Heitast í umræðunni
Ákveðið var á fundi þingflokks Framsóknarflokksins seinnipartinn í dag að Siv Friðleifsdóttir myndi láta af embætti ráðherra samhliða ráðherrahrókeringunum sem verða 15. september nk. Þá mun umhverfisráðuneytið sem Siv hefur sinnt undanfarin 5 ár færast til Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Anna Þórðardóttir verða umhverfisráðherra í stað Sivjar. Niðurstaðan er því þess eðlis að Siv missir ráðherrastól sinn við breytingarnar og verður ekki ráðherra áfram eftir það. Í tillögu sem Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, lagði fyrir þingflokkinn sem gerir ráð fyrir þessari niðurstöðu, er að auki opnað á þann möguleika að breytingar verði gerðar á ráðherraliði flokksins þegar líður á kjörtímabilið. Með því er að öllum líkindum opnað á þann möguleika að Jón Kristjánsson víki úr ríkisstjórninni og taki við öðrum verkefnum og Siv taki þá við ráðuneyti hans eða uppstokkun verði á ráðherraskipaninni í heildina. Óneitanlega er undarlegt að sá þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur flest atkvæði á bakvið sig, er leiðtogi flokksins í stærsta kjördæminu og ein af forystukonum flokksins í rúman áratug missi nú ráðherrastól sinn við þessar ráðherrahrókeringar. Sjálf hefur Siv sagst munu una þessari niðurstöðu formannsins sem var samþykkt á þingflokksfundinum en gagnrýnir hana hinsvegar harðlega og segir hana munu skaða flokkinn. Siv mun áfram sitja á þingi og sinna sínum störfum fyrir kjósendur sína í Suðvesturkjördæmi. Hætt er við að útkoma málsins muni skekja innviði flokksins nokkuð og hefur sést mjög vel undanfarna daga að mikil andstaða var innan vissra anga Framsóknarflokksins við að Siv missti stól sinn og kurr í ýmsum forystumönnum flokksins sem studdu það að Siv yrði áfram ráðherra, og vildu aðra útkomu í málinu. En nú liggur ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar eftir ráðherrahrókeringarnar 15. september fyrir og öllum vafa hefur verið eytt. Er það vissulega mikið ánægjuefni.
Íslendingar unnu Ítali, 2:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 20.204 áhorfendur fylgdust með leiknum og hafa aldrei fleiri verið samankomnir á einum knattspyrnuleik hér á landi og því um að ræða vallarmet á Laugardalsvelli. Eldra metið var frá árinu 1968 er Valur og Benfica spiluðu. Sigur Íslendinga á Ítölum í þessum leik er sögulegur, það að leggja að velli rótgróið knattspyrnuveldi á borð við Ítali er afrek og sannkallaður stóráfangi fyrir þjálfara liðsins, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson. Íslenska liðið var betri aðilinn allan leikinn og lék stórfenglegan bolta gegn litlausum Ítölum, sem vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið. Fyrri hálfleikur var frábær af hálfu íslenska liðsins og á fyrstu 20 mínútum leiksins komu bæði mörk leiksins. Á 17. mínútu skoraði Eiður Smári Guðjohnsen og á þeirri 20. skoraði Gylfi Einarsson seinna markið. Áttum við mörg stórglæsileg marktækifæri og hefðum við hæglega getað tekið Ítali með mun afgerandi hætti en raunin varð. Ítalska liðið náði aldrei að ógna því íslenska, sem spilaði skipulegan og beittan bolta allt frá fyrstu mínútu til hinnar seinustu. Um var að ræða fyrsta landsleik Ítala undir stjórn Marcello Lippi, og voru úrslitin honum og liðinu mikið áfall. Í ítölskum fjölmiðlum koma vonbrigði Ítala vel fram, en jafnframt hrósa þeir leikstíl Íslendinga, sem er afar óvenjulegt þegar í hlut eiga andstæðingar þeirra. En góð útkoma þessa leiks er rós í hnappagat landsliðsins okkar og vonandi er að svo gott gengi haldi áfram í næstu leikjum þess.
