Bush vs. Kerry > 6 dagar
Harkalegar málefna- og persónuárásir milli George W. Bush og John Kerry, keppinautanna um forsetaembættið í Bandaríkjunum, einkennir kosningabaráttuna á lokasprettinum. Þegar aðeins 6 dagar eru í að kjósendur gangi að kjörborðinu er baráttan orðin að óvægnu og harkalegu áróðursstríði sem virðist sífellt taka neikvæðari ásýnd eftir því sem styttist í að henni ljúki, þótti mörgum nóg um fyrir. Frambjóðendurnir eru á fleygiferð um lykilfylki baráttunnar, 10-12 að tölu, þar sem meginátakalínur kosningaslagsins eru og verða allt til loka. Þar sem baráttan er jafnhörð í lykilfylkjunum sem raun ber vitni grípa frambjóðendur öll tækifæri til að ráðast að andstæðingnum og skoðunum hans og grípa á lofti til að hamra á sem tæki til sóknarfæra í slagnum. Er þetta gert með enn ákveðnari hætti en nokkru sinni fyrr, og er meira að segja algengara nú en á lokasprettinum 2000 þegar Bush og Al Gore kepptu um forsetaembættið. Flestallar skoðanakannanir sýna að Bush forseti, hafi nokkur prósentustig umfram keppinaut sinn á landsvísu. Óákveðnum hefur að sama skapi fækkað umtalsvert, voru fyrir rúmri viku um 18% en eru komnir niður í einungis 4%. Fólk er greinilega að taka endanlega afstöðu til frambjóðandanna nú og mynda sér skoðun á hvor frambjóðandinn sé vænlegri til að vinna að þeim stefnumálum sem viðkomandi telur rétt að koma í framkvæmd eða stefna að á næsta kjörtímabili. Athyglisverðast er að lítil teljanleg breyting verður prósentulega við það að óákveðnir taki afstöðu og verður því enn fróðlegra að sjá framvinduna næstu daga, eftir því sem fólk sem var mitt á milli í afstöðu til forsetaefnanna ákveður hvernig kjósa skuli á þriðjudaginn. Miklar pælingar eru um hvernig lokaslagnum verði hagað. Almennt er talið að ef forsetinn auki fylgi sitt væri hugsanlegt að sumir fylgismanna hans telji með öllu ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti hinsvegar forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars, til að koma afstöðu sinni til skila ef jafnt verður á metunum, eins og kannanir sýna fram á nú. Leiðir þetta hugann að stöðu minnihlutahópa, sem gætu jafnvel ráðið úrslitum ef jafnræði verður með forsetaefnunum. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og lágtekjufólks nýtur Kerry meira fylgis. Þetta vita demókratar og vinna að því með krafti að fá þetta fólk til að kjósa. En það hefur ekki alltaf gengið sem best gegnum tíðina. Greinilegt er hinsvegar á öllu að frambjóðendurnir berjast af krafti allt til enda og öllu er beitt í áróðursstríðinu.
Í harkalegum auglýsingum sem birst hafa seinustu daga ræðst Kerry að forsetanum varðandi málefni Íraks og stöðu mála eftir stríðið þar tengt nýjustu fréttum og vangaveltum. Í ræðu í Wisconsin réðst forsetinn harkalega að Kerry og sagði að hann hefði ekkert annað fram að færa nema umkvartanir. Ekkert væri nýtt í málflutningi hans, engar hugmyndir né stefnumótun um hvernig stjórna skuli landinu með öðrum hætti en gert hefði verið. Kerry var á sömu slóðum í baráttunni í ræðu sinni í Nýju Mexíkó í gær. Það eina í boðskap hans þar var að Bush væri með öllu óhæfur leiðtogi, hefði brugðist skyldu sinni og mistekist að gæta öryggis Bandaríkjanna. Svo virðist vera sem meginefni baráttunnar hafi komið fram í kappræðunum og forsetaefnin endurtaka einungis það sama nú á lokasprettinum og þar kom fram, í mismunandi útgáfum frá