Heitast í umræðunni
Fram kom í fréttum í gær að Síminn hefði aukið hlut sinn í Skjá einum. Hefur Síminn nú tryggt sér meirihluta í fyrirtækinu og ræður þar nú förinni með 50,4% eignahlutdeild í því. Eins og fram hefur komið áður er ég algjörlega andvígur því að ríkisfyrirtæki sé að eignast stóran hluta í fjölmiðlafyrirtæki og hvað þá að það sé komið með ráðandi hlut í rekstrinum. Stangast þessi kaup á við allar mínar pólitísku hugsjónir og er algjörlega ómögulegt að mínu mati að vera samþykkur þessum gjörðum meðan Síminn er í eigu ríkisins. Hefðu lög um eignarhald á fjölmiðlum verið sett í sumar eins og stefnt var að, en forseti Íslands í slagtogi við fjölmiðlarisa og stjórnarandstöðuna stöðvuðu af, hefðu þessi viðskipti verið ólögleg, enda er Síminn með markaðsráðandi stöðu á sínu sviði. En lögin eru ekki til staðar. Það er samt óneitanlega fyndið að heyra stjórnarandstöðuna sem hvað mest barðist gegn lögunum í sumar reyna nú að finna höggstað á stjórnarflokkunum vegna þessa máls. Þeir eiga erfitt með að tjá sig, enda er erfitt að sjá hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir geti verið trúverðugir eftir að hafa reynt allt til að koma í veg fyrir að sett væru lög um eignarhald á fjölmiðlum almennt. Sífellt sést betur hversu lögin sem átti að setja í sumar voru nauðsynleg. Þau hefðu stöðvað þessar ákvarðanir stjórnar Símans sem er stjórnað af Rannveigu Rist og komið í veg fyrir þær. Hefðu tekið á þeim. Stjórnin er hinsvegar ekki að brjóta nein lög með þessum ákvörðunum enda fóru lögin sína leið. Það er hinsvegar mikilvægt að fara að vinna að því að setja slík lög með þeim hætti. Ennfremur er mikilvægt að selja Símann sem fyrst, enda er ég algjörlega mótfallinn þessum kaupum og því að markaðsráðandi fyrirtæki sé með þessa stöðu. Sérstaklega er ég svo mótfallinn því að ríkið sé í sjónvarpsrekstri. Það er algjörlega gegn mínum lífssjónarmiðum að ríkið bæti við sig fjölmiðlum og því mikilvægt að selja fyrirtækið og að auki setja lög um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum. Alveg á hreinu!
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og fyrrum umhverfisráðherra, hefur lagt fram á þingi athyglisvert frumvarp sem miðar að því að ráðherrar megi ekki samhliða ráðherradómi gegna stöðu þingmanns. Siv hafði áður lagt slíkt frumvarp fram skömmu áður en hún varð ráðherra, 1998-1999, og leggur sömu tillögur nú fram. Telur hún rétt að skilið sé betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, í stjórnsýslu okkar, með þessum hætti. Sagði Siv í kynningu á frumvarpinu að kostir og gallir væru bæði við tillögurnar sem hún legði fram. Kostirnir að sínu mati myndu vega þyngra, en þeir fælust í minna ráðherraræði og auknu sjálfstæði þingsins. Gallarnir væru aukinn kostnaður, nema þingmönnum yrði fækkað samhliða, og aukið vægi stjórnarflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni, nema gripið yrði til sértækra ráða til að styrkja stjórnarandstöðu til mótvægis vegna þessa. Er þetta frumvarp gott til að fá fram umræðu um þessi mál. Er ekki vanþörf á að fækka t.d. ráðuneytum að mínu mati. Það má gera með mörgum hætti. Nefndi ég í viðtali við Rás 2 í febrúar tvö dæmi um það. Önnur tillagan (og sú sem mér hugnast betur) er að dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðuneyti innanríkismála. Ennfremur væru byggðamál færð úr iðnaðarráðuneyti til þessa nýja ráðuneytis. Önnur tillaga sem ég tel vænlega til að athuga er sameining atvinnuvegaráðuneytanna í eitt. Með því yrðu landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti sameinuð. Báðar þessar tillögur eru allrar athygli verðar og mikilvægt að tekin sé upp umræða um þetta. Verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á þingi um frumvarp Sivjar.
