Bush vs. Kerry > 4 dagar
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bandaríkjunum hefur George W. Bush forseti Bandaríkjanna, náð á ný yfirhöndinni í jöfnum kosningaslag sínum og John Kerry öldungadeildarþingmanns, um bandaríska forsetaembættið, nú þegar fjórir dagar eru til forsetakosninga. Skv. könnun Gallups sem birt var í gær hefur Bush forseti, fimm prósentustiga forskot á Kerry á landsvísu meðal líklegra kjósenda. Hann hefur skv. henni styrkt stöðu sína í Flórída, Pennsylvaníu og Iowa, en staðan í Ohio er það jöfn að það er ómögulegt skv. könnuninni að sjá hvor hefur yfirhöndina þar. Fleiri kannanir staðfesta forskot forsetans en það er mismikið, allt frá 1% hjá Washington Post til 5% hjá Gallup og CBS. Orrahríðin milli forsetaefnanna heldur áfram af sama krafti og fyrr á lokasprettinum. Bush og Kerry hafa skotið óhikað að hvor öðrum vegna málefna Íraks og varna Bandaríkjanna og forsetinn svaraði Kerry af óvenju mikilli hörku á kosningafundum í Pennsylvaníu og Ohio. Lokasprettur kosningabaráttunnar líkist æ meir leðjuslag eftir því sem styttist í að kjördagur rennur upp. Frambjóðendur eru að mestu hættir að ræða kosningamálin og fjölmiðlar beina kastljósinu mun frekar að harkalegum orðaskiptum þeirra í stað þess að fjalla um málefnin og færa kosningabaráttuna á málefnalegra plan. Frambjóðendurnir kom fram með vel gerða frasa úr smiðju kosningaspekúlanta sinna og keppast um að ná sem bestu 15 sekúndna sviðsljósi fjölmiðla með ræðum á kosningafundum. Málefnaleg umræða hefur vart sést frá kappræðunum þrem og hafa frambjóðendurnir endurtekið aftur og aftur meginefni í málflutningi sínum þar í mismunandi útgáfum þó vissulega frá degi til dags, enda halda þeir ekki athyglinni nema koma með ný sjónarmið í frasana. Enn er rifist um sprengjuefnin í Írak og tengd efni og öllu beitt til að finna fleti á því. Gott dæmi er að forsetinn kallaði Kerry veikgeðja og óákveðinn og því ófæran um að sinna þjóðarskútunni, Kerry kallaði Dick Cheney varaforseta, þvælumálaráðherra landsins, í ræðu sinni í Ohio. Varaforsetinn svaraði um hæl með því að segja að Kerry væri ekki þekktur fyrir að hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. Það er því ekki hægt að segja annað en að kosningaslagurinn sé að verða ansi drullugur og báðir frambjóðendur komnir á kaf í leðjuslag sem ekki er embættinu sæmandi. Stefnir reyndar allt í að kosningabaráttan verði sú dýrasta í sögunni.
