Heitast í umræðunni
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að fella fjölmiðlalögin úr gildi og draga til baka fjölmiðlafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Allsherjarnefnd samþykkti á fundi sínum í dag nýtt og breytt frumvarp þar sem meginefni hins eldra hafa verið tekin út en eftir standa tvö atriði: að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar 2. júní sl. og breyting á skipan útvarpsréttarnefndar. Ekki verður lagt nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á sumarþinginu og stefnt er að því að þinghaldi ljúki undir lok vikunnar þegar breytt frumvarp hefur verið afgreitt. Fjölmiðlanefnd mun taka til starfa aftur í haust eins og áður hafði verið stefnt að og gefst stjórnarandstöðunni færi á að taka þátt í störfum hennar og koma fram með skoðanir sínar á málinu, efnislega hlið sína á lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Ég tel að ríkisstjórnin hafi tekið rétt skref í málinu, enda er mikilvægt að stjórnarandstaðan komi fram með skoðun sína á málinu og hætti þeirri tækifærismennsku sem hún hefur haldið uppi allt frá því að frumvarpsdrög voru fyrst kynnt í aprílmánuði. Skynsamlegt er að salta málið í sumar, taka það upp aftur í haust og leiða þá til lykta frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, enda tel ég að vilji meirihluta landsmanna sé að setja leikreglur um eignarhaldið. En nú ætti efnisleg umræða um málið að geta hafist, er það ánægjulegt.
Í dag lá fyrir vilji stjórnarflokkanna til að hefja vinnu að endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum er víkur að stjórnarskrárþáttum sem víkja að embætti forseta Íslands. Með því verður ljós vilji stjórnarflokkanna að hér verði fest í stjórnarskrá þingræði og það að forseti framkvæmi vald ráðherra, eins og almennt var talið að væri til staðar þar til Ólafur Ragnar Grímsson gekk gegn þingræðinu, 2. júní sl. Til þess að afnema synjunarvald forsetans í 26. greininni þarf stjórnarskrárbreytingu. Tvö þing verða að samþykkja slíka breytingu, það sem nú situr og það sem kjörið verður í næstu þingkosningum. Í sunnudagspistli mínum um síðustu helgi, rakti ég deilur sumarsins um efni 26. greinarinnar og hvatti pólitíska forystu landsins til að taka af skarið í þessum efnum, með því að fella niður synjunarrétt forsetans á málum frá þinginu og gera skýrt að forseti ætti að framkvæma vald ráðherra. Það er skoðun mín nú sem ávallt fyrr að forseti eigi ekki að hafa það vald sem 26. greinin gaf í skyn að hann hefði og því mikið gleðiefni að taka eigi þetta til endurskoðunar og pólitísk samstaða hefur náðst milli stjórnarflokkanna um að stuðla að breytingum á stjórnarskrárþáttum tengdum forsetaembættinu, sérstaklega 26. greininni sem lengi hefur verið umdeild, en verður nú tekin til rækilegrar endurskoðunar.
Pistill SFS um tíðindi dagsins í fjölmiðlamálinu
Bókalestur - spennusögur Arnaldar Indriðasonar
Ég hef alla tíð verið mikill bókaunnandi og les jafnan mikið, eins og góðvinir mínir á Amtsbókasafninu á Akureyri ættu að vera farnir að átta sig vel á. Það er fátt betra en fara einu sinni í viku á bókasafnið, taka nokkrar bækur og rýna í þær og jafnframt líta á gömul dagblöð, sem ég geri oft ef mig vantar upplýsingar um eldri atburði og vil kynnast umfjöllun dagblaða um mikilvæg málefni fyrri tíma. Nú á seinustu vikum hef ég stúderað mikið í skáldsögum Arnaldar Indriðasonar, en ég er mikill unnandi spennusagna hans og á þær allar. Sérstaklega er notalegt hvernig Arnaldur yfirfærir spennusagnaformið á íslenskt samfélag og fléttar persónurnar saman við veruleika sem allir ættu að geta kannast við, sem um væri að ræða það sem lesandinn getur staðsett sig í beint. Í gærkvöldi lauk ég við að lesa í þriðja sinn, spennusöguna Bettý, eftir Arnald. Las ég hana fyrst um jólin seinustu. Er hér sögð einkar spennandi saga af ungum lögfræðingi sem situr í fangelsi af völdum háskakvendisins Bettýar, og hvernig lögfræðingurinn reynir að snúa sig útúr þeim svikavef sem Bettý hefur spunnið. Bettý er ung og glæsileg kona, gift forríkum útgerðarmanni á Akureyri, sem ræður lögfræðinginn til að sjá um erlenda samninga fyrir sig. Og áður en varir er lögfræðingurinn kominn á kaf í flókna atburðarás. Í þessari mögnuðu spennusögu er hægt að finna einn athyglisverðasta viðsnúning sem ég hef upplifað í spennusögu, en sagan tekur mjög merkilegan hring þegar rúmlega helmingur hefur verið lesinn. Hvet ég alla til að lesa bókina, sem það hafa ekki gert nú þegar. Svo má enginn gleyma að lesa t.d. Röddina, Mýrina og Grafarþögn, sem er án vafa demanturinn í öllum skrifum Arnaldar.
