Heitast í umræðunni
Lokahnykkur kosningabaráttunnar vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum þann 2. nóvember nk. hefst formlega í kvöld þegar forsetaframbjóðendurnir George W. Bush og John Kerry mætast í fyrstu kappræðum sínum í háskólanum í Coral Gables í Miami í Flórída. Eru kappræðurnar jafnan taldar vera seinasta tækifæri frambjóðendanna að ná til hins óákveðna kjósanda með málflutning sinn og stefnu. Rúmlega 20% þeirra sem ætla að mæta á kjörstað eftir 33 daga, munu gera endanlega upp hug sinn um hvorn frambjóðandann þeir kjósi eftir því hvernig þeir muni tjá sig um málefnin í kappræðunum. Það er því eftir miklu að sækjast og nauðsynlegt að frambjóðendur leggi allt sitt í framkomu sína í kappræðunum þrem, ætli þeir að vinna sigur í kosningunum. Samkvæmt öllum könnunum sem birtar hafa verið seinustu vikuna er Bush forseti með afgerandi forskot á keppinaut sinn. Í nýrri könnun ABC og Washington Post hefur forsetinn 6 prósentustiga forskot á Kerry, forskotið er hið nákvæmlega sama í könnun TIME. Eins og ég benti svo á í fyrradag hefur forsetinn 8 prósentustiga forskot í könnun CNN, USA Today og Gallup. Forsetinn stendur því gríðarlega vel að vígi þegar kappræðurnar skella á. Pressan er mun meiri eins og gefur að skilja á Kerry. Hann verður að leggja allt sitt í frammistöðu sína, strax í kvöld og ná vígstöðu gegn forsetanum, ef hann á að ná einhverri þeirri stöðu að framboð hans nái þeirri stöðu að hann eigi séns í sigur í kosningunum. Það hlýtur að vera vonbrigði fyrir demókrata að nú þegar innan við fimm vikur eru til kosninga er hann undir í fylgi í öllum stærstu málaflokkum kosningabaráttunnar. Fleiri kjósendur telja Bush hæfari til að stýra öryggis- og varnarmálum, menntamálum og efnahagsmálum. Þá eru þau stóru tíðindi að eiga sér stað að fleiri konur ætla að kjósa Bush, sem er reiðarslag fyrir demókrata, enda hefur meirihluti kvenna jafnan til þessa kosið forsetaefni demókrataflokksins. Al Gore fékk t.d. 11 prósentustigum fleiri kvenatkvæði en Bush árið 2000. Það má því búast við hvössum og einbeittum Kerry í fyrstu kappræðunni. Hann verður að sækja af kappi ef hann á að haldast á floti pólitískt í gegnum komandi átök.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman í gær og gekk frá skipan sinni í nefndir þingsins og stjórn þingflokksins, samhliða breytingum sem orðið hafa á þingflokknum vegna ráðherrahrókeringa og fleiri þátta. Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður flokksins í Norðausturkjördæmi, var kjörin varaformaður þingflokksins í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Valið var ennfremur í nefndarsæti Sigríðar Önnu. Guðlaugur Þór Þórðarson tekur við formennsku í umhverfisnefnd og Arnbjörg tekur sæti í nefndinni í stað Sigríðar Önnu. Einar K. Guðfinnsson tekur við af Sigríði Önnu sem nefndarmaður í Íslandsdeild Þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál og verður Sigurður Kári Kristjánsson varamaður þar í stað Einars. Bjarni Benediktsson tekur sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd í stað Sigríðar Önnu. Samhliða þessu víkur Arnbjörg úr allsherjarnefnd og kemur Kjartan Ólafsson í stað hennar í nefndina. Okkar góði félagi og leiðtogi í Suðurkjördæmi, Árni Ragnar Árnason, lést eftir erfið veikindi í ágúst. Mun Drífa Hjartardóttir, sem tekið hefur við leiðtogahlutverki flokksins í kjördæminu, taka sæti hans í utanríkismálanefnd. Verður Sigurður Kári Kristjánsson varamaður í nefndinni í stað Drífu. Einar Oddur Kristjánsson verður formaður í sendinefnd þingsins hjá NATO í stað Árna og verður Kjartan Ólafsson varamaður í stað Einars Odds. Auk þess að taka við öðrum almennum nefndasætum Árna Ragnars mun Kjartan taka sæti í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins í stað Einars Odds. Mun Birgir Ármannsson verða varamaður í Evrópuráðinu í stað Árna Ragnars. Mikið ánægjuefni er fyrir okkur sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi að Abba taki nú við varaformennsku í þingflokknum. Hef ég frá kjördæmabreytingunni unnið talsvert innan flokksins, hér í kjördæminu, með henni og kynnst þar kraftmikilli kjarnakonu sem er trú sannfæringu sinni og vinnur þau verk vel sem henni er treyst fyrir. Ég óska Öbbu innilega til hamingju og óska henni jafnframt alls góðs í störfum sínum fyrir þingflokkinn á næstu árum.