Gylfi Þ. Gíslason (1917-2004)
Gylfi Þ. Gíslason fyrrum ráðherra og prófessor, er látinn, 87 ára að aldri. Gylfi fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1917. Hann nam rekstrarhagfræði við háskólann í Frankfurt am Main og lauk doktorsprófi frá skólanum. Gylfi varð dósent við Háskóla Íslands árið 1941 og prófessor við skólann frá 1946 og gegndi þeirri stöðu með hléum til ársins 1987. Árið 1946 var Gylfi kjörinn alþingismaður Alþýðuflokksins í Reykjavík og sat hann á þingi fyrir flokkinn í kjördæminu til ársins 1978. Gylfi gegndi embætti menntamálaráðherra, lengst allra sem setið hafa á þeim stóli, eða samfellt í 15 ár, 1956-1971. Hann var ennfremur iðnaðarráðherra á valdatíma vinstri stjórnarinnar 1956-1958. Gylfi var kjörinn formaður Alþýðuflokksins árið 1968 og gegndi embættinu til ársins 1974. Hann var forseti Alþingis á hátíðarfundi þingsins á Þingvöllum sumarið 1974, er fagnað var 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Gylfi ritaði mörg athyglisverð rit um hagfræði og stjórnmál, sérstaklega er eftirminnileg bók hans um viðreisnarárin, 1959-1971, sem kom út 1993, en Gylfi sat sem ráðherra viðreisnarstjórnarinnar allan valdaferil hennar. Þá merku bók hef ég oft lesið og er jafnan áhrifamikið að lesa lýsingar Gylfa á verkum stjórnarinnar. Jafnframt var hann höfundur margra þekktra sönglaga, t.d. Ég leitaði blárra blóma, sem Tómas Guðmundsson gerði ódauðlegt ljóð við. Árið 1939 kvæntist Gylfi, eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Vilmundardóttur. Saman eignuðust þau þrjá syni: Þorstein, Þorvald og Vilmund, sem varð þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins líkt og faðir hans. Vilmundur lést sumarið 1983. Með Gylfa er fallinn í valinn einn áhrifamesti og virtasti leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna á 20. öld.
Áhugavert á Netinu
Gylfi Þ. Gíslason fyrrum ráðherra og prófessor, látinn, 87 ára að aldri
Siv Friðleifsdóttir mun víkja af ráðherrastóli 15. september nk.
Útleggingar á Hólaræðu - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Lögbann sett á umfjöllun siðanefndar HÍ um mál Hannesar Hólmsteins
Íslenska landsliðið í fótbolta leggur ítalska liðið í sögulegum landsleik
Clinton-hjónin væntanleg til landsins í næstu viku með þingnefnd
Kárahnjúkavirkjun miklu verðmætari en landið sem fer á kaf í lónið
Likud-flokkurinn hafnar samstarfi við Verkamannaflokkinn í Ísrael
Bush og Kerry taka því rólega heima - en orrahríðin heldur áfram af krafti
Siv sagði á fundi í janúar að ef hún missti stólinn yrði hún flokknum erfið
Höfuðfat Berlusconi vekur athygli - orðrómur á Ítalíu um hárígræðslu
Viðtal við Eið Smára Guðjohnsen fyrirliða landsliðsins, um landsleikinn
Bandaríska kvikmyndatónskáldið Elmer Bernstein látinn, 82 ára að aldri
Sverrir Bergmann syngur lagið, Að eilífu, úr söngleiknum sívinsæla, Hárinu
Lou Reed kominn til Íslands - tónleikar með söngvaranum á morgun
Uppselt á tónleika söngvarans Van Morrison, sem verða 2. október nk.
