Heitast í umræðunni
Hart hefur verið deilt á þingi í dag vegna eftirlaunafrumvarpsins. Málið hefur seinustu daga verið til umræðu í allsherjarnefnd og skilaði hún niðurstöðum sínum í gær. Hafa stjórnarandstöðuflokkarnir nú flúið frá málinu eins og stefnulaus reköld, eftir að formenn flokkanna höfðu lagt blessun sína yfir frumvarpið sem fulltrúar þeirra í forsætisnefnd eru flutningsmenn að. Er reyndar merkilegt að þingmaður frjálslyndra sem var flutningsmaður frumvarpsins af hálfu síns flokks hefur sjálfur ákveðið að hætta við það stuðningi og gefur fyrir það loðin rök. Þingmaður Samfylkingarinnar heldur fast við sinn stuðning, en hefur það leitt til kergju innan verkalýðsarms flokksins sem vill ekki að neinn þingmaður hans greiði atkvæði með frumvarpinu. Skv. upplýsingum sem fram komu í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns allsherjarnefndar, mun hækkun kostnaður vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingu ríkissjóðs, ef eftirlaunafrumvarpið verður að lögum, vera allt frá 0% til 7%, samkvæmt útreikningum Talnakönnunar. Samkvæmt því getur kostnaður ríkissjóðs vaxið um allt að 440 miljónir, skv dýrasta möguleika en ekki neitt samkvæmt þeim ódýrasta. Fram hefur komið í fréttum að Talnakönnun hafi reiknað út dýrasta og ódýrasta möguleikann, allt eftir því hvenær menn myndu hefja töku lífeyris. Annarri umræðu málsins lauk á þingi seinnipartinn með samþykkt þess. Þriðja umræða verður á mánudag og því fer það í gegn þá. Muni stjórnarflokkarnir tryggja að málið nái í gegn. Útlit er fyrir að tveir flutningsmenn frumvarpsins greiði því ekki atkvæði sitt, Þuríður Backman og Sigurjón Þórðarson. Framsóknarmenn hafa ráðist af krafti að Samfylkingunni og hamra á að flokkurinn sé klofinn og létu svo um mælt á þingi í dag að kona úti í bæ hefði tekið þar völdin.
Tilkynnt var í gær að stjórn Eimskipafélags Íslands hefði ákveðið að selja Brim, sjávarútvegssvið félagsins. Í Brim eru mynduð þrjú fyrirtæki, Útgerðarfélag Akureyringa, Skagstrendingur á Skagaströnd og Haraldur Böðvarsson á Akranesi. Samkvæmt fréttum hefur stjórnin falið Landsbankanum að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins í heilu lagi eða í hlutum. Eins og flestir vita hefur Kaupfélag Eyfirðinga og Kaldbakur nú þegar lýst yfir áhuga á að kaupa Brim eða Útgerðarfélag Akureyringa, eitt og sér. Útgerðarfélag Akureyringa er eitt mikilvægasta fyrirtæki okkar Akureyringa. Það er eitt af flaggskipum í íslenskum sjávarútvegi og hefur verið frá miðri 20. öld. Mikilvægt er að heimamenn eignist meirihluta í fyrirtækinu og starfsemi þess haldist óbreytt. Hefur rekstur ÚA blómstrað þann tíma sem Eimskip hefur rekið það. Mynduglega hefur þar verið haldið á málum. Við þessi þáttaskil er mikilvægt að vel gangi með að tryggja óbreyttan rekstur þess og það verði áfram það öfluga fyrirtæki sem það er.
