Heitast í umræðunni
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og John Kerry öldungadeildarþingmaður, undirbjuggu sig um helgina fyrir fyrstu kappræður sínar sem fram munu fara á fimmtudagskvöldið í háskólanum í Coral Gables í Miami, Flórída. Kerry æfði sig í Boston en Bush á búgarði sínum í Texas. Verður þetta fyrsta kappræðan af þrem talsins. Í þeim fyrstu munu frambjóðendurnir standa við ræðupúlt og verða spurðir af fréttamanninum Jim Lehrer í 90 mínútur og flytja tveggja mínútna lokaorð að því loknu. Þeim er ekki heimilt þar að spyrja hvorn annan en mega skiptast á skoðunum að vild. Í annarri kappræðunni verður um að ræða opinn fund með kjósendum sem spyrja frambjóðendur spurninga. Verða þátttakendur þar valdir af handahófi af Gallup. Er þeim frjálst þar að taka til máls og ræða saman um spurningar. Í seinustu kappræðunni verður um að ræða svipað fyrirkomulag og í þeirri fyrstu nema að þá mega þeir spyrja hvorn annan og ræða saman um málefni. Í fyrstu kappræðunni á fimmtudagskvöldið mun aðallega verða rætt um utanríkis- og varnarmál. Er það málefni sem báðir frambjóðendur hafa gert að miklu umræðuefni í baráttu sinni. Samkvæmt skoðanakönnunum er forsetinn sterkari í þeim málaflokki og nær betur til kjósenda en Kerry. Á flokksþingi demókrata lagði Kerry upp með það sem grunnatriði sinnar baráttu en það hefur breyst eftir því sem liðið hefur á. Seinustu vikur hefur hann aftur á móti ráðist harkalega að forsetanum vegna stefnu hans varðandi stríðið gegn hryðjuverkum og Írak, þar sem hann sjálfur stendur veikur fyrir. Bush hefur forskot í skoðanakönnunum svo líklegt er að hann verði hófstilltari í kappræðunni á fimmtudag en Kerry, sem hefur eins og staðan er nú allt að vinna og engu að tapa. Verður fróðlegt að sjá hvernig slagurinn þróast eftir að kappræðurnar hefjast á fimmtudaginn, þar sem Kerry og Bush mætast í umræðum í fyrsta skipti, augliti til auglitis.
Spennandi þingkosningar eru framundan í Ástralíu þann 9. október nk. Undanfarna mánuði hefur stefnt í að ríkisstjórn John Howard forsætisráðherra, myndi bíða afhroð í kosningunum, en forsætisráðherranum hefur tekist á seinustu vikur að snúa vörn í sókn og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum leiðir hann slaginn í fyrsta skipti það sem af er liðið árinu. Stefndi lengi vel í að Verkamannaflokkurinn myndi ná að vinna kosningarnar og að leiðtogi flokksins, Mark Latham yrði forsætisráðherra landsins. Fylgi ríkisstjórnarinnar tók mikla niðursveiflu eftir Íraksstríðið, en Howard og flokkur hans studdu innrásina í Írak með krafti og hefur varið þá ákvörðun síðan, á meðan henni hefur verið mótmælt af almennum kjósendum. Íhaldsflokkur Howards hefur stjórnað í Ástralíu í þrjú kjörtímabil, eða allt frá árinu 1996. Var talið í fyrra að Howard myndi draga sig í hlé fyrir kosningar en hann tók síðan þá ákvörðun að bjóða sig fram á ný, í síðasta skipti. Howard hóf opinbera kosningabaráttu um helgina með því að heita 6 milljarða dollara framlögum til nýrra verkefna eða sem svarar 280 milljörðum króna. Íhaldsflokkurinn stefnir að því að peningarnir verðir settir í fjölskylduvæn verkefni, t.d. í skóla, læknisþjónustu utan dagvinnutíma, barnagæslu, skattaívilnanir til smáfyrirtækja og stofnun 24 iðn- og verknámsskóla í héruðum þar sem skortur er á verkmenntun. Er ljóst að Íhaldsflokkurinn hefur náð að snúa vörn í sókn og er líklegra nú en áður að hann nái að halda völdum. Hægristjórn Howards hefur 82 þingmenn á 150 manna þingi Ástralíu og missir því hreinan meirihluta ef hún tapar 7 þingmönnum. Einnig gæti stefnt í að flokkurinn missti meirihlutann en héldi leiðtogahlutverki sínu á landsvísu og þyrfti því að leita eftir samstarfi við smáflokka í samsteypustjórn. Verður fróðlegt að sjá hver úrslitin verða.
