Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

30 mars 2006

MA í úrslit í Gettu betur

Gettu betur

Í kvöld komst Menntaskólinn á Akureyri í úrslit spurningakeppninnar Gettu betur er spurningalið skólans bar sigurorð af Menntaskólanum í Hamrahlíð. Lauk keppninni með því að MA hlaut 26 stig en MH hlaut 23 stig. MH sigraði fyrir hálfum mánuði góðvin minn Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson og félaga hans í Menntaskólanum í Sund. Það var súrt, enda var Kelso búinn að leggja svo mikið í þetta. Fannst mér leitt að Kelso og félagar fóru ekki gegn MA, enda hefði það verið mjög skemmtileg viðureign. Allavega var skaði að MS-ingar náðu ekki lengra.

En já, þetta var skemmtileg og æsispennandi viðureign í kvöld og gaman að fylgjast með. Þetta var stórglæsilegt hjá Ásgeiri, Tryggva Páli og Magna. Munu strákarnir mæta Verzlunarskóla Íslands í hreinni úrslitaviðureign í næstu viku. Góð úrslit semsagt í kvöld og fínt að MA komist í úrslit keppninnar í annað skiptið frá 1992, en í fyrra tapaði MA fyrir Borgó í úrslitum. MA vann keppnina 1991 og 1992. Vonandi vinna strákarnir keppnina að viku liðinni!

Áfram MA!