfða þurfti fleiri mál til að fá öll gögnin, birting þeirra sumarið 1974 leiddi í ljós að forsetinn hafði fulla vitneskju, allt frá júní 1972 á innbrotinu í Watergate bygginguna og tók þátt í yfirhylmingu málsins. Leiddi málið til afsagnar Nixons forseta, 9. ágúst 1974. Hann varð fyrstur af forsetum landsins til að segja af sér embætti
1976 Nýr flugvöllur við Sauðárkrók tekinn í notkun - var nefndur eftir Alexander Jóhannessyni rektor
2002 Téténskir uppreisnarmenn taka rúmlega 700 manns í gíslingu í þjóðleikhúsinu í Moskvu - gíslatökunni lauk tveim sólarhringum síðar þegar yfirvöld réðust inn í leikhúsið og sprautuðu gasi þar inn. Allir uppreisnarmennirnir voru drepnir í innrás hersins í húsið, auk þeirra létust um 120 gíslar
2003 George W. Bush forseti Bandaríkjanna, ávarpar ástralska þingið - neyddist til að gera hlé á ræðunni vegna hrópa frá þingmönnum græningja sem mótmæltu mjög, einkum vegna Íraksstríðsins
Snjallyrði dagsins
Yesterday is not ours to recover, but tomorrow is ours to win or to lose.
Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna (1908-1973)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, var í gær viðstödd opnun rannsóknar- og nýsköpunarhúss Háskólans á Akureyri. Við komuna að húsinu höfðu grunnskólakennarar í verkfalli tekið sér stöðu með mótmælaspjöld til að minna á málstað sinn og vildu ræða við ráðherrann. Ræddi Þorgerður við kennarana nokkra stund og nefndi það þar að ef til vill mætti skoða hvort flytja ætti grunnskólana aftur yfir til ríkisins. Lýsti menntamálaráðherra þeirri skoðun sinni að kennarar væru ekki á háum launum. Þorgerður Katrín sýndi styrk sinn og kraft sem stjórnmálamanns með því að standa fyrir utan rannsóknarhúsið hér á Akureyri í kuldanum í gær og ræða málin við kennarana. Þetta er eitthvað sem ekki hefur mikið sést af hér, einhverjir hefðu kannski bara strunsað inn og ekki eytt tíma eða orku í að tala um samningaviðræður milli tveggja aðila sem tengjast ekki viðkomandi beint. Hún fær mörg prik fyrir það. Sjálfsagt er að ráðherra tjái sig með þeim hætti sem hún telur best. Ég er langt í frá sammála þeirri afstöðu hennar eða pælingu um að flytja skólana aftur til ríkisins. Þetta var sennilega meira sett fram sem pæling en eitthvað annað, um að flytja grunnskólana aftur til ríkisins. Það má vissulega hugleiða, en ég er alfarið á móti því að flytja þetta yfir. Er ekki undarlegt að þessi orð ráðherra hafi nú leitt til þess að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, hafi hafi óskað eftir skýringum á orðum ráðherrans eftir helgi. Rétt er að hún útskýri þetta nánar og fari betur yfir í hvaða samhengi hún setti þetta fram. Jafnframt finnst mér undarlegt að ráðherra tjái sig beint um laun kennara, það er réttast að ráðherra og ríkið sitji hjá í þessu máli. Ekki kemur til greina að mínu mati að ríkið komið að málinu, nema þá kannski með því að miðla málum með þeim hætti sem forsætisráðherra hefur vikið að seinustu daga. Annars sá ég þessi orðaskipti tilsýndar í gær og dáist að ráðherranum að taka sinn tíma í ræða við fólkið. Það hefðu ekki allir gert. Hinsvegar eru skoðanir okkar á málinu greinilega eitthvað ólíkar.
