Leitað að lýðræðinu í póstinum - athyglisverð niðurstaða
Það er sennilega alveg óhætt að segja að niðurstöður skoðanakönnunar Samfylkingarinnar hafi ekki komið á óvart, enda fyrir löngu búið að móta stefnuna í Evrópumálum af forystu flokksins. Öll framkvæmd kosningarinnar og skipulag hennar miðaði að því að þessi yrði niðurstaðan og reynt að koma ESB-málinu í gegnum flokkinn. Flokkurinn stóð fyrir kynningarfundum um allt land til að boða þennan mikla Evrópufögnuð sem er sjáanlegur í öllum málflutningi forystumanna hans. Flokkurinn ákvað að fara lýðræðislegu leiðina eða svo var sagt. Allir flokksmenn áttu að fá að kjósa í þessu máli og niðurstöðurnar áttu að endurspegla að flokkurinn væri lýðræðislegur og opinn í gegn. Niðurstaðan sannar hinsvegar allt annað en stefnt var að. Rúmlega 2000 flokksmenn taka undir með forystunni og segja já við spurningunum sem mér þykja vera skoðanamyndandi. Rúmlega 400 segja nei. Það athyglisverðasta er hinsvegar að af rúmlega 8000 manns sem fengu kjörgögn send heim senda einungis rúmlega 2500 þau til baka útfyllt. Stór hluti flokksmanna (65-70%) tekur því ekki afstöðu og sýnir engan áhuga og telur í raun þetta óþarft brölt hjá forystu flokksins. Þetta þykir mér vera athyglisverðasta niðurstaðan. Meirihluti flokksmanna segir ekki skoðun sína og hefur engan áhuga á því að taka undir skoðanir forystunnar. Það er hinn háværi minnihluti sem keyrir þetta mál í gegnum flokkinn og gerir það að stefnu sinni. Þetta sannar að könnunin er ekki eins lýðræðisleg og lagt var upp með. Ég er algjörlega sammála félaga mínum, Valdimar Agnari Valdimarssyni sem skrifar mjög athyglisverða grein á Íslending, heimasíðu flokksins á Akureyri. Hann hefur mikið skrifað um Evrópumálin á síðuna og höfum við greinilega alveg sömu skoðanirnar í Evrópumálum. Sjálfstæðisflokkurinn mótar skoðanir sínar og afstöðu á fjölmennum landsfundum þar sem rúmlega 1200 flokksmenn af öllu landinu mæta, þverskurður af öllum þeim mikla fjölda fólks sem í flokknum er. Þar á stefnan að vera tekin og afstaða að mótast til slíkra mála. Það er mitt mat og afstaða mín eftir að hafa kynnst þessum vinnubrögðum hjá Samfylkingunni.
Skemmtileg helgi - blankheit í borginni
Á laugardaginn átti einn í fjölskyldunni stórafmæli og var skemmtileg veisla í tilefni þess. Á laugardagskvöldið komum við svo saman í föðurfjölskyldu minni hjá Hönnu ömmu, hér á Akureyri og áttum saman góða stund og borðuðum saman gott lambalæri, en nokkuð langt er um liðið síðan hópurinn hittist allur á sama staðnum, og löngu tímabært. Horfðum t.d. á Gísla Martein og góðan þátt hans. Sérstaka athygli mína vakti hvað Trausti veðurfræðingur er innilega fúllyndur maður og mér fannst hann ekki passa í kompaníið með feðgunum Guðna og Hilmi Snæ. Félagarnir í Ríó Tríó tóku lagið eins og þeim einum er lagið. Svo var mikið hlegið yfir Spaugstofunni. Skal fúslega viðurkenna að ég hef sennilega aldrei hlegið eins mikið og þegar ég sá Karl Ágúst Úlfsson í hlutverki borgarstýrunnar í Blankheit í borginni sem var í þessum leikþætti búin að afreka að setja Orkuveituna á hausinn. Karl fær hrós vikunnar hjá mér fyrir að ná borgarstjóranum með afbrigðum vel. Svo var aldeilis gert grín af kirkjunni og biskupinn var tekinn heldur betur í gegn og þjóðkirkjan sem er farin að huga að lögskilnaði, svo voru menn auðvitað teknir á teppið. Að þessu sjónvarpsglápi loknu var mikið spjallað yfir kaffibolla um landsins gagn og nauðsynjar og pólitíkin bar mjög á góma. Í kjölfarið horfðum við á frábæra bíómynd. Ég á í veglegu kvikmyndasafni mínu stórmyndina North by Northwest og horfðum við á hana. Þegar heim kom horfðum ég og nokkrir frændur mínir á spennutryllinn The Silence of the Lambs. Frábær mynd sem er alltaf jafn spennandi. Í gær skellti ég mér til Dalvíkur í brúðkaup vinar míns og kærustu hans, en þau voru loksins að gifta sig eftir langa sambúð. Semsagt; skemmtileg helgi hjá mér.
