Frelsun Íraks hafin - upphaf endaloka Saddams
Frestur Saddams Hussein forseta Íraks, sem forseti Bandaríkjanna veitti honum til að yfirgefa landið, rann út kl. 01:00 í nótt að íslenskum tíma. Rúmum tveim tímum síðar, eða kl. 03:15 að íslenskum tíma, flutti George W. Bush Bandaríkjaforseti, sjónvarpsávarp frá forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu, til þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Þar tilkynnti hann að herför Bandaríkjanna og bandamanna gegn einræðisstjórn Saddam Hussein væri hafin. Bush forseti, sagði að hann hefði fyrirskipað árásir á valin skotmörk í upphafi sem hefðu það að markmiði að draga úr hernaðarmætti íraska hersins. Hann sagði að 35 ríki styddu afvopnun Íraks og lagði áherslu á mikilvægi þeirra í baráttunni fyrir afvopnun landsins. Forsetinn sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu engan áhuga á ítökum í Írak að stríði loknu, markmiðið væri að steypa stjórn landsins af stóli. Hann sagðist bera virðingu fyrir menningu írösku þjóðarinnar og trú hennar og sagði að allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir mannfall í röðum óbreyttra borgara. Bush sagði að Saddam myndi nota óbreytta borgara sem mannlega skildi til að verja hersveitir sínar. „Saddam Hussein hefur staðsett hermenn og hergögn í íbúðahverfum og reynir með því að brúka óbreytta menn, konur og börn sem skildi fyrir hersveitir sínar, en það er síðasta grimmdarverk hans gegn þjóð sinni. Í þessu stríði standa Bandaríkin frammi fyrir óvini sem virðir í engu fyrir sáttmálum um framferði í stríði eða siðferðisreglum,” sagði forsetinn. Ávarpið varði í rúmar fjórar mínútur. „Þetta er upphafið af víðtækri og samræmdri baráttu," sagði forsetinn um fyrstu aðgerðir stríðsins á hendur Saddam. Hann sagði að stríðið við hinar erfiðu aðstæður sem ríktu í Írak gæti orðið langvinnara og torsóttara en margir héldu. Markmiðið væri að losa írösku þjóðina undan oki harðstjórnar og endurreisa landið með sameiningu írösku þjóðarinnar í stöðugu og frjálsu ríki en vegna þessa lyki skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart Írökum ekki á þeirri stundu er hernaðarsigur ynnist. "Nú þegar hernaður er hafinn er eina ráðið að beita afgerandi afli. Og ég fullvissa ykkur að þetta verður ekki stríð neinnar hálfvelgju og við sættum okkur við ekki neitt nema sigur. Hætturnar sem steðja að okkur og heimsbyggðinni allri verða yfirstignar. Við munum komast í gegnum þessa hættutíma og halda friðarstarfinu áfram. Við munum verja frelsi okkar. Og færa öðrum frelsi. Við munum ná yfirhöndinni." sagði forsetinn ennfremur.
