Heitast í umræðunni
Mjög áhugavert var að lesa skrifin á Vef-Þjóðviljanum um helgina, þar sem fjallað var um undarlega fréttamennsku Fréttablaðsins. Ráðlegg ég öllum að lesa þessi skrif og kynna sér þar fréttamat blaðsins undanfarna 50 daga. Túlkun á skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær vakti athygli mína. Ljóst er, að það olli andstæðingum Sjálfstæðisflokksins (í ritstjórn blaðsins sem og stjórnarandstæðingum) verulegum vonbrigðum, að flokkurinn mældist stærstur í könnuninni og við fengum þó þessa mælingu eftir þá orrahríð sem yfir samfélagið hefur gengið gegn þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Annars breyttist ekkert um helgina í þessu máli, stjórnarandstaðan er enn í felum efnislega séð í þessu máli og litlar líkur á að tillögur hennar um eignarhald fjölmiðla og lagasetningu á því liggi fyrir á næstunni. Eins og ég hef bent á eru forystumenn á þeim væng stjórnmálanna að hengja sig utan í allt nema efnislega umræðu um málið og reyna að slá pólitískar keilur. Það er vissulega mjög bagalegt að fræðimenn á sviði lögfræði séu ósammála um öll atriði málsins. Ég tek undir með utanríkisráðherra, en hann sagðist í dag alltaf hafa litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og löggjafarsamkundan geti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög. Það er greinilegt að pólitík setur mikið mark sitt á fræðimennina og hvernig þeir meta þessi efni, það er það versta af öllu. En við því er mjög fátt hægt að gera. Meirihluti þingsins getur bæði sett lög og afnumið þau, það er afdráttarlaus skoðun mín.
Alfreð Þorsteinsson, sem verið hefur pólitískur leiðtogi R-listans sem formaður borgarráðs eftir að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var steypt af stóli í desember 2002, tjáði sig í gær um fjölmiðlamálið og hvernig það sneri að honum sem stuðningsmanni og trúnaðarmanni Framsóknarflokksins í stjórnmálum. Það vakti þó óneitanlega athygli mína að heyra ein ummæli hans, þess efnis að þingmenn ættu alltaf að fylgja samvisku sinni og sannfæringu í málum. Tek ég undir það, en undrast að þessi orð komi frá Alfreð af öllum mönnum. Það hafa vonandi fáir gleymt því hvernig Alfreð sem pólitískur leiðtogi R-listans meinaði borgarfulltrúum vinstri grænna í samstarfinu, sérstaklega varaborgarfulltrúanum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, að tjá sannfæringu sína í fjölda mála, t.d. hvað varðar Austurbæjarbíó. Aðför Alfreðs og Þórólfs Árnasonar borgarstjóra, að málfrelsi Steinunnar og tillögurétti í meirihlutanum, leiddi til afsagnar hennar úr nefndum tengdum R-listanum og sem varaborgarfulltrúa. En það er gott að Alfreð virðist hafa skilið mikilvægi þess að sannfæringin ráði. Hann hefði mátt komast á þá skoðun fyrr, hvað varðar samstarfsfólk hans í borgarstjórnarmeirihlutanum, sem hefur hröklast frá vegna afskipta hans af tjáningu þeirra á mikilvægum málum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum
Kosningabaráttan vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum, þriðjudaginn 2. nóvember nk. er tekin að harðna nokkuð og mun hún brátt ná hámarki. Styttist nú í flokksþing stóru stjórnmálaflokkanna þar sem stefna framboða forsetaefnanna og baráttuþema þeirra verður endanlega mótuð og forseta- og varaforsetaefni hyllt af flokksmönnum, venju samkvæmt. Flokksþing demókrata verður haldið í Boston í Massachusetts-fylki, heimavígi John Kerry forsetaframbjóðanda flokksins og öldungadeildarþingmanns, 26. - 29. júlí nk. Framboð Kerry og Edwards virkar sterkt, en ef eitthvað eitt er umfram allt talið veikleiki framboðs Kerry og Edwards er það án nokkurs vafa skortur á trúverðugleika, en Kerry hefur margoft í kosningabaráttunni verið staðinn að því að hafa margoft skipt um skoðanir og eða áherslur. Er þetta jafnan siður vinstrimanna í stjórnmálum, en hvort það gagnast Kerry eða verður fótakefli að lokum ræðst í nóvember. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, er ótvíræður leiðtogi Repúblikanaflokksins og þurfti ekki að heyja forkosningabaráttu til að hljóta útnefningu flokksins, enda einn í kjöri af hans hálfu. Það er því nokkuð ljóst að flokksþing repúblikana sem haldið verður í New York 30. ágúst – 2. september verði kraftmikil samkunda fyrir Bush og kosningabaráttu hans, sökum sterkrar stöðu hans í flokknum. Ég fjalla um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum í ítarlegum pistli á frelsi.is í dag.
