Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

30 nóvember 2004

Davíð Oddsson utanríkisráðherraHeitast í umræðunni
Til harðra orðaskipta kom á Alþingi í gær um Íraksmálið. Þátt í umræðunum tóku ráðherrar stjórnarflokkanna og forystumenn stjórnarandstöðunnar og voru umræðurnar mjög líflegar og hvassar. Var í þeim einkum tekist á um stuðningsyfirlýsingu íslenskra stjórnvalda við innrásina í Írak í mars 2003. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, sagði í umræðunum að ef Íslendingar féllu frá stuðningi við innrásina þá myndi það þýða að Íslendingar láti af stuðningi við hina pólitísku og efnahagslegu uppbyggingu í Írak. Var mikið rætt í umræðunum um mjög athyglisverð ummæli Hjálmars Árnasonar þingflokksformanns Framsóknarflokksins, í Silfri Egils á sunnudag. Þar sagði hann að til greina kæmi af sinni hálfu að endurskoða stuðning Íslendinga við Íraksstríðið í ljósi þess að upplýsingar sem byggt var á um gereyðingavopnaeign Íraka hafi reynst rangar. Leiddi þessi ummæli til þess að þingmenn Samfylkingarinnar tóku málið upp í umræðum. Sagði forsætisráðherra að íslensk stjórnvöld styddu lýðræðisuppbygginguna í Írak og ynnu á grundvelli samþykktar Sameinuðu þjóðanna um uppbyggingu Íraks. Spurði Halldór hvaða stefnu Samfylkingin hefði varðandi þessi mál og sagði að eitt sinn hefðu lýðræðisflokkarnir á Íslandi stutt það sem vestrænar þjóðir voru að gera. Nú hefði gamla Alþýðubandalagið náð yfirhöndinni í Samfylkingunni í utanríkismálum á sama tíma og helstu samstarfsþjóðir Íslendinga í utanríkismálum hefðu ákveðið að ljúka starfinu í Írak varðandi lýðræðisuppbygginguna.

Davíð Oddsson utanríkisráðherra, sagði að hvergi færi nú fram umræða um að taka lönd af umræddum lista nema hér. Sagði Davíð of mikið gert úr orðum Hjálmars. Nefndi Davíð sem dæmi að hann hefði þurft að fara á Landspítalann í sumar og láta skera úr sér krabbamein og fyrir aðgerðina hefði hann þurft að gefa skriflegt samþykkti. Sagði hann að ef hann nú kæmi og vildi taka til baka þetta samþykki við uppskurðinum yrði litið á hann sem einhverskonar fífl. Þetta dytti engum í hug nema Samfylkingunni sem væri eins og afturhaldskommatittsflokkur. Sagði hann að menn hefðu viljað að krabbameinið Saddam Hussein yrði skorið í burt í Írak og síðan tæki við endurhæfing. Allir styddu þessa endurhæfingu nema Samfylkingin. Í svari sagði Guðmundur Árni Stefánsson
að það væri búið að staðfesta það mörgum sinnum að Samfylkingin styðji uppbyggingu Sameinuðu þjóðanna í Írak og það væri skylda allra að styðja við hana. Er alltaf jafnskondið að fylgjast með Samfylkingunni vissulega. Hvernig getur Samfylkingin bæði verið hlynnt uppbyggingu og andvíg því að við séum á lista yfir þjóðir sem styðja uppbyggingu í Írak? Undarlegt er svo að helsta umræðuefnið í þinginu þessa dagana sé innrás sem átti sér stað fyrir tveimur árum og er hluti af sögunni núna, atburður sem er einfaldlega liðinn og við tókum ekki þátt í t.d. með herafla. Styðji menn samþykkt öryggisráðsins um uppbyggingu Íraks er jafnframt verið að styðja veru erlenda herliðsins í Írak, af hálfu t.d Bandaríkjamanna, Breta og Dana. Ef Íslendingar eru teknir af umræddum lista þýðir það að þeir væru að taka til baka stuðning sinn við uppbygginguna í Írak. En það er rannsóknarefni fyrir sérfræðinga að skilja svosem Samfylkinguna. En Davíð fær hrós fyrir að vera beittur í að tjá skoðanir sínar, varla sárnar vinstrimönnum það að menn hafi skoðanir. Enda hafa þeir sjálfir látið mörg beitt orðin falla t.d. um menn og málefni.

Þórólfur Árnason fráfarandi borgarstjóriSeinasti starfsdagur Þórólfs Árnasonar í embætti borgarstjóra í Reykjavík var í dag. Hann hefur gegnt embættinu í tæp tvö ár, eða frá 1. febrúar 2003, er Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét af embætti. Aðeins tveir borgarstjórar hafa setið skemur í embætti en hann: Auður Auðuns og Árni Sigfússon. Í þá 22 mánuði sem Þórólfur var borgarstjóri kom alltaf vel fram sá veikleiki hans að vera ekki kjörinn fulltrúi í embættinu og ekki með beint umboð frá kjósendum. Segja má um borgarstjóraembættið að um slíka lykilstöðu sé að ræða að beinlínis mikilvægt sé að sá sem sitji á þeim stóli sé kjörinn borgarfulltrúi og hafi beint umboð til verka. Þórólfur var litríkur í embætti og sýnilegur meðal kjósenda og stefndi lengst af í það að hann yrði frambjóðandi í kosningum eftir tvö ár, annaðhvort fyrir einn flokkanna sem mynda R-listann eða heildina ef hún kæmi sér saman aftur um framboð. OIíusamráðsmálið batt enda á framavonir hans hjá borginni og breytti pólitískri vegferð. Er reyndar með öllu óljóst hvað Þórólfur gerir nú við starfslok sín í Ráðhúsinu.