Ályktanir stjórnar Varðar
Stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, kom saman í gærkvöldi undir minni stjórn. Þar voru samþykktar þrjár ályktanir, svohljóðandi:
Vörður, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar hugmyndum um byggingu á Baldurshagalóðinni. Félagið fagnar öllum þeim sem sjá sér hag í að koma fram með hugmyndir um uppbyggingu bæjarins sama hversu djarfar þær eru. Eins og áður hefur komið fram lýsir félagið yfir ánægju sinni með líflega umræðu um skipulagsmál í bænum eftir íbúaþingið í seinasta mánuði. Félagið vill sjá frekari uppbyggingu í kringum miðbæjarkjarnann, allt austan við Glerárgötu og norður að Tryggvabraut. Vörður telur að taka skuli allt Eyrarsvæðið og það skuli endurskipulagt sem nútíma íbúðarsvæði í bland við hús sem hafa menningarlegt gildi. Það er hiklaust stefna Varðar að byggja eigi upp blómlega byggð sem næst miðbæjarkjarnanum. Félagið horfir sérstaklega á lóð Eimskipafélagsins sem vænlegan kost til uppbyggingar á háhýsum og lítur svo á að leyfisveiting fyrir frystigeymslu muni seinka um of allri þróun á svæðinu, enda fara íbúar- og atvinnusvæði illa saman. Félagið telur að nauðsynlegt sé að færa atvinnustarfsemi af Eyrarsvæðinu í fyllingu tímans og finna því stað á vænlegri stöðum. Sérstaklega væri rétt að líta til Krossanessvæðisins. Vörður vill að bærinn verði enn kraftmeiri og öflugri höfuðstaður Norðurlands í fyllingu tímans og að innsigling fyrir skemmtiferðaskip verði sú fallegasta í heiminum, með háhýsi og menningarhús við sjávarsíðuna.
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, harmar að grunnskólakennarar hafi enn einu sinni valið þann kost að fara í verkfall og stefna með því framtíð grunnskólabarna í hættu, og halda þeim í gíslingu sinni eins og margoft áður. Telur félagið rétt að hvetja sveitarfélög til að íhuga breytt fyrirkomulag á rekstri í skólamálum. Mikilvægt er að fá fram meiri umræðu um möguleikann á einkarekstri í skólakerfi grunnskóla, slíkt myndi að mati félagsins stuðla að fjölbreyttara og litríkara skólastarfi. Vörður telur verkfallsvopnið vera úrelt tæki í kjarabaráttu. Verkfall bitnar nú sem fyrr á þeim sem síst skyldi. Verkföll eru leifar gamalla tíma úr úreltri kjarabaráttu og notkun þess setur í þessu tilfelli heila stétt á lægri stall. Sérstaklega telur félagið rétt að harma hörð viðbrögð kennaraforystunnar við jákvæðu og eðlilegu frumkvæði fyrirtækja að bjóða börnum starfsmanna sinna gæslu á vinnutíma sem er fráleitt að kalla verkfallsbrot. Vonlaust er fyrir sveitarfélögin að ganga að ítrustu kröfum kennaraforystunnar og fátt sem bendir til að svigrúm sé til þess. Er mikilvægt að samninganefndirnar líti á þann ramma sem mögulegur er til framkvæmda á þessu stigi málsins og semji um kjör kennara með raunhæfum hætti út frá því. Jafnframt væri eðlilegra að kennarar myndu taka skref í faglega átt í kjaradeilu sinni og hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara. Slíkt er að mati Varðar mun vænlegra til árangurs en karp um kennsluskyldu og frítíma.
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar því að Pétur Blöndal alþingismaður, hafi lagt fram á Alþingi, frumvarp til laga um að leggja niður embætti forseta Íslands, árið 2008, við lok núgildandi kjörtímabils forsetans. Er nauðsynlegt að fá fram umræðu um embættið, hvernig það hefur breyst í öldugangi stjórnmálaheimsins á undanförnum mánuðum og hversu mjög það hefur skaddast. Tilkoma frumvarpsins er kærkomið tækifæri fyrir þá sem eru andsnúnir embættinu og vilja uppstokkun í stjórnkerfinu að stíga fram og tjá sig og hefja umræðuna og óska eftir skoðanaskiptum um embætti forseta Íslands. Raunverulegar embættisskyldur forsetans eru einkum formlegs eðlis og í raun gætu þau verið í höndum forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Embætti forseta Íslands er með öllu ónauðsynlegt í lýðræðisríki og ekki síður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur. Telur Vörður rétt að minna á þá afstöðu sem margoft hefur komið fram á þingum Sambands ungra sjálfstæðismanna að leggja skuli niður forsetaembættið og stokka upp stjórnkerfið. Vörður fagnar því að ungt hægrifólk hafi eignast jafntraustan og virkan samherja í þessu máli og Pétur Blöndal.
