Pælingar Stefáns Friðriks Stefánssonar

Honum er ekkert mannlegt óviðkomandi - frelsið er yndislegt!

01 janúar 2004

Áramótakveðja 2004Áramótakveðja
Árið 2003 er liðið í aldanna skaut. Að baki er eftirminnilegt ár í stjórnmálunum og gott ár hjá mér persónulega. Ég mun minnast þessa árs með mikilli hlýju þegar fram líða stundir. Ég opnaði í júní glæsilega heimasíðu mína eftir breytingar á nýju léni. Þar birtast vikulegir pistlar og ítarleg umfjöllun um málefni samtímans. Hefur vefurinn hlotið góðar viðtökur og margir litið á hann á árinu. Í október hóf ég á ný dagleg skrif á bloggið og breytti ennfremur uppsetningu þess. Framsetningin er líflegri, myndir hafa bæst við og umræða í föstum flokkum á hverjum degi. Í kjölfar þess að ég hætti skrifum á spjallvefi, eyði ég nú mun meiri tíma í bloggið. Finn ég greinilega á heimsóknum á bloggið að breytingar þar hafa mælst vel fyrir. Ég þakka öllum þeim sem hafa litið á síðurnar, hafa sent mér póst og rætt málin fyrir tryggð við heimasíður mínar og þakka góðar kveðjur ykkar. Hef fengið mörg bréf og góðar ábendingar og kynnst fjölmörgum sem áhuga hafa á skrifum mínum og vilja ræða pólitík við mig. Þakka bæði ykkur og eins að sjálfsögðu öllum vinum mínum og kunningjum fyrir góða vináttu á árinu sem ég met mjög mikils. Ég hlakka ennfremur til góðs samstarfs við félaga mína í ungliðahreyfingunni í gegnum vef okkar og hinar nýju SUS-fréttir, sem hefja göngu sína á nýju ári. Vil einnig sérstaklega þakka fjölskyldu minni og nánustu ættingjum fyrir stuðninginn á árinu og ómetanlega tryggð við mig, ég væri ekkert án hlýhugs ykkar. Það er mér mikilvægt að eiga góða að. Ég þakka kærlega góða samfylgd á liðnu ári. Vonandi eigum við samleið á nýju ári!

Áramótakveðja 2004