Áhugavert á Netinu
Frelsi er stefna í menntamálum - pistill Kristins Más Ársælssonar
Tel að það sé vilji allra að setja reglur um fjölmiðla - Davíð Oddsson
Ríkisstjórnin ákveður að fella niður fjölmiðlalög - málið sett í vinnslu
Ný og beinskeytt auglýsing frá George W. Bush um fjölskyldustefnu Kerrys
Kosningabarátta á fullu í USA: Bush í Missouri og Kerry slappar af í Nantucket
Schwarzenegger ríkisstjóri, segist ekki þurfa að biðja demókrata afsökunar
Sandy Berger sakaður um að hafa tekið í eigin vörslu leynileg öryggisskjöl
Spænski sósíalistinn Josep Borrell kjörinn forseti Evrópuþingsins í dag
Filippseyingar kalla her sinn heim frá Írak - filippeyska gíslinum sleppt
Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels, ekki aufúsugestur í Frakklandi
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, ver innrás Bandamanna í Írak
John Kerry mun nota ríkisstyrk til handa framboðinu eftir allt saman
Kerry og Edwards gera lítið úr miklum ágreiningi sínum um utanríkismál
Drudge Report fer enn og aftur á kostum í að gera grín að John Kerry
Ahmed Qurei fellst á að sitja áfram - Arafat sakaður um fjárdrátt í PLO
60 ár liðin frá því reynt var að drepa Hitler - tilræðismannanna minnst
Kostuleg lýsing á því hvernig kaffidrykkjan er skaðleg skammtímaminninu
Söngkonan Linda Ronstadt veldur vandræðum á söngskemmtun í Las Vegas
Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards, ein á kosningaferðalagi
Martha Stewart hefur í hyggju að gefa út leiðbeiningabók um réttarhöld
Gömlu brýnin Paul Simon og Art Garfunkel slá í gegn á tónleikum í Hyde Park
Dagurinn í dag
1627 Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum, lést, 85 ára gamall - var biskup í 56 ár
1783 Eldmessan á Kirkjubæjarklaustri - meðan Sr. Jón Steingrímsson flutti þrumandi ræðu yfir sóknarbörnum sínum stöðvaðist framrás hraunsins úr Skaftáreldum, stutt frá kirkjunni
1944 Adolf Hitler lifir af banatilræði - hann svipti sig lífi er stríðið var tapað í maí 1945
1951 Abdullah I Jórdaníukonungur myrtur í Jerúsalem, hann var þá sjötugur að aldri
1960 Sirimavo Bandaranaike kjörin forsætisráðherra Ceylon (Sri Lanka) - hún varð fyrsti kvenforsætisráðherra heimsins og fyrsta konan er kjörin var til leiðtogastarfa í pólitík
Snjallyrði dagsins
We stand for freedom. That is our conviction for ourselves; that is our only commitment to others.