degi til dags. Umræða um Hæstarétt er mikil, en við blasir að sá sem nær kjöri á þriðjudag muni skipa a.m.k. 2 dómara við réttinn á komandi kjörtímabili. Mikil umfjöllun er á fréttavefum um allan heim um kosningaslaginn og þá baráttu sem á sér stað nú seinustu dagana. Athygli mína vakti vangaveltur í tveim góðum fréttaskýringum um hvernig forsetaefnin myndu haga störfum sínum á kjörtímabilinu 2005-2009 ef þeir næðu kjöri. Í fréttaskýringunni um annað kjörtímabil forsetans er almennt búist við að hann myndi sigla lygnan sjó, enda líklegt að þingmeirihluti flokksins í báðum deildum muni haldast, einnig er vikið að athyglisverðum pælingum um ráðherrakapal Bush, en almennt er talið að lykilráðherrar stjórnar hans séu á útleið. Í fréttaskýringunni um kjörtímabil Kerry, kemur einkum fram að hann myndi eiga erfitt með að koma málum í gegn vegna þess að hann hefði ekki báðar deildir þingsins á bakvið sig ef hann næði kjöri. Í gær var svo á Stöð 2 vönduð og vel gerð fréttaskýring um meginlínur í stefnu í bandarískri pólitík. Kosningabaráttan heldur áfram í dag af sama krafti og fyrr. Í dag verður Kerry á ferð um Iowa, Minnesota og Ohio. Forsetinn verður á faraldsfæti um lykilfylkin í dag. Hann fór frá Hvíta húsinu í morgun og hélt til Pennsylvaníu. Hann fer þaðan til Ohio og mun ljúka deginum ásamt forsetafrúnni á kosningaferðalagi í Michigan. Kraftmikill kosningaslagur er í lykilfylkjunum eftir því sem styttist í úrslitadaginn stóra.
Heitast í umræðunni
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, kynnti á fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, í gær, og með kennurum á Norðurlandi fyrr í vikunni, tillögur að nýrri lausn í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna, en verkfall grunnskólakennara hefur nú staðið í tæpa 40 daga. Markmið hugmynda Kristjáns eru að einfalda allt vinnuferli að kjarasamningum kennara og stokka upp launakerfi þeirra og vinnutíma. Hún felur í sér 300 þúsund króna meðalgrunnlaun gegn því meginatriði að vinnutími kennara yrði einfaldaður. Lítið miðar í samningaviðræðum í Karphúsinu og kom ekkert út úr samningafundinum sem forsætisráðherra beitti sér fyrir að yrði haldinn í gær. Að óbreyttu er kjaradeilan í algjörum hnút. Því er mikilvægt að fram komi nýjar tillögur og af hinu góða að bæjarstjóri leggi fram nýjar tillögur og útfærslur sem hægt sé að ræða um. Viðbrögð kennaraforystunnar eru frekar fálegar að manni finnst, ekki fjarri því að læðist að fólki endanlega sá grunur að forystumenn þeirra hafi stefnt að verkfalli frá upphafi og njóti sín í stöðunni. Er að mínu mati mjög slæmt að deiluaðilar geti ekki rætt málin og að akkúrat enginn flötur sé til staðar í málinu eftir allan þennan tíma og að þetta langa verkfall stendur enn, eftir deilur og karp um krónutölur, prósentur og fleiri þætti til fleiri vikna. Hefur verkfallið staðið nú í svipaðan tíma og seinasta verkfall grunnskólakennara, árið 1995. Stefnir það að óbreyttu í að verða eitt lengsta verkfall kennara í sögu skólamála á Íslandi. Er því brýnt að leita leiða til að leysa málið og mikilvægt að menn setjist aftur að borðinu og fari helst ekki frá því eða úr Karphúsinu fyrr en niðurstöðu er náð, farsælli fyrir alla aðila og að nemendur fari á ný til skóla og hljóti þá menntun sem þeim á að tryggja samkvæmt lögum. Tillaga bæjarstjóra er góð og mikilvæg sem grundvöllur að farsælli lausn.
