Sunnudagspistill - 12. mars 2006
Þrjú mál eru í brennidepli í sunnudagspistlinum:
- Ráðherrabreytingar urðu á þriðjudaginn. Árni Magnússon vék þá af hinu pólitíska sviði og Jón Kristjánsson varð félagsmálaráðherra en Siv Friðleifsdóttir varð heilbrigðisráðherra. Árni tekur eftir helgina til starfa hjá Glitni. Spái ég í spilin hvað gerist nú hjá Framsóknarflokknum í kjölfar þessa og því að Siv Friðleifsdóttir verður meira áberandi í forystusveit stjórnmála sem heilbrigðisráðherra og leiði líkum að því hvort að Framsóknarflokkurinn haldi áfram að dala eftir að hafa veikst við brotthvarf Árna. Ennfremur fjalla ég um hverja megi telja krónprinsa Framsóknarflokksins nú eftir að sá sem áður hafði þann titil hefur hætt í stjórnmálum og haldið til starfa í gömlu SÍS-höllinni.
- Valgerður Sverrisdóttir hefur verið mikið í fréttum í vikunni. Hún vakti athygli með pistlum sínum þar sem hún leiddi líkum að því að taka mætti upp Evruna án þess að ganga í Evrópusambandið. Fyrir vikið fékk hún ákúrur ýmissa sérfræðinga og ekki síður samstarfsflokksins og ESB-stuðningsmanna hérlendis. Skoðanir Valgerðar um Evruna urðu strax umdeildar og létu sumir þau orð falla að þau væru óábyrg og væri undarlegt að viðskiptaráðherra Íslands fjallaði með þessum hætti um málin. Meðal þeirra var Styrmir Gunnarsson. Leiddu skrif hans til kuldalegs pistils Valgerðar í hans garð í gær.
- Slobodan Milosevic fyrrum forseti Júgóslavíu, lést um helgina í varðhaldi alþjóðlega stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi, án þess að dómur yrði kveðinn yfir honum. Fer ég yfir blóðugan og kuldalegan valdaferil hans og helstu punkta úr æviferli hans. Harma ég, eins og flestir sem hafa tjáð sig um dauða Milosevic, að hann hafi látist áður en dómur var kveðinn upp yfir honum.
<< Heim