
Bill Clinton fyrrum forseti Bandaríkjanna, kom til landsins kl. 9 í morgun. Er þetta fyrsta heimsókn núverandi eða fyrrum þjóðarleiðtoga Bandaríkjanna í 18 ár, en Ronald Reagan þáverandi forseti Bandaríkjanna, kom á leiðtogafund stórveldanna í Reykjavík, í október 1986. Clinton hélt frá Reykjavíkurflugvelli ásamt fylgdarliði sínu í bandaríska sendiráðið við Laufásveg. Eftir að hafa staldrað þar við í tæpan hálftíma ræddi hann við fréttamenn fyrir utan sendiráðið. Kom þar fram að hann stoppaði hér í dag á leið sinni til Írlands, þar sem hann ætlaði að árita nýútkomna ævisögu sína. Lýsti hann ánægju með að fá tækifæri til að sækja landið heim, hann hefði aðeins komið hingað áður í millilendingum og aldrei getað skoðað sig um og hefði lýst sérstökum áhuga á að sjá Þingvelli. Nefndi forsetinn fyrrverandi að í fyrsta skiptið hefði hann komið til Íslands fyrir 35 árum er hann var námsmaður og fór með Loftleiðum milli Bandaríkjanna og Evrópu. Var Clinton spurður t.d. um forsetaslaginn í Bandaríkjunum og ávirðingarnar sem ganga á milli forsetaefnanna um herþjónustu Kerrys í Víetnam. Sagðist hann vona að kosningabaráttan yrði málefnaleg fram að kjördegi, á hann von á að Bush nái nokkru forskoti samhliða flokksþinginu í næstu viku en úrslitin muni ráðast af frammistöðu frambjóðendanna í kappræðum þeirra. Forsetinn, sem þekktur er fyrir alþýðleika, lét ráðleggingar lífvarða sinna lönd og leið er hann heilsaði konu við sendiráðið sem hafði heyrt af komu hans í sendiráðið og fór í fréttamannahópinn og heilsaði henni hlýlega, smellti á hana kossi og hlýjum kveðjum.


Áhugavert á Netinu
Kveðja frá Slóveníu - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Íbúðalánasjóður er tákn liðinna tíma - pistill á Vef-Þjóðviljanum
Frjálshyggjudeild Heimdallar heldur fund um áfengislöggjöfina í Iðnó
Umfjöllun um Íslandsför Bill Clinton fyrrv. forseta Bandaríkjanna
Clinton-hjónin heimsóttu Davíð og Ástríði á heimili þeirra í Reykjavík
Davíð Oddsson forsætisráðherra, segir heimsókn Clintons ánægjulega
Bill Clinton segist hafa átt góðan dag á Íslandi - Clinton á Bessastöðum
Orku- og umhverfismál ofarlega á baugi í huga Clinton-hjónanna
Clinton segir að framlag Íslendinga í Afganistan sé mjög mikilvægt
John McCain vill hafa her áfram á Íslandi - McCain synti í Bláa lóninu
Ánægjuleg þáttaskil á fasteignamarkaði - bankar bjóða nú íbúðalán
Umdeildur pistill Guðjóns Ólafs Jónssonar um ráðherramál Framsóknar
Skrif varaþingmanns Framsóknar leiða til mikilla deilna og átaka
Halldór Ásgrímsson segir að ákvörðun um ráðherraskipan verði ekki breytt
Dr. Condoleezza Rice valin valdamesta konan af Forbes-tímaritinu
Vinna við drög að ályktunum málefnaþings SUS, á Selfossi, langt komnar
Karl Bretaprins sakaður um að beita starfsfólk sitt kynjamisrétti
Ný þýsk mynd sem fjallar um síðustu daga Hitlers vekur umtal og deilur
Dagurinn í dag
1903 Ríkið keypti jarðirnar Hallormsstað í S-Múlasýslu og Vaglir í S-Þingeyjarsýslu, til skógarfriðunar og skógargræðslu. Þar eru nú stærstu skógar landsins: Hallormsstaðaskógur og Vaglaskógur
1906 Símskeytasamband við útlönd hefst með formlegum hætti - fyrsti sæsíminn var 534 sjómílur
1968 Norræna húsið í Reykjavík var vígt formlega - arkitekt hússins var finninn Alvar Aalto
1993 Uppþot og uppreisn varð meðal fanga í fangelsinu að Litla Hrauni - stóð í tæpan sólarhring
2001 Helgi Símonarson frá Þverá í Svarfaðardal, lést, 105 ára að aldri - varð elstur allra manna
Snjallyrði dagsins
It only takes 20 years for a liberal to become a conservative without changing a single idea.
Robert Wilson heimspekingur
<< Heim