Skipan Jóns Steinars
Eins og nærri má geta var mikið fjallað í fréttum í gær um þá ákvörðun Geirs H. Haarde fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson sem dómara í Hæstarétti Íslands frá 15. október. Geir var gestur beggja dægurmálaspjallþáttanna í gærkvöldi og fór þar vel yfir ástæður þess að hann ákvað að skipa Jón Steinar í embættið. Færði hann ennfremur góð rök fyrir ákvörðun sinni. Eins og öllum ætti að vera ljóst hafði margoft komið fram að allir umsækjendur voru metnir hæfir. Enginn vafi leikur á að skipunarvaldið er hjá framkvæmdarvaldinu. Það er ráðherra sem skipar í stöðuna útfrá eigin viðmiðunum og mati á því hver gagnast mest réttinum, hver sé heppilegastur til setu þar á hverjum tíma. Ekki mati og viðmiðunum réttarins, sitjandi dómara. Það á ekki að vera þeirra að velja samstarfsmenn sína og eftirmenn. Það er mat ráðherra hver eigi að vera skipaður til starfans. Geir ákvað að leggja upp með lögmannsstörf sem meginviðmið við skipun á dómara. Það er óumdeilt að mestu að Jón Steinar hefur þar mestu reynsluna og hefur að baki langan og farsælan feril sem slíkur. Lýsi ég því enn og aftur ánægju minni með þessa ákvörðun, enda tími til kominn að virkur lögmaður fái starfið. Var ennfremur gleðiefni að sjá hversu vel ráðherra færði rök fyrir máli sínu og mati á því hver hefði átt að hljóta embættið að þessu sinni. Það er merkilegt að sjá að þeir sem helst láta illum látum og segja að um sé að ræða pólitíska skipun eru hvað ötulastir í því að vera með pólitísk gleraugu uppi þegar litið er á þessi mál. Með ólíkindum er reyndar að sjá suma gefa það í skyn að nýr dómari muni í störfum sínum verða málsvari einhverra eða leppur fólks. Það er reyndar skondnast af því öllu að sama liðið sem öskrar og gargar sem mest vegna þessa getur ekki fært nokkur rök, allavega ekki sannfærandi, fyrir því að einn annar maður hafi verið hæfari en aðrir.
