Sögupistlar - umfjöllun um Geir
Í gær birtist á vef SUS ítarlegur pistill minn um Geir Hallgrímsson, fyrrum forsætisráðherra, formann Sjálfstæðisflokksins og SUS. Um er að ræða fyrsta pistilinn sem birtist á vef SUS, sem er undir minni ritstjórn, í vetur um sagnfræðileg efni. Á laugardögum á vetur á sus.is mun verða farið í sögubækurnar og rifjað upp ýmislegt eftirminnilegt, farið yfir æviágrip frægra forystumanna Sjálfstæðisflokksins og eða atburði í sögu flokksins sem eftirminnilegir teljast. Í fyrsta pistlinum er fjallað um ævi og stjórnmálaferil Geirs leiddi flokkinn á miklum átakatímum í sögu hans. Pistillinn birtist áður 16. desember 2005, en þann dag hefði Geir orðið áttræður. Fannst mér við hæfi að birta þennan pistil fyrstan.
Á næstu vikum munum við í ritstjórn vefsins birta pistla undir þessum flokki á laugardögum og er áhugavert að blanda pólitískri sögu tengdri flokknum saman við umfjöllun um pólitík dagsins í dag. Eftir viku mun ég fara yfir fjölmiðlamálið anno 2004 og viku síðar verður fjallað um stjórnarslitin 1988, þegar að ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar, fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins, sprakk, allt að því í beinni útsendingu í sjónvarpi með sögulegum hætti. Framundan eru svo fleiri pistlar og áhugaverð umfjöllun. Hafi lesendur eitthvað efni sem þeir vilja fá í þennan greinaflokk eða hugmyndir af einhverju skuli þeir endilega senda mér tölvupóst.
<< Heim