Heitast í pólitíkinni
Í dag birtist skoðanakönnun Fréttablaðsins sem sýnir að fimmti hver landsmaður vill nýjan forseta á Bessastöðum eða almennt annað en núverandi forseta. Forsetinn nýtur stuðnings tæplega 68% þjóðarinnar, rúmlega 21% er á móti en 12% eru óákveðnir. Fram kemur að hann njóti meira fylgis úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Í sambærilegri könnun haustið 1995 hafði Vigdís Finnbogadóttir um 90% stuðning almennings og þetta því allt önnur staða og vekur athygli hversu umdeildur ÓRG er. Afstaða ungra sjálfstæðismanna er á þá leið að leggja beri embættið niður, enda mörgum hægt að fela störf forseta.
Norðurlandaráðsþing er hafið og helst bar til tíðinda í dag að forsætisráðherra og formaður VG rifust þar á íslensku, ekki er vanalegt að talað sé á íslensku á slíku þingi. Gott mál. Enn er haldið áfram að ræða málefni Heimdallar á Deiglunni og birtist þar um helgina ein ómálefnalegasta grein um þetta mál allt sem birst hefur, þar sem málflutningur MÞG var mistúlkaður. Er ótrúlegt að fylgjast með þessum vinnubrögðum og niðurrifsstarfsemi sem þarna er um að ræða.
Svona er frelsið í dag
Í dag skrifar Snorri athyglisverða grein um útþenslu ríkisins á seinustu árum og minnir á þá staðreynd að ríkið eyðir meira fé á næsta ári en það gerði á síðasta fjárlagaári. Bendir hann á það að sjá megi í niðurskurðartillögum Heimdallar að raunaukning ríkisútgjalda milli áranna 2003 og 2004 verði 10,61% Þá eigi jafnfram eftir að taka tillit til fjáraukalaga. Ekkert ráðuneytanna hafi séð sér fært að skera niður. Þessi þróun er vissulega sorgleg. Svigrúm til skattalækkanna minnkar vitanlega eftir því sem ríkið eyðir meiru eins og Snorri bendir á. Mikilvægt er að tekið verði til hendinni í þessum málum. Það er verkefni Sjálfstæðisflokksins að taka til í þessum málum. Tækifærið er núna, nota á þetta kjörtímabil til að stokka þetta upp. Það er hægt að gera miklu betur en nú er gert. Góð frétt er á frelsinu um fyrrnefnda könnum um forsetann.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi var Gísli Pálsson prófessor, gestur Kristjáns í Kastljósinu. Umræðuefnið var nýútkomin ævisaga Gísla um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson. Fóru þeir yfir ýmis mál tengd einkalífi hans og uppljóstrunum nýlegum um hann. Virkilega skemmtilegur þáttur og gott spjall. Að því loknu hófst nýr fréttaskýringaþáttur Sjónvarpsins, Í brennidepli, í umsjón Páls Benediktssonar. Þarna er farið yfir nokkur mál ítarlega og minnir formið ansi mikið á 60 minutes. Fjallað var um gengjaslagsmál í Breiðholtinu, lyfjaþróun á byggi og mann sem starfar sem einkaspæjari í Reykjavík. Fróðlegt og skemmtilegt, verður gaman að fylgjast með þessu í vetur, þátturinn verður á dagskrá mánaðarlega. Svona fréttaskýringarþátt hefur lengi vantað og gott að hann sé kominn á skjáinn.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Eftir að hafa horft á dægurmálaþættina horfði ég á viðtalsþátt Jóns Ársæls, Sjálfstætt fólk. Gestur hans í þætti gærdagsins var Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Var virkilega skemmtilegt að fylgjast með daglegum önnum ráðherrans og kynnast persónu hans betur. Hann stökk fram sem pólitísk stjarna í vor þegar hann komst inn á þing á kostnað fyrrum borgarstjóra og varð ráðherra í kjölfarið, nýliði á þingi. Áður hafði hann verið bæjarfulltrúi í Hveragerði og unnið lengi innan flokksins sem framkvæmdastjóri hans og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Í þætti Sigmundar Ernis á Skjá einum í gærkvöldi ræddi hann maður á mann við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Var rætt um pólitískar áherslur hennar, einkalíf og allt þar á milli. Virkilega gott spjall og gaman af þessum þætti. Að þættinum loknum horfði ég á seinustu Indiana Jones myndina, hef seinustu daga horft á þær allar. Algjörar perlur.
Vefur dagsins
Í þessari viku er ég með vefi sem tengjast stjórnkerfinu, í seinustu viku voru það bloggvefir vina minna. Daglega lít ég á vef Alþingis Íslendinga og les þar dagskrá þingsins, lít á æviágrip þingmanna, les ræður og margt fleira. Alþingisvefurinn er ómissandi og stórgóður vefur.
Snjallyrði dagsins
Frelsi er að hlýða þeim lögum sem maður hefur sjálfur sett sér.