Dagurinn í dag
1148 Bæjarbruni á Mýrum, Hítardalsbrenna - mannskæðasti bruni landsins. Rúmlega 70 fórust
1946 Alþjóðlegur dómstóll í Nurnberg í Þýskalandi finnur 22 háttsetta nasista seka um stríðsglæpi
1955 Leikarinn James Dean ferst í bílslysi í Cholame í Kaliforníu, 24 ára að aldri. Á skömmum leikferli sínum lék hann í þrem stórmyndum: East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant, sem var frumsýnd skömmu eftir lát hans. Dean varð átrúnaðargoð og goðsögn heillar kynslóðar fólks um allan heim. Almennt talin hin eina sanna ímynd hins uppreisnargjarna og hugsjónasinnaða einstaklings
1966 Ríkissjónvarpið hóf útsendingar - dagskráin hófst formlega með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra. Fyrst í stað var sjónvarpað tvo daga í viku og tvær til þrjár klukkustundir í einu
1996 Eldgos hófst í Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna, sem stóð í rúman hálfan mánuð. Eldstöðin sem nefnd var Gjálp, bræddi mikið af ís og safnaðist vatn saman í Grímsvötn og hljóp þaðan mánuði síðar yfir Skeiðarársand og skemmdi mjög mannvirki. Er talið fjórða stærsta gosið á tuttugustu öld. Einungis, Kötlugos 1918, Heklugos 1947 og Surtseyjargos 1963, voru stærri en gosið
Snjallyrði dagsins
Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós
þegar myrkrið hörfar frá mér.
Þá er eitthvað sem hrífur mig líkt og útsprungin rós,
þá vil ég vera hjá þér
Þegar geng ég í sólinni mitt um hábjartan dag,
litafegurð blasir við mér.
Þegar heimurinn heillar mig líkt og töfrandi lag,
þá vil ég vera hjá þér.
Ég vil bæði lifa og vona,
ég vil brenna upp af ást.
Ég vil lifa með þér svona,
ég vil gleðjast eða þjást.
Meðan leikur allt í lyndi,
líka þegar illa fer.
Meðan lífið heldur áfram
þá vil ég vera hjá þér.
Friðrik Sturluson (Hjá þér - Sálin hans Jóns míns)
Lokahnykkur kosningabaráttunnar vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum þann 2. nóvember nk. hefst formlega í kvöld þegar forsetaframbjóðendurnir George W. Bush og John Kerry mætast í fyrstu kappræðum sínum í háskólanum í Coral Gables í Miami í Flórída. Eru kappræðurnar jafnan taldar vera seinasta tækifæri frambjóðendanna að ná til hins óákveðna kjósanda með málflutning sinn og stefnu. Rúmlega 20% þeirra sem ætla að mæta á kjörstað eftir 33 daga, munu gera endanlega upp hug sinn um hvorn frambjóðandann þeir kjósi eftir því hvernig þeir muni tjá sig um málefnin í kappræðunum. Það er því eftir miklu að sækjast og nauðsynlegt að frambjóðendur leggi allt sitt í framkomu sína í kappræðunum þrem, ætli þeir að vinna sigur í kosningunum. Samkvæmt öllum könnunum sem birtar hafa verið seinustu vikuna er Bush forseti með afgerandi forskot á keppinaut sinn. Í nýrri könnun ABC og Washington Post hefur forsetinn 6 prósentustiga forskot á Kerry, forskotið er hið nákvæmlega sama í könnun TIME. Eins og ég benti svo á í fyrradag hefur forsetinn 8 prósentustiga forskot í könnun CNN, USA Today og Gallup. Forsetinn stendur því gríðarlega vel að vígi þegar kappræðurnar skella á. Pressan er mun meiri eins