Frambjóðendur eru á fleygiferð um lykilfylkin nú á seinustu metrunum sem eftir eru af kosningabaráttunni og reyna að skreyta sig með stjörnufans undir lokin. Í gær kom Kerry fram á fjöldafundi í Columbus í Ohio með rokkgoðinu Bruce Springsteen sem er ötull stuðningsmaður hans. Þar tók goðið nokkur af bestu lögum ferils síns, t.d. Born in the USA og óskarsverðlaunalagið Streets of Philadelphia. Kynnti hann sig með titlinum Boss, eins og hann er þekktur fyrir, og kynnti forsetaefnið sem "The Boss to be" við mikinn fögnuð viðstaddra. Í gær sendi Caroline Kennedy Schlossberg út yfirlýsingu þar sem hún beinir því til forsetans að hann noti ekki nafn föður síns til að hreykja sér af, en forsetinn hafði í ræðu nefnt sig sem leiðtoga á erfiðum stundum og líkt sér við fyrri forseta, t.d. Kennedy. Er þetta til marks um hörkuna í slagnum, en Kennedy-fjölskyldan (og þá einkum Caroline) hefur lagt á sig mikla vinnu til stuðnings Kerry. Mikið er fjallað vestanhafs um nýjasta klúðrið í Flórída, en þar er allt á afturfótunum, eins og venjulega, segir sjálfsagt einhver. Í ljós hefur komið að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst í póstsendingu. Týndu kjörseðlarnir voru á leið með pósti til kjósenda í Broward sýslu, þar sem Al Gore fékk sína bestu kosningu árið 2000. Stórundarlegt mál vissulega. Svo hefur vakið athygli að Bush forseti, hefur lokað aðgang að kosningavef sínum fyrir fólki utan Bandaríkjanna. Er stórundarlegt í ljósi þeirrar tæknialdar sem við lifum á, að annar frambjóðandinn til valdamesta embættis heims loki vef sínum og þar með upplýsingaveitu um framboð sitt til embættisins fyrir fólki um allan heim vegna umræðu um of mikinn gestafjölda. Eru ekki vefsíður opnaðar til að fólk skoði þær? Stórundarlegt mál, svo ekki sé meira sagt. Baráttan er hörð nú undir lokin og stefnir allt í æsispennandi lokasprett. Í dag verða Kerry-hjónin á kosningaferðalagi vítt og breitt um Flórídafylki með Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna, og enda daginn á kosningafundi í Wisconsin. Forsetahjónin verða á faraldsfæti í New Hampshire, New Jersey og munu þau enda daginn á fjöldafundi í Ohio ásamt Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra í Kaliforníu. Styttist óðum í að formlegri kosningabaráttu ljúki, en á miðnætti á mánudagskvöld þarf henni að vera lokið formlega. Keppinautarnir um forsetaembættið eru því í kapphlaupi við tímann á lokasprettinum á ferð sinni um baráttufylkin. Klukkan tifar!
Heitast í umræðunni
Yasser Arafat forseti Palestínu, yfirgaf höfuðstöðvar sínar á Vesturbakkanum í Ramallah í morgun og hélt með þyrlu til Amman í Jórdaníu, ásamt eiginkonu sinni Suha, sem hafði komið til Ramallah í gær, en þau höfðu þá ekki hist í nokkur ár, en hún hefur búið í París seinustu ár. Frá Amman hélt Arafat svo áleiðis til Parísar í boði franskra stjórnvalda til að leita sér lækninga. Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Arafat, jafnt og þjóð hans þegar forsetinn sté upp í þyrluna og horfði klökkum augum til fólksins sem hafði hópast saman til að kveðja leiðtoga sinn. Fáum blandast hugur um að ástand Arafats er alvarlegt og ekki víst hvort hann snúi aftur lífs eða liðinn. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega tvö og hálft ár sem Arafat, sem varð 75 ára í sumar, yfirgefur höfuðstöðvar sínar. Nauðsynlegt þótti að mati lækna að Arafat leitaði sér læknishjálpar í fjarlægu landi og farið væri með hann á spítala í vestrænni stórborg. Vonast er til að læknar í Frakklandi geti aðstoðað Arafat og komist að því hvað hrjáir hann. Samkvæmt fréttum í dag er talið nær öruggt að um blóðsjúkdóm sé að ræða, annaðhvort vægan sjúkdóm af því tagi eða hvítblæði sem í flestum tilvikum fyrir mann af þessum aldri er banvænt. Það var ekki fyrr en ísraelsk stjónvöld samþykktu að Arafat fengi að snúa aftur til síns heima, að lokinni meðferðinni sem Arafat ákvað að fara til Parísar. Staða hans er eins og öllum er ljós mjög brothætt. Í fjarveru hans mun Ahmed Qurie forsætisráðherra Palestínu og stjórn hans, hafa forsetavald. Litlar líkur eru á því að Arafat nái aftur þeirri stöðu að leiða pólitíska baráttu af þeim krafti sem áður einkenndu störf hans. Falli hann frá yrði Rouhi Fattouh forseti palestínska þingsins, forseti landsins. Enginn vafi er á því að tal og umræða um eftirmenn og pólitíska forystu er hafin, nú þegar leiðtoginn er farinn til Frakklands. Annað er óumflýjanlegt eins og staðan er orðin.
Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, tilkynnti á fundi með forystumönnum Kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaga í Karphúsinu, skömmu eftir miðnætti að hann hefði tekið þá ákvörðun að leggja fram miðlunartillögu í launadeilu aðilanna. Verkfalli grunnskólakennara hefur því verið frestað meðan greidd verða atkvæði um tillögu Ásmundar og hefst kennsla að nýju í grunnskólum landsins á mánudagsmorgun. Er mikið ánægjuefni að höggvið hefur verið á hnútinn, þó vissulega aðeins tímabundið sé. Verkfallið stóð í 39 daga og er eitt lengsta verkfall í sögu íslenskra skólamála, nokkrum dögum styttra reyndar en seinasta stórverkfall grunnskólakennara, árið 1995. Mun Ásmundur leggja tillöguna formlega fram á fundi með deiluaðilum í dag. Kosningu um miðlunartillöguna verður lokið mánudaginn 8. nóvember og atkvæði talin. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld mun verkfall hefjast að nýju á miðnætti þriðjudaginn 9. nóvember nk. Nauðsynlegt var að höggva á þennan gríðarlega hnút sem kominn var á deiluna og stöðu mála, en ekkert hafði þokast í samkomulagsátt í fjölda vikna og allt orðið pikkfast og drungalegt á að líta. Er mikilvægt að sáttasemjari leggi fram tillögu byggða á sínu mati og hún fari til atkvæða. Ef hún verður felld mun verkfallið hefjast aftur, en ella er kominn samningur og starf í skólunum getur farið á fullt að nýju. Samhliða þessu er ljóst að vetrarfríi skólanna sem áttu að hefjast eftir helgina verður frestað, enda nauðsynlegt að nota tímann fram til 9. nóvember til kennslu.
Dagurinn í dag
1901 Leon Czolgosz, morðingi William McKinley forseta Bandaríkjanna, var tekinn af lífi í New York
1919 Alþýðublaðið kom út fyrsta sinni - var málgagn Alþýðuflokksins. Útgáfunni var hætt 1997
1975 36 ára valdaferli Francisco Franco á Spáni lýkur formlega - hann vék vegna mikilla veikinda sinna. Völdin fóru í hendur Juan Carlos og með því var konungsveldi aftur komið á, á Spáni. Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um þetta féll Franco í dauðadá og lést hann þann 20. nóvember 1975
1982 Lindy Chamberlain sakfelld í réttarhaldi í Ástralíu fyrir að hafa myrt barn sitt - hún bar við að dingó hefði numið það á brott. Fjórum árum eftir dóminn fundust nöguð föt barnsins sem staðfesti sögu móðurinnar. Eftir þessu fræga dómsmáli var gerð myndin A Cry in the Dark með Meryl Streep
2003 Iain Duncan Smith felldur af leiðtogastóli breska Íhaldsflokksins - hann beið ósigur í vantraustskosningu í þingflokknum og baðst formlega lausnar eftir það. Hann hafði setið á leiðtogastóli flokksins í rúm tvö ár og óánægja með störf hans sífellt aukist eftir því sem á leið
Snjallyrði dagsins
Hitti Ólaf Ragnar kl. 10. Hann er búinn að mála ljósritunarherbergi blátt á Sóleyjargötu og sagði mér í óspurðum tíðindum að hér eftir myndum við alltaf hittast þar, enda væri það hefð í Bretlandi að forsætisráðherra hitti alltaf drottninguna í Bláu stofunni í Buckingham höll. Ég held að hann sé að tapa sér. Hann talaði stanslaust um gildi menntunar fyrir æskuna og kennaraverkfallið. Að lokum gaf hann mér góð ráð sem hann lærði þegar hann glímdi sem fjármálaráðherra við BHMR í gamla daga. Hann er algjörlega að tapa sér.