Segja má vissulega að Þórólfur hafi verið röggsamur stjórnandi og áberandi þó hann hafi skort umboð kjósenda til verka á stuttum borgarstjóraferli sínum. Hann var vissulega bara embættismaður þessa 22 mánuði en ekki sá sem réð leiðinni, eins og sást best við starfslok hans þegar einn R-listaflokkurinn beitti sér fyrir brotthvarfi hans. Sem embættismaður var hann í þeirri aðstöðu að vera stjórnað af pólitískum forystumönnum ólíkt Ingibjörgu Sólrúnu sem allan sinn borgarstjóraferil var afgerandi leiðtogi samstarfsins, bæði pólitískt og embættislega séð. Þórólfur hafði aldrei þennan status þó hann reyndi vissulega að öðlast hann skref fyrir skref. Hann náði aldrei náð þeim takti, sem duga skal eigi að nást farsælt samstarf milli fylkinga og pólitískra andstæðinga. Hann var vanur að vera stjórnandi frá fyrri tíð í stórfyrirtækjum og meðhöndlaði starf sitt svolítið með sama hætti og um stjórnanda í fyrirtæki væri að ræða. Sást þetta best á borgarstjórnarfundum í embættistíð hans. Fræg voru ummæli hans skömmu eftir að hann tók við embætti er Björn Bjarnason ráðherra og borgarfulltrúi, beindi orðum sínum að honum og leitaði eftir svörum. Svaraði þá Þórólfur með þeim undarlega hætti að hann réði hverjum hann byði heim til sín. Var á honum að skilja að honum væri ekki mikið um samstarf milli fylkinga í borgarmálunum gefið, var með siðapredikanir um það hvernig kjörnir fulltrúar tjáðu sig. Fróðlegt verður að sjá hvað gerist nú við brotthvarf Þórólfs og hvernig eftirmanni hans muni höndlast starfið þá 18 mánuði sem eru til næstu sveitarstjórnarkosninga.

Húmorinn
Earlier today the president has called on all Americans to do volunteer work. For example: National Guard service.

Here's a late breaking bulletin from the Bush White House: The White House Christmas tree has submitted its resignation.

President Bush has asked for a 50 percent increase in the number of spies and intelligence at the CIA. Apparently he's not getting enough memos to ignore.
David Letterman

President Bush was told that Dan Rather had resigned. After a moment's thought the President said: "Was that the Interior Secretary?"

New York Governor George Pataki might be the next Director of Homeland Security. He's at home right now memorizing the color chart.

The Ukraine has now declared a winner in their presidential election, but the European Union says it is not legitimate. The give away was when the winner Viktor Yushchenko thanked his brother Jeb Yushchenko.
Jay Leno

Áhugavert efni
Saga Kísilverksmiðjunnar í Mývatnssveit öll
Tom Ridge segir af sér sem ráðherra heimavarnarmála í Bandaríkjunum
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, fer í opinbera heimsókn til Kanada

Veit hægri höndin hvað sú vinstri er að gera?
Umfjöllun um málefni Listaháskólans - pistill Vef-Þjóðviljans
Umfjöllun um mannréttindaskrifstofu - pistill Vef-Þjóðviljans
Lækkun tekjuskatts, skref í rétta átt - pistill Daníels Jakobssonar
Ein samfelld gleðistund - pistill Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarfulltrúa

Dagurinn í dag
1916 Goðafoss, annað af tveimur skipum Eimskipafélags Íslands, strandaði í hríðarveðri og náttmyrkri við Straumnes, norðan Aðalvíkur á Hornströndum. Menn frá Látrum björguðu farþegum og áhöfn, 60 manns. Skipið náðist ekki aftur á flot. Goðafoss hafði komið til landsins hálfu öðru ári áður, árið 1914
1954 Sir Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands, varð áttræður. Hann er elsti maðurinn sem hefur gegnt embættinu. Churchill sat á forsætisráðherrastóli þar til í apríl 1955. Hann lést 1965
1965 Íslenskir bankar keyptu Skarðsbók á uppboði í London. Þetta var eina forníslenska handritið sem var í einkaeign. Það var síðar afhent Handritastofnun til varðveislu - fyrstu handritin komu 1971
1982 Bréfasprengja, sem send hafði verið til Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands, sprakk í Downingstræti 10, embættisbústað forsætisráðherrans í London. Thatcher sakaði ekki, einn slasaðist
1999 Douglas Henderson, 83 ára Skoti, hitti Halldór Gíslason sem var skipstjóri á Gulltoppi þegar hann bjargaði Henderson og 32 öðrum af flutningaskipinu Beaverdale árið 1941. Halldór lést viku síðar

Snjallyrði dagsins
Sólin brennir nóttina, og nóttin slökkvir dag;
þú ert athvarf mitt fyrir og eftir sólarlag.
Þú ert yndi mitt áður og eftir að dagur rís,
svölun í sumarsins eldi og sólbráð á vetrarins ís.

Svali á sumardögum og sólskin um vetrarnótt,
þögn í seiðandi solli og syngur, ef allt er hljótt.
Söngur í þöglum skógum og þögn í borganna dyn,
þú gafst mér jörðina og grasið og guð á himnum að vin.

Þú gafst mér skýin og fjöllin og guð til að styrkja mig.
Ég fann ei, hvað lífið var fagurt, fyrr en ég elskaði þig.
Ég fæddist til ljóssins og lífsins, er lærði ég að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað fyrr en með sjálfum mér.
Sigurður Nordal (1886-1974) (Ást)