og gefur að skilja á Kerry. Hann verður að leggja allt sitt í frammistöðu sína, strax í kvöld og ná vígstöðu gegn forsetanum, ef hann á að ná einhverri þeirri stöðu að framboð hans nái þeirri stöðu að hann eigi séns í sigur í kosningunum. Það hlýtur að vera vonbrigði fyrir demókrata að nú þegar innan við fimm vikur eru til kosninga er hann undir í fylgi í öllum stærstu málaflokkum kosningabaráttunnar. Fleiri kjósendur telja Bush hæfari til að stýra öryggis- og varnarmálum, menntamálum og efnahagsmálum. Þá eru þau stóru tíðindi að eiga sér stað að fleiri konur ætla að kjósa Bush, sem er reiðarslag fyrir demókrata, enda hefur meirihluti kvenna jafnan til þessa kosið forsetaefni demókrataflokksins. Al Gore fékk t.d. 11 prósentustigum fleiri kvenatkvæði en Bush árið 2000. Það má því búast við hvössum og einbeittum Kerry í fyrstu kappræðunni. Hann verður að sækja af kappi ef hann á að haldast á floti pólitískt í gegnum komandi átök.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins kom saman í gær og gekk frá skipan sinni í nefndir þingsins og stjórn þingflokksins, samhliða breytingum sem orðið hafa á þingflokknum vegna ráðherrahrókeringa og fleiri þátta. Arnbjörg Sveinsdóttir alþingismaður flokksins í Norðausturkjördæmi, var kjörin varaformaður þingflokksins í stað Sigríðar Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra. Valið var ennfremur í nefndarsæti Sigríðar Önnu. Guðlaugur Þór Þórðarson tekur við formennsku í umhverfisnefnd og Arnbjörg tekur sæti í nefndinni í stað Sigríðar Önnu. Einar K. Guðfinnsson tekur við af Sigríði Önnu sem nefndarmaður í Íslandsdeild Þingmannaráðstefnunnar um Norðurskautsmál og verður Sigurður Kári Kristjánsson varamaður þar í stað Einars. Bjarni Benediktsson tekur sæti í heilbrigðis- og trygginganefnd í stað Sigríðar Önnu. Samhliða þessu víkur Arnbjörg úr allsherjarnefnd og kemur Kjartan Ólafsson í stað hennar í nefndina. Okkar góði félagi og leiðtogi í Suðurkjördæmi, Árni Ragnar Árnason, lést eftir erfið veikindi í ágúst. Mun Drífa Hjartardóttir, sem tekið hefur við leiðtogahlutverki flokksins í kjördæminu, taka sæti hans í utanríkismálanefnd. Verður Sigurður Kári Kristjánsson varamaður í nefndinni í stað Drífu. Einar Oddur Kristjánsson verður formaður í sendinefnd þingsins hjá NATO í stað Árna og verður Kjartan Ólafsson varamaður í stað Einars Odds. Auk þess að taka við öðrum almennum nefndasætum Árna Ragnars mun Kjartan taka sæti í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins í stað Einars Odds. Mun Birgir Ármannsson verða varamaður í Evrópuráðinu í stað Árna Ragnars. Mikið ánægjuefni er fyrir okkur sjálfstæðismenn í Norðausturkjördæmi að Abba taki nú við varaformennsku í þingflokknum. Hef ég frá kjördæmabreytingunni unnið talsvert innan flokksins, hér í kjördæminu, með henni og kynnst þar kraftmikilli kjarnakonu sem er trú sannfæringu sinni og vinnur þau verk vel sem henni er treyst fyrir. Ég óska Öbbu innilega til hamingju og óska henni jafnframt alls góðs í störfum sínum fyrir þingflokkinn á næstu árum.