Eftir hverju er beðið - mislæg gatnamót sem fyrst!
Með ólíkindum er að fylgjast sífellt með ráðleysi og aumingjaskap R-listans dauðyflislega, sem ræður förinni í borgarstjórn Reykjavíkur, varðandi málefni gatnamótanna við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Í síðustu viku felldu borgarfulltrúar R-listans tillögu Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra um að hraða framkvæmdum við mislæg gatnamót þar. Enn einu sinni gerist það að R-listinn bregður fæti fyrir þessar mikilvægu samgönguúrbætur sem um er rætt. Sannast enn einu sinni að R-listinn er algjörlega úr tengslum við hinn almenna borgara og gerir ekkert með tillögur þeirra sem vilja sannarlegar úrbætur í þessum efnum. Það sjá allir sem fara um gatnamótin að fyrir löngu er tímabært að taka málefni þeirra til endurskoðunar og gera þar mislæg gatnamót og ná tökum á umferðarhnútunum þar og minnka slysahættuna sem er nokkur eins og allir vita. Það er með þetta mál eins og svo mörg fleiri að R-listinn hefur ekki pólitíska forystu eða kraft til að leiða það til lykta, það er farið að tala um Sundabrautina sem framtíð, sem kemur varla fyrr en eftir tvo áratugi, sem reyndar er deilt líka um af krafti hjá R-listanum. Frá því fyrrum borgarstjóra R-listans var hent á dyr eftir að hafa svikið samstarfsfólk sitt, eins og frægt varð, hefur R-listinn verið í dauðateygjunum, minnir einna helst á rekald á úthafinu sem enginn stýrir eða allt er upp í loft og engin samstaða um að nokkur stýri með krafti. Á meðan gjalda borgarbúar fyrir þessa veikluðu og aumu stjórnun. Kominn er tími til að skipta um framtíðarsýn og áherslur í borgarmálum. En það er ljóst að mislæg gatnamót verða að verða að veruleika við þessi gatnamót sem fyrst!
Dagurinn í dag
1968 Söngleikurinn Hárið frumsýndur í London - varð einn af vinsælustu söngleikjum aldarinnar
1981 Sr. Pétur Sigurgeirsson, 62 ára sóknarprestur á Akureyri og vígslubiskup á Hólum, kjörinn biskup Íslands. Pétur hlaut aðeins einu atkvæði fleira í biskupskjöri en sr. Ólafur Skúlason. Pétur gegndi embætti biskups allt til ársins 1989, en þá var Ólafur Skúlason kjörinn eftirmaður hans sem biskup
1996 Talibanar ná yfirráðum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og hengdu Mohammad Najibullah fyrrum forseta landsins og samverkamenn hans - stjórn Talibana var felld af Bandaríkjamönnum 2001
1998 16 ára viðburðaríkum valdaferli Helmut Kohl sem kanslara Þýskalands lýkur formlega, er Gerhard Schröder tekur við embætti kanslara í Þýskalandi. Kristilegi demókrataflokkur Kohls tapaði í þingkosningum fyrir Sósíaldemókrataflokki Schröders. Kohl hætti með þessu þátttöku í stjórnmálum
1999 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, datt af hestbaki og axlarbrotnaði þegar hann var í útreiðartúr með vinkonu sinni, Dorrit Moussaieff - þau giftust á sextugsafmæli hans, 14. maí 2003
Snjallyrði dagsins
True friendship is seen through the heart not through the eyes.