Árásir á Írak harðna - ráðist gegn Saddam á landi, í lofti og á sjó
Í kvöld hörðnuðu átökin til muna. Í upphafi átakanna í nótt var aðeins skotið að völdum skotmörkum, mjög fáum. Um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma hófust mun harkalegri aðgerðir gegn ógnarstjórn Saddams. Í kvöld flutti Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, ávarp til bresku þjóðarinnar. Hann tilkynnti að breskir hermenn tækju nú virkan þátt í hernaðaraðgerðum í Írak með bandamönnum sínum. Forsætisráðherrann sagði að takmark bresku hersveitanna væri að koma Saddam frá völdum og gera upptæk gjöreyðingarvopn hans. Skv. mbl.is var ávarp hans tekið upp á myndband um miðjan dag eða áður en Blair hélt til leiðtogafundar Evrópusambandsins (ESB) í Brussel. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að breska þjóðin væri klofin í afstöu sinni til herfararinnar, en kvaðst vona að þjóðin sameinaðist í bæn til bresku hersveitanna á Persaflóasvæðinu. Blair sagði að heimsbyggðinni stafaði ný hætta af lögleysu og ringulreið af hálfu harðstjórnarríkja á borð við Írak sem réðu yfir gjöreyðingarvopnum, eða hryðjuverkahópum. „Báðir aðilar hata lífnaðarhætti okkar, frelsi okkar og lýðræði," sagði Blair. Og bætti við að hann óttaðist það innst inni að öfl af þessu tagi myndu taka höndum saman og kalla hörmungar yfir bæði Bretland og alla heimsbyggðina ef ekkert væri að gert. Forsætisráðherrann sagði að sér væri ekki bara umhugað um Írak. „Við Bush Bandaríkjaforseti höfum skuldbundið okkur til að vinna að friði í Miðausturlöndum er grundvallast á öryggi Ísraelsríkis og lífvænlegu ríki Palestínumanna. Við munum leggja allt í sölurnar til að koma því í kring en slík áskorun krefst raðar og reglu og stöðugleika um heimsbyggðina. Einræðisherrar á borð við Saddam, hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda ógna slíku ástandi. Þess vegna hef ég beðið hersveitir okkar að hefja hernað í kvöld. Hersveitir bandamanna virðast hafa hrundið fyrstu stórsókn landherja inn í Írak af stað fyrir nokkrum klukkustundum og bandarískar og breskar orrustu- og sprengjuflugvélar eru nú í árásarleiðangri inn yfir Írak frá flugmóðurskipum og landherstöðvum. Landher hóf stórsókn inn í Írak frá Kuwait um klukkan 17 að íslenskum tíma að undangengnum loftárásum á stöðvar Írakshers í suðurhluta landsins. Að sögn blaðamanna með hersveitunum var himininn ljósbjartur af sprengjublossum er flugskeyti skullu hvað eftir annað á íröskum skotmörkum. Um 10.000 manna herlið á brynvögnum, þar á meðal skriðdrekum, sótti inn yfir írösku landamærin frá Kuwait. Ítarlega er fjallað um stríðið á fréttavefjum CNN, BBC og mbl.is.
Frestur Saddams Hussein forseta Íraks, sem forseti Bandaríkjanna veitti honum til að yfirgefa landið, rann út kl. 01:00 í nótt að íslenskum tíma. Rúmum tveim tímum síðar, eða kl. 03:15 að íslenskum tíma, flutti George W. Bush Bandaríkjaforseti, sjónvarpsávarp frá forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu, til þjóðarinnar og heimsbyggðarinnar allrar. Þar tilkynnti hann að herför Bandaríkjanna og bandamanna gegn einræðisstjórn Saddam Hussein væri hafin. Bush forseti, sagði að hann hefði fyrirskipað árásir á valin skotmörk í upphafi sem hefðu það að markmiði að draga úr hernaðarmætti íraska hersins. Hann sagði að 35 ríki styddu afvopnun Íraks og lagði áherslu á mikilvægi þeirra í baráttunni fyrir afvopnun landsins. Forsetinn sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu engan áhuga á ítökum í Írak að stríði loknu, markmiðið væri að steypa stjórn landsins af stóli. Hann sagðist bera virðingu fyrir menningu írösku þjóðarinnar og trú hennar og sagði að allt yrði gert til þess að koma í veg fyrir mannfall í röðum óbreyttra borgara. Bush sagði að Saddam myndi nota óbreytta borgara sem mannlega skildi til að verja hersveitir sínar. „Saddam Hussein hefur staðsett hermenn og hergögn í íbúðahverfum og reynir með því að brúka óbreytta menn, konur og börn sem skildi fyrir hersveitir sínar, en það er síðasta grimmdarverk hans gegn þjóð sinni. Í þessu stríði standa Bandaríkin frammi fyrir óvini sem virðir í engu fyrir sáttmálum um framferði í stríði eða siðferðisreglum,” sagði forsetinn. Ávarpið varði í rúmar fjórar mínútur. „Þetta er upphafið af víðtækri og samræmdri baráttu," sagði forsetinn um fyrstu aðgerðir stríðsins á hendur Saddam. Hann sagði að stríðið við hinar erfiðu aðstæður sem ríktu í Írak gæti orðið langvinnara og torsóttara en margir héldu. Markmiðið væri að losa írösku þjóðina undan oki harðstjórnar og endurreisa landið með sameiningu írösku þjóðarinnar í stöðugu og frjálsu ríki en vegna þessa lyki skuldbindingum Bandaríkjanna gagnvart Írökum ekki á þeirri stundu er hernaðarsigur ynnist. "Nú þegar hernaður er hafinn er eina ráðið að beita afgerandi afli. Og ég fullvissa ykkur að þetta verður ekki stríð neinnar hálfvelgju og við sættum okkur við ekki neitt nema sigur. Hætturnar sem steðja að okkur og heimsbyggðinni allri verða yfirstignar. Við munum komast í gegnum þessa hættutíma og halda friðarstarfinu áfram. Við munum verja frelsi okkar. Og færa öðrum frelsi. Við munum ná yfirhöndinni." sagði forsetinn ennfremur.