Áhugavert á Netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 10. júlí 2004
Spennandi kosningabarátta í USA - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Einhliða fréttaumfjöllun Fréttablaðsins í 50 daga - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í könnun Fréttablaðsins - Framsókn minnst
Möguleiki á að forsetakosningum í USA verði frestað vegna hryðjuverkaógnar
Thomas Klestil fyrrum forseti Austurríkis, var jarðsunginn á laugardag
Vangaveltur um hvort Dick Cheney verði áfram varaforsetaefni Bush
Ron Reagan styður John Kerry og mun ávarpa demókrataþing í Boston
Tony Blair íhugaði alvarlega afsögn í júní - hann ætlar sér nú að halda áfram
Junichiro Koizumi situr áfram við völd í Japan þrátt fyrir kosningatap í gær
Dick Cheney vs. John Edwards: hversu miklu máli skipta varaforsetaefnin?
Pólitísku óvinirnir Ariel Sharon og Shimon Peres að mynda stjórn í Ísrael
Umfjöllun um bókina sem John Kerry vill að enginn stjórnmálaspekúlant lesi
Umdeild bók um dauða Ron Brown árið 1996 selst mjög vel í Bandaríkjunum
Kosningaloforð framboðs John Kerry yrðu dýrkeypt fyrir bandaríska kjósendur
Hvalveiðar við Ísland hafa ekki dregið úr aðsókn í hvalaskoðunarferðir við landið
Matvælaverð hækkar nokkuð í Póllandi í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu
Spiluðu sama lagið í 6 tíma / afmælistónleikar Grafík á Ísafirði um helgina
Amtsbókasafnið á Akureyri fær verðlaun fyrir góða þjónustu - eiga það skilið
Presley kemst á breska vinsældalistann með gamlan smell, 27 árum eftir dauðann
Marlon Brando, dó forríkur, en ekki fátækur eins og margir héldu eftir lát hans
Dagurinn í dag
1862 Bandaríska þingið samþykkir einróma stofnun nýrrar orðu, Heiðursorðunnar
1951 Óskar Halldórsson útgerðarmaður, afhenti ríkinu 18 vaxmyndir af þekktu fólki
1953 Grafarkirkja á Höfðaströnd í Skagafirði vígð - eitt af minnstu guðshúsum landsins
1974 Einn sigursælasti knattspyrnustjórinn í sögu knattspyrnunnar, Bill Shankly, hættir störfum hjá Liverpool, eftir glæstan feril þar. Shankly varð bráðkvaddur í september 1981
1997 Safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara, opnað á Djúpavogi, en hann var þaðan
Snjallyrði dagsins
It's the friends you can call up at four a.m. that matter.