Rannsókn sannar að mótorhjólaslys spretthlauparanna hafi verið sviðsett
Dagurinn í dag
1871 Alþingismenn stofnuðu, Hið íslenska þjóðvinafélag, í þeim tilgangi að vekja og lífga meðvitund Íslendinga um að þeir væru sjálfstætt þjóðfélag. Félagið hefur frá 1875 gefið út árlegt almanak
1964 Bítlamyndin A Hard Day's Night frumsýnd í Tónabíói í Reykjavík - myndin sló sýningarmet um allan heim og markaði upphaf hinna gríðarlegu vinsælda bresku popphljómsveitarinnar The Beatles
1991 Mikhail Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna, steypt af stóli og hnepptur í stofufangelsi í sumarleyfi sínu á Krímskaga, með valdaráni harðlínuaflanna í Moskvu - valdaránið fór út um þúfur tveim dögum síðar og Gorbatsjov var sleppt úr varðhaldinu og sneri aftur til Moskvu. Við heimkomuna blasti gjörbreytt pólitískt landslag við og Jeltsín forseti Rússlands, hafði fangað athygli heimsins og landsmanna með framgöngu sinni. Veldi Gorbatsjovs og Kommúnistaflokksins hrundi á nokkrum vikum og í lok ársins 1991 voru Sovétríkin leyst upp og Gorbatsjov missti öll sín pólitísku völd
1993 Shimon Peres utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til landsins. Í mótmælaskyni við Peres og ísraelsk stjórnvöld afþökkuðu forystumenn þáverandi stjórnarandstöðuflokka, t.d. Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir síðar borgarstjóri, að sitja kvöldverðarboð forsætisráðherra, honum til heiðurs. Mánuði eftir heimsókn Peres tókust sögulegar sættir milli Ísraela og Palestínumanna, eftir umfangsmiklar samningaviðræður í Noregi
1993 Íslenskir togarar hófu veiðar utan lögsögunnar, í Smugunni - upphaf mikilla milliríkjadeilna
Snjallyrði dagsins
There's nothing you can do that can't be done.
Nothing you can sing that can't be sung.
Nothing you can say but you can learn how to play the game.
It's easy.
Nothing you can make that can't be made.
No one you can save that can't be saved.
Nothing you can do but you can learn how to be you in time.
It's easy.
Nothing you can know that isn't known.
Nothing you can see that isn't shown.
Nowhere you can be that isn't where you're meant to be.
It's easy.
John Lennon - Sir Paul McCartney (All You Need is Love)
Ákveðið var á fundi þingflokks Framsóknarflokksins seinnipartinn í dag að Siv Friðleifsdóttir myndi láta af embætti ráðherra samhliða ráðherrahrókeringunum sem verða 15. september nk. Þá mun umhverfisráðuneytið sem Siv hefur sinnt undanfarin 5 ár færast til Sjálfstæðisflokksins og Sigríður Anna Þórðardóttir verða umhverfisráðherra í stað Sivjar. Niðurstaðan er því þess eðlis að Siv missir ráðherrastól sinn við breytingarnar og verður ekki ráðherra áfram eftir það. Í tillögu sem Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins og verðandi forsætisráðherra, lagði fyrir þingflokkinn sem gerir ráð fyrir þessari niðurstöðu, er að auki opnað á þann möguleika að breytingar verði gerðar á ráðherraliði flokksins þegar líður á kjörtímabilið. Með því er að öllum líkindum opnað á þann möguleika að Jón Kristjánsson víki úr ríkisstjórninni og taki við öðrum verkefnum og Siv taki þá við ráðuneyti hans eða uppstokkun verði á ráðherraskipaninni í heildina. Óneitanlega er undarlegt að sá þingmaður Framsóknarflokksins sem hefur flest atkvæði á bakvið sig, er leiðtogi flokksins í stærsta kjördæminu og ein af forystukonum flokksins í rúman áratug missi nú ráðherrastól sinn við þessar ráðherrahrókeringar. Sjálf hefur Siv sagst munu una þessari niðurstöðu formannsins sem var samþykkt á þingflokksfundinum en gagnrýnir hana hinsvegar harðlega og segir hana munu skaða flokkinn. Siv mun áfram sitja á þingi og sinna sínum störfum fyrir kjósendur sína í Suðvesturkjördæmi. Hætt er við að útkoma málsins muni skekja innviði flokksins nokkuð og hefur sést mjög vel undanfarna daga að mikil andstaða var innan vissra anga Framsóknarflokksins við að Siv missti stól sinn og kurr í ýmsum forystumönnum flokksins sem studdu það að Siv yrði áfram ráðherra, og vildu aðra útkomu í málinu. En nú liggur ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar eftir ráðherrahrókeringarnar 15. september fyrir og öllum vafa hefur verið eytt. Er það vissulega mikið ánægjuefni.