Elínu Hirst sem fréttastjóra
Í dag var tilkynnt að 7 einstaklingar hefðu sótt um stöðu fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, en umsóknarfrestur um starfið rann út í gær. Meðal þessara sjö umsækjenda er Elín Hirst varafréttastjóri Sjónvarpsins. Það er mitt mat að hún sé hæfust þessara umsækjenda. Hún hefur verið stjórnandi á tveim fréttastofum og á að baki tveggja áratuga glæsilegan fréttamannsferil. Vann á DV 1984-1986, en þá hóf hún störf á Bylgjunni og var í hópi fyrstu fréttamanna stöðvarinnar. Árið 1988 varð Elín fréttamaður á Stöð 2 og ári síðar varð hún varafréttastjóri þar. Árið 1994 varð hún fréttastjóri stöðvarinnar og gegndi því starfi í tvö ár, eða til ársins 1996. Þá varð hún fréttastjóri DV. 1997 hóf hún störf hjá fréttastofu Sjónvarps og varð varafréttastjóri þar árið 1999. Ég tel því að hún sé hæfust umsækjendanna og eigi að fá þetta starf. Í hennar tilfelli fer saman langur ferill að fréttamennsku og stjórnunarreynsla í þessum bransa. Hún er traustsins verð og myndi sóma sér vel á fréttastjórastóli. Ég vona að hún njóti sannmælis og fái starfið.
Það er sennilega alveg óhætt að segja að niðurstöður skoðanakönnunar Samfylkingarinnar hafi ekki komið á óvart, enda fyrir löngu búið að móta stefnuna í Evrópumálum af forystu flokksins. Öll framkvæmd kosningarinnar og skipulag hennar miðaði að því að þessi yrði niðurstaðan og reynt að koma ESB-málinu í gegnum flokkinn. Flokkurinn stóð fyrir kynningarfundum um allt land til að boða þennan mikla Evrópufögnuð sem er sjáanlegur í öllum málflutningi forystumanna hans. Flokkurinn ákvað að fara lýðræðislegu leiðina eða svo var sagt. Allir flokksmenn áttu að fá að kjósa í þessu máli og niðurstöðurnar áttu að endurspegla að flokkurinn væri lýðræðislegur og opinn í gegn. Niðurstaðan sannar hinsvegar allt annað en stefnt var að. Rúmlega 2000 flokksmenn taka undir með forystunni og segja já við spurningunum sem mér þykja vera skoðanamyndandi. Rúmlega 400 segja nei. Það athyglisverðasta er hinsvegar að af rúmlega 8000 manns sem fengu kjörgögn send heim senda einungis rúmlega 2500 þau til baka útfyllt. Stór hluti flokksmanna (65-70%) tekur því ekki afstöðu og sýnir engan áhuga og telur í raun þetta óþarft brölt hjá forystu flokksins. Þetta þykir mér vera athyglisverðasta niðurstaðan. Meirihluti flokksmanna segir ekki skoðun sína og hefur engan áhuga á því að taka undir skoðanir forystunnar. Það er hinn háværi minnihluti sem keyrir þetta mál í gegnum flokkinn og gerir það að stefnu sinni. Þetta sannar að könnunin er ekki eins lýðræðisleg og lagt var upp með. Ég er algjörlega sammála félaga mínum, Valdimar Agnari Valdimarssyni sem skrifar mjög athyglisverða grein á Íslending, heimasíðu flokksins á Akureyri. Hann hefur mikið skrifað um Evrópumálin á síðuna og höfum við greinilega alveg sömu skoðanirnar í Evrópumálum. Sjálfstæðisflokkurinn mótar skoðanir sínar og afstöðu á fjölmennum landsfundum þar sem rúmlega 1200 flokksmenn af öllu landinu mæta, þverskurður af öllum þeim mikla fjölda fólks sem í flokknum er. Þar á stefnan að vera tekin og afstaða að mótast til slíkra mála. Það er mitt mat og afstaða mín eftir að hafa kynnst þessum vinnubrögðum hjá Samfylkingunni.