Bráðfyndin dagbókarbrot forsætisráðherra (birt á Deiglunni)
Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum í Bandaríkjunum hefur George W. Bush forseti Bandaríkjanna, náð á ný yfirhöndinni í jöfnum kosningaslag sínum og John Kerry öldungadeildarþingmanns, um bandaríska forsetaembættið, nú þegar fjórir dagar eru til forsetakosninga. Skv. könnun Gallups sem birt var í gær hefur Bush forseti, fimm prósentustiga forskot á Kerry á landsvísu meðal líklegra kjósenda. Hann hefur skv. henni styrkt stöðu sína í Flórída, Pennsylvaníu og Iowa, en staðan í Ohio er það jöfn að það er ómögulegt skv. könnuninni að sjá hvor hefur yfirhöndina þar. Fleiri kannanir staðfesta forskot forsetans en það er mismikið, allt frá 1% hjá Washington Post til 5% hjá Gallup og CBS. Orrahríðin milli forsetaefnanna heldur áfram af sama krafti og fyrr á lokasprettinum. Bush og Kerry hafa skotið óhikað að hvor öðrum vegna málefna Íraks og varna Bandaríkjanna og forsetinn svaraði Kerry af óvenju mikilli hörku á kosningafundum í Pennsylvaníu og Ohio. Lokasprettur kosningabaráttunnar líkist æ meir leðjuslag eftir því sem styttist í að kjördagur rennur upp. Frambjóðendur eru að mestu hættir að ræða kosningamálin og fjölmiðlar beina kastljósinu mun frekar að harkalegum orðaskiptum þeirra í stað þess að fjalla um málefnin og færa kosningabaráttuna á málefnalegra plan. Frambjóðendurnir kom fram með vel gerða frasa úr smiðju kosningaspekúlanta sinna og keppast um að ná sem bestu 15 sekúndna sviðsljósi fjölmiðla með ræðum á kosningafundum. Málefnaleg umræða hefur vart sést frá kappræðunum þrem og hafa frambjóðendurnir endurtekið aftur og aftur meginefni í málflutningi sínum þar í mismunandi útgáfum þó vissulega frá degi til dags, enda halda þeir ekki athyglinni nema koma með ný sjónarmið í frasana. Enn er rifist um sprengjuefnin í Írak og tengd efni og öllu beitt til að finna fleti á því. Gott dæmi er að forsetinn kallaði Kerry veikgeðja og óákveðinn og því ófæran um að sinna þjóðarskútunni, Kerry kallaði Dick Cheney varaforseta, þvælumálaráðherra landsins, í ræðu sinni í Ohio. Varaforsetinn svaraði um hæl með því að segja að Kerry væri ekki þekktur fyrir að hengja sig í smáatriði eins og staðreyndir. Það er því ekki hægt að segja annað en að kosningaslagurinn sé að verða ansi drullugur og báðir frambjóðendur komnir á kaf í leðjuslag sem ekki er embættinu sæmandi. Stefnir reyndar allt í að kosningabaráttan verði sú dýrasta í sögunni.
Frambjóðendur eru á fleygiferð um lykilfylkin nú á seinustu metrunum sem eftir eru af kosningabaráttunni og reyna að skreyta sig með stjörnufans undir lokin. Í gær kom Kerry fram á fjöldafundi í Columbus í Ohio með rokkgoðinu Bruce Springsteen sem er ötull stuðningsmaður hans. Þar tók goðið nokkur af bestu lögum ferils síns, t.d. Born in the USA og óskarsverðlaunalagið Streets of Philadelphia. Kynnti hann sig með titlinum Boss, eins og hann er þekktur fyrir, og kynnti forsetaefnið sem "The Boss to be" við mikinn fögnuð viðstaddra. Í gær sendi Caroline Kennedy Schlossberg út yfirlýsingu þar sem hún beinir því til forsetans að hann noti ekki nafn föður síns til að hreykja sér af, en forsetinn hafði í ræðu nefnt sig sem leiðtoga á erfiðum stundum og líkt sér við fyrri forseta, t.d. Kennedy. Er þetta til marks um hörkuna í slagnum, en Kennedy-fjölskyldan (og þá einkum Caroline) hefur lagt á sig mikla vinnu til stuðnings Kerry. Mikið er fjallað vestanhafs um