Nú þegar 10 dagar eru eftir af kosningabaráttunni í Bandaríkjunum eru forsetaframbjóðendurnir George W. Bush og John Kerry á fleygiferð um landið til að hitta kjósendur. Kosningabaráttan hefur náð hámarki og öllu er beitt nú á lokasprettinum til að ná til kjósenda og frambjóðendur beita öllum kröftum sínum og hæfileikum til að reyna að heilla kjósendur í mikilvægustu fylkjum kosningabaráttunnar að þessu sinni. Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum hefur Bush forseti, forskot á keppinaut sinn. Er það allt frá 1% upp í 6%. Mest mælist forskotið í könnun Washington Post en minnst er það í könnunum Reuters/Zogby. Munurinn á frambjóðendunum er oftast innan skekkjumarka, en forskot forsetans er það naumt að ekki er hægt að slá því föstu að hann hafi yfirhöndina hvað varðar kjörmannasamkunduna sem allt snýst um. Ef marka má mælingar sem birtast á vefum eftir könnunum um allt land eru þeir svo til hnífjafnir og langt í frá öruggt um úrslit, þó staða forsetans sé ívið sterkari. Í gær var Kerry að reyna að höfða til kvenna með ræðum sínum í Wisconsin og Nevada. Á fjölmennum fundi í Wisconsin kynnti Caroline Kennedy Schlossberg einkadóttir John F. Kennedy fyrrum forseta Bandaríkjanna, Kerry og talaði mjög vel um verk hans og um hann sem persónu. Caroline er mikill stuðningsmaður Kerrys og hefur Kennedy-fjölskyldan lagt honum mikið lið í kosningabaráttunni. Á sama tíma var forsetinn staddur í Ohio og flutti þar kraftmikla ræðu og minnti á fimm atriði sem skilja hann að skoðanalega frá Kerry. Í dag var forsetinn staddur í Flórída og Kerry í Colorado og Nýju Mexíkó. Í ræðum sínum þar varð þeim tíðrætt um öryggismál og réðust þeir að hvorum öðrum af krafti. Frambjóðendurnir hafa mjög stranga dagskrá og lítið um frístundir, enda aðeins rúm vika í kjördag. Baráttan harðnar sífellt á lokasprettinum.
Rannsóknarhús HA tekið í notkun
Eins og fyrr segir var rannsóknar- og nýsköpunarhús Háskólans á Akureyri tekið formlega í notkun í gær. Viðstaddir vígsluna voru fimm ráðherrar, forseti Alþingis, bæjarstjóri og bæjarfulltrúar, auk þingmanna kjördæmisins. Tilkoma hússins og aðstöðunnar þar markar sannkallaða byltingu í húsnæðismálum skólans og markar mikil þáttaskil í sögu háskólans hér í bænum, sem hefur sífellt vaxið og dafnað, þá tæpa tvo áratugi sem hann hefur verið til. Lög um Háskólann á Akureyri voru sett af Alþingi 27. apríl 1988. Á þeim tíma voru tvær brautir starfandi við Háskólann; hjúkrunarfræðibraut og iðnrekstrarfræðibraut. Þá hafði verið ákveðið að taka upp kennslu í sjávarútvegsfræðum og matvælafræðum. Þegar skólinn opnaði árið 1987, eða fyrir 16 árum, voru 50 nemendur við skólann en þeir eru nú vel yfir 1000. Frá seinasta ári hafa 6 deildir verið þar að störfum og starfsmenn skólans eru rúmlega 130. Að mínu mati er uppbygging Háskólans á Akureyri einhver mikilvægasta og þarfasta byggðaaðgerð, sem gripið hefur verið til hérlendis á síðari árum. Alla tíð hefur ríkt mikil samstaða á gervöllu Norðurlandi um mikilvægi háskólanáms á Akureyri, skólinn er hornsteinn uppbyggingar hér á þessu svæði.
Dagurinn í dag
1956 Þúsundir ungverja mótmæla kommúnistastjórn landsins og krefjast almennra mannréttinda - stjórn landsins barði niður mótmælin með harðri hendi með beitingu valds nokkrum dögum síðar
1973 Richard Nixon samþykkir að afhenda dómstólum hljóðritanir á trúnaðarsamtölum úr forsetaskrifstofunni vegna Watergate-málsins. Hæstiréttur landsins hafði áður skipað honum að afhenda segulböndin. Aðeins var birtur hluti spólanna á þessum tímapunkti, höfða þurfti fleiri mál til að fá öll gögnin, birting þeirra sumarið 1974 leiddi í ljós að forsetinn hafði fulla vitneskju, allt frá júní 1972 á innbrotinu í Watergate bygginguna og tók þátt í yfirhylmingu málsins. Leiddi málið til afsagnar Nixons forseta, 9. ágúst 1974. Hann varð fyrstur af forsetum landsins til að segja af sér embætti
1976 Nýr flugvöllur við Sauðárkrók tekinn í notkun - var nefndur eftir Alexander Jóhannessyni rektor
2002 Téténskir uppreisnarmenn taka rúmlega 700 manns í gíslingu í þjóðleikhúsinu í Moskvu - gíslatökunni lauk tveim sólarhringum síðar þegar yfirvöld réðust inn í leikhúsið og sprautuðu gasi þar inn. Allir uppreisnarmennirnir voru drepnir í innrás hersins í húsið, auk þeirra létust um 120 gíslar
2003 George W. Bush forseti Bandaríkjanna, ávarpar ástralska þingið - neyddist til að gera hlé á ræðunni vegna hrópa frá þingmönnum græningja sem mótmæltu mjög, einkum vegna Íraksstríðsins
Snjallyrði dagsins
Yesterday is not ours to recover, but tomorrow is ours to win or to lose.
Lyndon B. Johnson forseti Bandaríkjanna (1908-1973)
<< Heim