Skemmtileg helgi - blankheit í borginni
Á laugardaginn átti einn í fjölskyldunni stórafmæli og var skemmtileg veisla í tilefni þess. Á laugardagskvöldið komum við svo saman í föðurfjölskyldu minni hjá Hönnu ömmu, hér á Akureyri og áttum saman góða stund og borðuðum saman gott lambalæri, en nokkuð langt er um liðið síðan hópurinn hittist allur á sama staðnum, og löngu tímabært. Horfðum t.d. á Gísla Martein og góðan þátt hans. Sérstaka athygli mína vakti hvað Trausti veðurfræðingur er innilega fúllyndur maður og mér fannst hann ekki passa í kompaníið með feðgunum Guðna og Hilmi Snæ. Félagarnir í Ríó Tríó tóku lagið eins og þeim einum er lagið. Svo var mikið hlegið yfir Spaugstofunni. Skal fúslega viðurkenna að ég hef sennilega aldrei hlegið eins mikið og þegar ég sá Karl Ágúst Úlfsson í hlutverki borgarstýrunnar í Blankheit í borginni sem var í þessum leikþætti búin að afreka að setja Orkuveituna á hausinn. Karl fær hrós vikunnar hjá mér fyrir að ná borgarstjóranum með afbrigðum vel. Svo var aldeilis gert grín af kirkjunni og biskupinn var tekinn heldur betur í gegn og þjóðkirkjan sem er farin að huga að lögskilnaði, svo voru menn auðvitað teknir á teppið. Að þessu sjónvarpsglápi loknu var mikið spjallað yfir kaffibolla um landsins gagn og nauðsynjar og pólitíkin bar mjög á góma. Í kjölfarið horfðum við á frábæra bíómynd. Ég á í veglegu kvikmyndasafni mínu stórmyndina North by Northwest og horfðum við á hana. Þegar heim kom horfðum ég og nokkrir frændur mínir á spennutryllinn The Silence of the Lambs. Frábær mynd sem er alltaf jafn spennandi. Í gær skellti ég mér til Dalvíkur í brúðkaup vinar míns og kærustu hans, en þau voru loksins að gifta sig eftir langa sambúð. Semsagt; skemmtileg helgi hjá mér.
Elínu Hirst sem fréttastjóra
Í dag var tilkynnt að 7 einstaklingar hefðu sótt um stöðu fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, en umsóknarfrestur um starfið rann út í gær. Meðal þessara sjö umsækjenda er Elín Hirst varafréttastjóri Sjónvarpsins. Það er mitt mat að hún sé hæfust þessara umsækjenda. Hún hefur verið stjórnandi á tveim fréttastofum og á að baki tveggja áratuga glæsilegan fréttamannsferil. Vann á DV 1984-1986, en þá hóf hún störf á Bylgjunni og var í hópi fyrstu fréttamanna stöðvarinnar. Árið 1988 varð Elín fréttamaður á Stöð 2 og ári síðar varð hún varafréttastjóri þar. Árið 1994 varð hún fréttastjóri stöðvarinnar og gegndi því starfi í tvö ár, eða til ársins 1996. Þá varð hún fréttastjóri DV. 1997 hóf hún störf hjá fréttastofu Sjónvarps og varð varafréttastjóri þar árið 1999. Ég tel því að hún sé hæfust umsækjendanna og eigi að fá þetta starf. Í hennar tilfelli fer saman langur ferill að fréttamennsku og stjórnunarreynsla í þessum bransa. Hún er traustsins verð og myndi sóma sér vel á fréttastjórastóli. Ég vona að hún njóti sannmælis og fái starfið.
<< Heim