Samkomulag um heilsugæslu og öldrunarþjónustu undirritað
Í dag undirrituðu Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, víðtækt samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og bæjaryfirvalda á Akureyri sem felur í sér að bæjarfélagið tekur nú að sér að sjá um alla heilsugæslu og öldrunarþjónustu í Akureyrarumdæmi til ársloka 2006. Heilbrigðisráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu sömuleiðis samning um verulega fjölgun hjúkrunarrýma á Akureyri á næstu misserum með sérstökum rammasamning um viðbyggingu við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Hjúkrunarrýmum fjölgar um 60 fram til ársins 2006 og skal fyrsta áfanga ljúka í árslok 2004 og á byggingunni að vera lokið í ársbyrjun 2006. Heilbrigðisráðherra mun skipa nefnd þriggja manna til að sjá um undirbúning verksins og skal nefndin skipuð einum fulltrúa ráðuneytisins og tveim fulltrúum Akureyrarbæjar eftir tilnefningu bæjarstjórnar. Nefndin skal vinna með þeim aðila sem ráðinn verður til að gera frumathugun fyrir verkið. Þessi frumathugun skal vera tilbúin 30. apríl 2003. Akureyri hefur verið svokallað reynslusveitarfélag hin síðari ár og hefur sem slíkt séð um heilsugæslu og rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldraða á grundvelli sérstaks samkomulags þar um. Með samningnum sem nú hefur verið undirritaður er gengið skrefi lengra, samningstími lengdur og samið um öll helstu atriði heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu. Er þetta gert vegna þess að heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið telur að góð reynsla sé af stjórn heimamanna á heilbrigðisþjónustunni. Ánægja hefur sömuleiðis verið ríkjandi með fyrirkomulagið meðal íbúa eins og komið hefur fram í viðhorfskönnunum. Meginmarkmið samningsins er að efla stjórn sveitarfélagsins á málaflokknum, laga stjórnsýsluna betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur fjárveitingar hins opinbera. Samningnum er einnig ætlað að stuðla að framkvæmd Heilbrigðisáætlunar til ársins 2010, sem Alþingi hefur samþykkt. Samningurinn felur í sér framhald á tilfærslu heilsugæslu- og öldrunarþjónustu frá verkkaupa til verksala í Akureyrarumdæmi í samræmi við meginmarkmið samningsins. Heimamenn stjórna sömuleiðis áfram rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilum í Hlíð, Kjarnalundi og Bakkahlíð og auk þess öllum rekstri heimaþjónustu og dagvistar aldraðra. Ennfremur taka heimamenn alfarið að sér rekstur heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri gegn rammafjárveitingu. Samningurinn tekur ekki til þeirrar þjónustu sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri veitir. Til þess að sinna verkefnum samningsins mun ríkið tryggja sveitarfélaginu að árlegar fjárveitingar til verkefnisins verði um 972 milljónir króna á ári miðað við verðlagsgrunn ársins 2003. Um 306 milljónir renna til reksturs heilsugæslunnar, um 487 milljónir til rekstur hjúkrunarrýma, 140 milljónir til reksturs þjónusturýma, 20 milljónir króna renna til dagvistunar og húsnæðisgjald verður um 20 milljónir króna á ári.