Skipan Jóns Steinars
Eins og nærri má geta var mikið fjallað í fréttum í gær um þá ákvörðun Geirs H. Haarde fjármálaráðherra og setts dómsmálaráðherra, að skipa Jón Steinar Gunnlaugsson sem dómara í Hæstarétti Íslands frá 15. október. Geir var gestur beggja dægurmálaspjallþáttanna í gærkvöldi og fór þar vel yfir ástæður þess að hann ákvað að skipa Jón Steinar í embættið. Færði hann ennfremur góð rök fyrir ákvörðun sinni. Eins og öllum ætti að vera ljóst hafði margoft komið fram að allir umsækjendur voru metnir hæfir. Enginn vafi leikur á að skipunarvaldið er hjá framkvæmdarvaldinu. Það er ráðherra sem skipar í stöðuna útfrá eigin viðmiðunum og mati á því hver gagnast mest réttinum, hver sé heppilegastur til setu þar á hverjum tíma. Ekki mati og viðmiðunum réttarins, sitjandi dómara. Það á ekki að vera þeirra að velja samstarfsmenn sína og eftirmenn. Það er mat ráðherra hver eigi að vera skipaður til starfans. Geir ákvað að leggja upp með lögmannsstörf sem meginviðmið við skipun á dómara. Það er óumdeilt að mestu að Jón Steinar hefur þar mestu reynsluna og hefur að baki langan og farsælan feril sem slíkur. Lýsi ég því enn og aftur ánægju minni með þessa ákvörðun, enda tími til kominn að virkur lögmaður fái starfið. Var ennfremur gleðiefni að sjá hversu vel ráðherra færði rök fyrir máli sínu og mati á því hver hefði átt að hljóta embættið að þessu sinni. Það er merkilegt að sjá að þeir sem helst láta illum látum og segja að um sé að ræða pólitíska skipun eru hvað ötulastir í því að vera með pólitísk gleraugu uppi þegar litið er á þessi mál. Með ólíkindum er reyndar að sjá suma gefa það í skyn að nýr dómari muni í störfum sínum verða málsvari einhverra eða leppur fólks. Það er reyndar skondnast af því öllu að sama liðið sem öskrar og gargar sem mest vegna þessa getur ekki fært nokkur rök, allavega ekki sannfærandi, fyrir því að einn annar maður hafi verið hæfari en aðrir.
Dagurinn í dag
1148 Bæjarbruni á Mýrum, Hítardalsbrenna - mannskæðasti bruni landsins. Rúmlega 70 fórust
1946 Alþjóðlegur dómstóll í Nurnberg í Þýskalandi finnur 22 háttsetta nasista seka um stríðsglæpi
1955 Leikarinn James Dean ferst í bílslysi í Cholame í Kaliforníu, 24 ára að aldri. Á skömmum leikferli sínum lék hann í þrem stórmyndum: East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant, sem var frumsýnd skömmu eftir lát hans. Dean varð átrúnaðargoð og goðsögn heillar kynslóðar fólks um allan heim. Almennt talin hin eina sanna ímynd hins uppreisnargjarna og hugsjónasinnaða einstaklings
1966 Ríkissjónvarpið hóf útsendingar - dagskráin hófst formlega með ávarpi Vilhjálms Þ. Gíslasonar útvarpsstjóra. Fyrst í stað var sjónvarpað tvo daga í viku og tvær til þrjár klukkustundir í einu
1996 Eldgos hófst í Vatnajökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna, sem stóð í rúman hálfan mánuð. Eldstöðin sem nefnd var Gjálp, bræddi mikið af ís og safnaðist vatn saman í Grímsvötn og hljóp þaðan mánuði síðar yfir Skeiðarársand og skemmdi mjög mannvirki. Er talið fjórða stærsta gosið á tuttugustu öld. Einungis, Kötlugos 1918, Heklugos 1947 og Surtseyjargos 1963, voru stærri en gosið
Snjallyrði dagsins
Þegar kviknar á deginum og í lífinu ljós
þegar myrkrið hörfar frá mér.
Þá er eitthvað sem hrífur mig líkt og útsprungin rós,
þá vil ég vera hjá þér
Þegar geng ég í sólinni mitt um hábjartan dag,
litafegurð blasir við mér.
Þegar heimurinn heillar mig líkt og töfrandi lag,
þá vil ég vera hjá þér.
Ég vil bæði lifa og vona,
ég vil brenna upp af ást.
Ég vil lifa með þér svona,
ég vil gleðjast eða þjást.
Meðan leikur allt í lyndi,
líka þegar illa fer.
Meðan lífið heldur áfram
þá vil ég vera hjá þér.
Friðrik Sturluson (Hjá þér - Sálin hans Jóns míns)
<< Heim