John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna (1917-1963)
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að fella fjölmiðlalögin úr gildi og draga til baka fjölmiðlafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi. Allsherjarnefnd samþykkti á fundi sínum í dag nýtt og breytt frumvarp þar sem meginefni hins eldra hafa verið tekin út en eftir standa tvö atriði: að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar 2. júní sl. og breyting á skipan útvarpsréttarnefndar. Ekki verður lagt nýtt frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum á sumarþinginu og stefnt er að því að þinghaldi ljúki undir lok vikunnar þegar breytt frumvarp hefur verið afgreitt. Fjölmiðlanefnd mun taka til starfa aftur í haust eins og áður hafði verið stefnt að og gefst stjórnarandstöðunni færi á að taka þátt í störfum hennar og koma fram með skoðanir sínar á málinu, efnislega hlið sína á lagasetningu um eignarhald á fjölmiðlum. Ég tel að ríkisstjórnin hafi tekið rétt skref í málinu, enda er mikilvægt að stjórnarandstaðan komi fram með skoðun sína á málinu og hætti þeirri tækifærismennsku sem hún hefur haldið uppi allt frá því að frumvarpsdrög voru fyrst kynnt í aprílmánuði. Skynsamlegt er að salta málið í sumar, taka það upp aftur í haust og leiða þá til lykta frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, enda tel ég að vilji meirihluta landsmanna sé að setja leikreglur um eignarhaldið. En nú ætti efnisleg umræða um málið að geta hafist, er það ánægjulegt.
Í dag lá fyrir vilji stjórnarflokkanna til að hefja vinnu að endurskoðun stjórnarskrárinnar, einkum er víkur að stjórnarskrárþáttum sem víkja að embætti forseta Íslands. Með því verður ljós vilji stjórnarflokkanna að hér verði fest í stjórnarskrá þingræði og það að forseti framkvæmi vald ráðherra, eins og almennt var talið að væri til staðar þar til Ólafur Ragnar Grímsson gekk gegn þingræðinu, 2. júní sl. Til þess að afnema synjunarvald forsetans í 26. greininni þarf stjórnarskrárbreytingu. Tvö þing verða að samþykkja slíka breytingu, það sem nú situr og það sem kjörið verður í næstu þingkosningum. Í sunnudagspistli mínum um síðustu helgi, rakti ég deilur sumarsins um efni 26. greinarinnar og hvatti pólitíska forystu landsins til að taka af skarið í þessum efnum, með því að fella niður synjunarrétt forsetans á málum frá þinginu og gera skýrt að forseti ætti að framkvæma vald ráðherra. Það er skoðun mín nú sem ávallt fyrr að forseti eigi ekki að hafa það vald sem 26. greinin gaf í skyn að hann hefði og því mikið gleðiefni að taka eigi þetta til endurskoðunar og pólitísk samstaða hefur náðst milli stjórnarflokkanna um að stuðla að breytingum á stjórnarskrárþáttum tengdum forsetaembættinu, sérstaklega 26. greininni sem lengi hefur verið umdeild, en verður nú tekin til rækilegrar endurskoðunar.
Pistill SFS um tíðindi dagsins í fjölmiðlamálinu
Bókalestur - spennusögur Arnaldar Indriðasonar
Ég hef alla tíð verið mikill bókaunnandi og les jafnan mikið, eins og góðvinir mínir á Amtsbókasafninu á Akureyri ættu að vera farnir að átta sig vel á. Það er fátt betra en fara einu sinni í viku á bókasafnið, taka nokkrar bækur og rýna í þær og jafnframt líta á gömul dagblöð, sem ég geri oft ef mig vantar upplýsingar um eldri atburði og vil kynnast umfjöllun dagblaða um mikilvæg málefni fyrri tíma. Nú á seinustu vikum hef ég stúderað mikið í skáldsögum Arnaldar Indriðasonar, en ég er mikill unnandi spennusagna hans og á þær allar. Sérstaklega er notalegt hvernig Arnaldur yfirfærir spennusagnaformið á íslenskt samfélag og fléttar persónurnar saman við veruleika sem allir ættu að geta kannast við, sem um væri að ræða það sem lesandinn getur staðsett sig í beint. Í gærkvöldi lauk ég við að lesa í þriðja sinn, spennusöguna Bettý, eftir Arnald. Las ég hana fyrst um jólin seinustu. Er hér sögð einkar spennandi saga af ungum lögfræðingi sem situr í fangelsi af völdum háskakvendisins Bettýar, og hvernig lögfræðingurinn reynir að snúa sig útúr þeim svikavef sem Bettý hefur spunnið. Bettý er ung og glæsileg kona, gift forríkum útgerðarmanni á Akureyri, sem ræður lögfræðinginn til að sjá um erlenda samninga fyrir sig. Og áður en varir er lögfræðingurinn kominn á kaf í flókna atburðarás. Í þessari mögnuðu spennusögu er hægt að finna einn athyglisverðasta viðsnúning sem ég hef upplifað í spennusögu, en sagan tekur mjög merkilegan hring þegar rúmlega helmingur hefur verið lesinn. Hvet ég alla til að lesa bókina, sem það hafa ekki gert nú þegar. Svo má enginn gleyma að lesa t.d. Röddina, Mýrina og Grafarþögn, sem er án vafa demanturinn í öllum skrifum Arnaldar.