Kárahnjúkavirkjun verður að veruleika
Í næstu viku verður samþykkt á Alþingi frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um Kárahnjúkavirkjun. Með því ætti málið að vera í höfn og virkjun loks að verða að veruleika og álver rísa við Reyðarfjörð. Það er ánægjulegt að loks sér fyrir endann á þessu máli og framkvæmdin nái fram að ganga. Merkum áfanga var náð í baráttunni fyrir Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð í janúarmánuði 2003. Óhætt er að fullyrða að 10. janúar verði framvegis hátíðisdagur fyrir Austfirðinga, einkum íbúa Fjarðabyggðar. Stjórn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa samþykkti þann dag á fundi sínum í New York í gær að ráðast í byggingu Fjarðaáls. Er álverið hluti af einni umfangsmestu fjárfestingu sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist árið 2005 og álverið hefji framleiðslu árið 2007. Byggingarkostnaður Fjarðaáls er áætlaður 1,1 milljarður dala, eða um 90 milljarðar íslenskra króna og dreifist hann á næstu fjögur ár. Er gert ráð fyrir því að álverið muni skapa um 450 störf í álverinu sjálfu og um 300 störf í tengdum iðnaði og þjónustu. Virkjun við Kárahnjúka og álver við Reyðarfjörð eru gríðarlegur áfangi fyrir þjóðina. Stefnir í nýtt og öflugt hagvaxtarskeið, atvinnuástand mun styrkjast, kaupmáttur aukast og tekjur þjóðarbús og landsmanna hækka. Úrtöluraddir alþingismanna VG eru öllum kunnar og fræg voru ofstopafull ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur í New York Times í fyrra. Augljóst er að þingmenn VG lifðu í þeirri óskhyggju að upphafleg frestun framkvæmdanna væri endanleg og málið væri úr sögunni. Það kemur æ betur í ljós að sá flokkur er andsnúinn allri jákvæðri uppbyggingu á landsbyggðinni. Ég geri mér fulla grein fyrir því að virkjanaandstæðingar munu sennilega finna upp á einhverju nýju til þess að geta haldið andófinu áfram en fá hálmstrá eru eftir fyrir þá að grípa í. Málið verður að veruleika. Í kjölfar samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar er málið í höfn með samþykki þingsins og það ætti að fást í næstu viku, enda allir þingmenn hlynntir frumvarpinu nema vinstri-grænir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur stýrt málinu farsællega til lykta og nú horfir fyrir endann á málinu. Virkjað verður við Kárahnjúka og álverið mun rísa til hagsbóta fyrir landsmenn. Mikilvægt framfaraspor verður stigið með afgreiðslu málsins á þingi.
Í dag undirrituðu Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra, víðtækt samkomulag heilbrigðisráðuneytisins og bæjaryfirvalda á Akureyri sem felur í sér að bæjarfélagið tekur nú að sér að sjá um alla heilsugæslu og öldrunarþjónustu í Akureyrarumdæmi til ársloka 2006. Heilbrigðisráðherra og bæjarstjórinn á Akureyri undirrituðu sömuleiðis samning um verulega fjölgun hjúkrunarrýma á Akureyri á næstu misserum með sérstökum rammasamning um viðbyggingu við Dvalarheimilið Hlíð á Akureyri. Hjúkrunarrýmum fjölgar um 60 fram til ársins 2006 og skal fyrsta áfanga ljúka í árslok 2004 og á byggingunni að vera lokið í ársbyrjun 2006. Heilbrigðisráðherra mun skipa nefnd þriggja manna til að sjá um undirbúning verksins og skal nefndin skipuð einum fulltrúa ráðuneytisins og tveim fulltrúum Akureyrarbæjar eftir tilnefningu bæjarstjórnar. Nefndin skal vinna með þeim aðila sem ráðinn verður til að gera frumathugun fyrir verkið. Þessi frumathugun skal vera tilbúin 30. apríl 2003. Akureyri hefur verið svokallað reynslusveitarfélag hin síðari ár og hefur sem slíkt séð um heilsugæslu og rekstur hjúkrunar- og dvalarheimila fyrir aldraða á grundvelli sérstaks samkomulags þar um. Með samningnum sem nú hefur verið undirritaður er gengið skrefi lengra, samningstími lengdur og samið um öll helstu atriði heilbrigðisþjónustunnar á svæðinu. Er þetta gert vegna þess að heilbrigðis-og tryggingamálaráðuneytið telur að góð reynsla sé af stjórn heimamanna á heilbrigðisþjónustunni. Ánægja hefur sömuleiðis verið ríkjandi með fyrirkomulagið meðal íbúa eins og komið hefur fram í viðhorfskönnunum. Meginmarkmið samningsins er að efla stjórn sveitarfélagsins á málaflokknum, laga stjórnsýsluna betur að staðbundnum aðstæðum, bæta þjónustu við íbúana og nýta betur fjárveitingar hins opinbera. Samningnum er einnig ætlað að stuðla að framkvæmd Heilbrigðisáætlunar til ársins 2010, sem Alþingi hefur samþykkt. Samningurinn felur í sér framhald á tilfærslu heilsugæslu- og öldrunarþjónustu frá verkkaupa til verksala í Akureyrarumdæmi í samræmi við meginmarkmið samningsins. Heimamenn stjórna sömuleiðis áfram rekstri hjúkrunar- og dvalarheimilum í Hlíð, Kjarnalundi og Bakkahlíð og auk þess öllum rekstri heimaþjónustu og dagvistar aldraðra. Ennfremur taka heimamenn alfarið að sér rekstur heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri gegn rammafjárveitingu. Samningurinn tekur ekki til þeirrar þjónustu sem Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri veitir. Til þess að sinna verkefnum samningsins mun ríkið tryggja sveitarfélaginu að árlegar fjárveitingar til verkefnisins verði um 972 milljónir króna á ári miðað við verðlagsgrunn ársins 2003. Um 306 milljónir renna til reksturs heilsugæslunnar, um 487 milljónir til rekstur hjúkrunarrýma, 140 milljónir til reksturs þjónusturýma, 20 milljónir króna renna til dagvistunar og húsnæðisgjald verður um 20 milljónir króna á ári.
