Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

11 mars 2006

Hrífandi Hildur Vala brillerar

Hildur Vala

Í dag er ár liðið frá því að Hildur Vala Einarsdóttir sigraði Idol-stjörnuleit - hún hafði vikurnar á undan sungið sig inn í hug og hjarta landsmanna. Hún var náttúrutalent sem blómstraði á nokkrum mánuðum og heillaði þjóðina. Um seinustu helgi hélt Hildur Vala tónleika í Akureyrarkirkju. Fór ég á tónleikana og naut þeirra mjög vel. Kirkjan var þéttsetin og rúmlega 200 manns viðstaddir. Þetta voru fallegir tónleikar. Hildur Vala syngur af hjarta og sál. Ég vildi bara skrifa hér og þakka fyrir góða tónleika. Það er alltaf gott að fá sanna listamenn hingað - listamenn sem hitta beint í hjartastað. Þannig listamaður er Hildur Vala.