Viðtöl við bæjarstjóra
Kastljósið
Ísland í dag
José Manuel Durão Barroso verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrum forsætisráðherra Portúgals, tilkynnti í morgun að hann hefði dregið til baka tillögu sína um skipun 24 manna framkvæmdastjórnar sambandsins. Við hafði blasað að ekki var meirihluti við framkvæmdastjórnina í væntanlegri atkvæðagreiðslu um hana vegna andstöðu stórs hluta þingmanna á Evrópuþinginu við Rocco Buttiglione fulltrúa Ítala í framkvæmdastjórninni. Mun Barroso nú leita eftir samkomulagi um skipan nýrrar stjórnar og leggja hana fram til samþykktar þegar það lægi fyrir. Kjörtímabil fráfarandi framkvæmdastjórnar rennur út á mánudag. Mun hún starfa áfram sem starfandi framkvæmdastjórn þar til samkomulag hefur náðst um nýja skipan. Mun Romano Prodi fráfarandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, því sitja áfram sem slíkur enn um sinn. Greiða átti atkvæði um tillögu Barroso og samkomulag hans við önnur ríki um fulltrúa í framkvæmdastjórnina í dag. Lá fyrir að andstaðan við Buttiglione var orðin slík að hún hefði fellt alla stjórnarheildina, en kosið er um allan pakkann í einu. Buttiglione, sem er kaþólskur og mjög strangtrúaður, hefur eindregnar skoðanir á kvenréttindum, samkynhneigðum og málefnum flóttamanna sem þykja ekki vera í takt við nútímann. Þótti hann tjá sig óvarlega um málefni kvenna og samkynhneigða eftir skipan sína og hafa eyðilagt mjög fyrir Barroso og öðrum tilnefndum í framkvæmdastjórnina. Það að hann yrði yfirmaður dómsmála hjá ESB gerði útslagið um að margir gátu ekki sætt sig við hann, vegna tjáninga hans á skoðunum um fyrrnefnd málefni.
Ályktun stjórnar Varðar
Stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, kom saman til fundar í gær undir minni stjórn. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum:
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur mikilvægt að einkavæðingarnefnd hefji sem fyrst ferlið að sölu Símans og fyrirtækið verði einkavætt. Sérstaklega er mikilvægt að flýta ferlinu í ljósi kaupa Símans á ráðandi hlut í Skjá 1. Kaup ríkisfyrirtækis á ráðandi hlut í einkafyrirtæki með þeim hætti sem hér um ræðir stríðir að mati Varðar gegn þeirri hugmyndafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og haft að leiðarljósi allt frá stofnun árið 1929. Vörður telur ennfremur rétt að minna á mikilvægi þess að ríkið dragi sig út úr rekstri fjölmiðla. Mikilvægt er að einkavæða Ríkisútvarpið. RÚV í þeirri mynd sem það er í, í dag er tímaskekkja. Það vinnur algjörlega gegn okkar hugsjónum að ríkisvaldið reki fjölmiðla fyrir skattpeningana okkar þegar einkaaðilar geta staðið í slíku. Það er engin þörf á því að ríkið standi í fjölmiðlarekstri í samkeppni við einkaaðila.
Umfjöllun um ályktun Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Dagurinn í dag
1674 Sr. Hallgrímur Pétursson prestur og sálmaskáld, lést, sextugur að aldri, úr holdsveiki. Hann var eitt af helstu trúarskáldum Íslendinga. Passíusálmar hans hafa komið út rúmlega sextíu sinnum
1923 Borgaraflokkurinn, hinn fyrri, hlaut meirihluta í þingkosningum - stuðningsmenn hans skiptust ári síðar í Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn, sem sameinaðist svo í Sjálfstæðisflokkinn 1929
1955 Sænska akademían tilkynnti að Halldór Kiljan Laxness hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels
1994 Ísrael og Jórdanía sömdu um frið eftir 46 ára átök - leiðtogar þjóðanna, Yitzhak Rabin forsætisráðherra Ísraels, og Hussein konungur, undirrituðu samkomulagið fyrir hönd stjórna sinna - Yitzhak Rabin féll fyrir morðingjahendi í nóvember 1995 og Hussein lést úr krabbameini 1999