Íslendingar unnu Ítali, 2:0, í vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. 20.204 áhorfendur fylgdust með leiknum og hafa aldrei fleiri verið samankomnir á einum knattspyrnuleik hér á landi og því um að ræða vallarmet á Laugardalsvelli. Eldra metið var frá árinu 1968 er Valur og Benfica spiluðu. Sigur Íslendinga á Ítölum í þessum leik er sögulegur, það að leggja að velli rótgróið knattspyrnuveldi á borð við Ítali er afrek og sannkallaður stóráfangi fyrir þjálfara liðsins, þá Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson. Íslenska liðið var betri aðilinn allan leikinn og lék stórfenglegan bolta gegn litlausum Ítölum, sem vissu ekkert hvaðan á þá stóð veðrið. Fyrri hálfleikur var frábær af hálfu íslenska liðsins og á fyrstu 20 mínútum leiksins komu bæði mörk leiksins. Á 17. mínútu skoraði Eiður Smári Guðjohnsen og á þeirri 20. skoraði Gylfi Einarsson seinna markið. Áttum við mörg stórglæsileg marktækifæri og hefðum við hæglega getað tekið Ítali með mun afgerandi hætti en raunin varð. Ítalska liðið náði aldrei að ógna því íslenska, sem spilaði skipulegan og beittan bolta allt frá fyrstu mínútu til hinnar seinustu. Um var að ræða fyrsta landsleik Ítala undir stjórn Marcello Lippi, og voru úrslitin honum og liðinu mikið áfall. Í ítölskum fjölmiðlum koma vonbrigði Ítala vel fram, en jafnframt hrósa þeir leikstíl Íslendinga, sem er afar óvenjulegt þegar í hlut eiga andstæðingar þeirra. En góð útkoma þessa leiks er rós í hnappagat landsliðsins okkar og vonandi er að svo gott gengi haldi áfram í næstu leikjum þess.
Gylfi Þ. Gíslason (1917-2004)
Gylfi Þ. Gíslason fyrrum ráðherra og prófessor, er látinn, 87 ára að aldri. Gylfi fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1917. Hann nam rekstrarhagfræði við háskólann í Frankfurt am Main og lauk doktorsprófi frá skólanum. Gylfi varð dósent við Háskóla Íslands árið 1941 og prófessor við skólann frá 1946 og gegndi þeirri stöðu með hléum til ársins 1987. Árið 1946 var Gylfi kjörinn alþingismaður Alþýðuflokksins í Reykjavík og sat hann á þingi fyrir flokkinn í kjördæminu til ársins 1978. Gylfi gegndi embætti menntamálaráðherra, lengst allra sem setið hafa á þeim stóli, eða samfellt í 15 ár, 1956-1971. Hann var ennfremur iðnaðarráðherra á valdatíma vinstri stjórnarinnar 1956-1958. Gylfi var kjörinn formaður Alþýðuflokksins árið 1968 og gegndi embættinu til ársins 1974. Hann var forseti Alþingis á hátíðarfundi þingsins á Þingvöllum sumarið 1974, er fagnað var 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar. Gylfi ritaði mörg athyglisverð rit um hagfræði og stjórnmál, sérstaklega er eftirminnileg bók hans um viðreisnarárin, 1959-1971, sem kom út 1993, en Gylfi sat sem ráðherra viðreisnarstjórnarinnar allan valdaferil hennar. Þá merku bók hef ég oft lesið og er jafnan áhrifamikið að lesa lýsingar Gylfa á verkum stjórnarinnar. Jafnframt var hann höfundur margra þekktra sönglaga, t.d. Ég leitaði blárra blóma, sem Tómas Guðmundsson gerði ódauðlegt ljóð við. Árið 1939 kvæntist Gylfi, eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Vilmundardóttur. Saman eignuðust þau þrjá syni: Þorstein, Þorvald og Vilmund, sem varð þingmaður og ráðherra Alþýðuflokksins líkt og faðir hans. Vilmundur lést sumarið 1983. Með Gylfa er fallinn í valinn einn áhrifamesti og virtasti leiðtogi íslenskra jafnaðarmanna á 20. öld.
