Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

14 júní 2004

Ráðhús ReykjavíkurHeitast í umræðunni
Í tilefni af 10 ára valdaafmæli R-listans í gær ákvað ég að fjalla örlítið um það afmæli í sunnudagspistli mínum og taka fyrir nokkur atriði um þá sundrungu og valdþreytu sem blasir við innan R-listans. Er ég skrifaði pistilinn seinnipart laugardags fjallaði ég um þætti sem blöstu við á þeim tímapunkti, t.d. óeininguna vegna málþings R-listans sem aldrei var haldið vegna óeiningar, þar sem ekki einu sinni var hægt að koma sér saman um ræðumenn við það tilefni og brottreknum leiðtoga valdabandalagsins var ekki einu sinni treyst fyrir því að setja málþingið. Setti ég pistilinn inn á vefinn að kvöldi laugardags og átti þá satt best að segja ekki von á þeirri sprengju sem falla myndi innan sólarhrings. Í viðtali við Fréttablaðið í gær segir Helgi Hjörvar einn stofnenda R-listans og fyrrum forseti borgarstjórnar og núverandi varaborgarfulltrúi, að valdþreyta og forystuleysi einkenni samstarfið og segist ekki sáttur við hvernig Ráðhúsklíka embættismanna (væntanlega Þórólfur Árnason og hans nánasta hjörð) stjórni því sem fram fari. Þessar yfirlýsingar Helga koma á þeim tímapunkti að samstarfið minnir orðið á ástlaust hjónaband, en aðrir hagsmunir halda fólkinu saman. Fáir þekkja R-listann betur en Helgi og því gott að fá þetta fram, enda er erfitt að véfengja orð hans um það fyrirbæri sem hann átti þátt í að koma á koppinn. Tekur hann í þessu viðtali undir allt það sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa sagt um samstarfið eftir að Ingibjörgu var hent út á guð og gaddinn, eftir að hafa svikið samstarfsfólk sitt. Valdagræðgi og stólarnir halda fólki saman þarna, hugsjónirnar eru löngu foknar út í veður og vind. Ekki eru menn sammála um neitt nema halda í horfinu og því verður fróðlegt að fylgjast með hvað gerist þegar kjörtímabilinu lýkur, þ.e.a.s. ef R-listinn endist svo lengi. Er þetta viðtal og viðbrögð samstarfsmanna Helga í R-listanum efni í langan pistil, ákvað ég þó að breyta ekki þeim pistli sem ég skrifaði á laugardag, en mun skrifa um þetta ítarlega fljótlega. Dauðasvipurinn á R-listanum verður sífellt greinilegri og enginn reynir að dylja það lengur nema þeir allra valdagírugustu innanborðs.

FréttablaðiðMikið hefur verið fjallað seinustu daga um fréttamat Fréttablaðsins og framsetningu fréttamennsku þess, fjallaði ég um þetta mál í seinasta sunnudagspistli mínum. Vísaði ég þar til m.a. góðrar greinar Ólafs Teits Guðnasonar blaðamanns, sem birtist í Viðskiptablaðinu sl. föstudag. Kveikjan að skrifum hans og ennfremur mínum um helgina, var samantekt Hjartar J. Guðmundssonar sagnfræðinema, á forsíðufréttum Fréttablaðsins frá 22. apríl til 8. júní sl. Hefur þessi samantekt Hjartar farið víða og mikill áhugi á henni, enda sést vel þegar litið er á fréttamennsku Fréttablaðsins á forsíðunni eingöngu að þar er með eindæmum einsleitur og áróðurstengdur fréttaflutningur. Erfitt er allavega að neita þeirri staðreynd að fréttamat blaðsins er mjög pólitískt og hlutlægt. Þetta blasir allt við með áberandi hætti. Í fréttamennsku er að mínu mati lágmark að fjallað sé um allar hliðar mála og fram komi ólík sjónarhorn á málin. Ef svo er ekki verður dagblað sjálfkrafa að pólitísku áróðursriti en ekki fréttablaði. Hvort er Fréttablaðið? Að mínu mati á hið fyrrnefnda við. Fréttablaðið er notað til að tjá hagsmuni eigenda sinna og er beitt sem áróðurstæki gegn vissum aðilum. Enginn vafi leikur á því. Samantektin segir allt sem segja þarf. Hvet ég alla til að líta á þessa samantekt og niðurstaðan ætti að vera öllum skýr um hvar hjarta ritstjórnar Fréttablaðsins slær í dægurmálum almennt.