Marlene Dietrich (1901-1992)
Mjög áhugavert var að lesa skrifin á Vef-Þjóðviljanum um helgina, þar sem fjallað var um undarlega fréttamennsku Fréttablaðsins. Ráðlegg ég öllum að lesa þessi skrif og kynna sér þar fréttamat blaðsins undanfarna 50 daga. Túlkun á skoðanakönnun Fréttablaðsins í gær vakti athygli mína. Ljóst er, að það olli andstæðingum Sjálfstæðisflokksins (í ritstjórn blaðsins sem og stjórnarandstæðingum) verulegum vonbrigðum, að flokkurinn mældist stærstur í könnuninni og við fengum þó þessa mælingu eftir þá orrahríð sem yfir samfélagið hefur gengið gegn þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að setja lög um eignarhald á fjölmiðlum. Annars breyttist ekkert um helgina í þessu máli, stjórnarandstaðan er enn í felum efnislega séð í þessu máli og litlar líkur á að tillögur hennar um eignarhald fjölmiðla og lagasetningu á því liggi fyrir á næstunni. Eins og ég hef bent á eru forystumenn á þeim væng stjórnmálanna að hengja sig utan í allt nema efnislega umræðu um málið og reyna að slá pólitískar keilur. Það er vissulega mjög bagalegt að fræðimenn á sviði lögfræði séu ósammála um öll atriði málsins. Ég tek undir með utanríkisráðherra, en hann sagðist í dag alltaf hafa litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og löggjafarsamkundan geti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög. Það er greinilegt að pólitík setur mikið mark sitt á fræðimennina og hvernig þeir meta þessi efni, það er það versta af öllu. En við því er mjög fátt hægt að gera. Meirihluti þingsins getur bæði sett lög og afnumið þau, það er afdráttarlaus skoðun mín.
Alfreð Þorsteinsson, sem verið hefur pólitískur leiðtogi R-listans sem formaður borgarráðs eftir að Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur var steypt af stóli í desember 2002, tjáði sig í gær um fjölmiðlamálið og hvernig það sneri að honum sem stuðningsmanni og trúnaðarmanni Framsóknarflokksins í stjórnmálum. Það vakti þó óneitanlega athygli mína að heyra ein ummæli hans, þess efnis að þingmenn ættu alltaf að fylgja samvisku sinni og sannfæringu í málum. Tek ég undir það, en undrast að þessi orð komi frá Alfreð af öllum mönnum. Það hafa vonandi fáir gleymt því hvernig Alfreð sem pólitískur leiðtogi R-listans meinaði borgarfulltrúum vinstri grænna í samstarfinu, sérstaklega varaborgarfulltrúanum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur, að tjá sannfæringu sína í fjölda mála, t.d. hvað varðar Austurbæjarbíó. Aðför Alfreðs og Þórólfs Árnasonar borgarstjóra, að málfrelsi Steinunnar og tillögurétti í meirihlutanum, leiddi til afsagnar hennar úr nefndum tengdum R-listanum og sem varaborgarfulltrúa. En það er gott að Alfreð virðist hafa skilið mikilvægi þess að sannfæringin ráði. Hann hefði mátt komast á þá skoðun fyrr, hvað varðar samstarfsfólk hans í borgarstjórnarmeirihlutanum, sem hefur hröklast frá vegna afskipta hans af tjáningu þeirra á mikilvægum málum.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum
Kosningabaráttan vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum, þriðjudaginn 2. nóvember nk. er tekin að harðna nokkuð og mun hún brátt ná hámarki. Styttist nú í flokksþing stóru stjórnmálaflokkanna þar sem stefna framboða forsetaefnanna og baráttuþema þeirra verður endanlega mótuð og forseta- og varaforsetaefni hyllt af flokksmönnum, venju samkvæmt. Flokksþing demókrata verður haldið í Boston í Massachusetts-fylki, heimavígi John Kerry forsetaframbjóðanda flokksins og öldungadeildarþingmanns, 26. - 29. júlí nk. Framboð Kerry og Edwards virkar sterkt, en ef eitthvað eitt er umfram allt talið veikleiki framboðs Kerry og Edwards er það án nokkurs vafa skortur á trúverðugleika, en Kerry hefur margoft í kosningabaráttunni verið staðinn að því að hafa margoft skipt um skoðanir og eða áherslur. Er þetta jafnan siður vinstrimanna í stjórnmálum, en hvort það gagnast Kerry eða verður fótakefli að lokum ræðst í nóvember. George W. Bush forseti Bandaríkjanna, er ótvíræður leiðtogi Repúblikanaflokksins og þurfti ekki að heyja forkosningabaráttu til að hljóta útnefningu flokksins, enda einn í kjöri af hans hálfu. Það er því nokkuð ljóst að flokksþing repúblikana sem haldið verður í New York 30. ágúst – 2. september verði kraftmikil samkunda fyrir Bush og kosningabaráttu hans, sökum sterkrar stöðu hans í flokknum. Ég fjalla um kosningabaráttuna í Bandaríkjunum í ítarlegum pistli á frelsi.is í dag.