Kárahnjúkavirkjun verður að veruleika
Í næstu viku verður samþykkt á Alþingi frumvarp Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um Kárahnjúkavirkjun. Með því ætti málið að vera í höfn og virkjun loks að verða að veruleika og álver rísa við Reyðarfjörð. Það er ánægjulegt að loks sér fyrir endann á þessu máli og framkvæmdin nái fram að ganga. Merkum áfanga var náð í baráttunni fyrir Kárahnjúkavirkjun og álveri við Reyðarfjörð í janúarmánuði 2003. Óhætt er að fullyrða að 10. janúar verði framvegis hátíðisdagur fyrir Austfirðinga, einkum íbúa Fjarðabyggðar. Stjórn bandaríska álfyrirtækisins Alcoa samþykkti þann dag á fundi sínum í New York í gær að ráðast í byggingu Fjarðaáls. Er álverið hluti af einni umfangsmestu fjárfestingu sem ráðist hefur verið í á Íslandi. Áætlað er að framkvæmdir við bygginguna hefjist árið 2005 og álverið hefji framleiðslu árið 2007. Byggingarkostnaður Fjarðaáls er áætlaður 1,1 milljarður dala, eða um 90 milljarðar íslenskra króna og dreifist hann á næstu fjögur ár. Er gert ráð fyrir því að álverið muni skapa um 450 störf í álverinu sjálfu og um 300 störf í tengdum iðnaði og þjónustu. Virkjun við Kárahnjúka og álver við Reyðarfjörð eru gríðarlegur áfangi fyrir þjóðina. Stefnir í nýtt og öflugt hagvaxtarskeið, atvinnuástand mun styrkjast, kaupmáttur aukast og tekjur þjóðarbús og landsmanna hækka. Úrtöluraddir alþingismanna VG eru öllum kunnar og fræg voru ofstopafull ummæli Kolbrúnar Halldórsdóttur í New York Times í fyrra. Augljóst er að þingmenn VG lifðu í þeirri óskhyggju að upphafleg frestun framkvæmdanna væri endanleg og málið væri úr sögunni. Það kemur æ betur í ljós að sá flokkur er andsnúinn allri jákvæðri uppbyggingu á landsbyggðinni. Ég geri mér fulla grein fyrir því að virkjanaandstæðingar munu sennilega finna upp á einhverju nýju til þess að geta haldið andófinu áfram en fá hálmstrá eru eftir fyrir þá að grípa í. Málið verður að veruleika. Í kjölfar samþykktar borgarstjórnar Reykjavíkur og bæjarstjórnar Akureyrar er málið í höfn með samþykki þingsins og það ætti að fást í næstu viku, enda allir þingmenn hlynntir frumvarpinu nema vinstri-grænir. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hefur stýrt málinu farsællega til lykta og nú horfir fyrir endann á málinu. Virkjað verður við Kárahnjúka og álverið mun rísa til hagsbóta fyrir landsmenn. Mikilvægt framfaraspor verður stigið með afgreiðslu málsins á þingi.
<< Heim