Fjórir framboðslistar Sjálfstæðisflokksins tilbúnir
Tæpir fjórir mánuðir eru til alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið kosningavinnu sína og nú eru fjórir framboðslistar flokksins af sex tilbúnir. 30. nóvember 2002 voru listar flokksins í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi samþykktir af kjördæmisráðum flokksins og 19. janúar sl. var framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur. Einungis er eftir að ganga frá skipan á framboðslista flokksins í borginni og verður það gert á kjördæmisþingi á laugardag. Nauðsynlegt er að allir sjálfstæðismenn haldi vöku sinni og kosningabarátta flokksins verði markviss. Stefnan er sett á að flokkurinn haldi þeirri stöðu sem hann hefur í landsmálunum. Ljóst er að til að ná því lykilmarkmiði að flokkurinn sé í fararbroddi í öllum kjördæmunum hafi hann alla burði. Þó þarf að vinna af krafti til að ná settu marki. Sigur vinnst ekki nema með því að leggja sig allan fram og berjast áfram. Sjálfstæðismenn munu þurfa að hafa fyrir því að halda sinni stöðu og nauðsynlegt að allir hægrimenn og framfarasinnar taki virkan þátt í þeirri baráttu og styðji Sjálfstæðisflokkinn og fulltrúa hans til góðra verka á komandi árum. Nú reynir á samstöðu sjálfstæðismanna, með hana að leiðarljósi verður sigurinn okkar!
Skrípaleikur á Bessastöðum
24. maí nk. verða þrjú ár liðin frá því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff tilkynntu um trúlofun sína í beinni útsendingu fjölmiðla á Bessastöðum. Það er greinilegt að þolinmæði þjóðarinnar vegna óvígðrar sambúðar forseta Íslands er tekin að gefa sig. Eftir að hafa verið trúlofuð í þrjú ár er sambúð forsetans og fröken Moussaieff að verða að hálfgerðu gríni, eftir hverju eru þau að bíða, spyrja margir að. Ólafur Ragnar hefur verið snillingur í að klína einkalífi sínu framan í almenning, hver man ekki eftir útreiðartúrnum og fleiri álíka uppákomum. Það er allavega skrítið ef sami forseti býst að fá að vera í friði eftir það sem á undan er gengið. Það er hann og enginn annar sem hefur gefið upp boltann í þessu máli. Ég tel tíma til kominn að hann geri hreint fyrir sínum dyrum og tilkynni hvort hann ætli að giftast þessari konu eða ekki. Meðan hún fylgir honum í nafni þjóðarinnar í móttökum eða opinberum heimsóknum kemur þjóðinni þetta við. Þetta er að verða eins og Játvarður prins og Sophie Rhys Jones sem voru trúlofuð í fimm ár, og álíka væmið og hallærislegt. Sennilegast munu þau ekki gifta sig fyrr en eftir að ÓRG lætur af embætti, en kjörtímabili hans lýkur í júlílok á næsta ári. Líklegast er að þau giftist ekki meðan hann situr á forsetastóli. Já, það er margt skrýtið í henni veröld, allavega í bleiku tilverunni á Bessastöðum.
Tæpir fjórir mánuðir eru til alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur hafið kosningavinnu sína og nú eru fjórir framboðslistar flokksins af sex tilbúnir. 30. nóvember 2002 voru listar flokksins í Norðausturkjördæmi, Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi samþykktir af kjördæmisráðum flokksins og 19. janúar sl. var framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi samþykktur. Einungis er eftir að ganga frá skipan á framboðslista flokksins í borginni og verður það gert á kjördæmisþingi á laugardag. Nauðsynlegt er að allir sjálfstæðismenn haldi vöku sinni og kosningabarátta flokksins verði markviss. Stefnan er sett á að flokkurinn haldi þeirri stöðu sem hann hefur í landsmálunum. Ljóst er að til að ná því lykilmarkmiði að flokkurinn sé í fararbroddi í öllum kjördæmunum hafi hann alla burði. Þó þarf að vinna af krafti til að ná settu marki. Sigur vinnst ekki nema með því að leggja sig allan fram og berjast áfram. Sjálfstæðismenn munu þurfa að hafa fyrir því að halda sinni stöðu og nauðsynlegt að allir hægrimenn og framfarasinnar taki virkan þátt í þeirri baráttu og styðji Sjálfstæðisflokkinn og fulltrúa hans til góðra verka á komandi árum. Nú reynir á samstöðu sjálfstæðismanna, með hana að leiðarljósi verður sigurinn okkar!
Skrípaleikur á Bessastöðum
24. maí nk. verða þrjú ár liðin frá því að Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands og Dorrit Moussaieff tilkynntu um trúlofun sína í beinni útsendingu fjölmiðla á Bessastöðum. Það er greinilegt að þolinmæði þjóðarinnar vegna óvígðrar sambúðar forseta Íslands er tekin að gefa sig. Eftir að hafa verið trúlofuð í þrjú ár er sambúð forsetans og fröken Moussaieff að verða að hálfgerðu gríni, eftir hverju eru þau að bíða, spyrja margir að. Ólafur Ragnar hefur verið snillingur í að klína einkalífi sínu framan í almenning, hver man ekki eftir útreiðartúrnum og fleiri álíka uppákomum. Það er allavega skrítið ef sami forseti býst að fá að vera í friði eftir það sem á undan er gengið. Það er hann og enginn annar sem hefur gefið upp boltann í þessu máli. Ég tel tíma til kominn að hann geri hreint fyrir sínum dyrum og tilkynni hvort hann ætli að giftast þessari konu eða ekki. Meðan hún fylgir honum í nafni þjóðarinnar í móttökum eða opinberum heimsóknum kemur þjóðinni þetta við. Þetta er að verða eins og Játvarður prins og Sophie Rhys Jones sem voru trúlofuð í fimm ár, og álíka væmið og hallærislegt. Sennilegast munu þau ekki gifta sig fyrr en eftir að ÓRG lætur af embætti, en kjörtímabili hans lýkur í júlílok á næsta ári. Líklegast er að þau giftist ekki meðan hann situr á forsetastóli. Já, það er margt skrýtið í henni veröld, allavega í bleiku tilverunni á Bessastöðum.
<< Heim