EM 2004EM í fótbolta 2004
Evrópumeistaramótið í fótbolta hófst loks í Lissabon í Portúgal á laugardag, öllu fótboltaáhugafólki til mikillar ánægju. Opnunarleikurinn milli Portúgala og Grikkja varð vettvangur óvæntra tíðinda enda urðu heimamenn að lúta í gras. Spánverjar unnu svo Rússa að kvöldi laugardags og í gær varð markalaust jafntefli milli Svisslendinga og Króata. Aðalleikurinn í gær var viðureign Evrópumeistara Frakka og Englendinga. Var það vægast sagt dramatískur leikur, enda Englendingar með 1:0 stöðu allt þar til tvær mínútur voru til leiksloka. Zinedine Zidane jafnaði þá með glæsilegri aukaspyrnu er dæmd var eftir að Heskey braut á Makelele. Á lokamínútunni skoraði svo Zidane sigurmarkið úr vítaspyrnu. Fögnuðu Frakkar mjög sem von er, en Englendingar voru frekar súrir og kenndu slakri dómgæslu um hvernig fór. Boltaáhugamenn fagna því að fá að sjá bolta á besta tíma á hverjum degi núna, en sami gamli söngurinn er hafinn hjá þeim sem hata boltann og vilja fréttatímann kl. 7 og telja helgispjöll að færa hann til, er þessi umræða að hefjast núna og er alltaf þegar stórmót er, annaðhvort er kvartað yfir tilfærslu dagskrárliða eða því að þessi "andskotans bolti" eins og sumir nefna hann sé alltaf á dagskrá. Þessu fólki er ráðlagt að setja spólu í eða einfaldlega horfa á boltann án fordóma, og áður en varir eru viðkomandi komnir á lagið. Öll umfjöllun vegna mótsins er vönduð og góð, sérstaklega þáttur Þorsteins J. seinnipart kvölds þar sem farið er yfir stöðu mála. Þetta verður gott boltasumar.

Áhugavert á Netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 13. júní 2004
ASÍ kyrjar sama gamla sönginn - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Ronald Reagan kvaddur hinsta sinni í Kaliforníu - Bush minnist Reagans
Málverk af Clinton-hjónunum kynnt í Hvíta húsinu - Bush ber lof á Clinton
Fréttablaðið: Hlutlaus og óháður fjölmiðill eða pólitískt áróðurstæki?
Stjórnarflokkar í gervallri Evrópu tapa stórt í kosningum til Evrópuþingsins
Dr. Kristján Eldjárn blandaði sér ekki í stjórnmáladeilur á forsetastóli
Hverjar munu pólitískar afleiðingar Evrópuþingkosninganna verða?
Frambjóðandinn Ralph Nader sakaður um spillingu í kosningabaráttunni
Utanríkisráðuneytið svarar áskorunum um mannréttindabrot í Guantanamo
Kosið á milli Adamkus og Prunskiene í seinni umferð forsetakjörs í Litháen
Fylgismaður Milosevic hlýtur mest fylgi í fyrri umferð forsetakjörs í Serbíu
Umfjöllun um baráttu Nancy Reagan í málefnum Alzheimer sjúkdómsins
George H. W. Bush fagnar áttræðisafmæli sínu með fallhlífarstökki
Michael Moore segist ekki ætla að gera heimildarmynd um Tony Blair
Eigur óskarsverðlaunaleikkonunnar Katharine Hepburn boðnar upp
Ökuþórinn Michael Schumacher fagnar formúlumeti í Montreal
Frakkar sigra Englendinga á EM - allar upplýsingar um EM í Portúgal

Dagurinn í dag
1940 Þjóðverjar hernema París - sókn nasista í seinna stríðinu var ekki stöðvuð fyrr en í Sovétríkjunum 1942, eftir það misstu þeir hvert vígið eftir annað, þar til veldi þeirra féll 1945
1949 Þyrlu flogið á Íslandi í fyrsta sinn, notuð aðallega til björgunarstarfa og strandgæslu
1975 Smyrill kom til Seyðisfjarðar fyrsta sinni - ferjusamgöngur milli Íslands og Færeyja hefjast
1982 Samið um vopnahlé í Falklandseyjastríði Breta og Argentínumanna - 800 manns létust á þeim mánuðum sem átökin stóðu en Bretar unnu stóran sigur í samningum um vopnahlé og náðu sínu fram undir forystu Margaret Thatcher sem hikaði hvergi á meðan átökum stóð
1998 Sjálfstæðisflokkurinn sest á ný í meirihluta bæjarstjórnar Akureyrar - Kristján Þór Júlíusson tekur við embætti bæjarstjóra. Kristján var áður bæjarstjóri á Dalvík og Ísafirði

Snjallyrði dagsins
In his lifetime, Ronald Reagan was such a cheerful and invigorating presence that it was easy to forget what daunting historic tasks he set himself. He sought to mend America's wounded spirit, to restore the strength of the free world and to free the slaves of communism.
Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands (í minningarræðu um Reagan forseta)