Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

28 júlí 2006

Bongóblíða á Akureyri

Akureyri

Það var alveg yndislegt að koma aftur heim til Akureyrar í dag eftir stutta ferð suður í borgina. Var jafnvel að hugsa um að stoppa lengur um tíma en hætti við það. Ein af meginástæðunum er hiklaust sú mikla bongóblíða sem er hér í bænum núna. Hér er alltaf yndislegt að vera vissulega en sérstaklega notalegt í sumarblíðunni núna. Enda er bros á hverjum manni hér og skal engan undra. :D

Í dag var heitasti dagur sumarsins, til þessa, og hitinn fór í 25 stig. Það var því yndislegt að koma heim úr kuldatíð sumarsins í borginni og finna sumarið og sólina hérna á Akureyri. Var enda eitt mitt fyrsta verk að fara í Brynju og fá mér góðan og klassískan ís þar. Hann klikkar sko aldrei. Í kvöld fór ég svo í grillveislu hjá félaga mínum og þar var virkilega skemmtilegur andi og gaman að vera.

Það er yndislegt í sólinni þessa sumardaga á Akureyri og í kvöld var sérstaklega notalegt að vera úti í sólinni og njóta góða veðursins. Jafnast ekkert á við það að borða góðan mat og drekka rauðvín í góðu sumarveðri. Yndislegt :)