Áhugavert á Netinu
Helgarpistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra - 10. júlí 2004
Spennandi kosningabarátta í USA - pistill Stefáns Friðriks Stefánssonar
Einhliða fréttaumfjöllun Fréttablaðsins í 50 daga - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í könnun Fréttablaðsins - Framsókn minnst
Möguleiki á að forsetakosningum í USA verði frestað vegna hryðjuverkaógnar
Thomas Klestil fyrrum forseti Austurríkis, var jarðsunginn á laugardag
Vangaveltur um hvort Dick Cheney verði áfram varaforsetaefni Bush
Ron Reagan styður John Kerry og mun ávarpa demókrataþing í Boston
Tony Blair íhugaði alvarlega afsögn í júní - hann ætlar sér nú að halda áfram
Junichiro Koizumi situr áfram við völd í Japan þrátt fyrir kosningatap í gær
Dick Cheney vs. John Edwards: hversu miklu máli skipta varaforsetaefnin?
Pólitísku óvinirnir Ariel Sharon og Shimon Peres að mynda stjórn í Ísrael
Umfjöllun um bókina sem John Kerry vill að enginn stjórnmálaspekúlant lesi
Umdeild bók um dauða Ron Brown árið 1996 selst mjög vel í Bandaríkjunum
Kosningaloforð framboðs John Kerry yrðu dýrkeypt fyrir bandaríska kjósendur
Hvalveiðar við Ísland hafa ekki dregið úr aðsókn í hvalaskoðunarferðir við landið
Matvælaverð hækkar nokkuð í Póllandi í kjölfar aðildar að Evrópusambandinu
Spiluðu sama lagið í 6 tíma / afmælistónleikar Grafík á Ísafirði um helgina
Amtsbókasafnið á Akureyri fær verðlaun fyrir góða þjónustu - eiga það skilið
Presley kemst á breska vinsældalistann með gamlan smell, 27 árum eftir dauðann
Marlon Brando, dó forríkur, en ekki fátækur eins og margir héldu eftir lát hans
Dagurinn í dag
1862 Bandaríska þingið samþykkir einróma stofnun nýrrar orðu, Heiðursorðunnar
1951 Óskar Halldórsson útgerðarmaður, afhenti ríkinu 18 vaxmyndir af þekktu fólki
1953 Grafarkirkja á Höfðaströnd í Skagafirði vígð - eitt af minnstu guðshúsum landsins
1974 Einn sigursælasti knattspyrnustjórinn í sögu knattspyrnunnar, Bill Shankly, hættir störfum hjá Liverpool, eftir glæstan feril þar. Shankly varð bráðkvaddur í september 1981
1997 Safn Ríkharðs Jónssonar myndhöggvara, opnað á Djúpavogi, en hann var þaðan
Snjallyrði dagsins
It's the friends you can call up at four a.m. that matter.
Marlene Dietrich (1901-1992)
<< Heim