Rousseau
Í dag birtist skoðanakönnun Fréttablaðsins sem sýnir að fimmti hver landsmaður vill nýjan forseta á Bessastöðum eða almennt annað en núverandi forseta. Forsetinn nýtur stuðnings tæplega 68% þjóðarinnar, rúmlega 21% er á móti en 12% eru óákveðnir. Fram kemur að hann njóti meira fylgis úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Í sambærilegri könnun haustið 1995 hafði Vigdís Finnbogadóttir um 90% stuðning almennings og þetta því allt önnur staða og vekur athygli hversu umdeildur ÓRG er. Afstaða ungra sjálfstæðismanna er á þá leið að leggja beri embættið niður, enda mörgum hægt að fela störf forseta.
Norðurlandaráðsþing er hafið og helst bar til tíðinda í dag að forsætisráðherra og formaður VG rifust þar á íslensku, ekki er vanalegt að talað sé á íslensku á slíku þingi. Gott mál. Enn er haldið áfram að ræða málefni Heimdallar á Deiglunni og birtist þar um helgina ein ómálefnalegasta grein um þetta mál allt sem birst hefur, þar sem málflutningur MÞG var mistúlkaður. Er ótrúlegt að fylgjast með þessum vinnubrögðum og niðurrifsstarfsemi sem þarna er um að ræða.
Svona er frelsið í dag
Í dag skrifar Snorri athyglisverða grein um útþenslu ríkisins á seinustu árum og minnir á þá staðreynd að ríkið eyðir meira fé á næsta ári en það gerði á síðasta fjárlagaári. Bendir hann á það að sjá megi í niðurskurðartillögum Heimdallar að raunaukning ríkisútgjalda milli áranna 2003 og 2004 verði 10,61% Þá eigi jafnfram eftir að taka tillit til fjáraukalaga. Ekkert ráðuneytanna hafi séð sér fært að skera niður. Þessi þróun er vissulega sorgleg. Svigrúm til skattalækkanna minnkar vitanlega eftir því sem ríkið eyðir meiru eins og Snorri bendir á. Mikilvægt er að tekið verði til hendinni í þessum málum. Það er verkefni Sjálfstæðisflokksins að taka til í þessum málum. Tækifærið er núna, nota á þetta kjörtímabil til að stokka þetta upp. Það er hægt að gera miklu betur en nú er gert. Góð frétt er á frelsinu um fyrrnefnda könnum um forsetann.
Dægurmálaspjall gærkvöldsins
Í gærkvöldi var Gísli Pálsson prófessor, gestur Kristjáns í Kastljósinu. Umræðuefnið var nýútkomin ævisaga Gísla um landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson. Fóru þeir yfir ýmis mál tengd einkalífi hans og uppljóstrunum nýlegum um hann. Virkilega skemmtilegur þáttur og gott spjall. Að því loknu hófst nýr fréttaskýringaþáttur Sjónvarpsins, Í brennidepli, í umsjón Páls Benediktssonar. Þarna er farið yfir nokkur mál ítarlega og minnir formið ansi mikið á 60 minutes. Fjallað var um gengjaslagsmál í Breiðholtinu, lyfjaþróun á byggi og mann sem starfar sem einkaspæjari í Reykjavík. Fróðlegt og skemmtilegt, verður gaman að fylgjast með þessu í vetur, þátturinn verður á dagskrá mánaðarlega. Svona fréttaskýringarþátt hefur lengi vantað og gott að hann sé kominn á skjáinn.
Sjónvarpsgláp - kvikmyndir
Eftir að hafa horft á dægurmálaþættina horfði ég á viðtalsþátt Jóns Ársæls, Sjálfstætt fólk. Gestur hans í þætti gærdagsins var Árni Magnússon félagsmálaráðherra. Var virkilega skemmtilegt að fylgjast með daglegum önnum ráðherrans og kynnast persónu hans betur. Hann stökk fram sem pólitísk stjarna í vor þegar hann komst inn á þing á kostnað fyrrum borgarstjóra og varð ráðherra í kjölfarið, nýliði á þingi. Áður hafði hann verið bæjarfulltrúi í Hveragerði og unnið lengi innan flokksins sem framkvæmdastjóri hans og aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Í þætti Sigmundar Ernis á Skjá einum í gærkvöldi ræddi hann maður á mann við Siv Friðleifsdóttur umhverfisráðherra. Var rætt um pólitískar áherslur hennar, einkalíf og allt þar á milli. Virkilega gott spjall og gaman af þessum þætti. Að þættinum loknum horfði ég á seinustu Indiana Jones myndina, hef seinustu daga horft á þær allar. Algjörar perlur.
Vefur dagsins
Í þessari viku er ég með vefi sem tengjast stjórnkerfinu, í seinustu viku voru það bloggvefir vina minna. Daglega lít ég á vef Alþingis Íslendinga og les þar dagskrá þingsins, lít á æviágrip þingmanna, les ræður og margt fleira. Alþingisvefurinn er ómissandi og stórgóður vefur.
Snjallyrði dagsins
Frelsi er að hlýða þeim lögum sem maður hefur sjálfur sett sér.
Rousseau
<< Heim