2002 Verkalýðsleiðtoginn Luiz Inácio Lula da Silva kjörinn forseti Brasilíu, fyrstur vinstrimanna
Snjallyrði dagsins
The campaign is getting heated up. It's really going crazy and as a matter of fact John Kerry shook up the whole campaign today. He introduced his own lesbian daughter.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
Harkalegar málefna- og persónuárásir milli George W. Bush og John Kerry, keppinautanna um forsetaembættið í Bandaríkjunum, einkennir kosningabaráttuna á lokasprettinum. Þegar aðeins 6 dagar eru í að kjósendur gangi að kjörborðinu er baráttan orðin að óvægnu og harkalegu áróðursstríði sem virðist sífellt taka neikvæðari ásýnd eftir því sem styttist í að henni ljúki, þótti mörgum nóg um fyrir. Frambjóðendurnir eru á fleygiferð um lykilfylki baráttunnar, 10-12 að tölu, þar sem meginátakalínur kosningaslagsins eru og verða allt til loka. Þar sem baráttan er jafnhörð í lykilfylkjunum sem raun ber vitni grípa frambjóðendur öll tækifæri til að ráðast að andstæðingnum og skoðunum hans og grípa á lofti til að hamra á sem tæki til sóknarfæra í slagnum. Er þetta gert með enn ákveðnari hætti en nokkru sinni fyrr, og er meira að segja algengara nú en á lokasprettinum 2000 þegar Bush og Al Gore kepptu um forsetaembættið. Flestallar skoðanakannanir sýna að Bush forseti, hafi nokkur prósentustig umfram keppinaut sinn á landsvísu. Óákveðnum hefur að sama skapi fækkað umtalsvert, voru fyrir rúmri viku um 18% en eru komnir niður í einungis 4%. Fólk er greinilega að taka endanlega afstöðu til frambjóðandanna nú og mynda sér skoðun á hvor frambjóðandinn sé vænlegri til að vinna að þeim stefnumálum sem viðkomandi telur rétt að koma í framkvæmd eða stefna að á næsta kjörtímabili. Athyglisverðast er að lítil teljanleg breyting verður prósentulega við það að óákveðnir taki afstöðu og verður því enn fróðlegra að sjá framvinduna næstu daga, eftir því sem fólk sem var mitt á milli í afstöðu til forsetaefnanna ákveður hvernig kjósa skuli á þriðjudaginn. Miklar pælingar eru um hvernig lokaslagnum verði hagað. Almennt er talið að ef forsetinn auki fylgi sitt væri hugsanlegt að sumir fylgismanna hans telji með öllu ónauðsynlegt að greiða atkvæði á kjördag. Að sama skapi gæti hinsvegar forskotið kynt undir mönnum Kerrys og leitt til þess að þeir skiluðu sér frekar á kjörstað en annars, til að koma afstöðu sinni til skila ef jafnt verður á metunum, eins og kannanir sýna fram á nú. Leiðir þetta hugann að stöðu minnihlutahópa, sem gætu jafnvel ráðið úrslitum ef jafnræði verður með forsetaefnunum. Meðal þeldökkra, lítt menntaðra og lágtekjufólks nýtur Kerry meira fylgis. Þetta vita demókratar og vinna að því með krafti að fá þetta fólk til að kjósa. En það hefur ekki alltaf gengið sem best gegnum tíðina. Greinilegt er hinsvegar á öllu að frambjóðendurnir berjast af krafti allt til enda og öllu er beitt í áróðursstríðinu.
Í harkalegum auglýsingum sem birst hafa seinustu daga ræðst Kerry að forsetanum varðandi málefni Íraks og stöðu mála eftir stríðið þar tengt nýjustu fréttum og vangaveltum. Í ræðu í Wisconsin réðst forsetinn harkalega að Kerry og sagði að hann hefði ekkert annað fram að færa nema umkvartanir. Ekkert væri nýtt í málflutningi hans, engar hugmyndir né stefnumótun um hvernig stjórna skuli landinu með öðrum hætti en gert hefði verið. Kerry var á sömu slóðum í baráttunni í ræðu sinni í Nýju Mexíkó í gær. Það eina í boðskap hans þar var að Bush væri með öllu óhæfur leiðtogi, hefði brugðist skyldu sinni og mistekist að gæta öryggis