Heitast í umræðunni
Undanfarnar vikur hefur mikil umræða verið í samfélaginu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Hafa margir ritað um þetta mál og tjáð sínar skoðanir á því, stutt er síðan ég fjallaði um þetta mál á heimasíðu minni. Fyrir rúmri viku birtist á nokkrum vefritum, t.d. murinn.is, pistill eftir Þorleif Örn Arnarsson leikara, þar sem hann beinir spurningum til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, um frumvarpið. Björn hefur nú svarað skrifum Þorleifs á ítarlegan hátt á vef sínum. Í pistli Þorleifs segir svo: "Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem lögð verða fyrir alþingi Íslendinga innan skamms þá eru mér og konunni minni settar reglur umfram þær reglur sem venjulega gilda um ástfangið fólk í nútímasamfélagi. Við megum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna. Það gæti nefnilega verið að hún væri bara að giftast mér til þess að hljóta landvistarleyfi á Íslandi. Við þurfum að sanna að við elskum hvort annað!" Þessu svaraði Björn svo: "Ég skil vel að þér lítist ekki vel á þá tilhugsun og ég vona að þú verðir feginn að heyra að í frumvarpinu er, þvert á við það sem þér virðist hafa verið sagt, ekki gert ráð fyrir að lögregla fái slíka heimild. Gert er ráð fyrir að heimildir til húsleitar komi aðeins til í undantekningartifellum, þegar rökstuddur grunur leikur á að um alvarleg brot sé að ræða og þá einungis að undangengnum dómsúrskurði. Sé tekið mið af þeim aðstæðum er þú lýsir eru áhyggjur þínar óþarfar". Hvet alla til að lesa skrif Þorleifs og svo í kjölfarið svar Björns.
Líflegar umræður voru á Alþingi í gær um skýrslu fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra og væntanlegt frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum. Umræða hófst um málið með því að Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, leitaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvers vegna svo knýjandi væri nú, að setja fyrrnefnd lög um eignarhald á fjölmiðlum, og hvort það yrði afgreitt á yfirstandandi þingi og frumvarpið lagt fram fyrir þinglok í vor. Fram kom í svari forsætisráðherrans að fjölmiðlanefndin teldi að full þörf væri á lagasetningu. Sagði Davíð að frumvarp um málið myndi verða lagt fram á þingi innan skamms og stefnt að afgreiðslu þess fyrir sumarleyfi. Kom fram í máli forsætisráðherra að skýrslan hefði verið á borði ríkisstjórnarinnar í hálfan mánuð og það væri bæði sjálfsögð og viðtekin regla, að ríkisstjórn hefði mál innan sinna vébanda í það langan tíma áður en það væri sett út í opinbera umræðu. Orðrétt sagði forsætisráðherra um Samfylkinguna og málflutning flokksins. "Það sem hefur hins vegar komið mér á óvart, er að Samfylkingin, án þess að hafa séð málið og kynnt sér skýrslu upp á 180 síður, skuli bersýnilega leggjast gegn málinu fyrirfram. Ég að vísu hlustaði úr fjarlægð á stefnuræðu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar í Borgarnesi frá sjálfu forsætisráðherraefninu mikla. Og þar var auðvitað ákveðið að skipa sérstakan verndarhring í kringum þrjú fyrirtæki: fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Baugs og Kaupþings. Þannig að það er ekkert sem kemur manni á óvart í viðhorfum Samfylkingarinnar". Búast má við líflegum umræðum um þetta mál á næstu vikum, enda stefnir flest í að frumvarpið verði aðalefni þingsins nú undir lok starfstíma þess.