Eleanor Roosevelt forsetafrú Bandaríkjanna (1884-1962)
George W. Bush forseti Bandaríkjanna, og John Kerry öldungadeildarþingmaður, undirbjuggu sig um helgina fyrir fyrstu kappræður sínar sem fram munu fara á fimmtudagskvöldið í háskólanum í Coral Gables í Miami, Flórída. Kerry æfði sig í Boston en Bush á búgarði sínum í Texas. Verður þetta fyrsta kappræðan af þrem talsins. Í þeim fyrstu munu frambjóðendurnir standa við ræðupúlt og verða spurðir af fréttamanninum Jim Lehrer í 90 mínútur og flytja tveggja mínútna lokaorð að því loknu. Þeim er ekki heimilt þar að spyrja hvorn annan en mega skiptast á skoðunum að vild. Í annarri kappræðunni verður um að ræða opinn fund með kjósendum sem spyrja frambjóðendur spurninga. Verða þátttakendur þar valdir af handahófi af Gallup. Er þeim frjálst þar að taka til máls og ræða saman um spurningar. Í seinustu kappræðunni verður um að ræða svipað fyrirkomulag og í þeirri fyrstu nema að þá mega þeir spyrja hvorn annan og ræða saman um málefni. Í fyrstu kappræðunni á fimmtudagskvöldið mun aðallega verða rætt um utanríkis- og varnarmál. Er það málefni sem báðir frambjóðendur hafa gert að miklu umræðuefni í baráttu sinni. Samkvæmt skoðanakönnunum er forsetinn sterkari í þeim málaflokki og nær betur til kjósenda en Kerry. Á flokksþingi demókrata lagði Kerry upp með það sem grunnatriði sinnar baráttu en það hefur breyst eftir því sem liðið hefur á. Seinustu vikur hefur hann aftur á móti ráðist harkalega að forsetanum vegna stefnu hans varðandi stríðið gegn hryðjuverkum og Írak, þar sem hann sjálfur stendur veikur fyrir. Bush hefur forskot í skoðanakönnunum svo líklegt er að hann verði hófstilltari í kappræðunni á fimmtudag en Kerry, sem hefur eins og staðan er nú allt að vinna og engu að tapa. Verður fróðlegt að sjá hvernig slagurinn þróast eftir að kappræðurnar hefjast á fimmtudaginn, þar sem Kerry og Bush mætast í umræðum í fyrsta skipti, augliti til auglitis.
Spennandi þingkosningar eru framundan í Ástralíu þann 9. október nk. Undanfarna mánuði hefur stefnt í að ríkisstjórn John Howard forsætisráðherra, myndi bíða afhroð í kosningunum, en forsætisráðherranum hefur tekist á seinustu vikur að snúa vörn í sókn og samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum leiðir hann slaginn í fyrsta skipti það sem af er liðið árinu. Stefndi lengi vel í að Verkamannaflokkurinn myndi ná að vinna kosningarnar og að leiðtogi flokksins, Mark Latham yrði forsætisráðherra landsins. Fylgi ríkisstjórnarinnar tók mikla niðursveiflu eftir Íraksstríðið, en Howard og flokkur hans studdu innrásina í Írak með krafti og hefur varið þá ákvörðun síðan, á meðan henni hefur verið mótmælt af almennum kjósendum. Íhaldsflokkur Howards hefur stjórnað í Ástralíu í þrjú kjörtímabil, eða allt frá árinu 1996. Var talið í fyrra að Howard myndi draga sig í hlé fyrir kosningar en hann tók síðan þá ákvörðun að bjóða sig fram á ný, í síðasta skipti. Howard hóf opinbera kosningabaráttu um helgina með því að heita 6 milljarða dollara framlögum til nýrra verkefna eða sem svarar 280 milljörðum króna. Íhaldsflokkurinn stefnir að því að peningarnir verðir settir í fjölskylduvæn verkefni, t.d. í skóla, læknisþjónustu utan dagvinnutíma, barnagæslu, skattaívilnanir til smáfyrirtækja og stofnun 24 iðn- og verknámsskóla í héruðum þar sem skortur er á verkmenntun. Er ljóst að Íhaldsflokkurinn hefur náð að snúa vörn í sókn og er líklegra nú en áður að hann nái að halda völdum. Hægristjórn Howards hefur 82 þingmenn á 150 manna þingi Ástralíu og missir því hreinan meirihluta ef hún tapar 7 þingmönnum. Einnig gæti stefnt í að flokkurinn missti meirihlutann en héldi leiðtogahlutverki sínu á landsvísu og þyrfti því að leita eftir samstarfi við smáflokka í samsteypustjórn. Verður fróðlegt að sjá hver úrslitin verða.