Bandaríkjanna. Svo virðist vera sem meginefni baráttunnar hafi komið fram í kappræðunum og forsetaefnin endurtaka einungis það sama nú á lokasprettinum og þar kom fram, í mismunandi útgáfum frá degi til dags. Umræða um Hæstarétt er mikil, en við blasir að sá sem nær kjöri á þriðjudag muni skipa a.m.k. 2 dómara við réttinn á komandi kjörtímabili. Mikil umfjöllun er á fréttavefum um allan heim um kosningaslaginn og þá baráttu sem á sér stað nú seinustu dagana. Athygli mína vakti vangaveltur í tveim góðum fréttaskýringum um hvernig forsetaefnin myndu haga störfum sínum á kjörtímabilinu 2005-2009 ef þeir næðu kjöri. Í fréttaskýringunni um annað kjörtímabil forsetans er almennt búist við að hann myndi sigla lygnan sjó, enda líklegt að þingmeirihluti flokksins í báðum deildum muni haldast, einnig er vikið að athyglisverðum pælingum um ráðherrakapal Bush, en almennt er talið að lykilráðherrar stjórnar hans séu á útleið. Í fréttaskýringunni um kjörtímabil Kerry, kemur einkum fram að hann myndi eiga erfitt með að koma málum í gegn vegna þess að hann hefði ekki báðar deildir þingsins á bakvið sig ef hann næði kjöri. Í gær var svo á Stöð 2 vönduð og vel gerð fréttaskýring um meginlínur í stefnu í bandarískri pólitík. Kosningabaráttan heldur áfram í dag af sama krafti og fyrr. Í dag verður Kerry á ferð um Iowa, Minnesota og Ohio. Forsetinn verður á faraldsfæti um lykilfylkin í dag. Hann fór frá Hvíta húsinu í morgun og hélt til Pennsylvaníu. Hann fer þaðan til Ohio og mun ljúka deginum ásamt forsetafrúnni á kosningaferðalagi í Michigan. Kraftmikill kosningaslagur er í lykilfylkjunum eftir því sem styttist í úrslitadaginn stóra.
Heitast í umræðunni
Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri, kynnti á fundi með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra, í gær, og með kennurum á Norðurlandi fyrr í vikunni, tillögur að nýrri lausn í kjaradeilu grunnskólakennara og sveitarfélaganna, en verkfall grunnskólakennara hefur nú staðið í tæpa 40 daga. Markmið hugmynda Kristjáns eru að einfalda allt vinnuferli að kjarasamningum kennara og stokka upp launakerfi þeirra og vinnutíma. Hún felur í sér 300 þúsund króna meðalgrunnlaun gegn því meginatriði að vinnutími kennara yrði einfaldaður. Lítið miðar í samningaviðræðum í Karphúsinu og kom ekkert út úr samningafundinum sem forsætisráðherra beitti sér fyrir að yrði haldinn í gær. Að óbreyttu er kjaradeilan í algjörum hnút. Því er mikilvægt að fram komi nýjar tillögur og af hinu góða að bæjarstjóri leggi fram nýjar tillögur og útfærslur sem hægt sé að ræða um. Viðbrögð kennaraforystunnar eru frekar fálegar að manni finnst, ekki fjarri því að læðist að fólki endanlega sá grunur að forystumenn þeirra hafi stefnt að verkfalli frá upphafi og njóti sín í stöðunni. Er að mínu mati mjög slæmt að deiluaðilar geti ekki rætt málin og að akkúrat enginn flötur sé til staðar í málinu eftir allan þennan tíma og að þetta langa verkfall stendur enn, eftir deilur og karp um krónutölur, prósentur og fleiri þætti til fleiri vikna. Hefur verkfallið staðið nú í svipaðan tíma og seinasta verkfall grunnskólakennara, árið 1995. Stefnir það að óbreyttu í að verða eitt lengsta verkfall kennara í sögu skólamála á Íslandi. Er því brýnt að leita leiða til að leysa málið og mikilvægt að menn setjist aftur að borðinu og fari helst ekki frá því eða úr Karphúsinu fyrr en niðurstöðu er náð, farsælli fyrir alla aðila og að nemendur fari á ný til skóla og hljóti þá menntun sem þeim á að tryggja samkvæmt lögum. Tillaga bæjarstjóra er góð og mikilvæg sem grundvöllur að farsælli lausn.