Greinaskrif
Seinustu vikur hefur mikið verið deilt um skipan í embætti hæstaréttardómara í fyrra, í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og talsvert skrifað um málið, bæði á vefsíður og í dagblöðunum. Hef ég skrifað tvo pistla um þetta á heimasíðunni og farið vel yfir málið. Í dag birtist góð grein eftir Hilmar Gunnlaugsson lögmann á Egilsstöðum, í Mogganum, þar sem hann fjallar um þetta mál og um þann sem skipaður var í embættið, hvet ég alla til að lesa þá grein mjög vel. Hilmar fer vel og ítarlega yfir málið og gerir grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar, skrifaði ítarlega grein um þetta mál á vefinn heimur.is. Þar segir orðrétt: "En bar Birni að velja konu í starfið? Auðvitað ekki. Þá hefði átt að standa í auglýsingunni að karlar gætu ekki sótt um þetta dómarastarf við Hæstarétt því búið væri að ákveða að ráða konu svo þær yrðu þrjár af níu við réttinn - og að dómsmálaráðherra réði ekki í embættið heldur einhver nefnd jafnréttis úti í bæ. Björn gerði rétt. Honum bar að velja hæfustu manneskjuna samkvæmt sinni eigin sannfæringu – en ekki samkvæmt einhverju „pólitísku skírteini" Jafnréttisnefndar." Bendi öllum á að lesa þessar tvær greinar og fara yfir þessi sjónarmið málsins.
Sjónvarpskvöld - kvikmyndir
Höfðum það gott yfir sjónvarpinu í gærkvöld, fátt betra þegar gott er í sjónvarpinu og fínt efni á boðstólum. Horfðum venju samkvæmt á Vini klukkan átta, þeir klikka aldrei. Nú er lokasyrpan um Vinina rúmlega hálfnuð og styttist í sögulokin. Hef ég verið mikill aðdáandi þessara þátta allt frá byrjun 1994 og á eftir að sakna þeirra, rétt eins og mikill fjöldi fólks um allan heim sem hafa haldið tryggð við vinahópinn seinasta áratuginn. Ég á alla þættina þannig að það verður hægt að horfa á þá síðar meir og njóta þeirra. Um níu hófst American Idol og horfðum við á það venju samkvæmt. Blökkusöngkonurnar brilleruðu í þættinum meðan strákarnir áttu alveg skelfilegt kvöld. Það kom vægast sagt á óvart að þær Fantasia Barrino, Jennifer Hudson og La Toya London væru neðstar. Varð það hlutskipti Jennifer að halda heim, eins ótrúlegt og það hljómar. Fannst mér hún vera einn allra besti þátttakandinn þetta árið og reyndar syngja best ásamt Fantasiu. Það er greinilegt að eitthvað annað en söngurinn hefur áhrif á bandarískan almenning sem kýs og þarf að huga að því að benda fólki á að verið er að velja bestu röddina en ekki persónuna. Allavega vonandi að alvöru hæfileikafólk haldi ekki áfram að detta út í næsta þætti. Eftir þáttinn horfðum við á fyrsta hlutann af Hringadróttinssögu, hina mögnuðu The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Stórfenglegt kvikmyndastórvirki.
Dagurinn í dag
1914 Dauðadómur var kveðinn upp á Íslandi í síðasta sinn - dómnum var síðar breytt
1970 Mótmæli námsmanna í menntamálaráðuneytinu til að styðja kröfur námsmanna erl.
1977 Skákmaðurinn Vlastimil Hort setti heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi - tefldi við 550
1993 Sprengjutilræði Írska lýðveldishersins, IRA, í City hverfinu í London - 40 slösuðust
1996 Feðgarnir Arnór og Eiður Smári léku báðir í landsleik gegn Eistlandi - Ísland vann 3:0
Snjallyrði dagsins
Að skattleggja almenning í þágu tiltekins hóps er ekki aðstoð, heldur arðrán.