Idol - stjörnuleit
Gaman var sem fyrr að horfa á Idol - stjörnuleit í gærkvöldi. Um var að ræða annan þátt úrslitaþáttanna í Smáralind. 7 þátttakendur voru eftir, en síðast voru þær Sessý og Vala sendar heim eftir kosningu. Þema kvöldsins var diskótónlist og lagavalið því mjög hressilegt og gott. Gestadómari kvöldsins var Páll Óskar Hjálmtýsson diskókóngur. Hann hefur jafnan verið þekktur fyrir að fylgjast vel með diskótónlist og sungið mörg slík lög. Skemmst er frá því að segja að allir keppendurnir 7 stóðu sig með miklum sóma. Erfitt var að gera upp á milli þeirra. Persónulega fannst mér Ardís og Tinna Marína standa sig best. Enn erfiðara var þó að velja þann sem skyldi detta út. Þegar kom að því að tilkynna þrjá neðstu kom í ljós að það voru Anna Katrín, Tinna Marína og Rannveig. Kom það í hlut Rannveigar að halda heim. Fannst mér hún ekki standa sig verst og því undarlegt að hún skyldi send heim af þjóðinni. En svona er þetta. Hægt er að líta á frammistöður þeirra og dæma af því. Framundan er spennandi 6 manna úrslit næsta föstudag og þá mun aftur fækka um einn í hópnum.
Leikstjóraumfjöllun
Francis Ford Coppola fæddist í Detroit í Michigan í Bandaríkjunum, 7. apríl 1939. Hann ólst upp í úthverfi New York. Á hann að baki meistaraverk á borð við The Godfather: Part II, The Godfather, Apocalypse Now og The Conversation. Ferill Francis Ford Coppola hefur einkennst af jafnt miklum meistaraverkum sem verða órjúfanlegur hluti af kvikmyndasögu 20. aldarinnar og jafnframt myndum sem teljast í meðallagi góðar. Í heildina litið er hann einkar svipmikill kvikmyndagerðarmaður sem setti sterkan svip á kvikmyndasögu 20. aldarinnar. Ég fjalla um feril Francis Ford Coppola í nýjustu leikstjóraumfjöllun minni á kvikmyndir.com.
Vefur dagsins
Lít stundum á vef breska Íhaldsflokksins. Þar er athyglisverð umfjöllun um allt sem tengist flokknum, sögu hans og forystu. Mæli með að fólk líti á þennan góða vef.
Snjallyrði dagsins
Ég forðast freistingar, nema þær séu ómótstæðilegar.
Mae West leikkona
Hart hefur verið deilt á þingi í dag vegna eftirlaunafrumvarpsins. Málið hefur seinustu daga verið til umræðu í allsherjarnefnd og skilaði hún niðurstöðum sínum í gær. Hafa stjórnarandstöðuflokkarnir nú flúið frá málinu eins og stefnulaus reköld, eftir að formenn flokkanna höfðu lagt blessun sína yfir frumvarpið sem fulltrúar þeirra í forsætisnefnd eru flutningsmenn að. Er reyndar merkilegt að þingmaður frjálslyndra sem var flutningsmaður frumvarpsins af hálfu síns flokks hefur sjálfur ákveðið að hætta við það stuðningi og gefur fyrir það loðin rök. Þingmaður Samfylkingarinnar heldur fast við sinn stuðning, en hefur það leitt til kergju innan verkalýðsarms flokksins sem vill ekki að neinn þingmaður hans greiði atkvæði með frumvarpinu. Skv. upplýsingum sem fram komu í ræðu Bjarna Benediktssonar formanns allsherjarnefndar, mun hækkun kostnaður vegna breytinga á lífeyrisskuldbindingu ríkissjóðs, ef eftirlaunafrumvarpið verður að lögum, vera allt frá 0% til 7%, samkvæmt útreikningum Talnakönnunar. Samkvæmt því getur kostnaður ríkissjóðs vaxið um allt að 440 miljónir, skv dýrasta möguleika en ekki neitt samkvæmt þeim ódýrasta. Fram hefur komið í fréttum að Talnakönnun hafi reiknað út dýrasta og ódýrasta möguleikann, allt eftir því hvenær menn myndu hefja töku lífeyris. Annarri umræðu málsins lauk á þingi seinnipartinn með samþykkt þess. Þriðja umræða verður á mánudag og því fer það í gegn þá. Muni stjórnarflokkarnir tryggja að málið nái í gegn. Útlit er fyrir að tveir flutningsmenn frumvarpsins greiði því ekki atkvæði sitt, Þuríður Backman og Sigurjón Þórðarson. Framsóknarmenn hafa ráðist af krafti að Samfylkingunni og hamra á að flokkurinn sé klofinn og létu svo um mælt á þingi í dag að kona úti í bæ hefði tekið þar völdin.
