Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

24 mars 2006

Sjálfsörugga glimmergellan brillerar

Silvía Nótt

Glimmergellan veraldarvana og sjálfsörugga Silvía Nótt (í magnaðri túlkun landsbyggðarstelpunnar hógværu Ágústu Evu Erlendsdóttur) kom, sá og sigraði í forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva hér heima á klakanum í byrjun ársins með laginu Til hamingju Ísland. Hún sló í gegn og hafði alla forkeppnina afgerandi forskot hvað varðar athygli og umgjörð atriðisins. Sigur hennar var enda afgerandi og aldrei í hættu.

Í kvöld var frumsýnt myndband við lag hennar. Nú er lagið komið á ensku til að fá skírskotun út fyrir Ísland og heitir það nú Congratulations. Myndbandið er litríkt og hressilegt - rétt eins og flytjandinn. Silvía Nótt er með þetta allt á hreinu og mun ekki eiga í neinum erfiðleikum með að ná athygli Evrópubúa með framkomu sinni og litríku lagi. Vonandi gengur Silvíu Nótt vel í Aþenu í forkeppninni þann 18. maí.

Congratulations