Áhugavert á Netinu
Frelsi er stefna í menntamálum - pistill Kristins Más Ársælssonar
Tel að það sé vilji allra að setja reglur um fjölmiðla - Davíð Oddsson
Ríkisstjórnin ákveður að fella niður fjölmiðlalög - málið sett í vinnslu
Ný og beinskeytt auglýsing frá George W. Bush um fjölskyldustefnu Kerrys
Kosningabarátta á fullu í USA: Bush í Missouri og Kerry slappar af í Nantucket
Schwarzenegger ríkisstjóri, segist ekki þurfa að biðja demókrata afsökunar
Sandy Berger sakaður um að hafa tekið í eigin vörslu leynileg öryggisskjöl
Spænski sósíalistinn Josep Borrell kjörinn forseti Evrópuþingsins í dag
Filippseyingar kalla her sinn heim frá Írak - filippeyska gíslinum sleppt
Ariel Sharon forsætisráðherra Ísraels, ekki aufúsugestur í Frakklandi
Tony Blair forsætisráðherra Bretlands, ver innrás Bandamanna í Írak
John Kerry mun nota ríkisstyrk til handa framboðinu eftir allt saman
Kerry og Edwards gera lítið úr miklum ágreiningi sínum um utanríkismál
Drudge Report fer enn og aftur á kostum í að gera grín að John Kerry
Ahmed Qurei fellst á að sitja áfram - Arafat sakaður um fjárdrátt í PLO
60 ár liðin frá því reynt var að drepa Hitler - tilræðismannanna minnst
Kostuleg lýsing á því hvernig kaffidrykkjan er skaðleg skammtímaminninu
Söngkonan Linda Ronstadt veldur vandræðum á söngskemmtun í Las Vegas
Elizabeth Edwards, eiginkona John Edwards, ein á kosningaferðalagi
Martha Stewart hefur í hyggju að gefa út leiðbeiningabók um réttarhöld
Gömlu brýnin Paul Simon og Art Garfunkel slá í gegn á tónleikum í Hyde Park
Dagurinn í dag
1627 Guðbrandur Þorláksson biskup á Hólum, lést, 85 ára gamall - var biskup í 56 ár
1783 Eldmessan á Kirkjubæjarklaustri - meðan Sr. Jón Steingrímsson flutti þrumandi ræðu yfir sóknarbörnum sínum stöðvaðist framrás hraunsins úr Skaftáreldum, stutt frá kirkjunni
1944 Adolf Hitler lifir af banatilræði - hann svipti sig lífi er stríðið var tapað í maí 1945
1951 Abdullah I Jórdaníukonungur myrtur í Jerúsalem, hann var þá sjötugur að aldri
1960 Sirimavo Bandaranaike kjörin forsætisráðherra Ceylon (Sri Lanka) - hún varð fyrsti kvenforsætisráðherra heimsins og fyrsta konan er kjörin var til leiðtogastarfa í pólitík
Snjallyrði dagsins
We stand for freedom. That is our conviction for ourselves; that is our only commitment to others.
John F. Kennedy forseti Bandaríkjanna (1917-1963)
<< Heim