Umfjöllun um ályktanir Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Dagurinn í dag
1964 Gert opinbert að Nikita Krushchev hafi ekki vikið sjálfviljugur af valdastóli, heldur hafi verið steypt af stóli af flokksfélögum sínum á bakvið tjöldin. Hann lifði í kyrrþey þau 7 ár sem hann lifði eftir það og kom ekki oftar fram opinberlega. Tilfærslurnar í Moskvu leiddu til harðra stefnubreytinga
1969 Víetnamstríðinu mótmælt harkalega um gjörvöll Bandaríkin í fjöldamótmælum almennings
1975 Fiskveiðilögsagan færð út í 200 sjómílur - hafsvæði innan lögsögunnar er 758 þúsund ferkílómetrar en 216 þúsund fyrir þessa ákvörðun, er 50 mílurnar voru. Deilum við Breta um lögsöguna lauk með samningum sumarið 1976. Frá þeim tíma hefur verið friður á miðunum
1979 Ríkisstjórn Benedikts Gröndal, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, tók við völdum. Stjórnin sat við völd í aðeins tæpa fjóra mánuði og er því skammlífasta ríkisstjórnin í sögu íslenskra stjórnmála
1998 Um sex þúsund Íslendingar héldu dagbók á degi dagbókarinnar. Meðal þeirra sem skrifaði dagbók um daginn sinn var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og þáverandi menntamálaráðherra
Snjallyrði dagsins
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjörð.
Ennþá á óskastund
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) (Sigling inn Eyjafjörð)
Fram kom í fréttum í gær að Síminn hefði aukið hlut sinn í Skjá einum. Hefur Síminn nú tryggt sér meirihluta í fyrirtækinu og ræður þar nú förinni með 50,4% eignahlutdeild í því. Eins og fram hefur komið áður er ég algjörlega andvígur því að ríkisfyrirtæki sé að eignast stóran hluta í fjölmiðlafyrirtæki og hvað þá að það sé komið með ráðandi hlut í rekstrinum. Stangast þessi kaup á við allar mínar pólitísku hugsjónir og er algjörlega ómögulegt að mínu mati að vera samþykkur þessum gjörðum meðan Síminn er í eigu ríkisins. Hefðu lög um eignarhald á fjölmiðlum verið sett í sumar eins og stefnt var að, en forseti Íslands í slagtogi við fjölmiðlarisa og stjórnarandstöðuna stöðvuðu af, hefðu þessi viðskipti verið ólögleg, enda er Síminn með markaðsráðandi stöðu á sínu sviði. En lögin eru ekki til staðar. Það er samt óneitanlega fyndið að heyra stjórnarandstöðuna sem hvað mest barðist gegn lögunum í sumar reyna nú að finna höggstað á stjórnarflokkunum vegna þessa máls. Þeir eiga erfitt með að tjá sig, enda er erfitt að sjá hvernig stjórnarandstöðuflokkarnir geti verið trúverðugir eftir að hafa reynt allt til að koma í veg fyrir að sett væru lög um eignarhald á fjölmiðlum almennt. Sífellt sést betur hversu lögin sem átti að setja í sumar voru nauðsynleg. Þau hefðu stöðvað þessar ákvarðanir stjórnar Símans sem er stjórnað af Rannveigu Rist og komið í veg fyrir þær. Hefðu tekið á þeim. Stjórnin er hinsvegar ekki að brjóta nein lög með þessum ákvörðunum enda fóru lögin sína leið. Það er hinsvegar mikilvægt að fara að vinna að því að setja slík lög með þeim hætti. Ennfremur er mikilvægt að selja Símann sem fyrst, enda er ég algjörlega mótfallinn þessum kaupum og því að markaðsráðandi fyrirtæki sé með þessa stöðu. Sérstaklega er ég svo mótfallinn því að ríkið sé í sjónvarpsrekstri. Það er algjörlega gegn mínum lífssjónarmiðum að ríkið bæti við sig fjölmiðlum og því mikilvægt að selja fyrirtækið og að auki setja lög um eignarhald á fjölmiðlafyrirtækjum. Alveg á hreinu!