Viðtöl við bæjarstjóra
Kastljósið
Ísland í dag
José Manuel Durão Barroso verðandi forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og fyrrum forsætisráðherra Portúgals, tilkynnti í morgun að hann hefði dregið til baka tillögu sína um skipun 24 manna framkvæmdastjórnar sambandsins. Við hafði blasað að ekki var meirihluti við framkvæmdastjórnina í væntanlegri atkvæðagreiðslu um hana vegna andstöðu stórs hluta þingmanna á Evrópuþinginu við Rocco Buttiglione fulltrúa Ítala í framkvæmdastjórninni. Mun Barroso nú leita eftir samkomulagi um skipan nýrrar stjórnar og leggja hana fram til samþykktar þegar það lægi fyrir. Kjörtímabil fráfarandi framkvæmdastjórnar rennur út á mánudag. Mun hún starfa áfram sem starfandi framkvæmdastjórn þar til samkomulag hefur náðst um nýja skipan. Mun Romano Prodi fráfarandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, því sitja áfram sem slíkur enn um sinn. Greiða átti atkvæði um tillögu Barroso og samkomulag hans við önnur ríki um fulltrúa í framkvæmdastjórnina í dag. Lá fyrir að andstaðan við Buttiglione var orðin slík að hún hefði fellt alla stjórnarheildina, en kosið er um allan pakkann í einu. Buttiglione, sem er kaþólskur og mjög strangtrúaður, hefur eindregnar skoðanir á kvenréttindum, samkynhneigðum og málefnum flóttamanna sem þykja ekki vera í takt við nútímann. Þótti hann tjá sig óvarlega um málefni kvenna og samkynhneigða eftir skipan sína og hafa eyðilagt mjög fyrir Barroso og öðrum tilnefndum í framkvæmdastjórnina. Það að hann yrði yfirmaður dómsmála hjá ESB gerði útslagið um að margir gátu ekki sætt sig við hann, vegna tjáninga hans á skoðunum um fyrrnefnd málefni.
Ályktun stjórnar Varðar
Stjórn Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, kom saman til fundar í gær undir minni stjórn. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum:
Vörður, félag ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, telur mikilvægt að einkavæðingarnefnd hefji sem fyrst ferlið að sölu Símans og fyrirtækið verði einkavætt. Sérstaklega er mikilvægt að flýta ferlinu í ljósi kaupa Símans á ráðandi hlut í Skjá 1. Kaup ríkisfyrirtækis á ráðandi hlut í einkafyrirtæki með þeim hætti sem hér um ræðir stríðir að mati Varðar gegn þeirri hugmyndafræði sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur starfað eftir og haft að leiðarljósi allt frá stofnun árið 1929. Vörður telur ennfremur rétt að minna á mikilvægi þess að ríkið dragi sig út úr rekstri fjölmiðla. Mikilvægt er að einkavæða Ríkisútvarpið. RÚV í þeirri mynd sem það er í, í dag er tímaskekkja. Það vinnur algjörlega gegn okkar hugsjónum að ríkisvaldið reki fjölmiðla fyrir skattpeningana okkar þegar einkaaðilar geta staðið í slíku. Það er engin þörf á því að ríkið standi í fjölmiðlarekstri í samkeppni við einkaaðila.
Umfjöllun um ályktun Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri
Dagurinn í dag
1674 Sr. Hallgrímur Pétursson prestur og sálmaskáld, lést, sextugur að aldri, úr holdsveiki. Hann var eitt af helstu trúarskáldum Íslendinga. Passíusálmar hans hafa komið út rúmlega sextíu sinnum
1923 Borgaraflokkurinn, hinn fyrri, hlaut meirihluta í þingkosningum - stuðningsmenn hans skiptust ári síðar í Íhaldsflokkinn og Frjálslynda flokkinn, sem sameinaðist svo í Sjálfstæðisflokkinn 1929
1955 Sænska akademían tilkynnti að Halldór Kiljan Laxness hlyti bókmenntaverðlaun Nóbels
1994 Ísrael og Jórdanía sömdu um frið eftir 46 ára átök - leiðtogar þjóðanna, Yitzhak Rabin forsætisráðherra Ísraels, og Hussein konungur, undirrituðu samkomulagið fyrir hönd stjórna sinna - Yitzhak Rabin féll fyrir morðingjahendi í nóvember 1995 og Hussein lést úr krabbameini 1999
2002 Verkalýðsleiðtoginn Luiz Inácio Lula da Silva kjörinn forseti Brasilíu, fyrstur vinstrimanna
Snjallyrði dagsins
The campaign is getting heated up. It's really going crazy and as a matter of fact John Kerry shook up the whole campaign today. He introduced his own lesbian daughter.
Jay Leno spjallþáttastjórnandi
<< Heim