Áhugavert á Netinu
Gylfi Þ. Gíslason fyrrum ráðherra og prófessor, látinn, 87 ára að aldri
Siv Friðleifsdóttir mun víkja af ráðherrastóli 15. september nk.
Útleggingar á Hólaræðu - pistill Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra
Lögbann sett á umfjöllun siðanefndar HÍ um mál Hannesar Hólmsteins
Íslenska landsliðið í fótbolta leggur ítalska liðið í sögulegum landsleik
Clinton-hjónin væntanleg til landsins í næstu viku með þingnefnd
Kárahnjúkavirkjun miklu verðmætari en landið sem fer á kaf í lónið
Likud-flokkurinn hafnar samstarfi við Verkamannaflokkinn í Ísrael
Bush og Kerry taka því rólega heima - en orrahríðin heldur áfram af krafti
Siv sagði á fundi í janúar að ef hún missti stólinn yrði hún flokknum erfið
Höfuðfat Berlusconi vekur athygli - orðrómur á Ítalíu um hárígræðslu
Viðtal við Eið Smára Guðjohnsen fyrirliða landsliðsins, um landsleikinn
Bandaríska kvikmyndatónskáldið Elmer Bernstein látinn, 82 ára að aldri
Sverrir Bergmann syngur lagið, Að eilífu, úr söngleiknum sívinsæla, Hárinu
Lou Reed kominn til Íslands - tónleikar með söngvaranum á morgun
Uppselt á tónleika söngvarans Van Morrison, sem verða 2. október nk.
Rannsókn sannar að mótorhjólaslys spretthlauparanna hafi verið sviðsett
Dagurinn í dag
1871 Alþingismenn stofnuðu, Hið íslenska þjóðvinafélag, í þeim tilgangi að vekja og lífga meðvitund Íslendinga um að þeir væru sjálfstætt þjóðfélag. Félagið hefur frá 1875 gefið út árlegt almanak
1964 Bítlamyndin A Hard Day's Night frumsýnd í Tónabíói í Reykjavík - myndin sló sýningarmet um allan heim og markaði upphaf hinna gríðarlegu vinsælda bresku popphljómsveitarinnar The Beatles
1991 Mikhail Gorbatsjov forseta Sovétríkjanna, steypt af stóli og hnepptur í stofufangelsi í sumarleyfi sínu á Krímskaga, með valdaráni harðlínuaflanna í Moskvu - valdaránið fór út um þúfur tveim dögum síðar og Gorbatsjov var sleppt úr varðhaldinu og sneri aftur til Moskvu. Við heimkomuna blasti gjörbreytt pólitískt landslag við og Jeltsín forseti Rússlands, hafði fangað athygli heimsins og landsmanna með framgöngu sinni. Veldi Gorbatsjovs og Kommúnistaflokksins hrundi á nokkrum vikum og í lok ársins 1991 voru Sovétríkin leyst upp og Gorbatsjov missti öll sín pólitísku völd
1993 Shimon Peres utanríkisráðherra Ísraels, kom í opinbera heimsókn til landsins. Í mótmælaskyni við Peres og ísraelsk stjórnvöld afþökkuðu forystumenn þáverandi stjórnarandstöðuflokka, t.d. Ólafur Ragnar Grímsson núverandi forseti Íslands og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir síðar borgarstjóri, að sitja kvöldverðarboð forsætisráðherra, honum til heiðurs. Mánuði eftir heimsókn Peres tókust sögulegar sættir milli Ísraela og Palestínumanna, eftir umfangsmiklar samningaviðræður í Noregi
1993 Íslenskir togarar hófu veiðar utan lögsögunnar, í Smugunni - upphaf mikilla milliríkjadeilna
Snjallyrði dagsins
There's nothing you can do that can't be done.
Nothing you can sing that can't be sung.
Nothing you can say but you can learn how to play the game.
It's easy.
Nothing you can make that can't be made.
No one you can save that can't be saved.
Nothing you can do but you can learn how to be you in time.
It's easy.
Nothing you can know that isn't known.
Nothing you can see that isn't shown.
Nowhere you can be that isn't where you're meant to be.
It's easy.
John Lennon - Sir Paul McCartney (All You Need is Love)
<< Heim