Árásir á Írak harðna - ráðist gegn Saddam á landi, í lofti og á sjó
Í kvöld hörðnuðu átökin til muna. Í upphafi átakanna í nótt var aðeins skotið að völdum skotmörkum, mjög fáum. Um kvöldmatarleytið að íslenskum tíma hófust mun harkalegri aðgerðir gegn ógnarstjórn Saddams. Í kvöld flutti Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, ávarp til bresku þjóðarinnar. Hann tilkynnti að breskir hermenn tækju nú virkan þátt í hernaðaraðgerðum í Írak með bandamönnum sínum. Forsætisráðherrann sagði að takmark bresku hersveitanna væri að koma Saddam frá völdum og gera upptæk gjöreyðingarvopn hans. Skv. mbl.is var ávarp hans tekið upp á myndband um miðjan dag eða áður en Blair hélt til leiðtogafundar Evrópusambandsins (ESB) í Brussel. Hann sagðist gera sér grein fyrir því að breska þjóðin væri klofin í afstöu sinni til herfararinnar, en kvaðst vona að þjóðin sameinaðist í bæn til bresku hersveitanna á Persaflóasvæðinu. Blair sagði að heimsbyggðinni stafaði ný hætta af lögleysu og ringulreið af hálfu harðstjórnarríkja á borð við Írak sem réðu yfir gjöreyðingarvopnum, eða hryðjuverkahópum. „Báðir aðilar hata lífnaðarhætti okkar, frelsi okkar og lýðræði," sagði Blair. Og bætti við að hann óttaðist það innst inni að öfl af þessu tagi myndu taka höndum saman og kalla hörmungar yfir bæði Bretland og alla heimsbyggðina ef ekkert væri að gert. Forsætisráðherrann sagði að sér væri ekki bara umhugað um Írak. „Við Bush Bandaríkjaforseti höfum skuldbundið okkur til að vinna að friði í Miðausturlöndum er grundvallast á öryggi Ísraelsríkis og lífvænlegu ríki Palestínumanna. Við munum leggja allt í sölurnar til að koma því í kring en slík áskorun krefst raðar og reglu og stöðugleika um heimsbyggðina. Einræðisherrar á borð við Saddam, hryðjuverkahópar eins og al-Qaeda ógna slíku ástandi. Þess vegna hef ég beðið hersveitir okkar að hefja hernað í kvöld. Hersveitir bandamanna virðast hafa hrundið fyrstu stórsókn landherja inn í Írak af stað fyrir nokkrum klukkustundum og bandarískar og breskar orrustu- og sprengjuflugvélar eru nú í árásarleiðangri inn yfir Írak frá flugmóðurskipum og landherstöðvum. Landher hóf stórsókn inn í Írak frá Kuwait um klukkan 17 að íslenskum tíma að undangengnum loftárásum á stöðvar Írakshers í suðurhluta landsins. Að sögn blaðamanna með hersveitunum var himininn ljósbjartur af sprengjublossum er flugskeyti skullu hvað eftir annað á íröskum skotmörkum. Um 10.000 manna herlið á brynvögnum, þar á meðal skriðdrekum, sótti inn yfir írösku landamærin frá Kuwait. Ítarlega er fjallað um stríðið á fréttavefjum CNN, BBC og mbl.is.
<< Heim