Benjamin Disraeli forsætisráðherra Bretlands (1804-1881)
Undanfarnar vikur hefur mikil umræða verið í samfélaginu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögunum. Hafa margir ritað um þetta mál og tjáð sínar skoðanir á því, stutt er síðan ég fjallaði um þetta mál á heimasíðu minni. Fyrir rúmri viku birtist á nokkrum vefritum, t.d. murinn.is, pistill eftir Þorleif Örn Arnarsson leikara, þar sem hann beinir spurningum til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, um frumvarpið. Björn hefur nú svarað skrifum Þorleifs á ítarlegan hátt á vef sínum. Í pistli Þorleifs segir svo: "Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem lögð verða fyrir alþingi Íslendinga innan skamms þá eru mér og konunni minni settar reglur umfram þær reglur sem venjulega gilda um ástfangið fólk í nútímasamfélagi. Við megum til dæmis búa við það að lögreglan ryðjist inn til okkar án dómsúrskurðs og fari í gegnum undirfataskúffurnar okkar til þess að sanna eða afsanna að við séum í raun ástfangin og gift þess vegna. Það gæti nefnilega verið að hún væri bara að giftast mér til þess að hljóta landvistarleyfi á Íslandi. Við þurfum að sanna að við elskum hvort annað!" Þessu svaraði Björn svo: "Ég skil vel að þér lítist ekki vel á þá tilhugsun og ég vona að þú verðir feginn að heyra að í frumvarpinu er, þvert á við það sem þér virðist hafa verið sagt, ekki gert ráð fyrir að lögregla fái slíka heimild. Gert er ráð fyrir að heimildir til húsleitar komi aðeins til í undantekningartifellum, þegar rökstuddur grunur leikur á að um alvarleg brot sé að ræða og þá einungis að undangengnum dómsúrskurði. Sé tekið mið af þeim aðstæðum er þú lýsir eru áhyggjur þínar óþarfar". Hvet alla til að lesa skrif Þorleifs og svo í kjölfarið svar Björns.
Líflegar umræður voru á Alþingi í gær um skýrslu fjölmiðlanefndar menntamálaráðherra og væntanlegt frumvarp forsætisráðherra um eignarhald á fjölmiðlum. Umræða hófst um málið með því að Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar, leitaði eftir því að forsætisráðherra útskýrði hvers vegna svo knýjandi væri nú, að setja fyrrnefnd lög um eignarhald á fjölmiðlum, og hvort það yrði afgreitt á yfirstandandi þingi og frumvarpið lagt fram fyrir þinglok í vor. Fram kom í svari forsætisráðherrans að fjölmiðlanefndin teldi að full þörf væri á lagasetningu. Sagði Davíð að frumvarp um málið myndi verða lagt fram á þingi innan skamms og stefnt að afgreiðslu þess fyrir sumarleyfi. Kom fram í máli forsætisráðherra að skýrslan hefði verið á borði ríkisstjórnarinnar í hálfan mánuð og það væri bæði sjálfsögð og viðtekin regla, að ríkisstjórn hefði mál innan sinna vébanda í það langan tíma áður en það væri sett út í opinbera umræðu. Orðrétt sagði forsætisráðherra um Samfylkinguna og málflutning flokksins. "Það sem hefur hins vegar komið mér á óvart, er að Samfylkingin, án þess að hafa séð málið og kynnt sér skýrslu upp á 180 síður, skuli bersýnilega leggjast gegn málinu fyrirfram. Ég að vísu hlustaði úr fjarlægð á stefnuræðu Samfylkingarinnar fyrir síðustu kosningar í Borgarnesi frá sjálfu forsætisráðherraefninu mikla. Og þar var auðvitað ákveðið að skipa sérstakan verndarhring í kringum þrjú fyrirtæki: fyrirtæki Jóns Ólafssonar, Baugs og Kaupþings. Þannig að það er ekkert sem kemur manni á óvart í viðhorfum Samfylkingarinnar". Búast má við líflegum umræðum um þetta mál á næstu vikum, enda stefnir flest í að frumvarpið verði aðalefni þingsins nú undir lok starfstíma þess.