Eftir hverju er beðið - mislæg gatnamót sem fyrst!
Með ólíkindum er að fylgjast sífellt með ráðleysi og aumingjaskap R-listans dauðyflislega, sem ræður förinni í borgarstjórn Reykjavíkur, varðandi málefni gatnamótanna við Miklubraut og Kringlumýrarbraut. Í síðustu viku felldu borgarfulltrúar R-listans tillögu Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra um að hraða framkvæmdum við mislæg gatnamót þar. Enn einu sinni gerist það að R-listinn bregður fæti fyrir þessar mikilvægu samgönguúrbætur sem um er rætt. Sannast enn einu sinni að R-listinn er algjörlega úr tengslum við hinn almenna borgara og gerir ekkert með tillögur þeirra sem vilja sannarlegar úrbætur í þessum efnum. Það sjá allir sem fara um gatnamótin að fyrir löngu er tímabært að taka málefni þeirra til endurskoðunar og gera þar mislæg gatnamót og ná tökum á umferðarhnútunum þar og minnka slysahættuna sem er nokkur eins og allir vita. Það er með þetta mál eins og svo mörg fleiri að R-listinn hefur ekki pólitíska forystu eða kraft til að leiða það til lykta, það er farið að tala um Sundabrautina sem framtíð, sem kemur varla fyrr en eftir tvo áratugi, sem reyndar er deilt líka um af krafti hjá R-listanum. Frá því fyrrum borgarstjóra R-listans var hent á dyr eftir að hafa svikið samstarfsfólk sitt, eins og frægt varð, hefur R-listinn verið í dauðateygjunum, minnir einna helst á rekald á úthafinu sem enginn stýrir eða allt er upp í loft og engin samstaða um að nokkur stýri með krafti. Á meðan gjalda borgarbúar fyrir þessa veikluðu og aumu stjórnun. Kominn er tími til að skipta um framtíðarsýn og áherslur í borgarmálum. En það er ljóst að mislæg gatnamót verða að verða að veruleika við þessi gatnamót sem fyrst!
Dagurinn í dag
1968 Söngleikurinn Hárið frumsýndur í London - varð einn af vinsælustu söngleikjum aldarinnar
1981 Sr. Pétur Sigurgeirsson, 62 ára sóknarprestur á Akureyri og vígslubiskup á Hólum, kjörinn biskup Íslands. Pétur hlaut aðeins einu atkvæði fleira í biskupskjöri en sr. Ólafur Skúlason. Pétur gegndi embætti biskups allt til ársins 1989, en þá var Ólafur Skúlason kjörinn eftirmaður hans sem biskup
1996 Talibanar ná yfirráðum í Kabúl, höfuðborg Afganistans, og hengdu Mohammad Najibullah fyrrum forseta landsins og samverkamenn hans - stjórn Talibana var felld af Bandaríkjamönnum 2001
1998 16 ára viðburðaríkum valdaferli Helmut Kohl sem kanslara Þýskalands lýkur formlega, er Gerhard Schröder tekur við embætti kanslara í Þýskalandi. Kristilegi demókrataflokkur Kohls tapaði í þingkosningum fyrir Sósíaldemókrataflokki Schröders. Kohl hætti með þessu þátttöku í stjórnmálum
1999 Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, datt af hestbaki og axlarbrotnaði þegar hann var í útreiðartúr með vinkonu sinni, Dorrit Moussaieff - þau giftust á sextugsafmæli hans, 14. maí 2003
Snjallyrði dagsins
True friendship is seen through the heart not through the eyes.
Eleanor Roosevelt forsetafrú Bandaríkjanna (1884-1962)
<< Heim