Tilkynnt var í gær að stjórn Eimskipafélags Íslands hefði ákveðið að selja Brim, sjávarútvegssvið félagsins. Í Brim eru mynduð þrjú fyrirtæki, Útgerðarfélag Akureyringa, Skagstrendingur á Skagaströnd og Haraldur Böðvarsson á Akranesi. Samkvæmt fréttum hefur stjórnin falið Landsbankanum að kanna möguleika á sölu fyrirtækisins í heilu lagi eða í hlutum. Eins og flestir vita hefur Kaupfélag Eyfirðinga og Kaldbakur nú þegar lýst yfir áhuga á að kaupa Brim eða Útgerðarfélag Akureyringa, eitt og sér. Útgerðarfélag Akureyringa er eitt mikilvægasta fyrirtæki okkar Akureyringa. Það er eitt af flaggskipum í íslenskum sjávarútvegi og hefur verið frá miðri 20. öld. Mikilvægt er að heimamenn eignist meirihluta í fyrirtækinu og starfsemi þess haldist óbreytt. Hefur rekstur ÚA blómstrað þann tíma sem Eimskip hefur rekið það. Mynduglega hefur þar verið haldið á málum. Við þessi þáttaskil er mikilvægt að vel gangi með að tryggja óbreyttan rekstur þess og það verði áfram það öfluga fyrirtæki sem það er.
Idol - stjörnuleit
Gaman var sem fyrr að horfa á Idol - stjörnuleit í gærkvöldi. Um var að ræða annan þátt úrslitaþáttanna í Smáralind. 7 þátttakendur voru eftir, en síðast voru þær Sessý og Vala sendar heim eftir kosningu. Þema kvöldsins var diskótónlist og lagavalið því mjög hressilegt og gott. Gestadómari kvöldsins var Páll Óskar Hjálmtýsson diskókóngur. Hann hefur jafnan verið þekktur fyrir að fylgjast vel með diskótónlist og sungið mörg slík lög. Skemmst er frá því að segja að allir keppendurnir 7 stóðu sig með miklum sóma. Erfitt var að gera upp á milli þeirra. Persónulega fannst mér Ardís og Tinna Marína standa sig best. Enn erfiðara var þó að velja þann sem skyldi detta út. Þegar kom að því að tilkynna þrjá neðstu kom í ljós að það voru Anna Katrín, Tinna Marína og Rannveig. Kom það í hlut Rannveigar að halda heim. Fannst mér hún ekki standa sig verst og því undarlegt að hún skyldi send heim af þjóðinni. En svona er þetta. Hægt er að líta á frammistöður þeirra og dæma af því. Framundan er spennandi 6 manna úrslit næsta föstudag og þá mun aftur fækka um einn í hópnum.
Leikstjóraumfjöllun
Francis Ford Coppola fæddist í Detroit í Michigan í Bandaríkjunum, 7. apríl 1939. Hann ólst upp í úthverfi New York. Á hann að baki meistaraverk á borð við The Godfather: Part II, The Godfather, Apocalypse Now og The Conversation. Ferill Francis Ford Coppola hefur einkennst af jafnt miklum meistaraverkum sem verða órjúfanlegur hluti af kvikmyndasögu 20. aldarinnar og jafnframt myndum sem teljast í meðallagi góðar. Í heildina litið er hann einkar svipmikill kvikmyndagerðarmaður sem setti sterkan svip á kvikmyndasögu 20. aldarinnar. Ég fjalla um feril Francis Ford Coppola í nýjustu leikstjóraumfjöllun minni á kvikmyndir.com.
Vefur dagsins
Lít stundum á vef breska Íhaldsflokksins. Þar er athyglisverð umfjöllun um allt sem tengist flokknum, sögu hans og forystu. Mæli með að fólk líti á þennan góða vef.
Snjallyrði dagsins
Ég forðast freistingar, nema þær séu ómótstæðilegar.
Mae West leikkona
<< Heim