Siv Friðleifsdóttir alþingismaður og fyrrum umhverfisráðherra, hefur lagt fram á þingi athyglisvert frumvarp sem miðar að því að ráðherrar megi ekki samhliða ráðherradómi gegna stöðu þingmanns. Siv hafði áður lagt slíkt frumvarp fram skömmu áður en hún varð ráðherra, 1998-1999, og leggur sömu tillögur nú fram. Telur hún rétt að skilið sé betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds, í stjórnsýslu okkar, með þessum hætti. Sagði Siv í kynningu á frumvarpinu að kostir og gallir væru bæði við tillögurnar sem hún legði fram. Kostirnir að sínu mati myndu vega þyngra, en þeir fælust í minna ráðherraræði og auknu sjálfstæði þingsins. Gallarnir væru aukinn kostnaður, nema þingmönnum yrði fækkað samhliða, og aukið vægi stjórnarflokka sem skipa ríkisstjórn hverju sinni, nema gripið yrði til sértækra ráða til að styrkja stjórnarandstöðu til mótvægis vegna þessa. Er þetta frumvarp gott til að fá fram umræðu um þessi mál. Er ekki vanþörf á að fækka t.d. ráðuneytum að mínu mati. Það má gera með mörgum hætti. Nefndi ég í viðtali við Rás 2 í febrúar tvö dæmi um það. Önnur tillagan (og sú sem mér hugnast betur) er að dóms- og kirkjumálaráðuneyti, umhverfisráðuneyti, félagsmálaráðuneyti og samgönguráðuneyti verði sameinuð í eitt ráðuneyti innanríkismála. Ennfremur væru byggðamál færð úr iðnaðarráðuneyti til þessa nýja ráðuneytis. Önnur tillaga sem ég tel vænlega til að athuga er sameining atvinnuvegaráðuneytanna í eitt. Með því yrðu landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti sameinuð. Báðar þessar tillögur eru allrar athygli verðar og mikilvægt að tekin sé upp umræða um þetta. Verður fróðlegt að fylgjast með umræðunni á þingi um frumvarp Sivjar.
Ályktanir stjórnar Varðar
Stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, kom saman í gærkvöldi undir minni stjórn. Þar voru samþykktar þrjár ályktanir, svohljóðandi:
Vörður, félag ungra Sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar hugmyndum um byggingu á Baldurshagalóðinni. Félagið fagnar öllum þeim sem sjá sér hag í að koma fram með hugmyndir um uppbyggingu bæjarins sama hversu djarfar þær eru. Eins og áður hefur komið fram lýsir félagið yfir ánægju sinni með líflega umræðu um skipulagsmál í bænum eftir íbúaþingið í seinasta mánuði. Félagið vill sjá frekari uppbyggingu í kringum miðbæjarkjarnann, allt austan við Glerárgötu og norður að Tryggvabraut. Vörður telur að taka skuli allt Eyrarsvæðið og það skuli endurskipulagt sem nútíma íbúðarsvæði í bland við hús sem hafa menningarlegt gildi. Það er hiklaust stefna Varðar að byggja eigi upp blómlega byggð sem næst miðbæjarkjarnanum. Félagið horfir sérstaklega á lóð Eimskipafélagsins sem vænlegan kost til uppbyggingar á háhýsum og lítur svo á að leyfisveiting fyrir frystigeymslu muni seinka um of allri þróun á svæðinu, enda fara íbúar- og atvinnusvæði illa saman. Félagið telur að nauðsynlegt sé að færa atvinnustarfsemi af Eyrarsvæðinu í fyllingu tímans og finna því stað á vænlegri stöðum. Sérstaklega væri rétt að líta til Krossanessvæðisins. Vörður vill að bærinn verði enn kraftmeiri og öflugri höfuðstaður Norðurlands í fyllingu tímans og að innsigling fyrir skemmtiferðaskip verði sú fallegasta í heiminum, með háhýsi og menningarhús við sjávarsíðuna.
