Nýtt útlit á bloggvefnum
Ég hef haldið vefdagbók á þessum bloggvef mínum frá því í október 2002. Hér er hægt að finna í senn skoðanir mínar og pælingar á stöðu mála í tæp fjögur ár - hvort sem að það eru stjórnmál, kvikmyndir, mannlífsmyndir eða þjóðlífspælingar. Ég hef haft gríðarlega gaman af þessum skrifum og þetta er fyrir lifandis löngu orðinn fastur partur af tilverunni minni.
Ég hef mjög mikinn áhuga á því að skrifa um málefni dagsins í dag og fjalla um daginn og veginn með mínum hætti. Vefurinn hefur verið mjög íhaldssamur eins og eigandinn og litlar útlitsbreytingar hafa orðið. Ég var í eitt ár með það grunnútlit sem ég lagði af stað með í október 2002 og hef frá októbermánuði 2003 verið með nákvæmlega eins útlit. En nú hafa miklar breytingar orðið. Mikil uppstokkun blasir nú við fastagestunum mínum. Líst mér vel á útlitið og vil þakka fyrir gott verk Hrafnkels Daníelssonar við breytingarnar á vefnum. Takk Keli fyrir gott verk!
Ég er mjög sáttur við breytingarnar. Vonandi eigum við samleið lengi enn - það er gaman að fleiri en ég hafa gaman af þessum pælingum. Það er mikið fylgst með skrifunum og ég fæ mikil viðbrögð á þau almennt séð. Það er mjög gaman að heyra í lesendum - skoðanir þeirra og pælingar á þau mál sem ég skrifa um. Það að skrifa á netinu er mjög áhugavert og ég ætla að halda áfram á fullum krafti. Vonandi eru lesendur sáttir við breytingarnar og hafa áhuga á að fylgjast með áfram með sama hætti og áður.
bestu kveðjur
Stefán Friðrik Stefánsson
<< Heim