Leiðtogi án umboðs - yfirgangur í Margréti
Ljóst varð í gær að Samfylkingin myndi verða leidd í kosningabaráttunni af manneskju sem aldrei hefur verið kjörin þar til trúnaðarstarfa. Er þetta mjög skondið og vandræðalegt fyrir flokkinn, enda greinilega ákveðið í einhverjum bakherbergjum af örfáum útvöldum. Er talað um að formaðurinn og forsætisráðherraefnið verði sterkt tvíeyki, dæmin sanna hinsvegar glögglega að enginn flokkur styrkist með tvo við stjórnvölinn. Aðeins getur einn stjórnað og farið með umboð flokksmanna sem leiðtogi þeirra, allt anað orkar tvímælis. Það er að sama skapi ótrúlegt að sjá hversu mjög ganga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í pólitíkinni er blúndulögð. Fyrst var henni stillt upp sem áttunda manni á R-listanum 1994 og hefði setið áfram á þingi ef sigur hefði ekki unnist. Í kosningunum 1998 og 2002 var samstaða um að hún fengi sætið án baráttu og henni úthlutað sínum sama sess. Nú á hún að verða forystumaður Samfylkingarinnar og sett skör hærra en formaðurinn án þess að hafa verið kjörin til þess. Já, það er margt skrýtið í henni veröld. Í kvöld ræddu þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Margrét Frímannsdóttir stöðu mála í Kastljósi RÚV, og vandræðaganginn innan Samfylkingarinnar. Greinilegt var að Margrét gat ekki hlustað á staðreyndir málsins og missti sig gjörsamlega í umræðunum, sýndi hroka og greip sífellt fram í fyrir Þorgerði sem var eins og venjulega kurteisin uppmáluð. Margrét varð eins og froðufellandi skrímsli þegar rætt var um þetta mál. Það mætti segja mér að henni yrði ekki teflt fram í fleiri umræðuþætti ef þetta eru mannasiðirnir sem konan kann. Yfirgangurinn í henni er svo mikill að hún getur ekki hamið sig.
Merkum áfanga náð - afstaða fráfarandi borgarstjóra
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um virkjunarmálin í kjölfar ákvörðunar stjórna Alcoa og Landsvirkjunar. Málið ætti nú að vera í höfn, og bendir flest til þess að ekkert stöðvi þetta úr þessu. Enn vantar samþykki Alþingis, borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar. Ljóst er að aðeins er óvissa um afgreiðslu þess í borgarstjórninni. Gott verður að sjá hvar fráfarandi borgarstjóri stendur í þessu, hver sé hennar skoðun. Það væri gott fyrir fólk að vita það, sérstaklega landsbyggðarkjósendur sem kjósa um framtíð sína í þessum kosningum. Ef hún vill verða áreiðanleg og halda trúverðugleika sínum á hún að taka afstöðu. Ég fjalla um málið í pistli á heimasíðu flokksins hér á Akureyri í dag.
Vandaðir heimildarþættir um Heimaeyjargosið
Eftir 10 daga, 23. janúar, verða þrír áratugir liðnir frá því er eldgos hófst á Heimaey. Í tilefni þess hóf Stöð 2 í gærkvöld sýningar á heimildarþáttaröð um þennan viðburð. Þessir þættir eru gerðir af þeim sömu og gerðu þáttaröðina Síðasti valsinn og fjallaði um landhelgisdeilurnar milli Englands og Íslands. Sú þáttaröð var virkilega áhugaverð og skemmtileg og hlaut verðskuldað Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2001. Í þessari þáttaröð um eldgosið í Eyjum eru athyglisverð viðtöl við fólk sem upplifði þennan atburð og jafnframt er mikið af áhugaverðu myndefni. Er um að ræða heimildarþætti eins og þeir gerast bestir. Virkilega vel gerðir og fræðandi. Ég hef alltaf gaman af góðum heimildarþáttum og fagna því að Stöð 2 býður uppá svo vandað efni á dagskrá sinni, vonandi er þetta það sem koma skal þar.