nýjasta klúðrið í Flórída, en þar er allt á afturfótunum, eins og venjulega, segir sjálfsagt einhver. Í ljós hefur komið að þúsundir kjörseðla sem senda átti til fólks sem vildi greiða atkvæði utankjörfundar höfðu týnst í póstsendingu. Týndu kjörseðlarnir voru á leið með pósti til kjósenda í Broward sýslu, þar sem Al Gore fékk sína bestu kosningu árið 2000. Stórundarlegt mál vissulega. Svo hefur vakið athygli að Bush forseti, hefur lokað aðgang að kosningavef sínum fyrir fólki utan Bandaríkjanna. Er stórundarlegt í ljósi þeirrar tæknialdar sem við lifum á, að annar frambjóðandinn til valdamesta embættis heims loki vef sínum og þar með upplýsingaveitu um framboð sitt til embættisins fyrir fólki um allan heim vegna umræðu um of mikinn gestafjölda. Eru ekki vefsíður opnaðar til að fólk skoði þær? Stórundarlegt mál, svo ekki sé meira sagt. Baráttan er hörð nú undir lokin og stefnir allt í æsispennandi lokasprett. Í dag verða Kerry-hjónin á kosningaferðalagi vítt og breitt um Flórídafylki með Bill Clinton fyrrum forseta Bandaríkjanna, og enda daginn á kosningafundi í Wisconsin. Forsetahjónin verða á faraldsfæti í New Hampshire, New Jersey og munu þau enda daginn á fjöldafundi í Ohio ásamt Arnold Schwarzenegger ríkisstjóra í Kaliforníu. Styttist óðum í að formlegri kosningabaráttu ljúki, en á miðnætti á mánudagskvöld þarf henni að vera lokið formlega. Keppinautarnir um forsetaembættið eru því í kapphlaupi við tímann á lokasprettinum á ferð sinni um baráttufylkin. Klukkan tifar!
Heitast í umræðunni
Yasser Arafat forseti Palestínu, yfirgaf höfuðstöðvar sínar á Vesturbakkanum í Ramallah í morgun og hélt með þyrlu til Amman í Jórdaníu, ásamt eiginkonu sinni Suha, sem hafði komið til Ramallah í gær, en þau höfðu þá ekki hist í nokkur ár, en hún hefur búið í París seinustu ár. Frá Amman hélt Arafat svo áleiðis til Parísar í boði franskra stjórnvalda til að leita sér lækninga. Það var tilfinningaþrungin stund fyrir Arafat, jafnt og þjóð hans þegar forsetinn sté upp í þyrluna og horfði klökkum augum til fólksins sem hafði hópast saman til að kveðja leiðtoga sinn. Fáum blandast hugur um að ástand Arafats er alvarlegt og ekki víst hvort hann snúi aftur lífs eða liðinn. Þetta er í fyrsta skipti í rúmlega tvö og hálft ár sem Arafat, sem varð 75 ára í sumar, yfirgefur höfuðstöðvar sínar. Nauðsynlegt þótti að mati lækna að Arafat leitaði sér læknishjálpar í fjarlægu landi og farið væri með hann á spítala í vestrænni stórborg. Vonast er til að læknar í Frakklandi geti aðstoðað Arafat og komist að því hvað hrjáir hann. Samkvæmt fréttum í dag er talið nær öruggt að um blóðsjúkdóm sé að ræða, annaðhvort vægan sjúkdóm af því tagi eða hvítblæði sem í flestum tilvikum fyrir mann af þessum aldri er banvænt. Það var ekki fyrr en ísraelsk stjónvöld samþykktu að Arafat fengi að snúa aftur til síns heima, að lokinni meðferðinni sem Arafat ákvað að fara til Parísar. Staða hans er eins og öllum er ljós mjög brothætt. Í fjarveru hans mun Ahmed Qurie forsætisráðherra Palestínu og stjórn hans, hafa forsetavald. Litlar líkur eru á því að Arafat nái aftur þeirri stöðu að leiða pólitíska baráttu af þeim krafti sem áður einkenndu störf hans. Falli hann frá yrði Rouhi Fattouh forseti palestínska þingsins, forseti landsins. Enginn vafi er á því að tal og umræða um eftirmenn og pólitíska forystu er hafin, nú þegar leiðtoginn er farinn til Frakklands. Annað er óumflýjanlegt eins og staðan er orðin.
Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari, tilkynnti á fundi með forystumönnum Kennarasambandsins og launanefndar sveitarfélaga í Karphúsinu, skömmu eftir miðnætti að hann hefði tekið þá ákvörðun að leggja fram miðlunartillögu í launadeilu aðilanna. Verkfalli grunnskólakennara hefur því verið frestað meðan greidd verða atkvæði um tillögu Ásmundar og hefst kennsla að nýju í grunnskólum landsins á mánudagsmorgun. Er mikið ánægjuefni að höggvið hefur verið á hnútinn, þó vissulega aðeins tímabundið sé. Verkfallið stóð í 39 daga og er eitt lengsta verkfall í sögu íslenskra skólamála, nokkrum dögum styttra reyndar en seinasta stórverkfall grunnskólakennara, árið 1995. Mun Ásmundur leggja tillöguna formlega fram á fundi með deiluaðilum í dag. Kosningu um miðlunartillöguna verður lokið mánudaginn 8. nóvember og atkvæði talin. Verði miðlunartillaga ríkissáttasemjara felld mun verkfall hefjast að nýju á miðnætti þriðjudaginn 9. nóvember nk. Nauðsynlegt var að höggva á þennan gríðarlega hnút sem kominn var á deiluna og stöðu mála, en ekkert hafði þokast í samkomulagsátt í fjölda vikna og allt orðið pikkfast og drungalegt á að líta. Er mikilvægt að sáttasemjari leggi fram tillögu byggða á sínu mati og hún fari til atkvæða. Ef hún verður felld mun verkfallið hefjast aftur, en ella er kominn samningur og starf í skólunum getur farið á fullt að nýju. Samhliða þessu er ljóst að vetrarfríi skólanna sem áttu að hefjast eftir helgina verður frestað, enda nauðsynlegt að nota tímann fram til 9. nóvember til kennslu.
Dagurinn í dag
1901 Leon Czolgosz, morðingi William McKinley forseta Bandaríkjanna, var tekinn af lífi í New York
1919 Alþýðublaðið kom út fyrsta sinni - var málgagn Alþýðuflokksins. Útgáfunni var hætt 1997
1975 36 ára valdaferli Francisco Franco á Spáni lýkur formlega - hann vék vegna mikilla veikinda sinna. Völdin fóru í hendur Juan Carlos og með því var konungsveldi aftur komið á, á Spáni. Nokkrum dögum eftir að tilkynnt var um þetta féll Franco í dauðadá og lést hann þann 20. nóvember 1975
1982 Lindy Chamberlain sakfelld í réttarhaldi í Ástralíu fyrir að hafa myrt barn sitt - hún bar við að dingó hefði numið það á brott. Fjórum árum eftir dóminn fundust nöguð föt barnsins sem staðfesti sögu móðurinnar. Eftir þessu fræga dómsmáli var gerð myndin A Cry in the Dark með Meryl Streep
2003 Iain Duncan Smith felldur af leiðtogastóli breska Íhaldsflokksins - hann beið ósigur í vantraustskosningu í þingflokknum og baðst formlega lausnar eftir það. Hann hafði setið á leiðtogastóli flokksins í rúm tvö ár og óánægja með störf hans sífellt aukist eftir því sem á leið
Snjallyrði dagsins
Hitti Ólaf Ragnar kl. 10. Hann er búinn að mála ljósritunarherbergi blátt á Sóleyjargötu og sagði mér í óspurðum tíðindum að hér eftir myndum við alltaf hittast þar, enda væri það hefð í Bretlandi að forsætisráðherra hitti alltaf drottninguna í Bláu stofunni í Buckingham höll. Ég held að hann sé að tapa sér. Hann talaði stanslaust um gildi menntunar fyrir æskuna og kennaraverkfallið. Að lokum gaf hann mér góð ráð sem hann lærði þegar hann glímdi sem fjármálaráðherra við BHMR í gamla daga. Hann er algjörlega að tapa sér.
Bráðfyndin dagbókarbrot forsætisráðherra (birt á Deiglunni)
<< Heim