Greinaskrif
Seinustu vikur hefur mikið verið deilt um skipan í embætti hæstaréttardómara í fyrra, í kjölfar úrskurðar kærunefndar jafnréttismála og talsvert skrifað um málið, bæði á vefsíður og í dagblöðunum. Hef ég skrifað tvo pistla um þetta á heimasíðunni og farið vel yfir málið. Í dag birtist góð grein eftir Hilmar Gunnlaugsson lögmann á Egilsstöðum, í Mogganum, þar sem hann fjallar um þetta mál og um þann sem skipaður var í embættið, hvet ég alla til að lesa þá grein mjög vel. Hilmar fer vel og ítarlega yfir málið og gerir grein fyrir afstöðu sinni til málsins. Jón G. Hauksson ritstjóri Frjálsrar verslunar, skrifaði ítarlega grein um þetta mál á vefinn heimur.is. Þar segir orðrétt: "En bar Birni að velja konu í starfið? Auðvitað ekki. Þá hefði átt að standa í auglýsingunni að karlar gætu ekki sótt um þetta dómarastarf við Hæstarétt því búið væri að ákveða að ráða konu svo þær yrðu þrjár af níu við réttinn - og að dómsmálaráðherra réði ekki í embættið heldur einhver nefnd jafnréttis úti í bæ. Björn gerði rétt. Honum bar að velja hæfustu manneskjuna samkvæmt sinni eigin sannfæringu – en ekki samkvæmt einhverju „pólitísku skírteini" Jafnréttisnefndar." Bendi öllum á að lesa þessar tvær greinar og fara yfir þessi sjónarmið málsins.
Sjónvarpskvöld - kvikmyndir
Höfðum það gott yfir sjónvarpinu í gærkvöld, fátt betra þegar gott er í sjónvarpinu og fínt efni á boðstólum. Horfðum venju samkvæmt á Vini klukkan átta, þeir klikka aldrei. Nú er lokasyrpan um Vinina rúmlega hálfnuð og styttist í sögulokin. Hef ég verið mikill aðdáandi þessara þátta allt frá byrjun 1994 og á eftir að sakna þeirra, rétt eins og mikill fjöldi fólks um allan heim sem hafa haldið tryggð við vinahópinn seinasta áratuginn. Ég á alla þættina þannig að það verður hægt að horfa á þá síðar meir og njóta þeirra. Um níu hófst American Idol og horfðum við á það venju samkvæmt. Blökkusöngkonurnar brilleruðu í þættinum meðan strákarnir áttu alveg skelfilegt kvöld. Það kom vægast sagt á óvart að þær Fantasia Barrino, Jennifer Hudson og La Toya London væru neðstar. Varð það hlutskipti Jennifer að halda heim, eins ótrúlegt og það hljómar. Fannst mér hún vera einn allra besti þátttakandinn þetta árið og reyndar syngja best ásamt Fantasiu. Það er greinilegt að eitthvað annað en söngurinn hefur áhrif á bandarískan almenning sem kýs og þarf að huga að því að benda fólki á að verið er að velja bestu röddina en ekki persónuna. Allavega vonandi að alvöru hæfileikafólk haldi ekki áfram að detta út í næsta þætti. Eftir þáttinn horfðum við á fyrsta hlutann af Hringadróttinssögu, hina mögnuðu The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring. Stórfenglegt kvikmyndastórvirki.
Dagurinn í dag
1914 Dauðadómur var kveðinn upp á Íslandi í síðasta sinn - dómnum var síðar breytt
1970 Mótmæli námsmanna í menntamálaráðuneytinu til að styðja kröfur námsmanna erl.
1977 Skákmaðurinn Vlastimil Hort setti heimsmet í fjöltefli á Seltjarnarnesi - tefldi við 550
1993 Sprengjutilræði Írska lýðveldishersins, IRA, í City hverfinu í London - 40 slösuðust
1996 Feðgarnir Arnór og Eiður Smári léku báðir í landsleik gegn Eistlandi - Ísland vann 3:0
Snjallyrði dagsins
Að skattleggja almenning í þágu tiltekins hóps er ekki aðstoð, heldur arðrán.
Benjamin Disraeli forsætisráðherra Bretlands (1804-1881)
<< Heim