Ljóst varð í gær að Samfylkingin myndi verða leidd í kosningabaráttunni af manneskju sem aldrei hefur verið kjörin þar til trúnaðarstarfa. Er þetta mjög skondið og vandræðalegt fyrir flokkinn, enda greinilega ákveðið í einhverjum bakherbergjum af örfáum útvöldum. Er talað um að formaðurinn og forsætisráðherraefnið verði sterkt tvíeyki, dæmin sanna hinsvegar glögglega að enginn flokkur styrkist með tvo við stjórnvölinn. Aðeins getur einn stjórnað og farið með umboð flokksmanna sem leiðtogi þeirra, allt anað orkar tvímælis. Það er að sama skapi ótrúlegt að sjá hversu mjög ganga Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í pólitíkinni er blúndulögð. Fyrst var henni stillt upp sem áttunda manni á R-listanum 1994 og hefði setið áfram á þingi ef sigur hefði ekki unnist. Í kosningunum 1998 og 2002 var samstaða um að hún fengi sætið án baráttu og henni úthlutað sínum sama sess. Nú á hún að verða forystumaður Samfylkingarinnar og sett skör hærra en formaðurinn án þess að hafa verið kjörin til þess. Já, það er margt skrýtið í henni veröld. Í kvöld ræddu þær Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Margrét Frímannsdóttir stöðu mála í Kastljósi RÚV, og vandræðaganginn innan Samfylkingarinnar. Greinilegt var að Margrét gat ekki hlustað á staðreyndir málsins og missti sig gjörsamlega í umræðunum, sýndi hroka og greip sífellt fram í fyrir Þorgerði sem var eins og venjulega kurteisin uppmáluð. Margrét varð eins og froðufellandi skrímsli þegar rætt var um þetta mál. Það mætti segja mér að henni yrði ekki teflt fram í fleiri umræðuþætti ef þetta eru mannasiðirnir sem konan kann. Yfirgangurinn í henni er svo mikill að hún getur ekki hamið sig.
Merkum áfanga náð - afstaða fráfarandi borgarstjóra
Síðustu daga hefur mikið verið rætt um virkjunarmálin í kjölfar ákvörðunar stjórna Alcoa og Landsvirkjunar. Málið ætti nú að vera í höfn, og bendir flest til þess að ekkert stöðvi þetta úr þessu. Enn vantar samþykki Alþingis, borgarstjórnar og bæjarstjórnar Akureyrar. Ljóst er að aðeins er óvissa um afgreiðslu þess í borgarstjórninni. Gott verður að sjá hvar fráfarandi borgarstjóri stendur í þessu, hver sé hennar skoðun. Það væri gott fyrir fólk að vita það, sérstaklega landsbyggðarkjósendur sem kjósa um framtíð sína í þessum kosningum. Ef hún vill verða áreiðanleg og halda trúverðugleika sínum á hún að taka afstöðu. Ég fjalla um málið í pistli á heimasíðu flokksins hér á Akureyri í dag.
Vandaðir heimildarþættir um Heimaeyjargosið
Eftir 10 daga, 23. janúar, verða þrír áratugir liðnir frá því er eldgos hófst á Heimaey. Í tilefni þess hóf Stöð 2 í gærkvöld sýningar á heimildarþáttaröð um þennan viðburð. Þessir þættir eru gerðir af þeim sömu og gerðu þáttaröðina Síðasti valsinn og fjallaði um landhelgisdeilurnar milli Englands og Íslands. Sú þáttaröð var virkilega áhugaverð og skemmtileg og hlaut verðskuldað Edduverðlaunin sem besta heimildarmynd ársins 2001. Í þessari þáttaröð um eldgosið í Eyjum eru athyglisverð viðtöl við fólk sem upplifði þennan atburð og jafnframt er mikið af áhugaverðu myndefni. Er um að ræða heimildarþætti eins og þeir gerast bestir. Virkilega vel gerðir og fræðandi. Ég hef alltaf gaman af góðum heimildarþáttum og fagna því að Stöð 2 býður uppá svo vandað efni á dagskrá sinni, vonandi er þetta það sem koma skal þar.
<< Heim