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, harmar að grunnskólakennarar hafi enn einu sinni valið þann kost að fara í verkfall og stefna með því framtíð grunnskólabarna í hættu, og halda þeim í gíslingu sinni eins og margoft áður. Telur félagið rétt að hvetja sveitarfélög til að íhuga breytt fyrirkomulag á rekstri í skólamálum. Mikilvægt er að fá fram meiri umræðu um möguleikann á einkarekstri í skólakerfi grunnskóla, slíkt myndi að mati félagsins stuðla að fjölbreyttara og litríkara skólastarfi. Vörður telur verkfallsvopnið vera úrelt tæki í kjarabaráttu. Verkfall bitnar nú sem fyrr á þeim sem síst skyldi. Verkföll eru leifar gamalla tíma úr úreltri kjarabaráttu og notkun þess setur í þessu tilfelli heila stétt á lægri stall. Sérstaklega telur félagið rétt að harma hörð viðbrögð kennaraforystunnar við jákvæðu og eðlilegu frumkvæði fyrirtækja að bjóða börnum starfsmanna sinna gæslu á vinnutíma sem er fráleitt að kalla verkfallsbrot. Vonlaust er fyrir sveitarfélögin að ganga að ítrustu kröfum kennaraforystunnar og fátt sem bendir til að svigrúm sé til þess. Er mikilvægt að samninganefndirnar líti á þann ramma sem mögulegur er til framkvæmda á þessu stigi málsins og semji um kjör kennara með raunhæfum hætti út frá því. Jafnframt væri eðlilegra að kennarar myndu taka skref í faglega átt í kjaradeilu sinni og hefja umræðu um mat á hæfni og dugnaði hvers og eins kennara. Slíkt er að mati Varðar mun vænlegra til árangurs en karp um kennsluskyldu og frítíma.
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, fagnar því að Pétur Blöndal alþingismaður, hafi lagt fram á Alþingi, frumvarp til laga um að leggja niður embætti forseta Íslands, árið 2008, við lok núgildandi kjörtímabils forsetans. Er nauðsynlegt að fá fram umræðu um embættið, hvernig það hefur breyst í öldugangi stjórnmálaheimsins á undanförnum mánuðum og hversu mjög það hefur skaddast. Tilkoma frumvarpsins er kærkomið tækifæri fyrir þá sem eru andsnúnir embættinu og vilja uppstokkun í stjórnkerfinu að stíga fram og tjá sig og hefja umræðuna og óska eftir skoðanaskiptum um embætti forseta Íslands. Raunverulegar embættisskyldur forsetans eru einkum formlegs eðlis og í raun gætu þau verið í höndum forsætisráðherra eða forseta Alþingis. Embætti forseta Íslands er með öllu ónauðsynlegt í lýðræðisríki og ekki síður gríðarlega kostnaðarsamt fyrir skattgreiðendur. Telur Vörður rétt að minna á þá afstöðu sem margoft hefur komið fram á þingum Sambands ungra sjálfstæðismanna að leggja skuli niður forsetaembættið og stokka upp stjórnkerfið. Vörður fagnar því að ungt hægrifólk hafi eignast jafntraustan og virkan samherja í þessu máli og Pétur Blöndal.
Umfjöllun um ályktanir Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Dagurinn í dag
1964 Gert opinbert að Nikita Krushchev hafi ekki vikið sjálfviljugur af valdastóli, heldur hafi verið steypt af stóli af flokksfélögum sínum á bakvið tjöldin. Hann lifði í kyrrþey þau 7 ár sem hann lifði eftir það og kom ekki oftar fram opinberlega. Tilfærslurnar í Moskvu leiddu til harðra stefnubreytinga
1969 Víetnamstríðinu mótmælt harkalega um gjörvöll Bandaríkin í fjöldamótmælum almennings
1975 Fiskveiðilögsagan færð út í 200 sjómílur - hafsvæði innan lögsögunnar er 758 þúsund ferkílómetrar en 216 þúsund fyrir þessa ákvörðun, er 50 mílurnar voru. Deilum við Breta um lögsöguna lauk með samningum sumarið 1976. Frá þeim tíma hefur verið friður á miðunum
1979 Ríkisstjórn Benedikts Gröndal, minnihlutastjórn Alþýðuflokksins, tók við völdum. Stjórnin sat við völd í aðeins tæpa fjóra mánuði og er því skammlífasta ríkisstjórnin í sögu íslenskra stjórnmála
1998 Um sex þúsund Íslendingar héldu dagbók á degi dagbókarinnar. Meðal þeirra sem skrifaði dagbók um daginn sinn var Björn Bjarnason dómsmálaráðherra og þáverandi menntamálaráðherra
Snjallyrði dagsins
Loks eftir langan dag
lít ég þig, helga jörð.
Seiddur um sólarlag
sigli ég inn Eyjafjörð.
Ennþá á óskastund
opnaðist faðmur hans.
Berast um sólgyllt sund
söngvar og geisladans.
Davíð Stefánsson frá Fagraskógi (1895-1964) (Sigling inn Eyjafjörð)
<< Heim